Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 41 auðvelt því að hún varð ung ekkja með þrjú börn. Til þess að sjá þeim farborða þurfti hún að stunda margs konar vinnu því að hún vildi sjá sómasamlega fyrir sér og sín- um. Þær voru ófáar heimsóknirnar sem ég átti til Dódóar sem krakki, ekki neinna sérstakra erinda og fannst ég alltaf vera innilega vel- komin. Stundum gat ég farið í sendiferð fyrir hana en oftast var bara spjallað. Mér eru líka minn- isstæðar kvöldheimsóknirnar þeg- ar ég var að alast upp og Dódó kom til okkar. Þá sátu hún og mamma yfir kaffibolla í eldhúsinu heima, flettu tísku- og matreiðslu- blöðum, spjölluðu og hlógu alltaf mikið.Eða þær sátu í stofunni með pabba að horfa á sjónvarpið eftir að það kom til. Ég reyndi að láta lítið fyrir mér fara svo að enginn tæki eftir mér og ég yrði ekki send í rúmið. Svo urðu þær alltaf jafn- hissa hvað klukkunni leið, enda þurftu báðar að mæta í vinnu dag- inn eftir. Þegar ég sest niður og hugsa til baka, þá er það fyrsta sem kemur upp í hugann hversu hlý og notaleg Dódó var. Hún var athugul, yf- irveguð og flanaði ekki að neinu. Þá var hún líka ráðagóð og óspör á hrós og hvatningarorð og hafði einstakt lag á að vita hvenær þeirra var þörf. Dódó var mikill fagurkeri, alltaf fín og vel til höfð og glæsileg eins og þær systur all- ar. Við Dódó hittumst í nokkur skipti erlendis og naut ég þess þá að hafa hana bara fyrir mig. Það eru eftirminnilegar stundir, hvort sem það voru heimsóknir í versl- unarhús í North Carolina, skoð- unarferðir í Washington eða Bonn. Hún kunni vel að meta góðan mat, og gaman var að fara með henni á góð veitingahús eða kaupa inn og elda og þar lágu áhugamál okkar saman. Með þessum fáu orðum vil ég þakka fyrir allar góðu stundirnar. Um leið sendi ég börnum hennar og fjölskyldum þeirra mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Erna Gunnarsdóttir. Hún Erna sagði við mig ekki alls fyrir löngu að það hefði ekki liðið sá dagur síðan mamma mín dó, fyrir rúmum 20 árum, sem hún hefði ekki hugsað til hennar. Þær voru nefnilega vinkonur og það frá því í æsku. Æskusumrunum eyddi Erna í Gerðakoti í Miðneshreppi, sem er steinsnar frá æskuheimili mömmu í Nýlendu. Þar kynntust þær og héldu síðan út í lífið með vináttu hvor annarrar sem skjól og vopn. Án efa studdu þær hvor aðra bæði í gleði og sorg en þegar ég kem til sögu, örverpið, voru þær komnar á sína staði í lífinu, mamma sjö barna húsmóðir og Erna útivinn- andi ekkja með börnin sín þrjú uppkomin. Þær brösuðu margt saman, stundum sem fínar frúr í kápum, með hatta og hanska og veski í stíl, sem brugðu sér í bæinn og á kaffihús eða sátu í borðstof- unni á Laugateignum og spjölluðu og spjölluðu. Og svo lagði Erna hárið á mömmu í svefnherberginu sínu í Bogahlíðinni og kom heim úr heimsóknum sínum til Ameríku með andblæ útlandanna og skrítið sælgæti í farteskinu. Dódó og Bugga voru þær kall- aðar af förunautum sínum að þess tíma sið og vinátta þeirra var í barnshuga mínum eitthvað alveg sérstakt og óumbreytanlegt. Mamma mín lést í náttkjólnum frá Ernu og var í honum þegar ég sá hana síðast og enn geymi ég ým- islegt smálegt sem þeim fór á milli. Nú, við þessi hvörf í sögu þeirra vinkvenna, langar mig til að ylja mér við mynd af þeim sitjandi á hvítu skýi, fínlegar og vel til hafðar með krosslagða fætur, Camel-síg- arettur og kaffibolla að ná upp síð- astliðnum tuttugu árum í fréttum af fjölskyldu og vinum. Börnum Ernu og öðrum að- standendum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Sólveig Ólafsdóttir. ✝ Kristján Stefáns-son fæddist í Þverbrekku í Öxna- dal 31. mars 1920. Hann lést á Fjórðung- sjúkrahúsinu á Akur- eyri 20. september síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Stefán Guðmundsson, f. 15. apríl 1886, d. 5. ágúst 1969, og Anna Mar- grét Kristjánsdóttir, f. 13. ágúst 1880, d. 