Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 49 Fimm ættliðir í beinan kvenlegg FIMM ættliðir í beinan kvenlegg hittust í tilefni af 86 ára afmæli Þorgerðar Diðriksdóttur 5. júlí sl. og var þessi mynd tekin við það tækifæri. Á myndinni eru langa- langamman Þorgerður Diðriks- dóttir 86 ára sem situr með tví- burana Aþenu Sól og Söru Líf, fæddar 14. apríl sl., við hlið hennar situr móðir þeirra Linda Björk 26 ára. Fyrir aftan standa langamman Helga Ísleifsdóttir 62 ára og amm- an Brynja Erlingsdóttir 44 ára. NEYTENDASAMTÖKIN halda því fram að stóran hluta hagnaðar banka og sparisjóða að undanförnu megi rekja til óeðlilega mikils vaxta- munar og sívaxandi tekna af þjón- ustugjöldum sem viðskiptavinum sé gert að greiða. Greint er frá niður- stöðum úttektar sem samtökin hafa látið gera í nýjasta tölublaði Neyt- endablaðsins. Nettóvextir og þjónustu- tekjur helmingi hærri hér Þar er bent á að á síðasta ári námu nettóvextir og þjónustugjöld bank- anna hlutfallslega 4,1 prósenti af heildareignum en á þessu ári er hlut- fallið komið í 4,5 prósent, að því er segir í blaðinu. „Á sama mælikvarða eru íslenskir bankar miklu dýrari en sambærilegir bankar á hinum Norð- urlöndunum. Hlutfallslega eru nettóvextir og þjónustutekjur að jafnaði helmingi hærri hér á landi en í Danmörku og Svíþjóð og um 60% hærri en í Noregi og Finnlandi.“ Einnig er gagnrýnt að á sama tímaskeiði og Seðlabankinn lækkaði stýrivexti sína um rúmlega helming, á seinustu tveimur árum, og um 4,2 prósentustig milli fyrri árshelminga 2002 og 2003, hafi meðalútlánsvextir bankanna aðeins lækkað um 1,2 pró- sentustig. Úttekt Neytendasamtakanna á bönkunum Hagnast á kostnað viðskiptavina ÚTGÁFUHÁTÍÐ vegna nýrrar ljóðabókar Elísabetar Jökulsdóttur, Vængjahurðin, verður í Eymunds- son Austurstræti kl. 16 í dag. Bókin hefur að geyma yfir hundrað ástar- ljóð þar sem blátt-áfram tónninn ræður ríkjum til jafns á við hinn róm- antíska. Dagskráin nefnist Elísabet- arnótt. Andrea Gylfadóttir söngkona, Jóel Pálsson saxafónleikari og Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari frumflytja nýtt verk eftir Atla Heimi Sveinsson sem hann hefur samið við nokkur ljóðanna í bókinni. Ragnheið- ur Skúladóttir leikkona flytur erind- ið: Á Elísabet sjéns í Nóbelinn? Höf- undur les upp úr Vængjahurðinni og synir hennar troða upp í tilefni þess að Vængjahurðin er tíunda bók móð- ur þeirra; Kristjón Kormákur les úr óútgefinni skáldsögu og tvíburarnir Garpur og Jökull koma fram. Í glerskáp Eymundsson stendur yfir sýning á persónulegum munum Elísabetar. Elísabetarnótt FEMÍNISTAFÉLAG Íslands stendur fyrir viku í þágu jafnréttis 24. október–1. nóvember. Dagskrá vikunnar einkennist af áherslu á jafnréttismál. Tekið verður á ýmsum málefnum meðan á vikunni stendur, til að mynda atvinnu- og launamál- um, heilbrigðismálum, vændi, klám- væðingu, ímynd karlmennskunnar og menningu. Lokahnykkur vikunn- ar verður dansleikur þar sem kvennahljómsveitir munu halda uppi fjöri langt fram eftir nóttu. Ef jafnrétti á að verða að veru- leika er nauðsynlegt að allir taki höndum saman til að brúa þau bil sem eru fyrir hendi á milli kynjanna. Í dag, laugardaginn 25. október kl. 15–17 verður málþing í Listasafni Reykjavíkur, um kvennabaráttu síð- ustu áratuga. Í tengslum við sam- nefnda