Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 37 SAND KONUR SÍMI 553 4141 KRINGLUNNI Ný sending af kápum og úlpum Full búð af nýjum vörum Í DAG hefst landsþing Ungra jafn- aðarmanna en þingið mun standa alla helgina. Yfirskrift þingsins er Glæpir 2003. Umfjöllunar- efnið er mjög áhuga- vert og kemur inn á marga fleti samfélag- ins. Rætt verður um afbrot, orsakir þeirra, afleiðingar og rétt viðbrögð sam- félagsins við glæpa- starfsemi. Við munum að auki ræða um ýmis tengd vandamál; svo sem forvarnir, fangelsismál, vændi og mansal og siðferðisspurningar tengd- ar klámvæðingunni. Á þinginu verður einnig kjörin ný framkvæmdastjórn. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til formanns Ungra jafnaðarmanna enda hef ég mikinn áhuga á því að tala fyrir mál- efnum og hugmyndum ungs Samfylk- ingarfólks og reyna að gera hreyf- inguna sem öflugasta. Samfylking sterk hjá ungu fólki Í Ungum jafnaðarmönnum í Reykjavík hefur okkur tekist að opna hreyfinguna og verið áberandi í al- mennri þjóðfélagsumræðu. Það hlýt- ur enda að vera markmiðið að auka þátttöku ungs fólks í stjórnmálum og tiltrú þeirra á því að stjórnmálastarf skipti máli. Fyrir vikið hefur starfið verið sérstaklega ánægjulegt og lif- andi. Ungt fólk var t.d. mjög áberandi í allri kosningabaráttu Samfylking- arinnar, ekki síst hér í Reykjavík. Við uppskárum ríkulega og flestir úr hópi yngstu kjósenda kusu Samfylkingu. Samhliða því hrundi Sjálfstæð- isflokkur í fylgi meðal yngstu kjós- enda en sá hópur hefur löngum verið sterkasta vígi flokksins. Bið um stuðning til áframhaldandi starfs Við í Reykjavíkurfélaginu höfum reynt að opna félagið og gera starfið áhugavert fyrir sem flesta. Opin hús hafa verið haldin reglulega sem og fundir með það fyrir augum að kynna Samfylkinguna, stefnu hennar og þann drifkraft sem býr í flokknum fyrir ungu fólki. Þetta höfum við gert sannfærð um að fyrir vikið myndi flokkurinn verða val unga fólksins. Ég er þakklátur fyrir starfið í Reykjavík. Það hefur einkennst af góðri samvinnu félaga, málefnalegri og skemmtilegri. Ég hvet ungt fólk til að mæta á landsþing Ungra jafn- aðarmanna í dag. Setning þingsins og kosning fer fram í Hressingarskál- anum, gamla McDonald’s, kl. 17. Landsþing UJ í dag Eftir Andrés Jónsson Höfundur er formaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. VERA kann að sauðkindin hugsi, vera kann hana dreymi staði, hvar garðar eru fullir af iðjagrænni töðu og stampar af tæru vatni. Enginn veit það. Hitt vita allir að sauðkindin getur ekki látið slíka drauma rætast. Vera kann að nær sauðkindin þraukar þorrann og góuna geti hún notið minninga um gróna haga og þyt vindsins. Um það veit ég ekkert, en hitt veit ég, að aldrei getur hún deilt þeim tilfinningum til annarra. Uppeldi Það sem breiðast skilur milli sauðkindarinnar og mannkind- arinnar er hæfileiki mannsins að skapa, að efnisbinda tilfinningar sínar og hugsanir til varðveislu og nota fyrir einstaklinga og kyn- slóðir. Hæfileikinn að skapa er sérgáfa mannsins og uppspretta allrar menningar. Uppeldisfræðingar fullyrða að besta aðferðin til að þjálfa og þroska þessa sköpunargáfu, sem skilur milli manns og skepnu, sé listaiðkun og listaneysla ein- staklinga og hópa. Listaverk, hvort sem eru skrif- uð orð eða nótur á blað, litir á fleti eða form í stein eða annað, eru ár- angur gáfunnar að efnisbinda hug- arástand sitt. Þau eru sköpun and- ans. Oft getur listaverk eitt og sér komið til skila tilfinningu lista- manns. Oft þarf milligöngu ann- arra til að skynja hana. Þjálfaðir flytjendur ljá textum og verkum skálda og tónskálda orku sína og tilfinningu og auðvelda þannig öðrum neyslu þeirra. Beethoven gat ekki látið okkur heyra hvernig tónarnir ómuðu í höfði hans. En hann gat efnisbundið þá með bleki á blað og skapað listaverk, sem í aldir hafa nært mannssálina og aukið þroska hennar og sköp- unarmátt. Sinfónían Flest sinfóníuverk eru svo um- fangsmikil að tugir flytjenda með margra ára tónlistarnám, þurfa að æfa í mánaðavís til að flytja þau á viðunandi hátt. Samanborið við marga aðra list- iðkun er framleiðsluferli