Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BÆTUR FYRIR VIRKJUN Hugsanlegt er að Landsvirkjun þurfi að greiða landeigendum við Jökulsá á Brú og Jökulsá í Fljótsdal og Lagarfljót yfir sjö hundruð millj- ónir fyrir vatnsréttindi vegna Kára- hnjúkavirkjunar. Sveitarstjórnirnar hafa undanfarna daga haldið kynn- ingarfundi með hagsmunaaðilum í Fljótsdal og á Norður-Héraði. Mæta Mexíkóum Íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir líklega landsliði Mexíkó í vin- áttuleik í San Fransisco í Bandaríkj- unum eftir miðjan næsta mánuð. Um er að ræða alþjóðlegan leikdag þannig að væntanlega verður hægt að tefla fram sterkasta liði Íslands. 1.000 milljarðar kr. til Íraks Alþjóðlegri fjáröflunarráðstefnu til stuðnings uppbyggingarstarfi í Írak lauk í spænsku höfuðborginni Madríd í gær. Þrettán milljarðar Bandaríkjadala, andvirði um 1.000 milljarða króna, bættust á ráðstefn- unni við þá 20 milljarða dala sem Bandaríkjastjórn hafði áður heitið. Stærstur hluti viðbótarframlaganna er þó í formi lána, en á herðum Íraka hvílir langur skuldahali fyrir. Semur um alnæmislyf Bill Clinton, fyrrverandi Banda- ríkjaforseti, segir að stofnun hans hafi náð samkomulagi við fjögur lyfjafyrirtæki um að þau lækkuðu verðið á alnæmislyfjum sem send verða til þrettán þróunarlanda. Verðið á algengustu lyfjunum við al- næmi á samkvæmt samkomulaginu að lækka um tæpan þriðjung. L a u g a r d a g u r 25. o k t ó b e r ˜ 2 0 0 3 Þeir félagar eru sammála um að Morgunblaðs-krossgátan sé fortaks- laust sú besta sem þekkist hér á landi. „Það er fjöldi fólks sem liggur í þessu um helgar og bara í minni fjöl- skyldu get ég nefnt að sonur minn og sonarsonur og þeirra konur eru á kafi í þessu,“ segir Benedikt. Getur stundum verið erfið Þeir Lionsfélagar segja að stund- um sé það þannig í þessari krossgátu að í skýringunni sé að finna alla staf- ina sem eru í lausninni. Dæmi: „Pikk- fastur og flæktur er úrtak“. Lausnin er í orðinu pikkfastur. Það þarf að raða stöfunum upp á nýtt og lausnin er „stikkprufa“. „Hér er eitt dæmi sem þið eigið að geta,“ segir Benedikt og beinir orð- um sínum að blaðamanni og ljós- myndara: Ganga tunnur á milli barna? Þegar bið verður á svarinu kemur Kristján með vís- bendingu. „Byrjaðu á að finna annað orð yfir að ganga.“ Blaðamaður hugsar sig um en segir síðan sigri hrósandi: „Labbakútur.“ Krossgátusnillingarnir klappa og segja svo: „Þú ert hæfur í komp- aníið.“ En hvað er skógur þrumu- guðsins á Íslandi? „Þetta er staður á Suðurlandi,“ segja þeir til að auð- velda viðvaningnum svarið, sem er vitaskuld Þórsmörk. „Þú sérð hvað stúlkan sem semur krossgátuna er sniðug í þessu, en stundum getur hún verið erfið,“ segir Benedikt. „Það sem gerir þessa krossgátu svo einstaklega skemmtilega er að hún er svo víðfeðm, hún nær yfir svo mörg svið svo sem bókmenntir, listir, sagnfræði og goðafræði,“ segir Krist- ján. „Kristján er sérfræðingur í goða- fræðinni,“ segir Benedikt. „Og Sturla er sérfræðingur í öllu, enda doktor,“ bætir Kristján við. „Ég er hins vegar bestur í barnamálinu,“ segir Bene- dikt, „eins og til dæmis þetta sem ég gat undir eins: Bið hverfi hjá gæja. Bið er töf og hverfi er: hann fer. Lausnin er sem sagt: Töffari. Og eins þetta: Erlendi plötusnúðurinn og amma eru að skemmta sér. Lausnin er: djamma.