Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 19 Í ERINDI sínu talaði Chilcott um reynslu Breta af aðild að Evrópu- sambandinu, sem þeir gengu í fyrir 30 árum, og reyndi að svara því hvaða þýðingu það hefði í þessu samhengi að Bretar eru eyþjóð, líkt og Íslendingar. Í stuttu máli komst Chilcott að þeirri niðurstöðu að frá því Bretar gerðu sér grein fyrir því að „fríverzl- unarleiðin“ (sem þeir höfðu viljað velja framyfir það nána form Evr- ópusamstarfs sem stofnríki Evrópu- sambandsins á meginlandinu hófu á sjötta áratugnum) ætti ekki framtíð fyrir sér, hefðu þeir verið virkir í að móta samstarfið innan Evrópusam- bandsins. Það samstarf hafi reynzt eyríkinu Bretlandi mjög vel, að mati Chilcotts, jafnvel þótt heimsveld- isarfleifðin hefði flækt það nokkuð framan af. Úrsögn úr ESB jafngilti „efnahagslegu sjálfsvígi“ Lagði Chilcott áherzlu á, að þótt efasemdaraddir kunni að vera áber- andi hvað varðar umræðu um Evr- ópumál í Bretlandi um þessar mund- ir, helgist það af því að hún snúist að miklu leyti um evruna, þ.e. hvort Bretland eigi að gerast aðili að evr- ópska myntbandalaginu eður ei. Enginn sé að mælast til þess að Bretar segi sig úr Evrópusamband- inu, jafnvel ekki mestu bölmóðs- mennirnir sem hafi allt sem varði Evrópusamstarfið á hornum sér. Enda myndi ákvörðun um úrsögn úr ESB jafngilda „efnahagslegu sjálfs- vígi“. Að velja að standa alveg utan við Evrópusambandið mætti bera saman við „frelsi geldingsins í kvennabúrinu“, að sögn Chilcotts. „Ég sé Breta ekki fyrir mér velja getuleysi fram yfir áhrif,“ sagði hann. Þeir sem héldu því fram að Bretar væru „ófúsir Evrópumenn“ (í þeim skilningi að þeir gengju tregir til nánara samstarfs Evr- ópuþjóða) benda gjarn- an á ákvörðun Breta (og Íra) um að standa að mestu utan við Schengen-samstarfið um afnám vegabréfa- eftirlits á innri landa- mærum ESB sem dæmi um „eyjarskeggjahátt“ þeirra. Chilcott segir hins vegar að land- fræðilegar aðstæður kölluðu einfald- lega á að Bretar gengju ekki eins langt og meginlandsþjóðirnar í af- námi landamæraeftirlits. Að baki þessarar sérstöðu lægju semsagt praktískar ástæður; orsakanna væri ekki að leita í einhverjum „eyj- arskeggjahugsunarhætti“. Eyþjóðin Íslendingar hefði farið aðra leið hvað varðar Schengen-samstarfið, en það helgist af viljanum til að viðhalda hefðbundnu vegabréfafrelsi Norður- landanna. Þar væri heldur enginn sérlundaður „eyjarskeggjahugs- unarháttur“ að baki. Chilcott sagði þá 30 ára reynslu sem Bretar hafi nú af ESB- samstarfinu hafa gert þeim gott; gert þá víðsýnni í hugsun og nálgun að lausn vandamála. Ágreiningurinn um Írak ekki spillt samstarfinu En nú vill svo til, að á síðustu misserum hefur verið hægt að fylgj- ast með einum mesta pólitíska klofningi sem um getur í sögu ESB, sem krist- allaðist í ger- ólíkri stefnu ESB-for- ysturíkjanna Bretlands, Frakklands og Þýzka- lands í Íraksmálinu. „Vissulega er það skiljanlegt,“ segir Chilcott, „að þeir sem hafa fylgzt með þróuninni í Evrópu utan frá síðustu misserin dragi þá álykt- un að leiðtogar þessara ESB-landa geti ekki verið svo alvarlega ósam- mála um eitt mál en átt þrátt fyrir það gott samstarf á öðrum sviðum um leið. En það er einmitt málið – ágreiningurinn um Írak hefur ekki spillt neitt fyrir ESB-samstarfinu á öðrum sviðum. Ég tel þetta vera þroskamerki á Evrópusambandinu.