sýningu í Borgarbókasafni. Á morgun, sunnudaginn 26. október kl. 20.30 verður Kvennamessa í Nes- kirkju. Mánudaginn 27. október kl. 17 verður opnuð sýningin Afbrigði af ótta – klámvæðingin og áhrif hennar, aldurstakmark 18 ára. Sýningin er í Nýlistasafninu. Þá er skiladagur rit- unarkeppni 13–15 ára ungmenna um efnið: Jafnrétti kynjanna, rafræn skil á feministinn@feministinn.is. Vika í þágu jafnréttis Aðalfundur Hjálparstarfs kirkj- unnar verður haldinn í dag, laug- ardaginn 25. október, í Hallgríms- kirkju kl. 11–16. M.a. verður lögð fram tillaga um breytingu á skipu- lagsskrá stofnunarinnar. Kynnt verða ný verkefni í Afríku og efni jólasöfnunar 2003. Ungmenni frá Kenýa sem heimsótt hafa ferming- arbarnahópa í október segja frá starfi sínu, segir í fréttatilkynn- inu. Í DAG Handverksmarkaður á Stokks- eyri Á morgun, sunnudaginn 26. október, verður opinn handverks- markaður í Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri. Markaðurinn verður opinn kl. 14–18. Aðalfundur samtakanna Holl- vinir Ríkisútvarpsins verður haldinn í Norræna húsinu á morg- un, sunnudag, 26. október, kl. 16. Markús Örn Antonsson út- varpsstjóri mun ávarpa aðal- fundinn. Fundarstjóri verður Guðrún Helgadóttir rithöfundur og fundarritari Þorgrímur Gestsson blaðamaður. Allir vel- komnir. Dagsferð á vegum Útivistar á Fíflavallafjall verður á morgun, sunnudaginn 26. október. Brottför verður frá BSÍ kl. 10.30. Ekið verður upp á Höskuldarvelli og gengið undir vesturhlíðum Trölla- dyngju og Grænudyngju þvert yfir Núpshlíðarháls að Fíflavallafjalli sem er 395 m hátt. Reikna má með að gangan taki um það bil 4 tíma. Verð kr. 1.700/1.900. Á MORGUN Námskeið í Garðyrkjuskólanum Garðyrkjuskólinn stendur fyrir tveimur námskeiðum á næstunni í námskeiðaröðinni, „Lesið í skóg- inn – tálgað í tré“. Fyrra námskeiðið verður haldið í húsakynnum skólans þriðjudaginn 4. nóvember kl. 17–22. Námskeiðið er grunnnámskeið fyrir byrjendur þar sem þátttakendur kynnast gamalli handverkstækni við að tálga með hníf og exi. Einnig verður farið í „skógarferð“ í ná- grenni skólans og lesið í skóginn. Leiðbeinandi verður Guðmundur Magnússon, handverksmaður á Flúðum. Seinna námkeiðið er framhalds- námskeið og verður haldið fimmtudaginn 6. nóvember kl. 17– 22 og laugardaginn 8. nóvember kl. 10–17. Guðmundur Magnússon verður einnig leiðbeinandi á þessu námskeiði en hann mun leiðbeina þátttakendum í stólagerð og út- búnar verða skeiðar eða ausur. Skráning og nánari upplýsingar um námskeiðin fást á skrifstofu skólans eða á heimasíðu hans, www.reykir.is Almenn og sálræn skyndihjálp Kópavogsdeild Rauða kross Ís- lands heldur námskeið í bæði al- mennri og sálrænni skyndihjálp þriðjudaginn 28. október kl. 18–22. Á námskeiðinu læra þátttakendur grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Þátttökugjald er 4.500 kr. Námskeið í sálrænni skyndihjálp verður haldið 4. og 6. nóvember kl. 19.30–22. Þátttöku- gjald er 4.900 kr. Hægt er að skráð sig í síma eða með tölvu- pósti á kopavogur@redcross.is. Námskeiðin eru kennd í sjálf- boðamiðstöðinni Hamraborg 11. Stefnumótun í skólastarfi Mánudaginn 27. október hefst námskeið hjá Endurmenntun Há- skóla Íslands þar sem markmiðið er að þátttakendur kynnist aðferð- um hefðbundinnar stefnumótunar og hvernig megi nota þær í