4. júlí 1948. Systkini Kristjáns eru Frið- björn Júlíus, f. 1904, d. 1948, Anna Lilja, f. 1909, d. 1942, Jón Sigurvin, f. 1916, d. 1990, Eyþór, f. 1924, d. 1927, og Sigurður Jóhann, f. 1926. Kristján kvæntist 20. júní 1942 eftirlifandi eiginkonu sinni, Val- gerði Jónasdóttur, f. í Efstalands- koti 30. apríl 1915. Börn Kristjáns og Valgerðar eru: 1) Margrét, f. 1942, gift Jóhanni Jóhanns- syni, börn þeirra eru Valgerður, Halldóra, Jóhann og Margrét Lára, 2) Júlíus, f. 1948. Kvæntur Svan- hildi Sigurðardóttur, dætur þeirra eru Eva Dögg og Vala Lind. Kristján og Val- gerður hófu búskap á Miðlandi í Öxnadal en fluttu til Akureyr- ar 1948. Eftir að Kristján flutti til Akureyrar vann hann sem verk- stjóri hjá Efnaverksmiðjunni Sjöfn og síðar sem yfirverkstjóri. Útför Kristjáns verður gerð frá Akureyrarkirku í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Laugardaginn 20. september sl. þegar ég var nýkominn heim af sjónum hringdi móðir mín í mig og sagði mér að Kristján föðurbróðir minn væri látinn. Ég hafði frétt það nokkrum dögum áður að Kristján frændi væri orðinn mjög veikur og kallið gæti komið hvenær sem væri. Ég man að á mínum yngri árum fór ég stundum með föður mínum að hitta Kristján í sápudeildina í Gilinu hjá Sjöfn en þar vann Krist- ján til fjölda ára. Lyktinni af sáp- unni sem þar var í stóru kerunum gleymi ég aldrei. Kristján og Val- gerður komu stundum í sunnudags- bíltúr út í Stærra-Árskóg til okkar og þar var spjallað um málefni líð- andi stundar yfir kaffi og meðlæti. Og oft man ég hér áður fyrr þegar Kristján kom út eftir á sumrin að hjálpa okkur við heyskapinn og ým- islegt fleira. Já, við Kristján frændi áttum margar góðar stundir saman. Góðar minningar á ég með Krist- jáni úr veiðitúrum hér áður fyrr og þó að veiðin væri ekki alltaf mikil sá ég að frændi naut sín vel að vera úti í náttúrunni. Frændi hafði mikla ánægju af að spila á harmonikku og var hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Alltaf man ég hvað Krist- ján var ánægður þegar við ásamt fleirum komum af stað ættarmóti sem haldið var vestur í Skagafirði fyrir nokkrum árum. Nokkru eftir að það var haldið hringdi hann í mig og bað mig að koma í kaffi. Var þá frændi kominn með myndbands- spólu af ættarmótinu sem hann varð að sýna mér hve vel hefði tek- ist til. Á síðustu árum hafði ég það fyrir reglu að fara í Einholtið rétt fyrir jólin þar sem við borðuðum t.d. magál, harðfisk, hangikjöt o.fl. og síðan skáluðum við alltaf í sherry á eftir. Kæri frændi, nú fæ ég ekki fleiri jólakort sem voru alltaf þétt- skrifuð um hvernig haustið hefði verið hjá þér og hvernig jólaund- irbúningurinn hefði tekist til. Elsku frændi, þakka þér allar stundirnar sem við áttum saman, þær gáfu mér mikið. Blessuð sé minning frænda míns Kristjáns Stefánssonar. Valgerði konu hans, Margréti, Júlíusi og aðstandendum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Stefán Sigurðsson. Í dag kveðjum við mikinn öðling. Það hefur alltaf verið hluti af ferðum okkar til Akureyrar að heimsækja Kristján og Valgerði. Það er erfitt að nefna nafn annars þeirra án þess að nefna nafn hins um leið. Þess vegna er erfitt að rekja samskipti við Kristján án þess að minnast á Valgerði svo samrýnd voru þau hjónin. Erfitt er að hugsa sér betri móttökur en við fengum í heimsóknum okkar. Fyrst var um að ræða heimsóknir lítillar sveitastúlku til stórbæjarins Akur- eyrar. Þau bjuggu þá í Brekkugötu 5 og síðar Brekkugötu 30. Síðan sem unglingur og loks sem móðir með drengjum. Síðustu árin heim- sóttum við þau í Einholt 6C. Ógleymanlegar eru líka heimsókn- irnar til þeirra í sumarbústaðinn. Alltaf stafaði frá þeim hlýja og gleði og ekki fór fram hjá neinum hve gagnkvæm virðing ríkti á milli þeirra. Alltaf vildi Kristján vera að skemmta og gleðja aðra. Hann var líka mjög barngóður. Þegar dreng- irnir okkar voru