Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HÚN er hæg og notaleg, hafgolanaf Indlandshafi sem leikur umíbúa og gesti Mapútóborgar oger tekið fagnandi af flestum, enda brennheita geisla sólarinnar að eiga við alla jafna. Þessi fyrrum portúgalska nýlenda ber enn fjölmörg merki fornra tengsla; hér er portúgalska opinbert tungumál og suður-evrópskur arkitektúr ríkjandi, en að flestu leyti leynir sér þó ekki að við erum stödd í Afríku í landi þar sem andstæður eru miklar og fátækt og bágindi því miður ríkjandi. Heimsókn Halldórs Ásgrímssonar utan- ríkisráðherra til Mósambík hófst í vikunni með þátttöku í óformlegum samráðsfundi utanríkisráðherra Norðurlanda og utan- ríkisráðherra níu Afríkuríkja í bænum Pemba í norðurhluta landsins. Þessir fund- ir urðu til að frumkvæði Önnu Lindh, þá- verandi utanríkisráðherra Svíþjóðar, og eru til þess ætlaðir að endurspegla þá áherslu sem Norðurlönd leggja á góð sam- skipti við Afríkuríki sunnan Sahara og til að gefa víðtækari norrænni þróunarsam- vinnu í þessum heimshluta pólitíska vídd. Þegar er ljóst að með þessu er hafið sam- ráðsferli sem á sér ekki beina hliðstæðu annars staðar í heiminum og mun eflast á næstu árum. Á fundinum í Pemba var fjallað um breitt málefnasvið, einkum svonefnt end- urnýjað samstarf um þróun Afríku (NEPAD) og hlutverk nýstofnaðs Afríku- sambands. Fram kom almenn bjartsýni hjá afrísku utanríkisráðherrunum um framtíðarhorfur í álfunni að því gefnu að svæðisbundinn friður og stöðugleiki yrði tryggður á grundvelli lýðræðis og virð- ingar fyrir mannréttindum. Um leið lýstu margir þeirra áhyggjum yfir því að bar- áttan gegn alþjóðlegri hryðjuverka- starfsemi yrði til að draga athygli iðn- væddra ríkja frá Afríku. Utanríkisráðherrar Norðurlanda ítrekuðu af þessu tilefni áframhaldandi stuðning við Afríkuríki sunnan Sahara og Halldór Ás- grímsson tók fram að Íslendingar væru komnir til að vera í þessum heimshluta. Allir ráðherrarnir voru sammála um að þróunarsamvinna Norðurlanda og Afr- íkuríkja yrði að halda áfram og að æskilegt væri að saman færu fjárfestingar erlendra aðila í Afríku. Stærsta hluta vikunnar hefur utanrík- isráðherra dvalið í Mapútó, höfuðborg landsins, ásamt sendinefnd úr ráðuneytinu og frá Þróunarsamvinnustofnun Íslands, og kynnt sér fjölþætta starfsemi á vegum íslenskra stofnana í landinu. Hér hefur ÞSSÍ starfað allt frá árinu 1994 og starf- semin hefur aukist jafnt og þétt síðan, rétt eins og þróunarsamvinna Íslendinga al- Eftirminn eða Samtaka færði íslensk inn um þörfi Þar er m.a. u ur um réttin með fræðslu og malaríu. Í Hindane uðborgina, h stöð í félagi landi og í Mó þjálfun heilb Stofnunin á arstarf kirkj héraði, en m Mósambík li hungur. Fle minna til ski bandaríkjad ambík 170. s mennt og var umdæmisskrifstofa opnuð hér árið 1999 og sendiráð Íslands fyrir Mósambík og fjölmörg fleiri Afríkuríki tveimur árum síðar. Segja má að þróunarsamvinna Íslend- inga í Mósambík snúi einkum að tveimur málaflokkum; félagslegum þörfum og upp- byggingu í sjávarútvegi. Stuðningur við konur er mikilvægur þáttur í þróunarsam- vinnu okkar, og hefur farið vaxandi. Þau félagslegu verkefni sem ÞSSÍ hefur stutt hafa að stórum hluta byggst á stuðningi við konur. Í Mósambík hefur ÞSSÍ stutt jafnréttismál dyggilega með stuðningi við kvennamálaráðuneytið og á fundi með ráðuneytisfólki í vikunni kom glögglega fram hversu mikilsvert er að stuðla að uppfræðslu og réttindabaráttu kvenna í landinu. Yfirvöld í Mósambík hafa lagt sitt af mörkum með náinni samvinnu við ÞSSÍ og með því efla kvennamálaráðuneytið. Mapútóbré Eftir Björn Inga Hrafnsson Hjálparstofnun kirkjunnar hefur unnið að vatnsverkefni í NORÐURLANDARÁÐ kemursaman til þings í Osló dagana27.