“ Þetta lærist Þegar einn er búinn að ráða kross- gátuna hringir hann í hina til að láta vita að ráðningin liggi fyrir. Þeim ber ekki saman um hver sé oftast fyrstur og vísa hver á annan. „Ég er mikið lengur en hinir,“ segir Benedikt, en félagar hans segja að þetta segi hann bara af meðfæddri hógværð. Benedikt ber gjarnan upp gátur á fundum í Lionsklúbbnum og stund- um sækir hann þær í sunnudags- krossgátu Morgunblaðsins. Þannig gengur þetta fyrir sig, en þeir eru sammála um að ráðning krossgátu sé fyrst og fremst þjálfun hugans og til að verða góður þurfi menn að æfa sig vel og lengi. „Þegar menn sjá þetta fyrst standa þeir alveg á gati. En þetta lærist.“ Það er Ásdís Bergþórsdóttir, B.A. í ensku og kerfisfræðingur, sem er höfundur sunnudagskrossgátu Morgunblaðsins og kvaðst hún hafa fyrirmyndina frá ákveðinni tegund krossgátna, sem hún kynntist á námsárum sínum á Englandi. „Það gekk þó ekki átakalaust að koma þessu að hér á landi. Ég gekk á milli blaða hér, en ekkert þeirra hafði áhuga til að byrja með. Það var ekki fyrr en Morgunblaðið hringdi, tveim- ur árum eftir að ég kynnti fyrir þeim krossgátuna, að þetta fór af stað. Við- tökurnar hafa verið afskaplega góðar og ég er himinlifandi með það,“ sagði Ásdís. Pikkfastur og flæktur er úr- tak. Lausnin er: stikkprufa. Stundum liggur lausnin í augum uppi, en oft er hún erfið. Morgunblaðið/Sverrir Spegilmynd krossgátusnillinganna í viðeigandi umgjörð.  ÁHUGAMÁL svg@mbl.is KROSSGÁTAN í Morg-unblaðinu á sunnudögumhefur vakið athygli og hrifn- ingu margra sem fást við þá hugar- leikfimi sem ráðning á krossgátu er. Í þeim hópi eru þrír félagar í Lions- klúbbnum Baldri, þeir Benedikt Ant- onsson viðskiptafræðingur, Kristján Oddsson, fyrrverandi bankastjóri, og dr. Sturla Friðriksson erfðafræð- ingur. Allt frá því krossgátan hóf göngu sína í sunnudagsblaðinu, fyrir um það bil tveimur árum, hafa þeir beðið spenntir eftir því að fá sunnu- dagsblaðið í hendur og svo keppast þeir um hver er fyrstur að ráða krossgátuna. En hver þeirra er venjulega fyrstur að ráða gátuna? „Það veit enginn, líklega þó Sturla,“ segja þeir Benedikt og Kristján og Sturla svarar að bragði: „Kristján segist vera hamhleypa í þessu, en hann þjófstartar líka. Hann er að ráða þetta á laugardags- kvöldum en ég hef þetta með morg- unkaffinu á sunnudögum.“ „Mér er engin launung á því að krossgátan í sunnudagsblaði Mogg- ans er mesta tilhlökkunarefni helg- arinnar og ég byrja oft á laugardags- kvöldum,“ segir Kristján og Benedikt tekur undir þau orð. „Þessi krossgáta er líka lífsnauðsynleg fyrir okkur til að halda starfsemi heilans gangandi. Þetta er einhver besta hugarleikfimi sem til er.