Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ VERÐ á slægðri ýsu á fiskmörkuðum hefur fallið úr 185 krónum fyrir kílóið í um 60 krónur frá vorvertíðinni 2002, en verðið á fiskmörkuðunum í upphafi vikunnar var 85 krónur á kíló. Lækk- unin er fyrst og fremst rakin til meiri ýsuveiði og aukins framboðs á kvóta. Fisksalar segja að nokkur lækkun hafi orðið á góðri ýsu út úr fiskbúðum en benda jafnframt á að verð á ýsu í stórmörkuðum hafi ekki lækkað og þar sé verðið töluvert hærra en í fisk- búðunum eða á bilinu 900 til 1.200 krónur. Fisksalarnir telja þó flestir að salan á ýsunni hafi ekki aukist í takt við lækkandi verð. Ýsan oftar á tilboðsverði Ýsa er oftar á tilboðsverði nú en áð- ur en kílóverðið hefur annars ekki lækkað mikið þrátt fyrir töluverða lækkun á fiskmörkuðum, að sögn Ei- ríks Auðunssonar í fiskbúðinni Vör en hjá honum hefur ýsan lækkað um 15% frá því um áramótin og verðið á flökum frá 499 til 899 krónur. Hann bætir við að miklar sveiflur séu í fisk- verði á mörkuðum, en ómögulegt sé að fylgja þeim eftir daglega og betra að halda verðinu stöðugu. „Þegar verðið er lægra á mörkuðum er álagn- ingin meiri hjá okkur en álagningin er minni eftir því sem verðið er hærra á mörkuðunum,“ segir hann og leggur áherslu á að tilboðum hafi fjölgað. „Við höfum líka lækkað verð á öðrum tegundum á kostnað ýsunnar.“ Eiríkur segir að allir vilji sjá lækk- un þegar markaðsverðið lækki en enginn samþykki hækkun þótt mark- aðsverðið hækki. „Af hverju eigum við alltaf að lækka verðið þegar við kaupum á lægra verði en megum svo ekki hækka þegar þegar verðið er hátt án þess að allt verði vitlaust?“ spyr hann. „Það er miklu betra að auglýsa oftar tilboð og hafa jafnara verð.“ Allt að helmingi hærra verð í stórmörkuðum Ingvar Gunnarsson, eigandi fisk- búðarinar Svalbarða, segist hafa selt ýsuflök með roði á 590 krónur kílóið í á fjórða mánuð en áður hafi verðið verið 850 krónur. „Við höfum selt roð- lausa og beinlausa ýsu á 690 krónur og ég held að það sé enginn með lægra verð nema þá á tilboðum sem standa kannski bara í takmarkaðan tíma. Við ætlum okkur að halda okkur við þetta verð.“ Ingvar segir að þrátt fyrir mun lægra verð á ýsunni hafi salan aukist merkilega lítið. Hann bendir á að í stórmörkuðum sé algengt að roðlaus og beinlaus ýsuflök séu seld á hátt í 1.200 krónur þannig að verðið hjá sér sé allt að helmingi lægra, en ef allt sé eðlilegt eigi stórmarkaðirnir alveg að geta keppt við verðið hjá fisksölunum. Garðar Smárason, annar eigenda Sjávargallerís við Háaleitisbrautina, segir verð á ýsunni hjá sér hafa lækk- að í samræmi við lækkanir á uppboðs- mörkuðunum, þeir einu sem ekki hafi lækkað verðið séu stórmarkaðirnir. „Það eru þeir sem eru að reyna að halda verðinu uppi og í raun svívirði- legt hvað þeir selja ýsuna dýrt eða allt að 1.300 krónum kílóið.“ Garðar segir verðið hjá fisksölun- um vera töluvert lægra og hafi raunar verið það síðustu þrjú til fjögur árin. Hann segir þó erfitt að merkja það að salan hafi tekið mikinn kipp með lækkandi verði en fleira fólk komi þó til að versla og það sé almennt mjög ánægt með að ýsan hafi lækkað í verði. Lækkandi verð hefur verið á ýsu á uppboðsmörkuðum frá því í vor Verðið ekki lækkað í stórmörkuðunum GRUNUR um riðusmit hefur verið staðfestur með mótefnalitun í einni kind á bænum Ísabakka í Hruna- mannahreppi. Að sögn Sigurðar