Morgunblaðið - 03.10.2003, Side 8

Morgunblaðið - 03.10.2003, Side 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Gullfalleg ítölsk leðursófasettsófi og 2 stólar Kr. 398.820i l sófi og 2 stólar Kr. 489.960 i l Nýir eigendur stefna nú að því að banki allra landsmanna verði líka banki allra landsmanna í Rússlandi. Trúarbrögð og mannréttindi Fjölbreytni trúar- bragða eykst MÁLÞING umtrúarbrögð ogmannréttindi verður haldið í Háskóla Íslands, stofu 201 í Odda, á morgun kl.10.30 til 16. Málþingið er á vegum námsnefndar í almennum trúarbragðafræðum við Háskóla Íslands. Erindi halda prófessorarnir Har- aldur Ólafsson, Pétur Pét- ursson og Páll Sigurðsson, Terry Gunnell dósent, Margrét Jónsdóttir fé- lagsfræðingur, séra Sig- urður Pálsson og Bjarni Randver Sigurvinsson. Erindi Bjarna heitir Búddismi á Íslandi. Um hvað fjallar þú í er- indi þínu? „Ég ætla að fjalla um hvað búddisminn er, gera grein fyrir þeim búddísku trúar- hópum sem eru í landinu, gefa sögulegt yfirlit yfir þá og fjalla um muninn á þeim.“ Hvað aðgreinir búddismann frá öðrum trúarbrögðum hér á landi? „Búddisminn er náttúrulega heimstrúarbrögð, líkt og kristni, og hefur þar af leiðandi sérstöðu. Tilgangurinn er að finna frið í heimi þjáningar og hverfulleika og losna undan eilífri hringrás lífs, dauða og endurholdgana en þar vísar Búdda veginn. En innan búddismans má síðan finna ýms- ar greinar og stefnur. Það gildir einnig um þá búddísku trúarhópa sem er að finna hér á landi. Í stórum dráttum má segja að búddisminn skiptist í Theravada og Mahayana. Af þeim búddista- hópum sem eru hér þá er einn sem er af Theravada-hefðinni og það er Búddistafélag Íslands. Meðlimir í þeim hópi voru um 460 talsins um síðustu áramót. Þar er að mestu leyti um að ræða inn- flytjendur eða börn þeirra, eink- um frá Taílandi en einnig frá Sri Lanka, Filippseyjum og Víetnam. Hinir búddistahóparnir eru hins vegar af Mahayana-hefðinni og meðlimir þeirra eru mun færri en hjá Búddistafélaginu.“ Hversu margir búddistahópar eru starfandi á Íslandi? „Þeir eru a.m.k. fjórir en þegar litið er til baka má finna fleiri slíka hópa. Hins vegar má stund- um deila um það hvað sé trúar- hópur og hvort hann sé sam- kvæmt trúarbragðafræðunum það sem hann telur sig vera.“ Doktorsritgerðin sem þú ert að skrifa fjallar um trúarhreyfingar á Íslandi. Hvað er til dæmis ný- trúarhreyfing? „Hún fjallar strangt til tekið um trúarhreyfingar á Íslandi eft- ir síðari heimsstyrjöldina en ný- trúarhreyfingar kallast þær trúarhreyfingar sem orðið hafa til frá þeim tíma. Það er gífurlegur fjöldi trúarhópa sem hefur komið, sérstaklega núna á síðari árum, til landsins. Og aðrir eldri sem komu til landsins í lok 19. ald- arinnar eða snemma á 20. öldinni, efldust mjög á síðari hluta 20. aldarinnar, eins og til dæmis Hvítasunnukirkjan.“ Hver er ástæðan fyrir því? „Samfélagið hefur verið að breytast hér eins og í nágranna- löndunum. Það er að taka á sig æ meiri mynd fjölmenningarsam- félags þótt það sé ekki enn eins áberandi og í mörgum nágranna- löndunum. Þetta gerir það að verkum að fjölbreytnin eykst stöðugt í trúarbragðaflórunni. Reyndar eru margir þeirra trúarhópa sem hafa komið hingað til lands af kristinni hefð en jafn- framt hafa komið trúarhópar sem tilheyra hinum heimstrúarbrögð- unum og þá ekki síst með inn- flytjendum til landsins. Og það má búast við að það eigi eftir að aukast á komandi árum.“ Hvers vegna eru trúarbrögð og mannréttindi til umræðu á mál- þinginu? „Við teljum að þetta eigi erindi til almennings í dag. Það hefur verið töluverð umræða í sam- félaginu um stöðu trúarhópa gagnvart ríkisvaldinu. Einnig hvað varðar trúarbragðakennslu í skólum. Þar hafa verið skiptar skoðanir um hversu langt eigi að ganga í þeim efnum. Við teljum að það sé hlutverk menntakerf- isins, ekki síst Háskólans, að fjalla um þá trúarhópa sem eru til staðar í landinu. Til marks um það hversu trúarbrögð skipta miklu máli í dag hafa félagsvís- indadeild, guðfræðideild og heim- spekideild ákveðið að standa saman að þverfaglegu námi í al- mennum trúarbrögðum við Há- skólann. Það er nýbyrjað að bjóða það nám en það er í ýmsum aðalkennslugreinum og veitir 30 einingar sem aukagrein til BA prófs. En stefnt er að því að gera námið að aðalgrein á komandi ár- um. Við teljum líka sérstaklega mikilvægt að huga að stöðu mannréttinda hvað varðar trúarhópa hér á landi. Forsenda friðsamlegrar sambúð- ar fólks af ýmsum trúarbrögðum er sú að mannrétt- indi séu virt og allir fái að njóta trúfrelsis í samræmi við það sem segir í lögum og almennt siðferði. Það er mikilvægt að ræða hvern- ig er best hægt að tryggja al- menn mannréttindi, trúfrelsi og umburðarlyndi í landinu. Þar vegur þungt það sjónarmið að al- menn fræðsla vinni best gegn for- dómum og umburðarleysi. Þess vegna þurfi menntakerfið nauð- synlega að sinna þessu á öllum stigum þess.“ Bjarni Randver Sigurvinsson  Bjarni Randver Sigurvinsson er fæddur á Akureyri 9. ágúst 1968. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1989 og guðfræðiprófi frá Há- skóla Íslands árið 1997. Bjarni stundar nú doktorsnám við guð- fræðideild HÍ en hluti námsins hefur farið fram við háskólana í Uppsölum og í Árósum. Hann hefur á síðari árum fyrst og fremst unnið að guðfræðirann- sóknum við HÍ en einnig sinnt þar stundakennslu í kirkjudeild- arfræði, trúarlífsfélagsfræði og valfagi um trúarstef í kvikmynd- um. Má deila um það hvað sé trúarhópur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.