“ Snilldarlega samin Þeir félagar eru sammála um að krossgátan sé snilldarlega samin, skemmtilegri og oft erfiðari en flest- ar aðrar sem völ er á hér á landi. „Hún er allt öðruvísi en allar aðrar krossgátur. Hún er nær því að vera myndgáta,“ segir Benedikt og varpar fram dæmi, máli sínu til stuðnings: „Andúð á slæmum bjór. Þetta eiga að vera tvö fimm stafa orð. Í fyrstu held- ur maður auðvitað að hér sé um að ræða bjór til að drekka, en það er ekki raun- in, heldur er hér átt við dýrið og úr verður illan bifur. Og hér er annað dæmi: Veist þú hvað er tréverkið hjá Skúla?“ Blaðamaður verður klumsa, en Benedikt klappar honum á öxl og segir: „Inn- réttingarnar, auðvitað. Hún er alveg sérstök, stúlkan sem býr þetta til,“ segir hann og Kristján bætir við: „Já, hún er snillingur og á alla okkar ást og virðingu fyrir að semja þetta. Skilaðu góðri kveðju til hennar frá okkur. “ Dr. Sturla tekur undir orð félaga sinna og bætir við: „Ég hef nú ekki verið mikill krossgátumaður um ævina, en þegar þessi gáta kom fram á sjónarsviðið í Morgunblaðinu opn- aðist nýr heimur því að segja má að í henni séu orðaleikir. Venjulegar krossgátur eru leit að heitum, en ég vil líta á þessa krossgátu sem eins konar safn kenninga, ef tekið er mið af kveðskap. Þetta er eins og í Snorra-Eddu. Í Skáldskaparmálum er Snorri að kenna mönnum að yrkja, annars vegar að velja heiti hluta og hins vegar kenningar. Oft eru þær óljósar eins og Snorri segir: „Að yrkja fólgið eða ofljóst“. Það er að nota orðið í allt öðru sambandi en það kemur venjulega fyrir í. Það er þetta sem hún er að gera í þessari kross- gátu.“ Krossfarar krossgátunnar Hvað er skógur þrumuguðsins á Íslandi?Lionsfélagarnir Benedikt Antonsson, Krist-ján Oddsson og dr. Sturla Friðriksson. LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 Yf ir l i t Kynningar – Tímarit um mat og vín fylgir Morgunblaðinu í dag til áskrif- enda. m TÍMARIT UM MAT & VÍN 102003 4.TBL blómarósir bregða á leik vala matt velur desert súkkulaðisæla sæta parís mjallhvít & eplin 7 kampavín sígildir desertar prinsessuuppskriftir Í dag Sigmund 8 Minningar 42/45 Viðskipti 12 Brids 51 Erlent 14/16 Kirkjustarf 41 Höfuðborgin 19 Úr verinu 12 Akureyri 20 Staksteinar 51 Suðurnes 21 Myndasögur 48 Árborg 22 Bréf 48 Landið 23 Dagbók 50/51 Listir 26/28 Leikhús 56 Daglegt líf 24/25 Fólk 57/61 Messur 37 Bíó 70/73 Forystugrein 40 Ljósvakamiðlar 62 Viðhorf 36 Veður 63 * * * HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 35 ára mann í 350 þúsund króna sekt fyrir kyn- ferðisbrot með því að hafa haft í vörslu sinni barnaklám á 4 myndbandsspólum, 29.800 ljós- myndum og 175 hreyfimyndaskrám. Ennfrem- ur var ákærði sakfelldur fyrir vörslu á mynd- bandi sem sýndi unga pilta á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Ákærði var þá einnig dæmd- ur í 4 mánaða fangelsi, en þó ekki fyrir kyn- ferðisbrotin, heldur skilorðsrof vegna fyrri dóma. Ákærði játaði skýlaust brot sín. Samkvæmt lögregluskýrslu, segir um síðast- nefnda myndbandið að fullyrða megi að alla- vega tveir eða þrír drengir sem þar sjáist séu ekki eldri en 13–14 ára gamlir en aðrir geti ver- ið eldri, en þó undir 18 ára aldri. Dómari tók undir þetta, enda þótti augljóst á hulstri mynd- bandsins að þar væru barnungir drengir í kyn- ferðislegum athöfnum. Ákærði hlaut eins árs fangelsisdóm í Hæsta- rétt