Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 20
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdis- h@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund skapti@mbl.is Kalt í Boganum | Þröstur Guðjónsson formaður Íþróttabandalags Akureyrar hef- ur sent erindi til stjórnar Fasteigna Ak- ureyrarbæjar, þar sem hann spyrst fyrir um áætlanir varðandi úrbætur til að auka hitastig í Boganum, fjölnota íþróttahúsi bæjarins. Á fundi stjórnarinnar var fram- kvæmdastjóra falið að afla frekari upplýs- inga um stofn- og rekstrarkostnað á búnaði til að auka hitastigið en Boginn er óupphit- aður í dag. Þröstur sagði að of neikvæð umræða hefði verið um Bogann – þarna væri um glæsilegt mannvirki að ræða. Einn liður í að gera húsið enn betra væri að fá hita í það. „Fólk getur ekki annað en verið ánægt með aðstöðuna en þarna eru þrjár íþrótta- greinar, knattspyrna, frjálsar íþróttir og golf, með 44 tíma á viku til æfinga.“ Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Tíu manns sóttu umstarf eldvarnareft-irlitsmanns og umráðamanns sjúkra- flutninga á Sauðárkróki, sem nýlega var auglýst laust til umsóknar, en Björn Sverrisson, sem gegnt hefur embættinu um árabil, er að láta af störfum. Þeir sem sóttu um starfið eru: Einar Sigurjónsson, Garðar Páll Jónsson, Guð- mundur Magnússon, Jón- atan Sævarsson, Kári Gunnarsson, Magnús Sverrisson, Sigurbjörn Björnsson, Sveinn Brynj- ar Pálmason, Trausti Bergland Traustason og Þorsteinn Kárason. Frá þessu er greint á vefsíðunni skagafjordur.- com. Eftirsótt starf Fagradal | Guðmundur Elíasson hefur tekið við rekstri á Víkurskála og Hótel Vík í Vík í Mýrdal. Hann er eng- inn nðýgræðingur í faginu; var Guðmundur var áður rekstrarstjóri söluskála KÁ á Suðurlandi. Af þessu til- efni var viðskiptavinum og velunnurum boðið að þiggja veitingar í Víkurskála og á myndinni tekur Guð- mundur við körfu fullri af sokkum frá Þóri Kjart- anssyni framkvæmdastjóra Víkurprjóns í tilefni dags- ins. Tekur við Víkurskála Þing Alþýðusam-bands Norður-lands, hið 28. í röð- inni, hefst á Illugastöðum í Fnjóskadal í dag en því lýkur um hádegi á morg- un. Helstu mál þingsins eru kjaramál og atvinnu- og byggðamál. Um eitt hundrað fulltrúar sitja þingið frá stétt- arfélögum á Norðurlandi sem hafa innan sinna vé- banda rúmlega 11.000 fé- lagsmenn. Þing á Illugastöðum Mistök urðu við birtingu vísu Baldurs Jónassonar í gær, þar sem fremsta lína fór á flakk og endaði aft- ast. Vísan er því birt hér rétt og höfundur beðinn afsökunar á mistökunum: Á ferðalagi í gegnum fölnuð lauf fátækt barn á berum iljum tifar í haustsins mynd það heggur eina rauf og hljóðlátt línu ævi sinnar skrifar. Línuflakk í vísunni Stykkishólmi | Þessi grágæs hefur eitthvað verið orðin aura- laus fyrst hún sá ástæðu til að heimsækja útibú Búnaðarbank- ans í Stykkishólmi. Hún er óvenju spök af villtum fugli að vera. Gunnlaugur Valdimars- son sem býr við Austurgötu segir hann hafi fyrst orðið var við gæsina um miðjan ágúst er hún kom í heimsókn í garðinn hans. Upp frá því hefur hún verið þar tíður gestur. Hún komi á morgnana og er farin seinnipart dags. Gunnlaugur segir að hún sé ekki daglegur gestur hjá honum, stundum líða dagar á milli. Hún er merkt og hefur hann gefið Náttúrustofu Vesturlands upp númerið. Hann segist ekki gefa henni að borða, en hún bítur grasið í garðinum hans. Gæsin er ekki særð og vel á sig komin. Hún virðist gera sig heimakomna í Hólminum fyrst hún er farin að líta við í bankanum, enda hefur hún frétt það í bænum að þar er að finna eitthvað sem allir menn eru að eltast við. