Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðlaug Magnús-dóttir fæddist á Neðribæ í Selárdal í Arnarfirði 29. júní 1914. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 27. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Árna- dóttir og Magnús Sveinsson. Guðlaug var yngst fimm systkina, hin voru Árni, Guðmundur, Sigurjón og Sveinn. Árið 1939 giftist Guðlaug Jóni Kristmundssyni, f. 29. janúar 1911, d. 19. janúar 1990. Þau eiga fjögur börn, þau eru: 1) Helgi, f. 2. febrúar 1938, maki Jytte Marcher, þeirra börn Ester, Astrid og Jón, 2) Sveinn, f. 24. apríl 1939, maki Ásta Jóns- dóttir, þeirra börn Jón, Guðlaug, Eva Björk og Þóra Kristín, 3) Anna, f. 27. apríl 1947, maki Finn Larsen, þeirra börn Rune og Sten, og 4) Margrét Kristín, f. 15. júlí 1957. Auk þeirra ólu Guðlaug og Jón upp Bjarnþór Gunnarsson, f. 18. febrúar 1953, maki Hanna Sigurjóns- dóttir, þeirra börn Kristjana, Jón og Gunnar. Bjarnþór er systursonur Jóns. Guðlaug ólst upp á Neðribæ til 18 ára aldurs en auk systk- inanna ólust þar upp fósturbörnin bræðurnir Valdimar og Guðbjartur og Guðbjörg. Á heimilinu bjuggu einnig Sigríður og Guðrún föðursystur Guðlaug- ar. Barnabörn Guðlaugar og Jóns eru 17. Útför Guðlaugar verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Kynni mín af Laugu, eins og hún var ávallt kölluð, hófust um jólin 1959, þegar ég kom í fyrsta skipti á Bíldudal. Ég var þá unnusta Helga, elsta sonar hennar. Ég man enn hlýju handtökin og móttökurnar sem mættu mér á bryggjunni á Bíldudal. Sumarið eftir fór ég fyrst út í Sel- árdal og var það ógleymanlegt ferða- lag. Þá var enn búið á flestum bæjum og fór Lauga með mig og kynnti mig fyrir heimilisfólkinu á hverjum bæ. Eftir þetta höfum við farið ótal ferðir vestur á Bíldudal og í Selárdalinn. Lauga var óþreytandi við að segja sögur af mannlífinu í Selárdalnum og gæddi þær lífi með góðri frásagn- argáfu sinni. Á síðari árum flæddu upp úr henni vísurnar um menn og málefni úr sveitinni og höfðum við ekki við að skrifa niður. Þegar ég keyri um dalina úti í Selárdal finnst mér ég hafa þekkt fólkið og lifað þá tíma sem Lauga talaði um, svo lif- andi voru frásagnir hennar. Lauga fór 18 ára í vist til Reykja- víkur um tveggja ára skeið. Þann tíma lá móðir hennar á Landspítal- anum vegna langvarandi veikinda. Þegar móðir hennar útskrifaðist af spítalanum fylgdi Lauga henni heim í Neðribæ og aðstoðaði hana þar. Þegar Jón og Lauga giftust árið 1939 byggðu þau sér húsið Braut- arholt í Selárdal. Jón stundaði út- gerð frá Selárdal með Kristjáni Rei- naldasyni frá Melstað. Árið 1947 seldu þau Jón og Lauga listamann- inum Samúel Jónssyni Brautarholt og fluttust í húsið Bjarg á Bíldudal. Kristján seldi Samúel einnig sína eign og fluttist líka til Bíldudals og voru þeir félagar í mörg ár með út- gerðina frá Bíldudal. Árið 1977 hætti Jón sjómennsku og fluttust þau hjónin til Reykjavíkur til okkur Helga á neðri hæðina í Bauganes 44 og hófst þá nýr kafli í samveru okk- ar. Heimilið var Laugu allt og lagði hún mikla alúð í það, allt í kringum hana var fágað og fínt. Hún var alltaf vel til fara, snyrtileg og vel til höfð. Hún var af þeirri kynslóð húsmæðra sem voru alltaf heima og hún átti alltaf til kaffi fyrir fullorðna fólkið, ölglas fyrir unglingana og mjólkur- glas fyrir börnin. Í Bauganesinu varð Laugu tíðrætt um tæknina til heimilisverka. Lauga talaði um það þegar hún og hennar kynslóð þurftu til dæmis að bera vatnið heim að bænum til að þvo þvottinn, sem