Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 267. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Grandvar efa- hyggjumaður John Maxwell Coetzee fær bók- menntaverðlaun Nóbels | Listir 31 Betur sjá augu en auga Samvinna landsliðsþjálfaranna Ásgeirs og Loga | Íþróttir 54 Minning meistara Johnny Cash heiðraður á minn- ingartónleikum | Fólk 61 VATN er öllum mönnum bráð- nauðsynlegt og ekki verður deilt um ágæti þess. Sumir virðast þó reiðubúnir til að greiða það hærra verði en aðrir, a.m.k. ef marka má eftirsóknina eftir fötu af kranavatni sem nú er hægt að bjóða í á uppboðsvefnum ebay.com. Seljandinn kallar sig „fötu- manninn“ og að um „dásamlega fötu af kranavatni frá Bristol“ sé að ræða en Bristol er borg í Vest- ur-Englandi. „Þetta er einstakt tækifæri fyrir alla vatnssafnara sem fýsir að fjárfesta í einhverju fersku og svalandi,“ segir í vöru- kynningu á www.ebay.com. „Nota má vatnið til að svala þorstanum, til þrifa eða til skreytingar,“ segir þar ennfremur. Tólf höfðu boðið í vatnsfötuna kl. tíu í gærmorgun og hljóðaði hæsta boð upp á 117 sterlings- pund, um fimmtán þúsund íslensk- ar krónur. Uppboðinu lýkur rétt fyrir miðnætti næsta mánudag. „Fötumaðurinn“ segir að gróði vegna sölunnar á þessum forláta grip, ef svo má að orði komast, verði látinn renna til Oxfam- hjálparsamtakanna en þau að- stoða við leit að vatni í Suður- Súdan „þar sem menn eiga ekki dropa af vatni, hvað þá heila fötu af því“. Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar fyrir kaupandann að vatnsfötuna verður hann að sækja á heimili „fötumanns“ í Bristol. Fata af kranavatni boðin upp Bristol. AFP. SÚ fullyrðing Norður-Kóreumanna að þeir hafi lokið endurvinnslu á kjarnorkueldsneyt- isstöngum er „alvarlegt áhyggjuefni“, sagði Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, í gær. Í yfirlýsingu frá n-kóreska utan- ríkisráðuneytinu í gær sagði, að lokið væri endurvinnslu á átta þúsund notuðum elds- neytisstöngum, og hefði þannig fengist nægt plúton í um það bil sex kjarnorkusprengjur. „Þetta er í þriðja sinn sem þeir hafa sagst hafa lokið endurvinnslu á stöngunum,“ sagði Powell á fréttamannafundi. „Við höfum enga staðfestingu á því. Því segja þeir enn einu sinni að þeir hafi endurunnið stangirnar. Ég tel þetta vera alvarlegt áhyggjuefni fyrir al- þjóðasamfélagið,“ sagði Powell. Aðstoðarutanríkisráðherra N-Kóreu, Choe Su-hon, tjáði kínversku fréttastofunni Xinhua að n-kóreskum stjórnvöldum væri nauðugur einn kostur þar sem Bandaríkja- menn hefðu hótað þeim beitingu kjarna- vopna. Að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, er þetta í fyrsta sinn sem N-Kóreumenn gefa svo afdráttarlausa yfirlýsingu opinberlega. Colin Powell ræðir við fréttamenn í gær. „Alvarlegt áhyggjuefni“ Washington. AFP. VOPNASÉRFRÆÐINGUR bandarísku leyniþjónustunnar (CIA), David Kay, sagði í gær, að engin gereyðingarvopn hefðu enn fundist í Írak, en „umtalsverðar vísbending- ar“ væru um að Írakar hefðu haft í hyggju að framleiða efna- og lífefnavopn. Kay stjórnar rannsóknarhópi er sendur var til Íraks eftir að Saddam Hussein var hrakinn frá völdum. Kay lét í gær bandaríska þingmenn fá frumskýrslu um framgang leitarinnar. CIA hafði áður greint frá því, að Kay myndi ekki leggja fram afgerandi vísbendingar um að gereyðingarvopn væri að finna í Írak. Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra ítrekaði að skýrsla Kays væri „til bráðabirgða“, og að rannsóknarhópurinn ætti enn mikið óunnið. Engin vopn fundin í Írak Washington. AFP, AP. ♦ ♦ ♦ DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöldi, að vonir stæðu til að Landssími Íslands hf. yrði seldur á þessu kjörtímabili. Hann sagði að reynslan hefði sýnt að frestun á sölu Símans hefði verið skyn- samleg. „Aðstæður fjarskiptafyrirtækja á fjár- málamarkaði hafa nú breyst til betri vegar og standa vonir til að Landssíminn hf. verði seldur á þessu kjörtímabili.