Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 55 MIKIÐ verður um dýrðir á sunnu- daginn þegar keppnin um nafn- bótina meistarar meistaranna í körfuknattleik verður haldin í íþróttahúsinu í Keflavík. Kvenfólk- ið hefur leik kl. 17 þegar Íslands- meistarar Keflavíkur taka á móti Stúdínum. Karlalið Snæfells etur kapp við Keflvíkinga kl. 19.15. Allur aðgangseyrir og tekjur af leiknum renna til félagsins Einstök börn, sem er félag til stuðnings börnum með sjaldgæfa og alvar- lega sjúkdóma. „Það er frábært að fá svona stuðning, við erum lítið fé- lag og einstakt af KKÍ að styrkja okkur með svona leik,“ sagði Krist- ín Grétarsdóttir, formaður félags- ins Einstök börn. „Það verður mik- ill körfuboltadagur í Keflavík,“ sagði Gunnar Jóhannsson, stjórn- armaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. „Hefðin fyrir körfu- knattleik er mikil í Keflavík þótt karlaliðin okkar hafi ekki oft orðið meistarar meistaranna en liðið er ekki síðra en í fyrra. Ég vona að það verði góð stemmning og það er bæði heiður og gaman að geta styrkt gott málefni,“ sagði Gunnar. „Það er alltaf gaman að taka þátt í góðgerðarleikjum og ekki síður gott fyrir sjálfstraustið og fram- haldið að vinna þennan leik,“ sagði Erla Þorsteinsdóttir, landsliðs- stúlka og leikmaður í Keflavík. Leikmenn karlaliðs Keflavíkur hafa mikinn hug á að næla sér í tit- ilinn meistarar meistaranna, sem þeir hömpuðu síðast 1997. Körfuknattleiksdagur fyrir einstök börn BJARNI Jóhannsson er hættur þjálfun úrvalsdeild- arliðs Grindvíkinga í knatt- spyrnu en Bjarni og stjórn knattspyrnudeildar Grindavíkur komust í gær að samkomulagi um starfs- lokasamning. Bjarni tók við þjálfun Grindavíkurl- iðsins haustið 2001 og gerði fjögurra ára samning með uppsagnarákvæði 1.–15. október ár hvert. Þar með eru þrjú félög í úrvalsdeildinni í þjálfaraleit, Fram, Fylkir og Grindavík. Í tilkynningu sem stjórn knatt- spyrnudeildar Grindavíkur sendi frá sér í gær segir meðal annars: Bjarni starfaði við erfiðar aðstæð- ur þar sem stúkubygging og skatta- mál vógu þyngst í rekstri deildarinn- ar. Auk þess hafa lykil leikmenn, sem deildin hefur fengið til sín fyrir keppnistímabilið 2003, ekki nýst fé- laginu vegna meiðsla og annara ut- anaðkomandi aðstæðna. Stærsta áfallið í leikmannahópnum var að missa Grétar Hjart- arson í meiðsli fyrir keppn- istímabilið. Bjarni var óspart gagnrýndur af stuðningsmönnum fyrir gengi liðsins á tímabilinu og vill stjórn knattspyrnu- deildarinnar taka þá ábyrgð yfir til sín að hluta og vill ítreka enn og aftur þakkir til Bjarna fyrir gott samstarf. Bjarni stýrði Grindvíkingum tvö tímabil. Í fyrra lentu Grindvíkingar í þriðja sæti og unnu sér sæti í UEFA-keppninni í fyrsta sinn og á nýafstaðinni leiktíð hafnaði Suður- nesjaliðið í sjötta sæti og bjargaði sér frá falli með jafnteflisleik á móti KA í lokaumferðinni. Bjarni þjálfaði lið Fylkis áður en hann söðlaði um og tók við Grindavík. Sögusagnir eru í gangi um að hann verði næsti þjálf- ari Breiðabliks en Blikarnir eru eins og fleiri lið í þjálfaraleit. Bjarni hættur hjá Grindavík KÖRFUKNATTLEIKUR Reykjavíkurmót karla KR – ÍR ................................................100:58 Lokastaðan: KR 5 5 0 522:303 10 ÍR 5 4 1 464:424 8 Fjölnir 5 3 2 476:442 6 Ármann/Þróttur 5 2 3 367:432 4 ÍS 5 1 4 333:401 2 Valur 5 0 5 361:521 0 Reykjanesmót karla Úrslitaleikur: Keflavík – Haukar.................................79:77 Úrslit um 3. sætið: Njarðvík – Grindavík ............................91:67 1. deild karla Stjarnan – ÍS .........................................83:58 KNATTSPYRNA HM kvenna 8-liða úrslit: Bandaríkin – Noregur ............................ 1:0 Abby Wambach ........................................ 20.  Bandaríkin leika við Þýskaland eða Rússland í undanúrslitum. Svíþjóð mætir Kína eða Kanada. Noregur Bikarkeppnin, undanúrslit: Rosenborg – Skeid ....................................2:1 Svíþjóð Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Djurgården – AIK.....................................1:1  Djurgården vann 2:1, eftir framlengdan leik og leikur við Assyriska í undanúrslit- um. ÚRSLIT Morgunblaðið/Árni Sæberg Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson bera saman bækur sínar á æfingu. Bjarni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.