var svo skolaður í læknum. Undanfarin ár hafði Margrét Kristín séð um Laugu mömmu sína af mikilli alúð og fórnfýsi. Síðasta ár- ið var nokkuð dregið af Laugu, en þrátt fyrir það hélt hún alltaf reisn sinni. Hún klæddist á hverjum degi og fór um íbúðina með hjálp göngu- grindar. Undanfarin misseri hafði ég þann vana á að fara heim í hádeginu til Laugu og áttum við þá góðar stundir saman. Ég er Laugu ævinlega þakklát fyrir góð kynni og það sem hún var mér og minni fjölskyldu. Ég kveð Laugu með söknuði en veit af henni á stað þar sem henni líður vel. Jytte. Nú er hún Lauga amma farin og hrannast upp minningarnar. Amma og afi bjuggu á Bíldudal æskuár okkar systkinanna. Þegar skóla lauk á vorin biðum við syst- urnar eftir því að fljúga vestur með pabba. En þessi sumur eru okkur ógleymanleg. Amma Lauga var alltaf svo glæsi- leg og vel til höfð að maður naut sín að labba um plássið með henni. Þar fyrir utan var hún alltaf svo góð við okkur að við systurnar tókum þá ákvörðun að rífast ekki heima hjá henni, vegna þess að okkur þótti hvorki hún né afi eiga það skilið. Afi var á sjónum, en þegar hann kom í land þá var alltaf hlaupið niður að bryggju til þess að taka á móti honum og iðulega fékk maður að fara um borð og hjálpa til að af- ferma. Þó að hann kæmi þreyttur heim hafði hann alltaf tíma til þess að segja okkur sögur á kvöldin. Sag- an um Ásu, Signýju og Helgu sem duttu ofan í brunninn átti hug okkar allan. Magga Stína, yngsta systir pabba okkar, bjó líka heima hjá ömmu og afa, og lékum við okkur mikið sam- an, en það var frábært að geta verið með frænku þó að hún væri aðeins eldri. Magga Stína hefur alltaf búið með afa og ömmu, og svo ein með ömmu og hugsað um hana í seinni tíð. En samband okkar við hana hef- ur alltaf verið mjög náið og lítum við á hana sem systur þó hún sé frænka. Árið 1977 þá fluttu amma og afi og Magga Stína til Reykjavíkur og bjuggu eftir það í sama húsi og for- eldrar okkar, á neðri hæðinni. Var mikill samgangur eftir það og ógleymanlegar stundirnar þar sem setið var í eldhúsinu og spjallað og þá oft um lífið og tilveruna fyrir vest- an á hennar uppvaxtarárum. Alltaf átti amma eitthvað gott með kaffinu og oft var hún búin að baka pönnukökur fyrir þessar stundir. Eftir að þau fluttu í bæinn var tek- inn upp sá siður um jólin að þau komu í mat á aðfangadagskvöld til foreldra okkar og svo var farið í kvöldkaffi til þeirra eftir matinn og sama gilti um gamlárskvöld. Hélst þessi siður alveg síðan. Afi dó svo skyndilega veturinn 1992 og mikið voru þær Lauga amma og Magga Stína duglegar að ganga í gegnum þá sorg. Amma var mjög heimakær og þótti alltaf mjög vænt um að fá heim- sóknir. Hún fór þó nokkrum sinnum til Danmerkur í heimsókn til dóttur sinnar. Vorið eftir að afi dó fór hún í fjöl- skylduferð til Danmerkur, Frakk- lands og alla leið til Spánar í brúð- kaup. Hún hafði mjög gaman af ferðinni, en fannst líka gott að vera komin heim í eldhúsið sitt. Barna- börnin hennar voru líka stolt af því fljúga með hana í hennar síðustu heimsóknum til Bíldudals. Síðasliðin 10 ár var amma orðin heilsulítil. En alltaf var hún jafn skýr og gaman að tala við hana þegar við komum í heimsókn. Hún var með al- veg ótrúlegt minni og eldhúsumræð- urnar héldu áfram alveg til hins síð- asta. Langömmubörnunum fannst Lauga amma líka vera besta amma í heimi þar sem hún átti alltaf ís handa þeim. Elsku Magga Stína, við erum með hugann hjá þér og vitum að það er ekki auðvelt að standa