Sig- urðarsonar, dýralæknis á Keldum, verður væntanlega ráðist í það í þess- ari viku að farga öllu fé á bænum, um 250 fullorðnum kindum og á fjórða hundrað lömbum. Einnig gæti þurft að farga sauðfé sem hefur gengið með fénu frá Ísabakka í heimahög- um. Eins og kom fram í Morgunblaðinu á þriðjudag hefur riða greinst þrisvar áður í Hrunamannahreppi á seinustu fimmtán árum, í öllum tilvikum á svipuðum slóðum og síðast fyrir tveimur árum. Er þetta fjórða riðu- tilfellið hér á landi á þessu ári; tvö hafa verið á Suðurlandi og tvö á Norðurlandi, en tvö tilvik komu upp allt síðasta ár og eitt árið þar áður. Sigurður hefur áhyggjur af fjölgun riðutilfella, þó að þau séu langtum færri en þegar verst lét. Verulegur árangur hafi náðst í riðuvörnum frá því að sjúkdómurinn var til staðar á á annað hundrað bæjum. „Vont er að eiga við þetta þegar veikin getur lifað í umhverfinu jafn- vel árum saman. Reglur hafa verið hertar og það er algjört bann við verslun með fé á riðusvæðum í 20 ár eftir að veikin finnst. Á þessu svæði í Hrunamannahreppi verða menn að vera varkárir því veikin getur verið á fleiri bæjum. Fyrst og fremst þarf að passa að samgangur sauðfjár sé eins lítill og hægt er, helst enginn í heima- löndum. Mikilvægt er að allt fé í hreppnum sé vandlega merkt með eyrnamerkjum og bæjarnúmeri. Ekki má hýsa fé frá öðrum og jafnvel þarf að farga fé sem hýst er annars staðar. Fylgjast þarf vel með heilsu- fari fjár og láta vita um kindur sem eru grunsamlegar. Þá komum við að rannsaka þær, mönnum að kostnað- arlausu,“ segir Sigurður. Riðusmit staðfest í Hrunamannahreppi Farga þarf á sjöunda hundrað fjár á einum bæ ÞETTA er auðvitað heilmikið kjaftshögg, bæði fyrir okkur og sveitarfélagið líka. Við erum varla búin að jafna okkur á tíðindunum,“ sagði Agnar Jóhannsson á Ísabakka við Morgunblaðið, skömmu eftir að hann hafði fengið að heyra stað- festingu um riðusmitið. Agnar og hans fjölskylda hafa frá árinu 2000 stundað eingöngu sauðfjárbúskap á Ísabakka, ásamt vinnu utan heim- ilis. Fyrri ábúendur höfðu verið með sauðfé allt frá áttunda áratug síðustu aldar. Að sögn Agnars urðu gangna- menn varir við grunsamlega hegð- un hjá einni kind í annarri leit á af- rétti. Fór Agnar með hana beint til rannsóknar á tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum á Keldum. „Við vorum búin að fara í gegn- um féð heima fyrir og sáum ekkert að því, það virtist allt vera heil- brigt. Þess vegna komu þessi tíð- indi flatt upp á okkur,“ sagði Agnar en áður en riðutilfellið kom upp höfðu 130 kindur farið frá bænum til slátrunar á Selfossi. „Kjaftshögg fyrir okkur“ BÚNINGAR frá íslenska sportfatnaðarframleið- andanum Henson eru komnir til Írak og hefur lið breska hersins spilað við heimamenn í búning- unum að undanförnu. Forsaga málsins er sú að Halldór Einarsson hjá Henson var beðinn um að sauma og gefa búninga á tvö fullskipuð knatt- spyrnulið vegna fyrirhugaðs leiks milli liðs breska hersins og íraska knattspyrnuliðsins Al- Minaa. Ætlunin með leiknum var að vekja athygli á enduruppbyggingu knattspyrnuleikvangsins í Basra sem Bretar hafa haft veg og vanda af. „Búningarnir komust á réttan stað á réttum tíma en það varð reyndar ekkert af þessum ákveðna leik vegna öryggisástæðna,“ sagði Hall- dór í samtali við Morgunblaðið í gær. „En þess í stað hafa Bretarnir verið að spila nokkra leiki við heimamenn og þetta virðist vera mjög vel lukk- að.