Morgunblaðið - 03.10.2003, Side 31

Morgunblaðið - 03.10.2003, Side 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 31 Gallerí Nema hvað, Skólavörðu- stíg 22 c kl. 19 Malin Ståhl opnar sýningu á verkum sínum. Malin er þriðja árs nemi í myndlistardeild í LHÍ. Sýningin heitir „America the Beautiful“ eftir lagi Katharine Lee Bates frá 1913. Opið laugardag, sunnudag og mánudag kl. 16–20. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Hafnarborg Fjórum sýningum lýkur á sunnu- dag í Hafnarborg: Í Aðalsal er sýning á málverkum og ljósmyndum hjónanna Juttu og Bernd Lohmann frá Þýskalandi. Sýning þessi er liður í vinabæjarsamstarfi Cuxhaven og Hafnarfjarðarbæjar. Í Sverrissal sýnir Kristbergur Pét- ursson málverk. Í Apótekinu sýnir Ingiríður Óðinsdóttir textílverk. Á kaffistofu Hafnarborgar eru sýndar teikningar hafnfirskra barna. Hafnarborg er opin alla daga nema þriðjudaga kl. 11–17. Gallerí Dvergur, Grundarstíg 21 Sýningu Elínar Hansdóttur, Big Bird, lýkur á sunnudag. Þetta er jafn- framt síðasta sýning sumarsins í gall- erínu, en það er einvörðungu starf- rækt yfir sumartímann. Opið fimmtudag til sunnudags kl.17-19. Gallerí Fold, Rauðarárstíg Sýningu Péturs Gauts á olíumál- verkum í Baksalnum lýkur á sunnu- dag. Einnig lýkur sýningu á ljós- myndum H. Jónu Þorvaldsdóttur í Ljósfold. Listakonan nefnir sýn- inguna Þjóðsögu. Opið daglega kl. 10-18, laugardaga til 17 og sunnudaga kl. 14-17. Sýningum lýkur MARÍA Kjartansdóttir sýnir í Listaháskólanum í Laugarnesi lit- aðar ljósmyndir af þroskahömluð- um og fötluðum börnum í leik og starfi. Myndaröðin, sem er 7 mín- útna löng, verður sýnd af skjá milli kl. 12 og 13 í dag. Tónlistin er eftir Birgi Hilmarsson. María er nemi á öðru ári í Myndlistardeild LHÍ. Hún vann á sumarnámskeiði ÍTR fyrir fötluð börn í Vesturhlíð síðastliðið sum- ar og tók hún þá fjölda svarthvítra mynda af börnunum sem hún hef- ur nú litað og sett saman í mynda- röð. Sýningin er hluti af listahátíð- inni List án landamæra. Fatlaðir í leik og starfi SUÐUR-Afríkubúinn John Max- well Coetzee hlaut í gær bók- menntaverðlaun Nóbels. „Bækur J.M. Coetzees einkennast af því hversu vel skrifaðar þær eru, efn- isríkum samræðum og snilld- arlegri greiningu. En á sama tíma er hann grandvar efahyggjumað- ur, vægðarlaus í gagnrýni sinni á grimmdarlega skynsemishyggju og siðalögmál vestrænnar sið- menningar,“ segir í fréttatilkynn- ingu Nóbelsnefndarinnar. „Með heiðarleika sínum eyðir Coetzee öllum grunni fyrir hugg- un og forðar sér frá billegri dramatík iðrunar og játninga. Jafnvel þegar hans eigin sannfær- ing birtist, líkt og vörn hans fyrir réttindum dýra, varpar hann ljósi á þau atriði sem hún byggist á fremur en að réttlæta hana. “ Þetta er í annað skiptið sem Suður-Afríkubúi hlýtur bók- menntaverðlaun Nóbels. Rithöf- undurinn Nadine Gordimer hlaut verðlaunin árið 1991. Ein skáldsaga eftir J.M. Coet- zee hefur verið þýdd á íslensku. Rúnar Helgi Vignisson þýddi bók- ina Vansæmd (Disgrace) og kom hún út hjá bókaforlaginu Bjarti fyrir þremur árum. Coetzee hlaut bresku Booker- verðlaunin árið 1999 fyrir Van- sæmd og varð þar með fyrsti rit- höfundurinn í sögu verðlaunanna til að hljóta þau tvisvar, en hann hlaut einnig Booker-verðlaun árið 1983 fyrir skáldsöguna The Life & Times of Michael K. Þá þýddi Sigurlína Davíðsdóttir „Life & times of Michael K“ (Ævi- saga Mikjáls K.) og „Waiting for the barbarians“ (Við bíðum) og las í útvarpi. Bækurnar voru ekki gefnar út en munu vera til útláns hjá Blindrabókasafninu á snæld- um. John Maxwell Coetzee fær Nóbelsverðlaunin í bókmenntum Snilldarleg greining John Maxwell Coetzee, nýr Nóbels- verðlaunahafi í bókmenntum. Reuters SIGURÐUR Þórir listmálari opnar sýningu á nýlegum verkum í Véla- salnum í Vestmannaeyjum kl. 14 á morgun, laugardag. Myndir Sigurðar eru bæði hlut- bundnar og abstrakt og eru málaðar sterkum litum. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Í list sinni fjallar mál- arinn um manninn, frásögnina og fantasíuna, þar sem ægir saman mannlegum táknum og þeirri veröld sem maðurinn býr við.“ Þetta er í annað sinn sem Sig- urður sýnir í Eyjum, en hann hélt sýningu í Gallerí Landlist árið 1980. Við opnunina munu skáldin Birgir Svan Símonarson og Þór Stefánsson lesa úr nýútkomnum ljóðabókum sínum, Fjall í hvítri skyrtu og Í ljósi þínu. Einnig mun Þórður Helgason lesa úr verkum sínum. Sigurður hef- ur gert kápu á bók Birgis. Hann hef- ur einnig hannað og myndlýst bók Þórs. Sýningin er opin tvær helgar, þessa og þá næstu, kl. 14-18. Sigurður Þórir listmálari við nýlegt abstraktmálverk eftir sjálfan sig. Ný málverk í Vélasalnum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.