Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 53 KVIKMYNDAHÁTÍÐ REGNBOGANUM 3.-19.okt. BLUE CAR CARANDIRU DIRTY PRETTY THINGS DOGVILLE ELEPHANT THE FOG OF WAR HERO HOME ROOM MIRRORBALL STEALING REMBRANDT SÍÐASTA KYNSLÓÐIN THIRTEEN YOUNG ADAM Verður þú heppinn áskrifandi? 200 heppnir áskrifendur Morgunblaðsins fá miða fyrir tvo á Kvikmyndahátíð Eddunnar í Regnboganum. Sendið nafn þátttakanda, kennitölu áskrifanda, síma/gsm og netfang á leikur@mbl.is Vinningshafar verða látnir vita og vinningar skulu sóttir í afgreiðslu Morgunblaðsins. Afsláttarkort til sölu - sex myndir að eigin vali á 3000 kr. SJÓNVARPSSTÖÐIN Sýn mun sýna frá leikjum í Meistaradeildinni í handknattleik í vetur en í gær var undirritaður samningur á milli HSÍ og Sýnar um sýningarréttinn og gildir samningurinn í eitt ár. Haukar leika sem kunnugt er í Meistara- deildinni og eru í riðli með stórliðum Barcelona og Magdeburg ásamt Vardar frá Makedóníu. Leikir Haukanna verða sýndir í beinni útsendingu, sá fyrsti gegn Barcelona sunnu- daginn 12. október, og þá stendur til að sýna leiki í 16-liða, 8-liða, undanúrslitum og úrslitaleikinn sjálfan. Íslendingar eiga fleiri full- trúa í Meistaradeildinni. Alfreð Gíslason og Sigfús Sigurðsson eru hjá Magdeburg Ólafur Stef- ánsson er hjá Ciudad Real. „Þetta er rosaleg lyfti- stöng fyrir handboltann og ég fagna mjög að þetta er orðið klárt. Handbolta- áhugamönnum hér á landi hefur verið boðið að horfa á leiki í deildinni hér heima og landsleiki en með þessu er verið að opna nýjar víddir, sem er þessi al- þjóðlegi handbolti hjá bestu fé- lagsliðum í heimi þori ég að full- yrða,“ sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari í handknattleik. Meistaradeildin í handknattleik á Sýn Guðmundur Þ. Morgunblaðið/Sverrir Stefán Þór Þórðarson, sóknarleikmaður ÍA, sækir að marki Vals, þar sem Bjarni Ólafur Eiríksson markvörður er til varnar.  MORTEN Olsen þjálfari danska landsliðsins í knattspyrnu fékk slæmar fréttir frá framherjanum Ebbe Sand í gær en Sand leikur í þýsku úrvalsdeildinni með Schalke. Sand tjáði Olsen að hann væri meira meiddur en talið var í fyrstu en hann slasaðist á hné í leik með liði sínu fyr- ir 10 dögum. Danir eru í harðri bar- áttu um að komast í úrslitakeppni EM á næsta ári í Portúgal og til þess þarf liðið að ná stig gegn Bosníu í Sarajevo 11. okt.  FRAMHERJI enska úrvalsdeild- arliðsins Everton, Kevin Campbell, hefur sett á laggirnar útgáfufyrir- tæki í tónlistariðnaðinum og gerir Campell sem er 33 ára gamall sér vonir um að geta lifað af tónlistinni þegar hann leggur skóna á hilluna. Campell hefur nú þegar gert samn- ing við Mark Morrison, sem er lítt þekktur enn sem komið er.  ÍTALSKI hjólreiðamaðurinn Marco Pantani hefur fengið upp- reisn æru en í gær var hann sýkn- aður af ákærum um ólöglega lyfja- notkun í Giro d’Italia sem fram fór árið 1999. Hann var dæmdur í sex mánaða keppnisbann í kjölfarið en hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu. Árið 2002 var Pantani aftur í sviðsljósinu þar sem að insúlín fannst á hótelherbergi hans en þá var hann enn og aftur þátttakandi í Giro d’Italia-keppninni.  FORRÁÐAMENN enska úrvals- deildarliðsins Aston Villa sendu frá sér yfirlýsingu í gær sem birt var á heimasíðu félagsins. Þar er greint frá því að leikmenn félagsins komi hvergi nærri máli því sem skekur ensku þjóðina þessa dagana en þar er um ræða kæru 17 ára stúlku gegn átta knattspyrnumönnum, vegna kynferðislegs ofbeldis. FÓLK KEVIN Garnett, framherjiMinnesota Timberwolves, hefur samkvæmt frétt Chicago Sun-Times komist að samkomulagi við eiganda NBA-liðsins um að framlengja samning sinn við félag- ið til næstu sex ára. Garnett sem er 27 ára gamall átti aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið en fær um 2,1 milljarð ísl. kr. í laun á keppnistímabilinnu sem hefst í lok október. Chicago Sun- Times segir að Garnett muni fá 5% launhækkun á næsta ári, og 12,5% hækkun á ári næstu fimm árin eft- ir það. Garnett hefur leikið undanfarin átta ár með Timberwolves og er einn sterkasti leikmaður deildar- innar í dag. Timberwolves hafa fengið marga góða leikmenn í sumar og má þar nefna Latrell Sprewell frá New York Knicks, Sam Cassell frá Mil- waukee Bucks og Michael Olowok- andi frá Los Angeles Clippers en spekingar vestanhafs telja að liðið verði í fremstu röð í vetur. Kevin Garnett samdi á ný við Timberwolves ÍÞRÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.