Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ • Baðinnréttingar • Eldhúsinnréttingar • Fataskápar • Innihurðir I n n r é t t i n g a r Borgartúni 28 • Sími 562 5000 • www.bjorninn.is 10 ÁRA fangelsisrefsing liggur við ránum, en heimilt er að dæma sakborning í 16 ára fangelsi ef sérstök hætta er samfara ráninu samkvæmt al- mennum hegningarlögum. Meðalrefsing fyrir ránsbrot undanfarna áratugi hefur verið tveggja og hálfs árs fangelsi og hefur Hæstiréttur kveðið upp 26 refsiákvarðanir vegna slíkra brota á tíma- bilinu 1951 til 2000. Meðalaldur brotamanna er 22 ár. Sé tekið mið af refsingum þar sem dæmt er fyrir rán og alvarlegri brot jafnhliða s.s. mann- dráp og nauðganir er meðalfangelsisrefsing 4 ár og 7 mánuðir og hefur Hæstiréttur alls dæmt 31 mann til refsingar að þessu meðtöldu. Kemur þetta fram í rannsóknarritinu Ákvörðun refsingar eftir Sigurð Tómas Magnússon héraðsdómara og Hildigunni Ólafsdóttur afbrotafræðing. Skeljungsránið er eitt allra mesta rán sem framið hefur verið hérlendis ef tekið er mið af ágóðanum sem var 5,2 milljónir á verðlagi ársins 1995. Þar af voru 3 milljónir í peningum. Í rann- sókn Sigurðar og Hildigunnar er vakin athygli á því hversu lítinn ávinning brotamenn hafa að jafnaði haft af ránum undanfarna áratugi en ráns- fengurinn hefur í 73% tilvika verið undir 100 þús- und krónum á tímabilinu 1951 til 2000. Stór rán árið 1995 Nokkur stór rán skera sig úr á síðari árum. Ár- ið 1995 kvað rammt að alvarlegum ránum, því auk Skeljungsránsins í lok febrúar var framið rán í útibúi Búnaðarbankans við Vesturgötu 17. des- ember. Þar rændu tveir menn vopnaðir hagla- byssu 1,5 milljónum króna og hafa enn ekki náðst. 14. apríl var 6,5 milljónum króna rænt af starfs- manni 10–11 búðanna í Glæsibæ. Þrír menn ját- uðu verknaðinn fyrir dómi. 17. febrúar 1984 var 1,8 milljónum króna rænt af starfsmönnum ÁTVR í vopnuðu ráni þar sem haglabyssu var beitt. Ræningjarnir hlutu tveggja og hálfs árs og fimm ára fangelsi. 30. janúar 1987 rændu þrír grímuklæddir menn hundruðum þúsunda króna með því að ráðast á verslunarstjóra Stórmarkaðarins í Kópavogi og komust undan. 9. febrúar 1984 var 364 þúsund krónum stolið úr Iðnaðarbankanum í Drafnarfelli og er þjóf- urinn ófundinn. 25. apríl árið 1990 myrtu tveir menn starfs- mann bensínstöðvar við Stóragerði og rændu 300 þúsund krónum. Hlutu þeir 18 og 20 ára fangelsi. Rammt kveðið að ránum á árinu Rammt hefur kveðið að bankaránum á þessu ári en fimm sinnum hefur fjármunum verið stolið úr banka, þar af fjórum sinnum í vopnuðum rán- um og einu sinni í gripdeild. 19 ára piltur hefur hlotið eins árs fangelsi fyrir tvö ránanna, þ.e. í Sparisjóði Hafnarfjarðar 1. apríl þar sem 1,7 milljónum króna var stolið og Landsbankaútibúi í Grindavík 5. júní þar sem 914 þúsund krónum var stolið. Síðast var framið rán í útibúi Landsbank- ans við Lóuhóla 18. september. Ræningjans er leitað. Allt að 16 ára fangelsi ef sérstök hætta fylgir ráni RANNVEIG Gunnarsdóttir, for- stjóri Lyfjastofnunar, segir að ekki sé heimilt að versla með lyf í gegnum Netið á Íslandi og það gildi einnig um lausasölulyf þar sem ekki þarf að framvísa lyfseðli. Greint var frá því í Morgun- blaðinu í gær að danskt fyrirtæki, Euromedicin, ætli að selja lyf á allt 30% lægra verði með því leita ávallt að ódýrasta lyfinu í Evrópu og senda þaðan síðan neytandan- um. Þá segir Rannveig að ekki sé ljóst hvernig tryggingaryfirvöld gætu komið að greiðsluþátttöku við slíka verslunarhætti. „Raunar er það þannig að ef menn hafa í höndunum íslenskan lyfseðil eiga þeir að geta fengið hann útleystan í apótekum á Evrópska efnhags- svæðinu, svo fremi sem viðkom- andi lyf sé til. En það hefur verið hugsað þannig að menn séu þá að leysa lyfin út í eigin persónu er- lendis.