yngri og Kristján starfaði hjá Sjöfn var það fastur lið- ur að hann sýndi þeim verksmiðj- una og það helsta sem var að gerast á Akureyri. Hann sýndi okkur þá stoltur nýjustu framleiðslu Sjafnar, sápur, sjampó, tannkrem, hárnær- ingu og fleira og leysti okkur út með gjöfum. Hann var stoltur af sínu starfi og sínum vinnuveitanda. Það fór ekki hjá því að maður fyndi að það var gagnkvæmt traust á milli hans og fyrirtækisins og hann var hreykinn af sínu bæjarfélagi. Þau hjónin voru alltaf hress og kát og gerðu að gamni sínu. Alltaf var eitthvað nýtt til þess að sýna okkur. Venjulega eitthvað sem þau höfðu verið að búa til. Eða hann var búinn að kaupa nýjan bíl, sem þurfti að prufukeyra og aka um bæ- inn. Það brást ekki að bíllinn var nýpússaður og glansandi. Það fannst á öllu að Kristján var mjög kappsamur. Ógleymanleg er veið- ferð sem ég fór í með Kristjáni og Arthúri Vilhelmssyni tendaföður mínum vestur á Skaga. Kristján fór á fætur eldsnemma til þess að nýta tímann sem best og auðvitað til þess að veiða sem mest. Kristján kom upp notalegri sól- stofu í Einholtinu og sýndi okkur hana með miklu stolti í fyrsta sinn sem við komum þangað eftir að hann hafði sett hana upp. Það var notalegt að setjast hjá þeim hjónum uppi í sólstofunni þeirra. Þar þáð- um við oft veitingar, hlustuðum á skemmtilegar sögur og hlógum með þeim. Þrátt fyrir langvarandi veik- indi gátu þau alltaf gert að gamni sínu. Eitt sinni er við spurðum Kristján um heilsufarið þá hugsaði hann sig um og sagði síðan sposkur á svip að það stæði til bóta þau væru farin að borða íþróttajógúrt og síðan kom hláturgusa. Já, það var alltaf stutt í gamansemina. Við vorum alltaf spennt að opna jólakortið frá þeim. Það var föst venja að kortið frá þeim var opnað síðast. Það brást ekki að það var ekki neitt venjulegt jólakort með stuttri jólakveðju. Þar var miklu frekar um að ræða sendibréf. Krist- ján skrifaði alltaf á jólakortið helstu fréttir af þeim Valgerði, sagði frá spennandi veiðiferðum og lýsti því sem þau höfðu verið að sýsla síðstu mánuði fyrir jól. Það verður skrýtið að fá ekkert kort frá Kristjáni um næstu jól. En við eigum kort síð- ustu ára og getum lesið þau til þess að minnast hans. Eftir að Valgerður fór að Hlíð heimsóttum við Kristján í Einholt- ið. Nú síðast í sumar heimsóttum við Kristján og nú var hann líka kominn að Hlíð. Alltaf var sama gestrisnin og þrátt fyrir langvar- andi heilsuleysi var hann bjartsýnn. Hann var ótrúlega líkur sjálfum sér, gerði að gami sínu, sýndi okkur nýja rúmið sitt og leysti okkur út með súkkulaði. Ekki var um annað að ræða en að hann færi með okkur til Valgerðar. Honum þótt vænt um að vera kominn svo nálægt henni. Honum þótti greinilega gott að geta heimsótt hana og fengið hana í heimsókn til sín og hann hrósaði mikið starfsfólkinu að Hlíð. Krist- jáni var umhugað um að vel færi um Valgerði og allt væri gert til að henni liði sem best. Kristján var mjög trygglyndur. Hann var vinur vina sinna. Það átti við um okkur hjónin og syni okkar. Móðir mín Kristjana Jónasdóttir er systir Valgerðar. Alla tíð hefur ver- ið mikið og gott samband milli þeirra systranna. Sama má segja um Kristján. Hann var æskuvinur móður minnar og milli þeirra var mikil vinátta. Hún vill að leiðarlok- um þakka honum góða vináttu og mikla tryggð. Nú er lokið löngu stríði Kristjáns við erfið veikindi. Við hjónin þökk- um honum fyrir samfylgdina og sendum fjölskyldu hans samúðar- kveðjur. Díana og Jóhannes. Nú er Kristján í Holtinu allur. Hann hefur skilið eftir hjá okkur skýrar, ljúfar minningar og hug- renningar sem gefa tilverunni aukið gildi. Lágvaxinn maður, kvikur með hrafnsvart hár og hlýlegt, þétt handtak. Notalegur glettinn húmoristi, einlægur og hlýr. Ræktarsemi, jafnt við gróðurinn í garði og ranni sem við eldra fólkið, föður og tengdamóður sem nutu þess að búa við ylinn, sem