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Vertu velkomin: Áslaug Kristjánsdóttir, starfsmaður Búnaðarbankans í Stykkishólmi, tekur vel á móti gestinum, en fyrsta verk hans var að gera þarfir sínar á tröppurnar eins sést á myndinni. Auralaus gestur í bankanum Heimsókn Keflavíkurflugvelli | Flugfélag Íslands hefur á næstunni áætlunarflug frá Akur- eyri og Egilsstöðum til Keflavíkurflug- vallar. Er það ekki síst ætlað að þjóna er- lendum starfsmönnum við stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi. Flugið til Keflavíkurflugvallar er á vetraráætlun Flugfélags Íslands og hefst 26. október. Flogið verður með nítján sæta vél tvisvar í viku til að byrja með, á fimmtudögum og sunnudögum. „Við ætl- um að prófa þetta í vetur þar sem vaxandi eftirspurn hefur verið eftir þessari þjón- ustu,“ segir Jón Karl Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Stefnumót við millilandavélar Vélin fer frá Akureyri klukkan 11 að morgni, kemur við á Egilsstöðum og er lent klukkan rúmlega eitt á Keflavíkur- flugvelli. Far- þegarnir geta náð síðdegisvél- um til Banda- ríkjanna og Evrópu. Far- þegar sem eru að koma frá út- löndum geta síðan farið með vél Flugfélags- ins sem bíður á vellinum og heldur aftur af stað austur og norður klukkan 17 og er áætlað að hringn- um verði lokað á Akureyri klukkan kortér yfir sjö um kvöldið. Flugfélag Íslands í núverandi mynd hefur ekki áður verið með reglubundið áætlunarflug til eða frá Keflavík. Jón Karl segir að aukin eftirspurn sé hjá verktök- um sem vinna við framkvæmdir á Austur- landi, þeir þurfi að koma hópum starfs- manna til og frá landinu á ákveðnum tíma og stundum sé erfitt að komast alla leið á sama deginum þegar notað er áætlunar- flug. Beina flugið geti bætt úr því. Þá seg- ir hann ákveðna eftirspurn frá ferðaheild- sölum erlendis sem vilji koma hópum beint út á land og nú muni reyna á það hvort þeir geti nýtt þessa nýju þjónustu. Ef eftirspurn verður mikil verður reynt að bæta við fleiri ferðum í viku. Ekki er gert ráð fyrir innanlandsflugi í skipulagi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar en Jón Karl segir að gott samstarf hafi tekist við stjórnendur stöðvarinnar um lausn á málinu. Farþegarnir fara beint í gegn um vopnaleit og innrita sig síðan í millilandaflug á þjónustuborði inni í sjálfri flugstöðinni. Við innritun á Egils- stöðum og Akureyri er farangurinn skráður til flutnings á endanlegum áfangastað farþegans og fer því beint í millilandavélina. Hefja innan- landsflug til Keflavíkur * 5 línur, tilboðið gildir til 31. desember 2003 Smáauglýsing á aðeins 500 kr.* Alltaf á laugardögum Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 500 kr.* Almennt verð er 1.689 kr. Pantanafrestur er til kl. 12.00 á föstudögum. Hafðu samband! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is       Aðstaðan bætt | Til stendur að byggja búningsklefa við sundlaug og íþróttahús Grunnskólans á Grenivík að því er fram kemur á heimasíðu Grýtubakkahrepps. Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri sagði trúlegt að í leiðinni yrði eitthvað byggt við grunnskólann. Hún sagði að fram til þessa hefði verið notast við bráðabirgðabúningaaðstöðu í kjallara grunnskólans, „en hún er nú frekar leiðinleg og brýnt að bæta úr.“ Þá nefndi hún að bæta mætti úr að- stöðu fyrir mynd- og handmenntakennslu við grunnskólann sem og einnig fyrir tónlistarkennslu og fyrst menn væru að fara að byggja á annað borð yrði vænt- anlega bætt við einhverjum stofum við grunnskólann líka. Áætlanir ganga út á að framkvæmdum verði lokið haustið 2005. Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 Tímamót á Bíldudal | Nýtt íþróttahús verður vígt á Bíldudal á morgun, laug- ardag, en þá verða liðnir rétt rúmir átta mánuðir frá því samningar um byggingu þess voru undirritaðir. Fram kemur á fréttavefnum Tíði, að með húsinu rætist langþráður draumur Bílddælinga um að eignast íþróttahús en til þessa hefur verið notast við samkomu- hús staðarins. Bæjarstjórn Vesturbyggðar mun bjóða öllum íbúum Vesturbyggðar að vera við- staddir vígsluna og þiggja kaffiveitingar. Samningur um byggingu hússins var undirritaður 26. janúar sl. við fyrirtækið Lás á Bíldudal og verður það fullklárt á vígsludegi, 4. október. Gólfflötur íþrótta- salarins er 14x25 metrar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.