“ Rannveig segir því erfitt að taka afstöðu til slíkar hugsan- legrar nýrrar verslunar með lyf þegar ekki liggi fyrir hver út- færslan er. Flókið umhverfi Þetta sé flókið umhverfi og ákveðnar reglur gildi um innflutn- ing lyfja og lyf sem hér séu seld hafi markaðsleyfi og hafi þá upp- fyllt ákveðin skilyrði og þar á meðal að íslenskur fylgiseðill sé með lyfinu. Rannveig tekur fram að þótt apótek hér á landi séu með heima- síður sé þeim ekki heimilað að selja lyf á þeim. „Markaðurinn er stöðugt að skoða nýjar leiðir en síðan er auðvitað spurning hvað löggjafinn gerir. Við hér á Lyfja- stofnum gerum auðvitað ekki annað en tryggja að farið sé eftir þeim lögum og reglum sem gilda.“ Ekki er heimilt að kaupa lyf gegnum Netið KVENRÉTTINDAFÉLAGI Íslands var í gær veitt árleg jafnréttisvið- urkenning Jafnréttisráðs. Formaður Kvenréttinafélagsins, Þorbjörg Inga Jónsdóttir, tók við viðurkenningunni úr hendi Árna Magnússonar félagsmálaráðherra við athöfn í Ráðherrabústaðnum. Fanný Gunn- arsdóttir, formaður Jafnréttisráðs, sagði við þetta tækifæri að Kven- réttindafélagið hafi í hartnær hundrað ár barist fyrir réttindum kvenna. Fimm fyrrverandi formenn Kvenréttindafélagsins voru við- staddir afhendinguna en þeir eru Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, Hólm- fríður Sveinsdóttir, Inga Jóna Þórðardóttir, Bryndís Hlöðversdóttir og Sigríður Lillý Baldursdóttir. Morgunblaðið/Jim Smart Kvenréttindafélagið fær jafnréttisviðurkenningu KALDBAKUR hefur keypt 4,4% hlut í Íslandsbanka. Um framvirkan samning er að ræða sem gerður var hinn 14. októ- ber sl. en fyrst var tilkynnt um samninginn í Kauphöll Íslands í gær. Framvirki samningurinn er með gjalddaga hinn 28. októ- ber nk. Nafnverð hlutarins er 440 milljónir króna og var hann keyptur á genginu 5,95. Kaup- verðið er því 2.618 milljónir króna. Eftir þessi kaup er umrædd- ur eignarhluti í Íslandsbanka önnur stærsta eign Kaldbaks næst á eftir þriðjungshlut í Tryggingamiðstöðinni hf. Frekari kaup ekki útilokuð Eiríkur S. Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Kaldbaks, segir að Íslandsbanki sé vel rekinn banki og þeir sem að Kaldbaki standi telji að staða bankans sé mjög góð. Væntingar til banka- starfseminnar séu miklar og því sé félagið ánægt með fjár- festinguna. Hann segir að Ís- landsbanki sé sá banki hér á landi sem sé í hvað dreifðastri eign, en það sé nokkuð sem Kaldbaki líki, því það gefi tæki- færi. Annað sem Eiríkur segir að geri Íslandsbanka áhugaverð- an sé að Kaldbakur þekki hann, þar sem félagið hafi átt hluta- bréf í bankanum áður, en félag- ið seldi hlut sinn í bankanum á síðasta ári. Eiríkur segir ekki útilokað að Kaldbakur muni fjáresta frekar í Íslandsbanka á næstunni. Kaupir 4,4% í Íslands- banka Kaldbakur ÞING Bandalags starfsmanna ríkis og bæja samþykkti að beina því til aðildarfélaga BSRB að þau beittu sér fyrir því að lágmarkslaun á samningstíma næstu kjarasamninga yrðu ekki lægri en 150 þúsund kr. á mánuði. Þinginu lauk í gær en þar var fjöldi álykt- ana samþykktur. Þingið mót- mælti m.a. harð- lega þeim áform- um ríkisstjórn- arinnar að skerða vaxtabætur vegna húsnæðis- kaupa með því að lækka skerðing- arákvæði eftirstöðva lána úr 7% í 5,5%. Þá mótmælti þingið harðlega þeim áformum ríkisstjórnarinnar að skerða atvinnuleysisbætur með því að fella burt bótarétt fyrstu þrjá dagana sem einstaklingur er at- vinnulaus. Ennfremur samþykkti þingið ályktun þess efnis að mikilvægt væri að lög verði sett um erlendar starfs- mannaleigur. „Með lögunum þarf að tryggja að erlendir starfsmenn sem koma á vegum starfsmannaleiga til starfa á Íslandi njóti sömu réttinda og kjara og Íslendingar á vinnu- markaði,“ segir í ályktun þings BSRB. Ögmundur endurkjörinn Ögmundur Jónasson var endur- kjörinn formaður BSRB. Sjöfn Ing- ólfsdóttir er 1. varaformaður og Jens Andrésson 2. varaformaður. BSRB vill 150 þúsund í mánaðarlaun Ögmundur Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.