Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 21 Opnunartími virka daga frá kl. 14-18, helgar frá kl. 11-18 Stendur til 2. nóv. Upplýsingasími 511 2226 í Perlunni BANJO barnafatnaður, NÝTT MERKI - toppvara BANJO catmandoo OKKAR TAKMARK: Verð 50-80% undir fullu verði. Verðdæmi: Okkar verð: Fullt verð: Banjo ungbarnagallar ............................. kr. 1.990 ............... kr. 3.990 Banjo fóðraðar buxur barna frá .................. kr. 800 Barnasokkar .............................................. kr. 100 ................. kr. 300 Exit T-bolir ................................................ kr. 500 ............... kr. 1.990 ONLY hlaupabuxur .................................. kr. 1.500 ............... kr. 4.900 CATMANDOO barnaúlpur ......................... kr. 2.500 ............... kr. 5.900 ADIDAS fótboltaskór kvenna .................... kr. 9.450 ............. kr. 18.900 ADIDAS gallar fullorðins .......................... kr. 4.950 ............... kr. 9.990 Bakpokar dömu með GSM-hólfi ............... kr. 1.900 ............... kr. 4.900 PUMA stuttbuxur ....................................... kr. 990 ............... kr. 2.790 SPEEDO sundbolir og bikini kr. ........... 1.000-1.500 ..... kr. 2.900-4.900 Keflavík | Myndlistarmaðurinn Kristinn Páls- son opnar sýningu sína í Listasafni Keflavíkur í dag, og var í óða önn að setja upp sýninguna þeg- ar Morgunblaðið kíkti í heimsókn í gær. Sýn- ingin mun vera opin almenningi til 7. desember. Sýningin samanstendur af þremur mismun- andi hlutum, sem eiga þó ýmislegt sameiginlegt þegar betur er að gáð, segir Kristinn. Á sýning- unni er Kraftaverkamálverkaserían, sem sam- anstendur af þremur stórum málverkum ásamt skúlptúrum og hljóðverki sem hljómar undir á sýningunni. Hugmyndin að því að setja þessa sýningu upp í Keflavík kom þegar Kristinn sá nýja listasafnið í Duushúsi í fyrsta skipti. „Hér sá ég fyrir mér að þessi þrjú málverk fengju nægilegt rými og sá að kannski væri loksins kominn grundvöllur fyrir því að sýna þessi verk.“ Kristinn segir að sig hafi langað til að sýna þau fyrst í Keflavík, og Lista- safnið hafi gefið tækifærið til þess. „Ég er fædd- ur og uppalinn hérna í Keflavík, og kveikjan að hugmyndaferlinu voru minningar héðan úr Keflavík. Þetta kemur skemmtilega heim og saman að sýna þetta fyrst hér.“ „Kraftaverkablossi“ „Það sem ég fór af stað með er að sýna þessa seríu, Kraftaverkamálverkaseríuna, sem ég gerði úti í London þegar ég var að klára námið þar,“ segir Kristinn. Kraftaverkin eru honum hugleikin og segir hann kraftaverkablossann endurspeglast í málverkunum. „Í kraftaverkum er alltaf talað um uppljómun og blossa, krafta- verkablossa, og þetta tengi ég flassljósinu á myndavélinni, það er eiginlega kraftaverkablossi okkar tíma. Það er sköpun í sjálfu sér að taka mynd.“ Verkið Hellirinn er einskonar tjald gert úr striga sem hægt er að ganga inn í. Innst í hell- inum er spegill, einskonar skuggsjá djúpt í jörð- inni, yfirskyggður með svörtu og endurvarpar því ekki birtunni sem má sjá í öðrum verkum. „Það er ekkert sem segir að málverk þurfi að vera tvívítt,“ segir Kristinn. Hann segist líta á Hellinn sem þrívítt málverk sem hægt er að ganga inn í. „Hellirinn er náttúrulega myrkrið í sálinni og þetta frumstæða.“ Málverkin, hellirinn og skúlptúrarnir eru svo tengd með hljóðverki sem hljómar undir sýn- ingunni. Kristinn lýsir hljóðverkinu sem tveim sítónum, djúpum bassatóni og hærri tóni, sem hann segist upplifa eins og myrkur og birtu „Það er svo einskonar vísun í þetta andlega í undirvit- undinni.“ Kristinn útskrifaðist frá MHÍ 1994 og frá The Slade School of Fine Art í London 1998. Hann á að baki níu einkasýningar og fjölda samsýninga auk þátttöku í ýmsum samvinnuverkefnum. Myndlistarmaðurinn Kristinn Pálsson opnar sýningu á verkum sínum Málverkin fengu loksins nægilegt rými hér á safninu Kristinn: Ég lít á Hellinn sem þrívítt málverk en ekki skúlptúr enda í raun bara samspil striga og áferðar. Það er ekkert sem segir að málverk þurfi endilega að vera tvívítt en ekki þrívítt. Morgunblaðið/Brjánn Jónasson Grindavík | Krakkarnir í félagsmiðstöðinni Þrumunni kepptu í undankeppni fyrir hönn- unarkeppni félagsmiðstöðvanna, Stíl, í Grunnskóla Grindavíkur á dögunum. Þemað í keppninni var eldur, og mátti sjá mörg til- brigði við logana í verkum krakkanna. Í sigurhópnum voru þær Hrönn Árnadóttir, Gréta Halldórsdóttir og Elínborg Ingv- arsdóttir, sem var módel. Kjóllinn þeirra var í tvennu lagi. Efri hlutinn úr gifsi og á því lauf- blöð en neðri hlutinn úr gömlu laki sem þær klipptu eins og eldsloga. Nú liggur leið stelpn- anna í lokakeppnina um miðjan nóvember. „Krakkarnir lögðu mikið á sig, bæði aðstoð- armennirnir og svo hóparnir sex. Þetta var allt mjög frambærilegt og ljóst að krakkarnir lögðu mikla vinnu á sig,“ sagði Ágústa Gísla- dóttir, forstöðumaður Þrumunnar. Morgunblaðið/Garðar Flöktu: Logarnir í kjólnum virtust flökta þeg- ar módelið gekk fram og til baka um sviðið. Sigurkjóllinn úr gifsi og gömlu laki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.