Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 27
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 27 NÝJAR VÖRUR Kringlunni & Hamraborg 568 4900 552 3636 MARKMIÐIÐ er að gerabörn leiknari í því að finnasitt eigið jafnvægi í gegnum snertingu, jóga og slökun og efla þannig lífsleikni þeirra,“ segja þær Elín Jónsdóttir og Sigurlaug Ein- arsdóttir, höfundar nýútkominnar handbókar um jóga fyrir leik- og grunnskólakennara. „Í vestrænum samfélögum er oft talað um hraða, streitu og ákveðna firringu vegna þess að við erum ekki í tengslum við það sem skiptir okkur raunverulega máli. Hraði getur hins vegar verið nauðsynlegur, ákjósan- legur og jafnvel jákvæður. Streitan getur einnig verið okkur nauðsynleg til þess að örva okkur til dáða. Fari hraði og streita úr hófi kemur það niður á líðan okkar og samskiptum við aðra. Mikilvægt að staldra við og athuga hvort spyrna þurfi við fæti og leita jafnvægis að nýju. Andstæða hraðans er ró og andstæða streit- unnar slökun. Á milli andstæðnanna er mikilvægt að jafnvægi ríki.“ Svo mörg eru þau orð Elínar og Sigurlaugar, höfunda bókarinnar „Snerting, jóga og slökun“, handbók fyrir leik- og grunnskólakennara. Kveikjan að gerð bókarinnar er tvíþætt. Annars vegar áhugi höfunda fyrir mikilvægi þess að innleiða í leik- og grunnskóla efni sem stuðlað getur að meiri ró og friðsæld í umhverfinu. Hins vegar gerð meistaraprófsverk- efnis sem Sigurlaug lauk vorið 2002 um snertingu, jóga og slökun í leikskólum – en Elín var leiðbeinandi hennar í verkefninu. Hvað útgáfu bókarinnar varðar, segir Elín að þeim hafi þótt mikilvægt að koma hugmyndunum um jóga inn í skólakerfið og er nú bókin seld í Skólavörubúðinni. Meistaraprófsritgerðina vann Sig- urlaug í samvinnu við tvo leikskóla og segir hún það hafa gengið mjög vel. „Annar skólinn er kominn með jóga á námskrá, hinn skólinn hafði meiri fyrirvara gagnvart jóganu en tók inn snerti- og slökunarþáttinn.“ Ábyrgð kennara og starfsfólks Hún segir að í grunnskólunum hafi einstaka kennarar nýtt sér snerti- og slökunaraðferðina, sem þær kenni og einhverjir skólar séu að byrja á jóga- kennslu og einnig sé sé kennt jóga í Menntaskólanum í Hamrahlíð. „Í leikskólum og grunnskólum er mikilvægt að kenna jóga því þar dvelja börn stóran hluta hvers dags. Ábyrgð okkar kennara og annars starfsfólks þessara stofnana er mikil. Í þessum skólum fer fram mikil fræðsla og það er mælt fyrir um í námskrá um hvað eigi að fræða börn- in. Þar er um að ræða alls kyns þekk- ingaratriði, færni og leikni miðað við aldur og þroska. Jóga, snerting og slökun eykur styrk og jafnvægi – bæði andlegt og líkamlegt og það er þetta jafnvægi sem skiptir mestu máli fyrir okkur. Í þeim hraða sem við lifum veitir okkur ekki heldur af því að kunna að slaka á,“ segir Sigurlaug. Þær Elín, sem er kennari og sálfræð- ingur, og Sigurlaug, leikskólakennari, telja að handbók þeirra sé sú fyrsta sem gefin er út hér á landi um jóga fyrir börn og ætluð sé kennurum í leik- og grunnskólum. Að minnsta kosti sé hún sú eina sem hafi nákvæmar leiðbeiningar um það hvernig eigi að gera hverja æfingu – og hafi að geyma upplýsingar um gagn þeirra og hvað beri að varast. „Þótt bókin sé fyrst og fremst ætl- uð þeim sem eru að kenna börnum, getur hún mjög svo vel gagnast full- orðnu fólki sem langar til þess að byrja að gera jógaæfingar,“ segir El- ín, „ekki síst vegna þess að til þess að geta kennt börnum, verður maður að hafa gert æfingarnar sjálfur.“ Ég dey ef þú snertir mig ekki Þegar Sigurlaug er spurð hvers vegna hún hafi valið að skrifa meist- araritgerð um jóga, snertingu og slökun, segir hún það hafa átt sér nokkurn aðdraganda. „Ég var búin að kljást mjög lengi við stjórnunarstörf þar sem ég heyrði fólk tala mikið um álag og streitu og sjálf hef ég alltaf verið næm fyrir því að taka inn á mig streitu. Ég hef verið í jóga í mörg ár og fór að hugleiða hvort ég gæti ekki þróað það sem var að gera mér gott yfir til barnanna. Mér fannst einfaldlega vanta þetta inn í þann hraða heim sem þau lifa í. Svo var það árið 1997 að hingað kom Herdís Pálsdóttir, sem er grunn- skólakennari í Noregi, og hélt nám- skeið fyrir leik- og grunnskólakenn- ara um snertinuddið sem er í bókinni – og ég hef heyrt að Melaskóli sé að vinna með og kallað er Herdís- arnámskeið. Þegar ég fór á námskeiðið hjá Her- dísi var ég ekkert farin að velta fyrir mér að skrifa meistararitgerð um þetta efni, en hugmyndin fór að mót- ast á þessum tíma. Síðan las ég sænska bók sem heitir „Ég dey ef þú snertir mig ekki“, og þá má segja að ég hafi tekið ákvörðun.“ Elín starfar sem jógakennari í Íþróttahúsi Hauka í Hafnarfirði, Sig- urlaug heldur námskeið fyrir leik- skólakennara út frá meistaraverkefni sínu og þær segjast sjá daglega hvað jóga á mikið erindi inn í skólastarfið. „En við leggjum áherslu á að fólk prófi æfingarnar í bókinni, áður en það fer að kenna börnunum, einkum til þess að upplifa áhrifin sjálft. Það þýðir ekkert að kenna æfingar sem þú veist ekki hvernig virka – og það þýðir ekkert að kenna börnum snert- ingu ef þú ert sjálf hrædd við snert- ingu.“  BÆKUR | Andstæða hraðans er ró og andstæða streitu er slökun Jóga fyrir börn Morgunblaðið/Ásdís Ró og friður: Kveikjan að bók- inni var áhugi höf- undanna, Elínar Jónsdóttur, t.h. og Sigurlaugar Ein- arsdóttur, á að innleiða námsefni í leik- og grunn- skóla, sem stuðlaði að meiri ró í um- hverfinu. Jafnvægið skiptir mestu máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.