uppi ein eftir svona langa og nána samveru. Megi Guð gefa þér styrk. Við systkinin erum búin að vera búsett erlendis í mörg ár, en amma hefur aldrei verið langt undan í huga okkar. Nærvera hennar á okkar unglingsárum er búin að vera okkur mikið veganesti í gegnum lífið. Lauga amma, takk fyrir allar sam- verustundirnar. Megir þú hvíla í friði. Þín barnabörn, Ester, Astrid og Jón. Elsku amma Lauga. Um leið og ég kveð þig í hinsta sinn langar mig að rifja upp nokkrar minningar um þig. Það var nú alltaf spennandi að koma til Reykjavíkur og heimsækja ykkur í Skerjafjörð- inn. Afi spjallaði yfirvegaður við okk- ur krakkana og þú og Magga Stína létuð allt eftir okkur. Og alltaf var nú jafn gott að fá smurða brauðið með hangikjötinu og appelsín í flösku. Það voru líka dýrmætar stundir þegar ég kom í kaffi eftir skóla þegar við Hjörtur bjuggum við hliðina á ykkur. Þú komst daginn sem við fluttum inn með dúk og fleira sem prýddi mitt fyrsta heimili því fallegt og snyrtilegt heimili var þitt hjart- ans mál. Þó að mér hafi nú alltaf þótt ósköp vænt um þig amma mín tókst mér að slasa þig einu sinni. Þá varst þú að passa mig og fórst með mig niður í miðbæ. Inni í einni búðinni var rúllu- stigi sem mér fannst afar spennandi tæki og vildi endilega prófa. Þú varst nú ekki jafn spennt og ég en lést það eftir mér að fara. Það vildi nú ekki betur til en að við duttum báðar nið- ur stigann og þú meiddist illa á hné. Ég skammaðist mín lengi á eftir en þú varst fljót að fyrirgefa mér og tókst þessu með mikilli ró, eins og öllu öðru. Elsku amma, það er sárt að þurfa að kveðja en ég trúi því að þú sitjir núna hjá honum afa og þið styrkið Möggu Stínu og alla fjölskylduna í sorginni. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt, um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Amma mín, ég kveð þig með því að raula þetta lag sem mér finnst svo fallegt og lætur manni líða vel. Kristjana Bjarnþórsdóttir. GUÐLAUG MAGNÚSDÓTTIR ✝ Ólöf Pálína Sig-urðardóttir deild- arstjóri fæddist í Reykjavík 23.9. 1922. Hún lést á Dvalar- heimilinu Ási í Hvera- gerði 24. september síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Sig- urður Sæmundsson frá Núpum í Ölfus- hreppi í Árnessýslu, verkamaður í Reykja- vík, f. 30.12. 1891, d. 9.6. 1966, og Guðný Pálsdóttir húsfrú frá Hjallakoti á Álftanesi í Bessastaðahreppi, f. 16.7 1897, d. 19.10. 1973. Bróðir Ólafar var Sæ- mundur, f. 22.8. 1920, d. 30.12. 1945. Ólöf ólst upp í Reykjavík og vann þar ýmis störf, m.a. í Sund- höllinni og ýmis verksmiðjustörf. Árið 1940 kynntist hún Magnúsi Aðalsteini Ólafssyni múrarameist- ara frá Akranesi og eignuðust þau einn son, Sigurð Val Magnússon járnsmið, f. 11.11. 1941. Hann er kvæntur Erlu Hafdísi Sigurðar- dóttur, börn þeirra eru Guðný Að- albjörg, f. 26.9. 1965, Asgeir Þór, f. 15.5. 1967, d. 20.7. 1977, Grétar Már, f. 14.10. 1969, og Helena Rut, f. 20.4. 1976. Magnús og Ólöf slitu samvistir. Hinn 18. ágúst 1944 giftist Ólöf Sig- urjóni Magnúsi Ingi- bergssyni trésmíða- meistara frá Reykjavík, f. 11.7. 1923, d. 19.12. 1990. Þau eignuðust tvö börn, þau eru: 1) Ingi- bergur trésmiður, f. 10.11. 1945, kvæntur Margréti Pálfríði Magnúsdóttur, börn þeirra eru Sólveig, f. 25.1. 1968, Magnús Sverrir, f. 23.1. 1971, Ólöf, f. 25.8. 1974, og tvíburarnir Guðný og Svana, f. 16.6. 1980, og 2) Særún dagmóðir, f. 6.2. 1947, gift Ólafi Sigmundssyni iðnverka- manni, börn þeirr eru Sigurjón, f. 9.7. 1973, Guðný, f. 5.8. 1976, og Óli Sævar, f. 20.3. 