fyrir kynferðisbrot 15. febrúar 2001 og var veitt reynslulausn á eftirstöðvum refsingar 120 daga hinn 11. nóvember 2001, skilorðsbundið í eitt ár. Með brotum sínum nú var ákærði fund- inn sekur um kynferðisbrot og rauf í báðum til- vikum skilorð reynslulausnar á eftirstöðvum refsingarinnar. Bar því að ákvarða ákærða refsingu í einu lagi með hliðsjón af þeirri refsi- vist sem ólokið er. Dóminum þótti brot ákærða stórfellt miðað við það gríðarlega magn klámefnis sem fannst á heimili hans 21. janúar 2002. Var þetta tæp- um mánuði áður en lög gengu í gildi sem kváðu á um allt að tveggja ára fangelsi fyrir brot af þessu tagi en fram að því voru viðurlög við slík- um brotum aðeins sektir. Var ákærða því ekki gerð fangelsisrefsing vegna brota sinna. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari dæmdi mál- ið. Verjandi ákærða var Lúðvík Emil Kaaber hdl. Málið flutti Sigríður J. Friðjónsdóttir, sak- sóknari hjá ríkissaksóknara. Karlmaður sem tekinn var með barnaklámsefni í tugþúsundavís dæmdur Slapp við fangelsi þar sem ný lög höfðu ekki tekið gildi STÆRSTU samtök sport- veiðimanna í Bandaríkjun- um hafa heiðrað Orra Vig- fússon, formann Verndar- sjóðs villtra laxastofna (NASF), fyrir framlag hans til verndar og varð- veislu villta Atlantshafs- laxins. Samtökin Trout Unlim- ited starfa í 450 deildum í Bandaríkjunum og eru félagsmenn um 130 þúsund. Orri var heiðraður í kvöldverðarboði í New York í fyrra- kvöld. Charles Gauvin, forseti samtak- anna, sagði við þetta tækifæri að enginn einn einstaklingur hefði lagt meira af mörkum til verndar og varðveislu villta Atlantshafslaxins en Orri Vigfússon. Með þrotlausu starfi um langt ára- bil hafi hann beitt sér fyrir uppkaup- um neta og veiðiréttinda í hafi og með ströndum landa vest- an hafs og austan. Án hans væri staða laxins mun verri en raun bæri vitni og allir lax- veiðimenn stæðu í þakkar- skuld við Orra. „Ég geri ráð fyrir að þetta hafi mikið gildi fyrir mig við útbreiðslu þess- arar hugmyndafræði,“ sagði Orri í samtali við Morgun- blaðið. Hann vekur athygli á því að NASF hafi gert ýmsa samninga um uppkaup á netalögnum og veiðirétt- indum, meðal annars við Norður-Ír- land og í Norðursjó, sem ekki sé búið að fjármagna að fullu. Vonast hann til að sú athygli sem starfið nú fái verði til að hjálpa honum að öngla saman fjármagni fyrir þessu. Þá vonast hann til að hægt verði að gera hliðstæða samninga um veiðiréttindi við Írland á næsta ári. Bandaríkjamenn heiðr- uðu Orra Vigfússon Orri Vigfússon EFNAHAGSBROTADEILD ríkislögreglustjóra hefur tek- ið til opinberrar rannsóknar málefni olíufélaganna þriggja Olíufélagsins, Olís og Skelj- ungs, þ.e. ætluð brot einstak- linga, stjórnenda og félag- anna sjálfra, á samkeppnis- lögum. Gagnaöflun í þágu rann- sóknarinnar hófst í byrjun október og felur rannsóknin, líkt og aðrar opinberar rann- sóknir, bæði í sér gagnaöflun og yfirheyrslur yfir sakborn- ingum og vitnum. Jón H. Snorrason yfirmað- ur efnahagsbrotadeildar segir ekki unnt að upplýsa hversu langt málið er komið, m.a. hversu margir hafi verið yf- irheyrðir. Nýtt fólk