frá þeim hjónum stafaði. Samband hjóna, fullt af kát- ínu og virðingu. Minningar um léttleikandi frá- sagnir jólakortanna af daglega amstrinu, veðráttunni og sprett- unni. Frásagnir svo skemmtilegar, lifandi og sannar að unun var að lesa. Kannski saga af tré, blómi og litlum fugli, heilt ævintýri, ramm- íslenskt og á máli sem unun var að lesa eða á að hlýða. Maður sem undi sáttur við sitt. Áhugamál Kristjáns síðustu árin að upp yrði komið fræðasetri á ætt- aróðali konu sinnar, Hrauni í Öxna- dal. Við nutum þess að koma og heim- sækja þau Kristján og Valgerði, hvort sem var í Einholtið eða fyrr- um í Brekkugötuna þar sem kröft- ugt kirsuberjatréð í garðinum fyllti íbúðina angan. Kristjáns er sárt saknað. Stella, Sýbilla og Grímur. Að mér sækja sjúkdómar að vanda, sjálfsagt fara þeir mér nú að granda. Við furukistu fáeinir menn standa, er flyt ég burt til hinna björtu landa. Hann Kristján frændi minn og vinur okkar er farinn í ferðina sem hann hugsar um í vísunni þeirri sem hann bað okkur að skrifa upp eftir sér, er við sátum hjá honum kvöldstund fyrir nokkru í herberg- inu hans á dvalarheimilinu Hlíð. Hann eins og margir fleiri hefur þá verið farinn að hugsa um hin björtu lönd sem nú vista hann og vonandi bíða okkar sem flestra þeg- ar þar að kemur. Þó að við sæjum að heilsu Krist- jáns hrakaði hratt undir það síðasta vorum við ekki alveg undir það búin að missa hann svona frá okkur eins og raunin varð. Í okkar heimsóknum til hans bæði meðan hann dvaldi heima í Einholtinu og eins í Hlíð var alltaf nóg að spjalla og skrafa um. Öxnadalurinn sem var fæðingarsveit hans og fólkið sem þar var áður var honum hugleikið spjallefni og gátum við öll miðlað hvert öðru sitt lítið af hverju svo saman varð úr skemmti- legur fróðleiksmoli. En fleira var skrafað því að Kristján var vel að sér um flest það sem var að gerast í kringum okkur frá degi til dags og myndaði sér sínar skoðanir sem gaman var að hlusta á. Það var hins vegar stundum sárt að kveðja gamla manninn og finna til með vinnulúnu hendinni sem við vissum að hafði á ævi hans afrekað svo margt sem un- un var á að horfa og hlýða því þó ekki væri hann skólagenginn frá listnáms- eða tónlistarbrautum voru margir munirnir sem bera merki hagleiks hans og hugvitssemi og notalegt var að hlusta á hann spila á harmonikkuna sína. Hann var líka einn af þeim sem kunni að tala við blómin og fá þau og annan gróður til að lifa og vera í fullum skrúða þegar hann var ýmist ekki vaknaður eða þá visnaður hjá öðrum. Nú þegar haustar að og styttist til jólanna fer ekki hjá því að upp í hugann kemur að fleiri verða jóla- kortin úr Holtinu ekki. Það var allt- af ákveðin hátíðastund á aðfanga- dagskvöldinu að setjast niður og lesa jólakortið frá þeim hjónunum og skynja hvað mikil natni og hugs- un hafði verið lögð í það að koma sem skemmtilegastri kveðju til skila í gegnum eitt lítið jólakort. Við þökkum Kristjáni fyrir sam- fylgdina og það sem hann gaf okk- ur, og vonum að honum hafi gengið flutningurinn vel og hans hafi beðið allt það besta í björtu löndunum. Við vottum Valgerði, Margréti, Júlíusi og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Lilja og Brynjólfur. KRISTJÁN STEFÁNSSON Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, BJARNVEIG BORG PÉTURSDÓTTIR, Blómvangi 13, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 30. september. Pétur Bergmann Eyjólfsson, Þorri Freyr Eyjólfsson, Garðar Rafn Eyjólfsson, Guðmunda Björk Matthíasdóttir, Þóra Dís Garðarsdóttir. Kær bróðir og frændi, SIGURÐUR ÞORVARÐARSON frá Bakka, Kjalarnesi, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 24. september. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Starfsfólki Grundar er þakkað fyrir góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Bjarni Þorvarðarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.