Morgunblaðið - 03.10.2003, Page 20

Morgunblaðið - 03.10.2003, Page 20
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdis- h@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund skapti@mbl.is Kalt í Boganum | Þröstur Guðjónsson formaður Íþróttabandalags Akureyrar hef- ur sent erindi til stjórnar Fasteigna Ak- ureyrarbæjar, þar sem hann spyrst fyrir um áætlanir varðandi úrbætur til að auka hitastig í Boganum, fjölnota íþróttahúsi bæjarins. Á fundi stjórnarinnar var fram- kvæmdastjóra falið að afla frekari upplýs- inga um stofn- og rekstrarkostnað á búnaði til að auka hitastigið en Boginn er óupphit- aður í dag. Þröstur sagði að of neikvæð umræða hefði verið um Bogann – þarna væri um glæsilegt mannvirki að ræða. Einn liður í að gera húsið enn betra væri að fá hita í það. „Fólk getur ekki annað en verið ánægt með aðstöðuna en þarna eru þrjár íþrótta- greinar, knattspyrna, frjálsar íþróttir og golf, með 44 tíma á viku til æfinga.“ Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Tíu manns sóttu umstarf eldvarnareft-irlitsmanns og umráðamanns sjúkra- flutninga á Sauðárkróki, sem nýlega var auglýst laust til umsóknar, en Björn Sverrisson, sem gegnt hefur embættinu um árabil, er að láta af störfum. Þeir sem sóttu um starfið eru: Einar Sigurjónsson, Garðar Páll Jónsson, Guð- mundur Magnússon, Jón- atan Sævarsson, Kári Gunnarsson, Magnús Sverrisson, Sigurbjörn Björnsson, Sveinn Brynj- ar Pálmason, Trausti Bergland Traustason og Þorsteinn Kárason. Frá þessu er greint á vefsíðunni skagafjordur.- com. Eftirsótt starf Fagradal | Guðmundur Elíasson hefur tekið við rekstri á Víkurskála og Hótel Vík í Vík í Mýrdal. Hann er eng- inn nðýgræðingur í faginu; var Guðmundur var áður rekstrarstjóri söluskála KÁ á Suðurlandi. Af þessu til- efni var viðskiptavinum og velunnurum boðið að þiggja veitingar í Víkurskála og á myndinni tekur Guð- mundur við körfu fullri af sokkum frá Þóri Kjart- anssyni framkvæmdastjóra Víkurprjóns í tilefni dags- ins. Tekur við Víkurskála Þing Alþýðusam-bands Norður-lands, hið 28. í röð- inni, hefst á Illugastöðum í Fnjóskadal í dag en því lýkur um hádegi á morg- un. Helstu mál þingsins eru kjaramál og atvinnu- og byggðamál. Um eitt hundrað fulltrúar sitja þingið frá stétt- arfélögum á Norðurlandi sem hafa innan sinna vé- banda rúmlega 11.000 fé- lagsmenn. Þing á Illugastöðum Mistök urðu við birtingu vísu Baldurs Jónassonar í gær, þar sem fremsta lína fór á flakk og endaði aft- ast. Vísan er því birt hér rétt og höfundur beðinn afsökunar á mistökunum: Á ferðalagi í gegnum fölnuð lauf fátækt barn á berum iljum tifar í haustsins mynd það heggur eina rauf og hljóðlátt línu ævi sinnar skrifar. Línuflakk í vísunni Stykkishólmi | Þessi grágæs hefur eitthvað verið orðin aura- laus fyrst hún sá ástæðu til að heimsækja útibú Búnaðarbank- ans í Stykkishólmi. Hún er óvenju spök af villtum fugli að vera. Gunnlaugur Valdimars- son sem býr við Austurgötu segir hann hafi fyrst orðið var við gæsina um miðjan ágúst er hún kom í heimsókn í garðinn hans. Upp frá því hefur hún verið þar tíður gestur. Hún komi á morgnana og er farin seinnipart dags. Gunnlaugur segir að hún sé ekki daglegur gestur hjá honum, stundum líða dagar á milli. Hún er merkt og hefur hann gefið Náttúrustofu Vesturlands upp númerið. Hann segist ekki gefa henni að borða, en hún bítur grasið í garðinum hans. Gæsin er ekki særð og vel á sig komin. Hún virðist gera sig heimakomna í Hólminum fyrst hún er farin að líta við í bankanum, enda hefur hún frétt það í bænum að þar er að finna eitthvað sem allir menn eru að eltast við. