Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 52
ÍÞRÓTTIR 52 LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓTT ekki gangi sem best hjá danska handknattleiksliðinu Århus GF, sem þeir Róbert Gunnarsson og Þorvarður Tjörvi Ólafsson leika með, þá hefur Róbert leik- ið vel fyrir liðið. Nú þegar sex umferðir eru að baki í dönsku úrvalsdeildinni er Róbert marka- hæstur leikmaður deildarinnar, hefur skorað 41 mark, eða rétt tæp- lega sjö mörk að jafnaði í leik. Næsti maður er með 33 mörk. Frammistaða Róberts með Århus GF í vetur er í beinu framhaldi af góðum leik hans fyrir liðið á síðustu leiktíð sem endaði með því að forsvars- menn Århus GF gerði þriggja ára samning við hann. Erik Veje Rassmusen, þjálfari Århus GF, mun vera mjög ánægður með framgöngu Róberts í það sem af er leiktíð- inni. Telur Rassmusen að félagið geti ekki haldið Róberti nema fram á vor þrátt fyrir þriggja ára samn- ing því hann hafi þegar vakið at- hygli félaga í þýsku 1. deildinni og ekki þurfi að koma á óvart ef hann leiki hinum megin við dönsku landamærin á næstu leiktíð. Róbert Gunnarsson er markahæstur í Danmörku Róbert  RAGNA Ingólfsdóttir og Sara Jónsdóttir, badmintonkonur, fögn- uðu sigri í 1. umferð í einliðaleik á alþjóðlegu stigamóti í Flórída. Ragna lagði Valerie St. Jacques frá Kanada, 2:1 (8:11, 11:6, 11:2) og Sara vann Lysu Guillemette frá Kanada 2:0 (11:6, 11:2). Í tvíliðaleik sátu þær Ragna og Sara hjá og komust beint í átta manna úrslit.  ENSKA blaðið The Independent sagði frá því í gær að Chelsea væri tilbúið að selja sóknarleikmanninn Jimmy Floyd Hasselbaink þegar opnað verður á sölu og kaup á leik- mönnum í janúar. Þá segir The Sun að Chelsea sé á höttunum eftir nýj- um markverði í herbúðir sínar og er Sebastian Frey, markvörður ítalska liðsins Parma, nefndur til sögunnar.  JODY Morris, 24 ára, miðjuleik- maður hjá Leeds, hefur verið gefið frí frá liðinu í tíu daga. Hann hefur tvisvar á stuttum tíma verið hand- tekinn vegna kæru frá tveimur stúlkum vegna kynferðisbrota. Morris mun því ekki leika með Leeds deildarleiki gegn Liverpool og Arsenal og í deildarbikarleik gegn Manchester United.  TROND Sollied, þjálfari belgíska meistaraliðsins Club Brugge, segir við Verdens Gang að hann hafi upp- lifað stærstu stund sína sem þjálf- ari á miðvikudag er lið hans lagði ríkjandi Evrópumeistara AC Milan, 1:0, á heimavelli Milan, San Síró.  ÞETTA er ekki í fyrsta sinn sem Sollied upplifir slíkt því hann var aðstoðarþjálfari norska liðsins Ros- enborg sem lagði Milan á útivelli í Meistaradeildinni árið 1996.  PER Ravn Omdal sem hefur ver- ið forseti norska knattspyrnusam- bandsins undanfarin 12 ár hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér á ný í starfið. Omdal er einnig í fram- kvæmdastjórn knattspyrnusam- bands Evrópu, UEFA, og hefur hann hug á því að bjóða sig fram á ný á þeim vettfangi.  VEGNA hins umfangsmikla lyfjamisnotkunarmáls sem m.a. er til rannsóknar í Bandaríkjunum hefur gríska frjálsíþróttasamband- ið ákveðið að öll sýni sem tekin voru af frjálsíþróttamönnum þar í landi á mótum á þessu ári verið rannsökuð á nýjan leik með það fyrir augum að leita að leifum af hinum nýja THG-steralyfi.  