Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Gullfalleg ítölsk leðursófasettsófi og 2 stólar Kr. 398.820i l sófi og 2 stólar Kr. 489.960 i l Nýir eigendur stefna nú að því að banki allra landsmanna verði líka banki allra landsmanna í Rússlandi. Trúarbrögð og mannréttindi Fjölbreytni trúar- bragða eykst MÁLÞING umtrúarbrögð ogmannréttindi verður haldið í Háskóla Íslands, stofu 201 í Odda, á morgun kl.10.30 til 16. Málþingið er á vegum námsnefndar í almennum trúarbragðafræðum við Háskóla Íslands. Erindi halda prófessorarnir Har- aldur Ólafsson, Pétur Pét- ursson og Páll Sigurðsson, Terry Gunnell dósent, Margrét Jónsdóttir fé- lagsfræðingur, séra Sig- urður Pálsson og Bjarni Randver Sigurvinsson. Erindi Bjarna heitir Búddismi á Íslandi. Um hvað fjallar þú í er- indi þínu? „Ég ætla að fjalla um hvað búddisminn er, gera grein fyrir þeim búddísku trúar- hópum sem eru í landinu, gefa sögulegt yfirlit yfir þá og fjalla um muninn á þeim.“ Hvað aðgreinir búddismann frá öðrum trúarbrögðum hér á landi? „Búddisminn er náttúrulega heimstrúarbrögð, líkt og kristni, og hefur þar af leiðandi sérstöðu. Tilgangurinn er að finna frið í heimi þjáningar og hverfulleika og losna undan eilífri hringrás lífs, dauða og endurholdgana en þar vísar Búdda veginn. En innan búddismans má síðan finna ýms- ar greinar og stefnur. Það gildir einnig um þá búddísku trúarhópa sem er að finna hér á landi. Í stórum dráttum má segja að búddisminn skiptist í Theravada og Mahayana. Af þeim búddista- hópum sem eru hér þá er einn sem er af Theravada-hefðinni og það er Búddistafélag Íslands. Meðlimir í þeim hópi voru um 460 talsins um síðustu áramót. Þar er að mestu leyti um að ræða inn- flytjendur eða börn þeirra, eink- um frá Taílandi en einnig frá Sri Lanka, Filippseyjum og Víetnam. Hinir búddistahóparnir eru hins vegar af Mahayana-hefðinni og meðlimir þeirra eru mun færri en hjá Búddistafélaginu.“ Hversu margir búddistahópar eru starfandi á Íslandi? „Þeir eru a.m.k. fjórir en þegar litið er til baka má finna fleiri slíka hópa. Hins vegar má stund- um deila um það hvað sé trúar- hópur og hvort hann sé sam- kvæmt trúarbragðafræðunum það sem hann telur sig vera.“ Doktorsritgerðin sem þú ert að skrifa fjallar um trúarhreyfingar á Íslandi. Hvað er til dæmis ný- trúarhreyfing? „Hún fjallar strangt til tekið um trúarhreyfingar á Íslandi eft- ir síðari heimsstyrjöldina en ný- trúarhreyfingar kallast þær trúarhreyfingar sem orðið hafa til frá þeim tíma. Það er gífurlegur fjöldi trúarhópa sem hefur komið, sérstaklega núna á síðari árum, til landsins. Og aðrir eldri sem komu til landsins í lok 19. ald- arinnar eða snemma á 20. öldinni, efldust mjög á síðari hluta 20. aldarinnar, eins og til dæmis Hvítasunnukirkjan.“ Hver er ástæðan fyrir því? „Samfélagið hefur verið að breytast hér eins og í nágranna- löndunum. Það er að taka á sig æ meiri mynd fjölmenningarsam- félags þótt það sé ekki enn eins áberandi og í mörgum nágranna- löndunum. Þetta gerir það að verkum að fjölbreytnin eykst stöðugt í trúarbragðaflórunni. Reyndar eru margir þeirra trúarhópa sem hafa komið hingað til lands af kristinni hefð en jafn- framt hafa komið trúarhópar sem tilheyra hinum heimstrúarbrögð- unum og þá ekki síst með inn- flytjendum til landsins. Og það má búast við að það eigi eftir að aukast á komandi árum.“ Hvers vegna eru trúarbrögð og mannréttindi til umræðu á mál- þinginu? „Við teljum að þetta eigi erindi til almennings í dag. Það hefur verið töluverð umræða í sam- félaginu um stöðu trúarhópa gagnvart ríkisvaldinu. Einnig hvað varðar trúarbragðakennslu í skólum. Þar hafa verið skiptar skoðanir um hversu langt eigi að ganga í þeim efnum. Við teljum að það sé hlutverk menntakerf- isins, ekki síst Háskólans, að fjalla um þá trúarhópa sem eru til staðar í landinu. Til marks um það hversu trúarbrögð skipta miklu máli í dag hafa félagsvís- indadeild, guðfræðideild og heim- spekideild ákveðið að standa saman að þverfaglegu námi í al- mennum trúarbrögðum við Há- skólann. Það er nýbyrjað að bjóða það nám en það er í ýmsum aðalkennslugreinum og veitir 30 einingar sem aukagrein til BA prófs. En stefnt er að því að gera námið að aðalgrein á komandi ár- um. Við teljum líka sérstaklega mikilvægt að huga að stöðu mannréttinda hvað varðar trúarhópa hér á landi. Forsenda friðsamlegrar sambúð- ar fólks af ýmsum trúarbrögðum er sú að mannrétt- indi séu virt og allir fái að njóta trúfrelsis í samræmi við það sem segir í lögum og almennt siðferði. Það er mikilvægt að ræða hvern- ig er best hægt að tryggja al- menn mannréttindi, trúfrelsi og umburðarlyndi í landinu. Þar vegur þungt það sjónarmið að al- menn fræðsla vinni best gegn for- dómum og umburðarleysi. Þess vegna þurfi menntakerfið nauð- synlega að sinna þessu á öllum stigum þess.“ Bjarni Randver Sigurvinsson  Bjarni Randver Sigurvinsson er fæddur á Akureyri 9. ágúst 1968. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1989 og guðfræðiprófi frá Há- skóla Íslands árið 1997. Bjarni stundar nú doktorsnám við guð- fræðideild HÍ en hluti námsins hefur farið fram við háskólana í Uppsölum og í Árósum. Hann hefur á síðari árum fyrst og fremst unnið að guðfræðirann- sóknum við HÍ en einnig sinnt þar stundakennslu í kirkjudeild- arfræði, trúarlífsfélagsfræði og valfagi um trúarstef í kvikmynd- um. Má deila um það hvað sé trúarhópur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.