“ Forsætisráðherra vék einnig að hrefnuveið- um Íslendinga í vísindaskyni, en þeim lauk í lok september. „Upphaf hvalveiða í vísindaskyni fékk minni andbyr erlendis en spáð var,“ sagði hann. „Málið er þó mjög viðkvæmt og nauðsyn- legt að sýna varfærni og tillitssemi þegar næsta skref vísindaveiðanna verður stigið.“ Þá fjallaði ráðherra um fyrirhugaðar breyt- ingar á lögum um stjórn fiskveiða. Hann sagði að unnið yrði að breytingum á lögunum svo hægt verði að hrinda í framkvæmd upptöku veiðileyfagjalds 1. september 2004. „Þá verður unnið að breytingum á lögum um stjórn fisk- veiða svo hægt verði að taka upp línuívilnun á næsta ári.“ Í eðlilegum farvegi Davíð fór einnig yfir stöðu varnarmála og samskiptin við Bandaríkin. „Eftir bréfaskipti milli mín og forseta Bandaríkjanna, viðræður við öryggisráðgjafa hans og beina íhlutun forset- ans sjálfs eru varnarmálin í eðlilegum farvegi á ný. Það þýðir að þau verða leyst sameiginlega en ekki afgreidd einhliða sem hefði eyðilagt grund- völl varnarsamningsins.“ Að auki minntist ráðherra á að um síðustu áramót hefði hann lagt til að skipuð yrði nefnd er samkomulag stjórnarflokkanna að hinn 15. september 2004 taki hæstvirtur utanríkisráð- herra við embætti forsætisráðherra og utanrík- isráðuneyti og umhverfisráðuneyti flytjist á for- ræði Sjálfstæðisflokksins. Og nú, þegar ég hef lokið flutningi sautjándu stefnuræðu minnar frá vordögum 1991, er því ljóst, að þetta verður síð- asta stefnuræða mín, í þessum áfanga.“ allra flokka til að fjalla „á faglegan hátt um veigamikil álitaefni sem snerta Evrópumálin“. Hann sagði að ekki hefði tekist að koma nefnd- inni á fót fyrir kosningar en nú væri stefnt að stofnun hennar. „Nefndinni verður einkum ætl- að það að skýra og skerpa umræðuna, greina að- alatriði málsins og helstu staðreyndir þess.“ Undir lok stefnuræðunnar vék Davíð Odds- son að því að ræðan væri síðasta stefnuræða sín „í þessum áfanga“, eins og hann orðaði það. „Það Davíð Oddsson forsætisráðherra flutti síðustu stefnuræðuna „í þessum áfanga“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Davíð Oddsson forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína á Alþingi í gærkvöldi. Vonast til að Síminn verði seldur á kjörtímabilinu  Hagstjórn…/32 KAFARAR í sprengjudeild Land- helgisgæslunnar hafa fundið tvær djúpsjávarsprengjur út af Hliðsnesi á Álftanesi. Verða þær gerðar óvirk- ar í dag og samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni má búast við að hávær hvellur heyrist í grennd. Almenningi er sögð engin hætta búin en lögreglumenn gengu í hús næst staðnum og báðu menn að dvelja ekki sjávarmegin í húsunum. Talið er að sprengjurnar eigi ræt- ur að rekja til sprengjuflugvélar af gerðinni Lockheed Hudson, sem hrapaði í sjóinn á þessu svæði á stríðsárunum með þeim afleiðingum að allir um borð fórust. Voru sprengjurnar notaðar til að ráðast á kafbáta óvinaþjóða. Kafarar Slökkvi- liðs höfuðborgarsvæðisins fundu tor- kennilegan hlut á svæðinu við æfing- ar á þriðjudag. Höfðu þeir samband við sprengjudeild Landhelgisgæsl- unnar í kjölfarið. Verða færðar frá byggðinni Í hvorri sprengju eru 215 kíló af efninu torpex en það er mun kraft- meira en TNT og jafnast allt þetta efni á við eitt tonn af dýnamíti, samkvæmt upplýsingum Gæslunnar. „Vandinn sem sprengjusérfræð- ingar Landhelgisgæslunnar standa frammi fyrir er nálægð við íbúa- byggð, staðsetning sprengnanna á grunnsævi og hversu viðkvæmur kveikibúnaðurinn er. Ef sprengjurn- ar væru ekki svo nálægt íbúabyggð væri hægt að eyða þeim þar sem þær eru nú. Hugmyndin er hins veg- ar að færa þær lengra í burtu frá byggð áður en þær verða sprengd- ar,“ sagði Dagmar Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæsl- unnar. Sprengjur fundust við Álftanes          
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.