WAYNE Rooney, leikmaður Everton, vill fara að skora aftur mörk eftir markaþurrð í undan- förnum leikjum. Jafnframt viður- kennir hann að hann hafi ekki átt gott tímabil það sem af er. David Moyes, framkvæmdastjóri Ever- ton, hefur gagnrýnt Rooney fyrir að hafa ekki verið í toppleikformi og hefur áhyggjur af þeim lífstíl sem Rooney hefur tileinkað sér. FÓLK Þegar landsliðið kemur samaneftir langt hlé fer að sjálfsögðu einhver tími í að rifja upp eitt og annað, en engu að síður erum við með ákveðinn grunn sem allir leikmenn hafa,“ sagði Guð- mundur er Morgunblaðið spjallaði við hann í vikunni. „Þó er óhjákvæmilegt að ákveð- inn tími fari í upprifjun því nú koma inn í landsliðið nýir leikmenn og einnig menn sem ekki hafa verið í því um nokkurn tíma. Þeirra á með- al er Ragnar [Óskarsson] og Snorri Steinn [Guðjónsson] sem leikur hugsanlega stærra hlutverk en áð- ur. Annað atriði sem ég ætla að leggja aukna áherslu á eru gæði sóknarleiksins, til dæmis að auka sendingarhraðann og dýpka skiln- ing á leikaðferðunum og þróa betur ýmsar útfærslur á þeim. Núverandi leikaðferðir bjóða upp á ýmsa möguleika sem við höfum ef til vill ekki nýtt okkur sem skyldi. Því er rétt að fara að vinna í þeim atriðum strax. Einnig þurfum við að halda áfram að æfa sóknarleik gegn 5/1 eða 3/2/1 vörn eins og Pólverjar leika mest. Þá er ég með hugmyndir um að breyta aðeins áherslum í hraðaupp- hlaupum. Til þessa hafa tveir leik- menn séð um að „bera“ upp boltann í hraðaupphlaupum. Að sjálfsögðu verður því haldið áfram að ein- hverju leyti en um leið vil ég æfa aðra aðferð þar sem þrír leikmenn eiga þess að fara upp með boltann. Þessi breyting helgast af því að ég hef væntanlega úr fleiri kostum að velja við uppstillingu á liðinu í vörn- inni, en áður. Nú er Jaliesky Garcia til dæmis kominn inn í liðið og get- ur vel leyst miðjuhlutverkið í vörn- inni þar sem mest hefur mætt á Rúnari síðustu ár. Garcia er allt önnur týpa en Rúnar og hentar til dæmis ekki til að leysa inn á línuna í sókninni eins og Rúnar getur gert. Við því verður að bregðast. Þannig að það er ljóst við eigum mikið verk fyrir höndum í næstu viku,“ segir Guðmundur og nefnir ennfremur að landsliðið verði einn- ig að nýta betur þá stöðu sem alltaf kemur upp í leikjum, þegar það verður einum leikmanni fleira „Þá stöðu verðum við að nýta betur en gert hefur verið og því ætla ég að leggja sérstaka áherslu á það atriði í æfingabúðunum sem framundan eru, æfa fleiri leikaðferðir gegn fimm manna vörn. Staðreyndin er einfaldlega sú að ef við ætlum að vera áfram í hópi bestu landsliða heims er nauðsyn- legt að varnar- og sóknarleikur okkar sé í sífelldri þróun. Ég get nefnt fleiri atriði í þessu samhengi s.s. hröðu miðjuna, hvenær á að nýta hana og hvenær ekki. Við sæt- um færis að taka hraða miðju. Það er útilokað að byrja alltaf á hraðri miðju, við reyndum það á World Cup í Svíþjóð í fyrrahaust og feng- um að súpa seyðið af því en drógum um leið ákveðinn lærdóm af því og vorum betur undir það búnir hve- nær væri rétt að taka hana og hve- nær ekki. Áfram verður unnið í þessu atriði og fleiri afbrigði æfð.