skóla- starfi, einkum við gerð eða endur- skoðun námskrár. Helstu atriði til umfjöllunar; skilgreining á hlut- verki, greining á innri stöðu: sterkar og veikar hliðar, greining á umhverfi: tækifæri og viðsjár o.fl. Kennari er Tryggvi Sig- urbjarnarson ráðgjafarverkfræð- ingur. Frekari upplýsingar og skráning er á vef Endurmenntunar www.endurmenntun.is. Námskeið um meðvirkni Fjöl- skylduráðgjöf Stefáns Jóhanns- sonar heldur námskeið um með- virkni dagana 31. október og 1. nóvember í kórkjallara Hallgríms- kirkju. Á föstudag er námskeiðið kl. 20–22 og laugardaginn kl. 9.30– 16. Á námskeiðinu verður m.a. kennt hvernig stjórna á eigin til- finningum og að við erum það sem við finnum en ekki endilega það sem við höldum. Námskeiðsgjald er kr. 9.000, inni- falið er vinnublöð, námskeiðs- mappa og kaffi. Skráning og nán- ari upplýsingar hjá Fjölskylduráðgjöf Stefáns Jó- hannssonar. Á NÆSTUNNI SJÚKRAÞJÁLFARANUM ehf., Strandgötu 75 í Hafnarfirði, barst nýlega peningagjöf að upphæð kr. 100.000 frá Alexander Viðari Páls- syni til tækjakaupa fyrir barna- þjálfunina á staðnum. Alexander Viðar er 8 ára og eitt fjölmargra barna sem hefur verið í reglulegri sjúkraþjálfun í Sjúkraþjálfaranum. Um 15 ár eru síðan barna- sjúkraþjálfun hófst hjá fyrirtæk- inu og í dag er hún stór hluti af starfseminni, segir í fréttatilkynn- ingu. Alexander með Björgu, sjúkraþjálfara sínum. Gaf fé til tækjakaupa Brauðréttir Jóa Fel í 31 þúsund eintökum Snæbjörn Arngrímsson bókaútgef- andi sagði í Morgunblaðinu á fimmtu- dag að nýjasta bókin um Harry Pott- er yrði í fyrstu prentun gefin út í 15 þúsund eintökum og að hann vissi ekki til þess að jafnmikið magn hefði áður verið prentað af annarri bók hér á landi, fyrir utan símaskrána. Vegna þessara orða vill Sigurður Reynalds- son hjá Hagkaupum taka fram að Hagkaup hafi látið prenta bókina Brauðréttir Jóa Fel í 31.000 eintökum og bókina um Sollu í 20.000 eintökum. Heimir var annar stofnenda Iceland Review Vegna fréttar um ferðafrömuð árs- ins sem birtist í Morgunblaðinu sl. fimmtudag skal tekið fram að Heimir Hannesson héraðsdómslögmaður var annar stofnenda Iceland Review árið 1963 og annar tveggja ritstjóra / út- gefanda frá upphafi fram í miðjan átt- unda áratuginn. Leiðréttur tími á masterklassa Missagt var í blaðinu í gær að masterklassi Lydiu Frumkin í Saln- um stæði milli kl. 14 og 18 í dag. Hið rétta er, að námskeiðið í dag stendur frá kl. 12.30 til 16.30. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. Ranglega titlaður formaður Í frétt um Heimildarmyndahátíð Gagnauga og Fróða, félags sagn- fræðinema sem birtist í blaðinu 21. október var Stefán Þorgrímsson titl- aður formaður Fróða en formaðurinn heitir Karl Jóhann Garðarsson. Þá var slóð Gagnauga sögð vera www.gagnauga.is en rétta slóðin er www.gagnauga.net. LEIÐRÉTT FRÁ ársbyrjun 2001 hefur Orku- veita Reykjavíkur veitt styrki til meistaranáms við verkfræðideild Háskóla Íslands. Sigurgeir Björn Geirsson er sjötti nemandinn sem lýkur meistaranámi frá verk- fræðideild Háskóla Íslands með styrk frá Orkuveitu Reykjavíkur. Verkefni Sigurgeirs nefnist út- tekt, endurnýjun og nýhönnun stýrikerfa fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. OR styrkir framhalds- nám í verkfræði við HÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.