hefur verið ráðið tímabundið Þrátt fyrir mikið umfang rannsóknarinnar stefnir efna- hagsbrotadeildin að því að láta önnur mál í rannsókn ekki tefjast og hafa verið ráðnir tímabundið þrír rann- sóknarlögreglumenn og einn lögfræðingur til að vinna í þeim málum sem liggja fyrir hjá deildinni. Meint sam- keppnislagabrot olíufélaganna Lögreglu- rannsókn formlega hafin ÞAÐ var óvenjuleg sjón sem blasti við Vigfúsi Páli Auðunssyni, sem rekur flutningafyrirtæki í Vík í Mýrdal. Keldusvín hafði flogið inn í húsið og var þar í sjálfheldu. Ævar Pedersen fuglafræðingur staðfesti að um keldusvín væri að ræða, eftir að hann hafði séð mynd af fuglinum. Keldusvín eru afar sjaldgæf hér á landi og hafa ekki verpt hér svo vitað sé sl. 30 ár. Taldi Ævar líklegt að þarna væri um að ræða flæking frá Skandinav- íu. Var fuglinn að vonum frelsinu feginn. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Vigfús Páll Auðbertsson heldur á keldusvíni sem hann fann í sjálfheldu í pakkhúsi sínu í Vík í Mýrdal þegar hann var að ganga frá í gærkvöldi. Óvæntur gestur EIGENDUR fjölskyldufyrirtækj- anna Ingvars Helgasonar hf. og Bíl- heima ehf. hafa ákveðið að auka hlutafé félaganna verulega. Í kjölfar þess mun ný stjórn fyrirtækjanna hefja störf. Var þetta ákveðið á hlut- hafafundi síðastliðinn mánudag. Í ágúst síðastliðnum var greint frá því að bræðurnir Guðmundur Ágúst Ingvarsson forstjóri og Júlíus Vífill Ingvarsson stjórnarformaður hefðu ásamt móður sinni, Sigríði Guð- mundsdóttur, ákveðið að selja þriðja bróðurnum, Helga Ingvarssyni, og hópi fjárfesta með honum eignarhluti sína í fyrirtækjunum. Nú hefur verið hætt við þau áform. Guðmundur Ágúst segir að megin- skýringin á því að ákveðið hafi verið að selja fyrirtækin ekki sé sú að móðir þeirra bræðra, Sigríður, sem er aðal- eigandi fyrirtækjanna, hafi ekki viljað selja. Því hafi verið ákveðið að styrkja fyrirtækin með nýju hlutafé, sem muni koma að mestu leyti frá núver- andi hluthöfum. Ef það muni ekki duga til verði nýtt hlutafé sótt annað. Önnur ástæða fyrir því að hætt var við að selja fyrirtækin er að sögn Guð- mundar Ágústs sú að bjart sé fram- undan. Hann segir að fyrirtækin séu öflug, með góð umboð og góða að- stöðu. Bjartsýnin á framtíðina hafi því haft sín áhrif. Nýja stjórn fyrirtækjanna munu skipa þeir Þorsteinn Þorsteinsson, fyrrverandi bankastjóri Búnaðar- bankans í Lúxemborg, sem verður formaður, Júlíus Vífill Ingvarsson, einn af hluthöfunum, en hann verður varaformaður, og Sigurður R. Helga- son, framkvæmdastjóri Björgunar hf., og verður hann meðstjórnandi. Guðmundur Ágúst Ingvarsson verð- ur áfram forstjóri. Fyrirtækið Ingvar Helgason hf. var stofnað árið 1956 í kringum inn- flutning á gjafavöru og síðar bifreið- um frá Austur-Evrópu. Í byrjun átt- unda áratugar síðustu aldar hóf fyrirtækið innflutning á bifreiðum frá Japan. Fyrirtækið keypti bifreiða- og véladeild Jötuns hf. á árinu 1993 og stofnaði í framhaldinu Bílheima ehf. Hætt við sölu á Ingvari Helgasyni hf. og Bílheimum ehf. Ákvörðun tekin um að auka hlutafé verulega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.