“ Þá segist Guðmundur ætla að reyna aðra útfærslu á 6/0 vörninni gegn Pólverjum sem hefur verið aðalvörn íslenska landsliðsins síðan hann tók við þjálfun þess. Koma næst saman í byrjun janúar Að lokinni þessari törn sem framundan er þá kemur landsliðið ekki saman á ný fyrr en 2. janúar og þá hefst þriggja vikna undirbún- ingstímabil áður en flautað verður til leiks á Evrópumótinu í Slóveníu 22. janúar. „Það sem eftir lifir árs- ins gefast ekki fleiri tækifæri til æf- inga hjá landsliðinu. Í millitíðinni fer ég yfir það sem kom fram í leikj- unum við Pólverja og á æfingum okkar, sendi mönnum efni, verð í sambandi við þá og þjálfara þeirra. Um leið bý ég mig undir þau skref sem tekin verða fyrir EM þannig að vinna okkar í janúar verði markviss og skili bestum árangri. “ Guðmundur segir að næsta vika verði landsliðinu afar mikilvæg vegna þeirra aðstæðna sem að framan er getið, það kemur ekki saman á ný fyrr en í janúar. „Við verðum að nýta tímann eins vel og kostur er, meðal annars með því að leyfa sem flestum leikmönnum að spreyta sig þótt það leiði ef til vill til þess að við vinnum ekki alla leik- ina. Við verðum að vita hvað hentar okkur, hvað þarf að bæta og hvað er í lagi. Í leikjunum við Pólverja fáum við meðal annars svör við þessum spurningum.“ Guðmundur segir að undirbún- ingur landsliðsins fyrir EM verði með svipuðu sniði og fyrir tvö síð- ustu stórmót, EM í Svíþjóð og HM í Portúgal. Eingöngu verði leiknir æfingaleiki við sterkar handknatt- leiksþjóðir eins og áður. „Það er eina vitið því eingöngu með því að leika við sterkar þjóðir sjáum við hvar veikleikar okkar og kostir liggja,“ segir Guðmundur. „Það eina sem verður frábrugðið nú frá undirbúningi síðustu tveggja móta er að nú fáum við heila viku til æf- inga áður en kemur að fyrstu æf- ingaleikjunum í janúar. Ég tel það vera ákveðinn kost að fá þessa viku til undirbúnings áður það fer að reyna á liðið í leikjum. Á þessari viku gefst tækifæri á fara yfir þætti í leiknum sem verða kannski ekki í lagi í leikjunum við Pólverja. Eins verður hægt að „keyra“ upp snerpu hjá mönnum ef upp á hana vantar.“ Lentum í vandræðum með varnarleikinn á HM Fór eitthvað miður á síðasta heimsmeistaramóti sem þú hefur ennþá áhyggjur af nú þegar und- Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, segir Leikur okkar verður að vera í sífelldri þróun        D! ! ! ! 7= :  ) #4 # >!  '' )'A    :   ) >!  '' )'+)' 4    - !&  .GH  3 &  .3+)!I 3=%D   >!  ''  5   "?" 4$3 "         J<" +&    4 7=  >!  '' 4     J '= := 4  '' F  !  ! )  !  ! 8: ''= :=4  ''  !  7= ! = & -  ' &+      ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik kemur saman til æf- inga á mánudaginn. Þá verða tekin fyrstu skrefin í undirbún- ingi þess fyrir Evrópumeist- aramótið í Slóveníu sem fram fer í lok janúar. Auk níu æfinga á einni viku leikur það þrjá vin- áttulandsleiki hér heima við Pólverja á föstudag, laugardag og sunnudag. Landsliðið, undir stjórn Guðmundar Þ. Guð- mundssonar landsliðsþjálfara, kom síðast saman í byrjun júní og lék þá m.a. fimm landsleiki. Guðmundur segir að nú þegar undirbúningur fyrir EM í Slóven- íu er að hefjast sé að mörgu að hyggja og eins og vant er verður mikið að gera á skömmum tíma því landsliðið kemur ekki saman til æfinga á nýjan leik fyrr en í upphafi næsta árs. Guðmundur Þ. Guðmunds- son, landsliðsþjálfari í hand- knattleik, hefur í mörgu að snúast á næstunni. Fram- undan eru tvö stór verkefni – Evrópukeppni landsliða í Slóveníu og Ólympíuleikarn- ir í Aþenu. Eftir Ívar Benediktsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.