“ Chilcott segir einhvern ágreining alltaf vera í gangi milli aðildarríkja ESB, en mest kveði að slíkum deil- um þegar fjármál eru annars vegar. Framundan eru samningaviðræður um fjárhagsramma ESB fyrir tíma- bilið 2007–2012 og spáir Chilcott því að þar verði aldeilis dregin fram breiðu spjótin; deilurnar um Írak verði barnaleikur hjá því. Snýst um málamiðlanir Að sögn Chilcotts er og verður það mikilvægur hluti af því sem Evr- ópusambandið snýst um, að vera tilbúinn til að komast að málamiðl- unum, sem eru bæði í hag hverju að- ildarríki fyrir sig sem og samband- inu í heild. Aðspurður játar Chilcott því, að sjálfsagt sé eitthvað til í því að það sé einmitt þetta sem valdi missætti Evrópumanna og Bandaríkjamanna um þessar mundir – evrópskir ráða- menn eru orðnir vanir því að vera tilbúnir til að gera málamiðlanir, en Bandaríkjamenn síður. Chilcott segist þó bjartsýnn á að til lengri tíma litið leysist þessi ágreiningur yfir Atlantshafið og Bandaríkin og ESB verði samstiga í meginatriðum í alþjóðamálum. Eyþjóðir jafnevrópskar og aðrar Morgunblaðið/Kristinn Dominick Chilcott, yfirmaður Evrópuskrifstofu brezka utanríkisráðuneytisins, í ræðustól í Norræna húsinu. „Geta eyjabúar verið góðir borgarar í Evrópu“ var yfirskrift fyrirlestrar sem Dominick Chilcott, yfirmaður Evrópu- skrifstofu brezka ut- anríkisráðuneytisins, flutti fyrr í vikunni. Auðunn Arnórsson lagði við hlustir og spurði hann nánar út í þetta. auar@mbl.is ’ Ég sé Bretaekki fyrir mér velja getuleysi fram yfir áhrif. ‘ NORSKIR fjölmiðlar sögðu í gær, að hugsanlega gætu næstu tvær vikur skorið úr um það hvort fjármálaveldi Kjell Inge Røkkes lifði deginum lengur eða skemur en Orkla, einn helsti lánardrott- inn hans, krefst þess, að innan þess tíma liggi fyrir raunhæf áætlun um fjármögnun útistand- andi skulda. Norskir blaðamenn, sem lengi hafa fylgst með Røkke, segja úti- lokað að fá einhverja almennilega yfirsýn yfir fyrirtækjafrumskóg- inn í kringum hann og með það í huga hefur kunnur, fyrrverandi þingmaður, Thorbjørn Berntsen, skorað á norska Stórþingið að setja lög, sem skyldi norsk stór- fyrirtæki og fyrirtækjasam- steypur til að upplýsa um stöðu sína. Røkke sjálfur ber sig samt vel og virðist staðráðinn í að láta ekki búksorgirnar buga sig. Norska Dagbladet sló því upp í gær, að hann væri búinn að festa sér nýjan bíl og borga staðfest- ingargjaldið, 4,5 milljónir ís- lenskra króna. Um er að ræða Mercedes-Benz SLR, Silfurörina, en áætlað er, að bíllinn muni kosta á bilinu 48 til 59 millj. ísl. kr. í Noregi. Er bíll- inn smíðaður í höndunum ef svo má segja og verða aðeins fram- leidd 3.500 eintök. Vélin er 626 hestöfl og hámarkshraði 334 km. Meðfylgjandi mynd var tekin hér á landi í sumar. Røkke fær sér glæsibíl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.