–29. október. Norðurlöndinsem heild standa frammi fyrir því að meta stöðu sína í nýrri Evrópu þar sem allt er á ferð og flugi. Því er mikilvæg- ara en nokkru sinni að löndin efli svæð- isbundið samstarf og byggi brýr til næstu nágranna. Þörf fyrir sveigjanleika og fjölbreytta möguleika í svæðisbundnu og hnattrænu samstarfi blasir við. Nýleg áminning um það eru niðurstöður evru-kosninganna í Svíþjóð. Flokkahópur vinstrimanna og umhverf- isverndarsinnar sem undirritaður tilheyrir í Norðurlandaráði vilja stuðla að end- urskilgreiningu á hlutverki Norð- urlandaráðs sem kjarna í svæðisbundnu samstarfi í norðanverðri álfunni og sem brúar til allra átta. Ekki aðeins til Eystra- saltsríkjanna heldur einnig til Rússlands suður um Eystrasalt til Póllands og á svæðum aðlægum vestnorrænu löndunum bæði austan og vestan Atlantshafs. Ánægjulegt er að vestnorrænt samstarf nýtur nú aftur meiri athygli í Norð- urlandaráði og hjá norrænu ráðherra- nefndinni. Sú mikla athygli sem Eystra- saltslöndin fengu á tíunda áratugnum var eðlileg en leiddi til að ýmislegt annað féll í og þau efld u hafa verið sa og borgarar laga og atvin ræna módel tvennt, öflug frjálsræði b ur en svo að En nú eru Hinn norræ fyrir nýju að ins frá byrju einnig um Ís okkar að inn ins á grundv norrænni sk rænt sjónar vinnumarka lausnarefni ar miklu bre hendur. Upp aðsskipulag Póllandi er a verkalýðsfé samtök veik félagslegum Dæmi um ingar sem te lagslegra un verktakans Hættan er e skuggann. Nú eru aðstæður enn breyttar. Eystrasaltsríkin eru á leið inn í Evrópu- sambandið frá og með maí á næsta ári. Það er því tímabært að beina athyglinni á nýjan leik að vestnorræna svæðinu sem og til ná- granna okkar hér um slóðir og hvernig svæðisbundin samvinna við norðanvert Atlantshaf gæti byggt brýr milli strand- og eyþjóðanna sem í hlut eiga. Norræna velferðarmódelið sem fyrirmynd Norðurlöndin eru þróuð velferðarsam- félög og ýmsar lausnir í velferðarmálum sem og sjálf uppbygging velferðarþjónust- unnar nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar. Sérstaklega þó það að gæðunum er jafnað og betur dreift til allra en þekkist í nokkru öðru velferðarskipulagi. Hluti af hinni norrænu fyrirmynd er al- menn þátttaka í verkalýðsfélögum, sterk staða þeirra og gott og öflugt samstarf að- ila vinnumarkaðarins um ýmis framfara- mál samfélagsins sem gjarnan er í náinni samvinnu við ríkisvaldið. En þetta nor- ræna fyrirkomulag er og verður vænt- anlega á komandi árum undir miklum þrýstingi frá hugmyndafræði nýfrjáls- hyggju og einkavæðingar. Sérstaða Norðurlandanna er að þessum félagslegu réttindum hefur verið við haldið Að byggja brýr og Eftir Steingrím J. Sigfússon EYÐUM KYNBUNDNUM LAUNAMUN Femínistafélag Íslands stendurnú fyrir femínistaviku undiryfirskriftinni „Byggjum brýr“, þar sem ætlunin er að vekja athygli á stöðu kvenna og karla í samfélaginu. Dagskrá femínistavikunnar hófst í gær, en þá voru konur hvattar til að sækja um launahækkun. Að sögn Kristínar Ástgeirsdóttur, sem stýrir atvinnu- og efnahagsmálahópi félags- ins, var kveikja áskorunarinnar sú að því hefur gjarnan verið haldið fram að launamun kynjanna megi að stórum hluta skýra með því að konur fari ein- faldlega ekki fram á hærri laun. En eins og Kristín bendir á er vandamálið vitaskuld flóknara en það og á sér ræt- ur í fornum hugmyndum um hlutverk kynjanna og hefðbundnu mati á störf- um kvenna og karla. Kannanir hafa ítrekað staðfest að hér á landi, sem víðar, er til staðar töluverður kynbundinn launamunur. Eftir að tekið hefur verið tillit til ým- issa þátta sem oft hafa verið nefndir til skýringar á hærri tekjum karla, á borð við vinnutíma, starfsvettvang, mennt- un, starfsreynslu og ábyrgð í starfi, stendur eftir umtalsverður kjaramun- ur, sem ekki verður skýrður út frá öðru en kynferði. Sýnt hefur verið fram á að aukin menntun hefur hingað til ekki skilað konum jafnmiklum ávinningi og körlum hvað varðar starfsframa og launakjör, og launa- munur minnkar hægt þótt meðal- vinnutími kvenna hafi lengst en vinnu- tími karla heldur dregist saman. Kynbundinn launamunur er óviðun- andi og leggja verður kapp á að út- rýma honum. Eins og Morgunblaðið hefur lagt áherslu á er það sameigin- legt hagsmunamál launafólks og