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Vertu velkomin: Áslaug Kristjánsdóttir, starfsmaður Búnaðarbankans í Stykkishólmi, tekur vel á móti gestinum, en fyrsta verk hans var að gera þarfir sínar á tröppurnar eins sést á myndinni. Auralaus gestur í bankanum Heimsókn Keflavíkurflugvelli | Flugfélag Íslands hefur á næstunni áætlunarflug frá Akur- eyri og Egilsstöðum til Keflavíkurflug- vallar. Er það ekki síst ætlað að þjóna er- lendum starfsmönnum við stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi. Flugið til Keflavíkurflugvallar er á vetraráætlun Flugfélags Íslands og hefst 26. október. Flogið verður með nítján sæta vél tvisvar í viku til að byrja með, á fimmtudögum og sunnudögum. „Við ætl- um að prófa þetta í vetur þar sem vaxandi eftirspurn hefur verið eftir þessari þjón- ustu,“ segir Jón Karl Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Stefnumót við millilandavélar Vélin fer frá Akureyri klukkan 11 að morgni, kemur við á Egilsstöðum og er lent klukkan rúmlega eitt á Keflavíkur- flugvelli. Far- þegarnir geta náð síðdegisvél- um til Banda- ríkjanna og Evrópu. Far- þegar sem eru að koma frá út- löndum geta síðan farið með vél Flugfélags- ins sem bíður á vellinum og heldur aftur af stað austur og norður klukkan 17 og er áætlað að hringn- um verði lokað á Akureyri klukkan kortér yfir sjö um kvöldið. Flugfélag Íslands í núverandi mynd hefur ekki áður verið með reglubundið áætlunarflug til eða frá Keflavík. Jón Karl segir að aukin eftirspurn sé hjá verktök- um sem vinna við framkvæmdir á Austur- landi, þeir þurfi að koma hópum starfs- manna til og frá landinu á ákveðnum tíma og stundum sé erfitt að komast alla leið á sama deginum þegar notað er áætlunar- flug. Beina flugið geti bætt úr því. Þá seg- ir hann ákveðna eftirspurn frá ferðaheild- sölum erlendis sem vilji koma hópum beint út á land og nú muni reyna á það hvort þeir geti nýtt þessa nýju þjónustu. Ef eftirspurn verður mikil verður reynt að bæta við fleiri ferðum í viku. Ekki er gert ráð fyrir innanlandsflugi í skipulagi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar en Jón Karl segir að gott samstarf hafi tekist við stjórnendur stöðvarinnar um lausn á málinu. Farþegarnir fara beint í gegn um vopnaleit og innrita sig síðan í millilandaflug á þjónustuborði inni í sjálfri flugstöðinni. Við innritun á Egils- stöðum og Akureyri er farangurinn skráður til flutnings á endanlegum áfangastað farþegans og fer því beint í millilandavélina. Hefja innan- landsflug til Keflavíkur * 5 línur, tilboðið gildir til 31. desember 2003 Smáauglýsing á aðeins 500 kr.* Alltaf á laugardögum Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 500 kr.* Almennt verð er 1.689 kr. Pantanafrestur er til kl. 12.00 á föstudögum. Hafðu samband! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is       Aðstaðan bætt | Til stendur að byggja búningsklefa við sundlaug og íþróttahús Grunnskólans á Grenivík að því er fram kemur á heimasíðu Grýtubakkahrepps. Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri sagði trúlegt að í leiðinni yrði eitthvað byggt við grunnskólann. Hún sagði að fram til þessa hefði verið notast við bráðabirgðabúningaaðstöðu í kjallara grunnskólans, „en hún er nú frekar leiðinleg og brýnt að bæta úr.“ Þá nefndi hún að bæta mætti úr að- stöðu fyrir mynd- og handmenntakennslu við grunnskólann sem og einnig fyrir tónlistarkennslu og fyrst menn væru að fara að byggja á annað borð yrði vænt- anlega bætt við einhverjum stofum við grunnskólann líka. Áætlanir ganga út á að framkvæmdum verði lokið haustið 2005. Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 Tímamót á Bíldudal | Nýtt íþróttahús verður vígt á Bíldudal á morgun, laug- ardag, en þá verða liðnir rétt rúmir átta mánuðir frá því samningar um byggingu þess voru undirritaðir. Fram kemur á fréttavefnum Tíði, að með húsinu rætist langþráður draumur Bílddælinga um að eignast íþróttahús en til þessa hefur verið notast við samkomu- hús staðarins. Bæjarstjórn Vesturbyggðar mun bjóða öllum íbúum Vesturbyggðar að vera við- staddir vígsluna og þiggja kaffiveitingar. Samningur um byggingu hússins var undirritaður 26. janúar sl. við fyrirtækið Lás á Bíldudal og verður það fullklárt á vígsludegi, 4. október. Gólfflötur íþrótta- salarins er 14x25 metrar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.