1980. Barna- og barnabarnabörn Ólafar eru 29. Ólöf bjó ásamt fjölskyldu sinni í Reykjavík til ársins 1972 en þá fluttist hún til Hveragerðis og vann hjá NLFÍ til ársins 1994. Síðustu fjögur æviárin dvaldi hún á Dval- arheimilinu Ási í Hveragerði. Útför Ólafar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Elsku mamma okkar er látin. Það er erfitt að sætta sig við að þú skulir ekki lengur vera hjá okkur og sökn- uður okkar er mikill, en mitt í sorg- inni felst huggun í minningu um ein- stæða og hjartahlýja móður sem var okkur svo góð og gaf okkur svo mik- ið. Þrátt fyrir mikla vinnu hafðir þú alltaf tíma hvenær sem við leituðum til þín og þegar barnabörnin komu eitt af öðru og barnabarnabörnin sóttust þau fast eftir því að vera hjá þér, enda hafðir þú ótrúlegt lag á þeim öllum, líkt og okkur þegar við vorum að alast upp. Þú lagðir oft á þig langar ferðir, jafnvel landa á milli, til að geta verið með þeim og þau nutu svo sannarlega góðs af því og glöddust í hvert skipti sem þú komst. Nú kveðja þau þig með trega og biðja góðan guð að taka vel á móti ömmu. Þú hafðir einstaklega næmt auga fyrir náttúrunni og kunnir svo sann- arlega að njóta augnabliksins, og varst svo þakklát fyrir allt, gerðir aldrei óraunhæfar kröfur, vildir frek- ar gefa en þiggja og varst sönn í öll- um þínum athöfnum og gjörðum. Þú uppfylltir allar kröfur sem til þín voru gerðar og skipar sess í huga allra sem sönn heiðurskona. Engin orð geta í raun lýst kærleika þínum, sem geislaði af andliti þínu og öllum þínum athöfnum, dugnaður þinn og viljastyrkur var ótrúlegur og við erum stolt af því að hafa átt þig sem móður. Elsku mamma, nú hefur þú haldið á braut yfir móðuna miklu með reisn eftir langt og farsælt ævi- starf og við færum þér ómældar þakkir fyrir allt sem þú gafst okkur. Tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg amma mín er dáin. Marg- ar minningar koma upp í huga minn á þessari stundu, þá sérstaklega hvað þú varst góð og elskuleg, hvað það var gaman að vera hjá þér og afa í Hveragerði á sumrin og um helgar en þær eru ófáar stundirnar sem ég dvaldi hjá ykkur. Hvað það var gam- an að fara austur með rútunni á föstudögum með aurinn í vasanum til að kaupa eitthvað gott handa okkur til að maula um kvöldið á meðan við horfðum á sjónvarpið eða spiluðum. Þú vildir alltaf spila við okkur barna- börnin. Þegar sonur minn fæddist, bjóst þú hjá okkur, og þú sást hann í fyrsta sinn og kallaðir hann hjartakónginn þinn og hann var vanur að kalla þig ömmu löngu, þetta eru ljúfar minn- ingar sem við eigum alltaf eftir að minnast. Þú varst svo góð. Þú vildir alltaf passa fyrir mig, vildir að ég færi út að viðra mig þú skyldir sjá um strákinn. Þær eru líka margar ferð- irnar sem hafa verið farnar út í Eden að kaupa ís fyrir langömmubörnin. Elsku amma mín, ég kveð þig með söknuði en ég veit að nú líður þér vel og minningarnar munu lifa með mér. Þín dótturdóttir Guðný. ÓLÖF PÁLÍNA SIGURÐARDÓTTIR Elsku langamma, um leið og við kveðjum þig langar okkur að þakka þér fyrir allar sam- verustundirnar sem við áttum með þér. Þú varst svo góð við okk- ur. Við munum sakna þín. Þín langömmubörn Aníta, Guðmundur og Pétur Kristján. HINSTA KVEÐJA Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, sonar, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ELÍASAR BALDVINSSONAR slökkviliðsstjóra. Guð blessi ykkur öll. Halla Guðmundsdóttir, Baldvin Skæringsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.