vinnuveitenda. ÞRÆLKUNARBÚÐIRNAR Í NORÐUR-KÓREU Norður-Kórea er eitt helsta harð-stjórnarríki heims. Íbúar lands- ins búa við þröngan kost svo ekki sé meira sagt og stjórnvöld drottna í krafti ógnar og ofsókna á hendur borgurunum. Matur er af skornum skammti og þorri þjóðarinnar þjáist af næringarskorti. Svo illa er komið að börn ná ekki að þroskast með eðlileg- um hætti vegna næringarskorts og heilsufari heillar þjóðar er stefnt í hættu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu setja upp miklar leiksýningar í því skyni að sýna mátt sinn og megin, en bak við leiktjöldin ríkir ömurleiki, sem minnir á valdatíma Stalíns í Sovétríkj- unum. Nú er komin fram skýrsla, sem sýn- ir að norður-kóresk stjórnvöld sækja beinlínis í smiðju Stalíns. Mannrétt- indanefnd Bandaríkjanna, óháð sam- tök með aðsetur í Washington, birti skýrsluna á miðvikudag og þar kemur fram að allt að 200 þúsund manns er haldið í þrælkunarbúðum í Norður- Kóreu, sem hafa sovéska gúlagið að fyrirmynd. Alls mun vera um að ræða 36 búðir, sem faldar eru á afskekktum stöðum í dalverpum og til fjalla. Í skýrslunni er stuðst við bæði vitnis- burð fanga og fangavarða sem og myndir teknar úr gervihnöttum. Margir fanganna eru glæpamenn, en einnig er í haldi fjöldi andófsmanna, sem teknir voru höndum fyrir and- stöðu við Kim Jong-Il eða föður hans, Kim Il-Sung, sem lést árið 1994. Dæmi eru um að menn hafi verið handteknir fyrir að fara ekki nógu vel með myndir af feðgunum á heimilum sínum. Kona var handtekin fyrir að syngja dægur- lag frá Suður-Kóreu. Lýsingar á ástandinu í búðunum eru átakanlegar. Einn fangi lýsir því hvernig hann og samfangar hans voru látnir vaða út í ískalda á að tína grjót með þeim afleið- ingum að marga kól og algengt var að menn misstu fingur og tær og tugir manna létu lífið vegna kuldans. Pynt- ingum er beitt í búðunum, þar á meðal eru fangar settir í litla einangrunar- klefa og barðir. Samkvæmt skýrslunni er hins vegar einkum reynt að knýja fangana til hlýðni með því að svelta þá: „Fangarnir fá það lítinn mat að þeir eru statt og stöðugt við það að svelta heilu og hálfu hungri.“ Tekið er dæmi af fangabúðum þar sem matur var af það skornum skammti á síðasta áratug að árlega svalt þriðjungur fanganna í hel. Ásamt Kúbu er Norður-Kórea það land, sem setur málfrelsi mestar skorður. Samkvæmt nýrri skýrslu er hvergi minni virðing borin fyrir frelsi fjölmiðla en í þessum tveimur löndum. Ástandið í Norður-Kóreu vekur ýmsar spurningar um það hvernig samfélag þjóðanna eigi að taka á því þegar stjórnvöld eins ríkis taka sig til við að murka kerfisbundið lífið úr eig- in þjóð. Krafan um íhlutun í nafni mannréttinda gerist æ háværari eins og dæmin frá Balkanskaganum sýna. Þegar ráðist var inn í Afganistan og Írak var vísað til mannréttinda og kúgunar þegar færð voru rök fyrir réttmæti aðgerðanna þótt gefnar væru aðrar meginforsendur. Aðgerð- arleysi þegar tæp milljón manna var myrt í Rúanda er blettur á samvisku alþjóðasamfélagsins. Sömu sögu er að segja um fjöldamorðin í Srebrenica svo dæmi sé tekið frá Balkanskaga. Það er því eðlilegt að spurt sé hvernig eigi að bregðast við vegna ástandsins í Norður-Kóreu. Þar setja reyndar kjarnorkumálin stórt strik í reikning- inn. Norður-Kórumenn eiga kjarn- orkuvopn og búa því óneitanlega yfir nokkrum fælingarmætti, svo notað sé orð, sem haft var um ógnarjafnvægi kaldastríðsáranna. George Bush Bandaríkjaforseti, sem ekki alls fyrir löngu lýsti yfir því að hann hefði „and- styggð“ á Kim Jong-Il, hefur nú sagt að Norður-Kóreu verði tryggð vernd ef þeir láti af kjarnorkuáætlun sinni og hann geri ráð fyrir að Hu Jintao, nýr leiðtogi Kína, muni knýja á leið- toga Norður-Kóreu um að fallast á skriflega, fjölþjóðlega skuldbindingu um öryggi landsins. Það er hins vegar ógnvænlegt þegar harðstjórar geta óáreittir varpað mörg hundruð þús- und manns í þrælkunarbúðir og breytt heilu landi í fangabúðir í skjóli gereyð- ingarvopna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.