“ Bretarnir léku við heimamenn í bænum Al Hartha, sem er 20 km norður af Basra, þar sem meðfylgjandi mynd er tekin. „Mér brá svolítið þegar ég sá þetta,“ segir Halldór um myndirnar sem hann fékk sendar að utan. „Það er svo skrít- ið að sjá þessa búninga sem voru hér í rólegu andrúmslofti og svo nokkrum dögum síðar eru þeir komnir á vígvöllinn. Það er sláandi að sjá búningana mína þarna úti.“ Hann segir ánægju vera með verkefnið en aðstandendur þess hafa einnig m.a. verið að dreifa fótboltaskóm og fót- boltum í grunnskólum í Írak. Ljósmynd/Michael Thomas Spilað í búningum frá Henson í Írak SVEIN Ludvigsen, sjávarútvegs- ráðherra Noregs, hefur falið norsku strandgæslunni að ná Guðrúnu Gísladóttur af hafsbotni og tæma jafnframt skipið. Í tilkynningu norsku strandgæsl- unnar segir að björgunin verði fram- kvæmd á kostnað útgerðarfyrirtæk- isins Festi þar sem ekki hafi verið staðið við tilskilda fresti sem gefnir voru til björgunarinnar. Þar segir og að reiknað sé með að björgunarað- gerðirnar muni taka u.þ.b. fjórar vik- ur ef veður verður skaplegt og muni kosta um ellefu milljónir norskra króna, jafngildi tæpra 120 milljóna íslenskra króna. Strandgæslan gerir kröfu um að skipinu verði lyft og öll olía verði tæmd úr því og farmur þannig að komið verði í veg fyrir alla mengunarhættu frá skipinu. Norðmenn lyfta Guðrúnu Gísladóttur FÉLAG íslenskra atvinnuflug- manna hefur sent Flugmála- stjórn Íslands formlegt erindi vegna fullgildingar stofnunarinn- ar á skírteinum erlendra flug- manna í störfum hjá íslenskum félögum. Er m.a. spurt um hvernig háttað sé heilbrigðis- skoðunum, hvort samráð hafi verið haft við samgönguráðu- neytið og Vinnumálastofnun og hvort horft sé til þess að viðkom- andi flugrekandi geti hugsanlega ráðið íslenska flugmenn sem séu atvinnulausir. Halldór Sigurðsson, formaður FÍA, segir bréfið hafa verið sent 23. september en ekki hafi borist nein viðbrögð. Hann segir 14 flugmenn Icelandair hafa hætt störfum um síðustu mánaðamót og 15 til viðbótar muni hætta í lok mánaðarins. Segir hann því verða nærri 30 flugmenn at- vinnulausa frá 1. nóvember en fé- lagið réð þennan hóp í vor til tímabundinna starfa meðan flog- ið væri eftir sumaráætlun. Þá segir hann á annan tug íslenskra flugmanna í FÍA við störf hjá er- lendum flugfélögum, suma í skammtímaráðningum en aðra í allt að þriggja ára stöðum. Að sögn Halldórs hafa hundr- uð erlendra flugmanna fengið fullgildingu skírteina hjá Flug- málastjórn. Í bréfi FÍA er spurt hvort Flugmálastjórn beiti sömu reglum við fullgildingu skírteina hvort sem viðkomandi flugmenn framvísi skírteinum útgefnum af aðildarríkjum JAA, Flugöryggis- samtaka Evrópu, eða séu utan þeirra. Í bréfinu óskar lögmaður FÍA eftir því að fá ljósrit af sam- þykkt JAA-ríkja vegna fullgild- ingar skírteina og beðið er einnig um ljósrit gagna frá Flugmála- stjórn sem fylgdu umsókn um áð- urnefnt samþykki JAA-ríkja. FÍA óskar svara vegna skírteina erlendra flugmanna SÝSLUMAÐURINN í Borgarnesi hefur lagt lögbann við opinberum tónlistarflutningi á veitingastaðnum Búðarkletti í Borgarnesi. Þar hefur verið leikin tónlist sem nýtur vernd- ar samkvæmt höfundarréttarlögum, en höfundar hafa ekki gefið heimild sína til tónlistarflutningsins. Lögbann við tónlist ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.