sinfóníu því afar langdregið og fjárhags- lega erfitt. Til samlíkingar má nefna hænsabónda, er klekur ung- um úr eggjum, fóðrar nokkra mánuði, selur og fær sitt fé, og skógræktarbónda, sem iðjar árum saman, utan að hafa arð af rækt- unarstarfi sínu. Vegna þess mikla umfangs, sem fylgir flutningi sin- fóníutónlistar, og kostnaðar að hafa langlært fagfólk í vinnu við að æfa tónverkin, hefur verið bærileg sátt um að sinfóníu- hljómsveitin njóti stuðnings af al- mannafé. Verulegur hluti af þeim stuðningi er fenginn frá Reykja- vík, sem kvöð á borgina um greiðslu á tilteknum hundraðs- hluta af rekstri hljómsveitarinnar. Þegar forráðamenn borgarinnar lýstu því síðsumars að þeir vildu taka upp viðræður um breytt fyr- irkomulag á stuðningi við sinfón- íuhljómsveitina. Var það af ýmsum túlkað svo að borgin vildi hætta stuðningi við hljómsveitina. Sú túlkun olli eðlilega ugg og kvíða hjá þeim, sem meta vel, sinfóníul- ist. Það létti því mörgum þegar Al- freð Þorsteinsson, formaður borg- arráðs, lýsti yfir að hljómsveitin væri mikils virt og það væri fjarri því að meirihluti borgarstjórnar vildi hætta stuðningi við hana, þó að hann vildi taka upp viðræður um breytt fyrirkomulag þess stuðnings. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi R-listans, tók undir með formanni borgarráðs. Ég held að enginn, sem til þekkir, efist um heilindi borg- arfulltrúanna. Samt er, vegna að- komu annarra stjórnmálamanna, ástæða til að hafa áhyggjur af framvindu málsins. Alþingismenn geta komið að því, og því miður er full ástæða að óttast að ýmsir þar á bæ telji vænlega pólitík, að efna til ill- deilna við höfuðborgina um sinfón- íuna. Ég vil því leyfa mér að hvetja gott fólk í öllum flokkum, sem trú- ir á mátt listarinnar til að skilja milli mannkindarinnar og sauð- kindarinnar, að taka höndum sam- an og leysa málið strax. Sinfónían og sauðkindin Eftir Birgi Dýrfjörð Höfundur er rafvirki. ÉG vona að þú sért einn þeirra sem gefur þér tíma í erli dagsins til að setjast niður og eiga stund með sjálfum þér, skapara þínum og lífgjafa. Vonandi ertu ekki einn af þeim sem mæðist í svo mörgu að þú gleymir því góða hlutskipti að setjast niður við fætur frelsara þíns til að þiggja áfyllingu svo úthaldið aukist. Alla þá næringu sem þarf til að komast af. Eitt er nefnilega nauðsynlegt á tímum hraða, stress, óhófs og yf- irkeyrslu. Það er að gefa sér tíma í erli dagsins til að afstressast við fætur Jesú Krists. Lesa kannski eitt ritningarorð, hugleiða það og eiga stutta bæn, samtal við Guð. Þannig komum við á nauðsynlegum fundi með okkur sjálfum og þeim sem lífið gefur og einn megnar að viðhalda því. Við hugleiðum stöðu okkar, stefnu og tilgang auk þess að meðtaka kærleika Krists sem gefur okkur aðra vídd í daginn og tilveruna Hann fyllir hjarta okkar af himneskum friði. Hann veitir okkur nýjan þrótt, uppörvun og styrk til að halda göngu okkar áfram. Ég er þess fullviss að líðan þín verður betri og stöðugri. Þú lærir að meta sjálfan þig og mikilvægi þess að vera. Þú lærir að meta náunga þinn og þú munt sjá sam- ferðamenn þína í nýju og kærleiks- ríkara ljósi. Auk þess sem þú eign- ast persónulegt samfélag við hinn raunverulega og lifandi frelsara þinn, Jesú Krist eins og þú varst í raun skapaður til að gera. Ef þú heldur að óhófleg vinna, peningar og stress eða árangur, frægð eða frami veiti þér einhverja varanlega lífsfyllingu þá er ég viss um að þú hafir eitthvað misskilið tilgang lífsins. Þá er ég nokkuð viss um að þú þurfir eitthvað að meta stöðun upp á nýtt. Gefðu þér tíma, lifðu lífinu, núna og þiggðu þá næringu sem varir til eilífs lífs og stendur þér til boða ókeypis. Ævin flýgur frá þér áður en þú veist af. Veljum hið nauðsynlega og góða hlutskipti og hættum að mæðast um of í svo allt of mörgu. Lifi lífið! Nauðsynleg næring í erli dagsins Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er rithöfundur, framkvæmdastjóri Laugarnes- kirkju og forseti Gídeonfélagsins á Íslandi. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík www.thjodmenning.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.