Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Auðvitað, þú veist það nú að það má alveg selja björgina frá fólkinu. Ráðstefna um atburðarými Verðandi rými eða dautt rými NÝLISTASAFNIÐog bókaröðin At-vik hjá Reykjavík- urakademíunni standa í dag fyrir ráðstefnu um at- burðarými. Ráðstefnan hefst klukkan níu og er haldin í ráðstefnusal í húsi Orkuveitunnar. Þátttak- endur eru arkitektar, myndlistarfólk, listfræð- ingar og heimspekingar, fimm íslenskir og sex er- lendir. Auk fyrirlestra verða gjörningar framdir á staðnum. Geir Svansson sér um ráðstefnuna. – Hvað er atburða- rými? „Atburðarými er hugtak sem ýmsir hafa notað, bæði í heimspeki og arki- tektúr, til að undirstrika að rými eigi hvorki né geti verið hlutlaust og óvirkt. Þetta þýðir að list sem sett er upp í rýminu hefur áhrif á rýmið og rýmið hefur áhrif á listaverkið. Um þetta snýst ráð- stefnan. Þar eru margir ólíkir fyr- irlesarar sem fjalla um rýmið; rýmið og líkamann, rýmið og lista- verkið og hvernig þetta verkar allt saman. Svo verður þetta líka hagnýtt, því þarna eru arkitektar sem tala um það hvernig það er að vinna með rými sýningarsalarins, hvenær rými passar og hvers vegna. Umræðan miðast mikið við listrýmið, sýningarsalinn, og hug- myndafræðina á bak við hann og samspilið við arkitektúrinn. Rými er ekki bara það sem er í kringum okkur heldur er það líka huglægt, afstætt rými og hugar- ástand og það verður til dæmis fjallað um rými og ábyrgð, ábyrgð listamannsins og ábyrgð áhorf- andans. Ráðstefnan hefur líka hagnýtt gildi eins og fyrir Nýlistasafnið sem er að þróa sitt rými og Reykjavíkurakademíuna sem er með óhefðbundið sýningarrými í höfuðstöðvum sínum. Þetta er líka hagnýtt fyrir Orkuveituna sem er með sýningarsal og er að fóta sig, reyna að finna einhverja hug- myndafræði fyrir salinn. Þetta er sem sagt mjög hagnýt umræða fyrir þá sem standa að söfnum og eru með sýningarrými. Það verður líka fjallað um póli- tísku víddina í rými, þarna verða til dæmis þrjár konur frá London sem taka feminískt sjónarhorn á rými.“ – Yfirskrift ráðstefnunnar er Verðandi rými – hugmyndafræði, sköpun og ívera í manngerðu um- hverfi. Hvað er verðandi rými? „Það er nokkuð augljóst um það bil hvað það merkir; það er rými sem er ekki orðið, er ekki, heldur er sífellt verðandi. Sennilega þarf það alltaf að vera verðandi ef það á að vera lifandi rými. Það er í rauninni alltaf í mótun og má ekki staðna. Í gegnum árin hafa listamenn hafnað hinu hefðbundna sýning- arrými. Þeir hafa brotist út úr hvíta teningnum, sýningarsölun- um, með alls konar úti- list og sýningum í óhefðbundnu rými. En hefðbundna sýningar- rýmið heldur samt velli og hefur sinn tilgang. Þessar rýmispælingar tengjast myndlist mjög sterkt, því það er engin list og ekkert líf nema rými sé til staðar. Rými sem er sífellt verðandi er nauðsynlegt fyrir framsækna list og fyrir framsækið sýningarrými er þessi stöðuga verðandi nauð- synleg. Hugtakið er reyndar vís- un í ákveðna heimspeki, póst- strúktúralíska heimspeki.“ – Hvað með íslenskt sýning- arrými, hvernig er það? „Ég er nú ekki sérfræðingur í því, en ég held að það eigi að vera sífellt til endurskoðunar og það er það í rauninni. Hér í Nýlistasafn- inu eru til dæmis heilmiklar um- ræður og jafnvel pínulítil átök um rými og fyrir hvað það eigi að standa. Ráðstefnan mun hjálpa okkur að pæla í hugmyndafræði okkar rýmis. Ég held að við séum svona þokkalega vel sett hér á landi. Það er mikil gerjun og listamenn eru óhræddir við að búa sér til rými. Ungir listamenn eru óhræddir við að setja upp sýningar í óhefð- bundnu rými hvar sem er. Ég held það sé heilmikil gróska og gerjun og hér sé mikið af rými sem sé verðandi. Menn gagnrýna stundum þessi hefðbundnu listasöfn og ég held að það sé bæði gott og nauðsyn- legt að slík gagnrýni heyrist. En hins vegar held ég að það sé slæmt þegar menn halda að það séu einhverjar endanlegar lausnir á því hvernig listrými á að vera.“ – Eru hefðbundin listasöfn þá ekki verðandi rými? „Ég held að öll svona listasöfn geti staðnað og orðið dauð rými, en ég er alls ekki að segja að þau séu það. Ég held það sé heilmikil hreyfing á flestum stöðum á Íslandi. Það er heilmikið mjög vel gert hérna, en gagn- rýnin þarf alltaf að vera til staðar. Umræðan má ekki staðna, því hún snertir svo margt og er bæði heimspeki- leg, félagsleg og pólitísk, þó að á ráðstefnunni nú sé sjónum beint að sýningarrýminu. Og einmitt til að viðhalda umræðunni mun bókaröðin Atvik, sem hefur það hlutverk að koma á framfæri nýrri umræðu um menningu og listir, gefa fyrirlestra ráðstefn- unnar út á Atviksbók næsta vor.“ Geir Svansson  Geir Svansson fæddist í Reykjavík 6. maí 1957. Að loknu grunnskólanámi í Breiðagerð- isskóla og Réttarholtsskóla stundaði hann nám við Menntaskólann við Hamrahlíð. Næst lá leiðin í Háskóla Íslands þaðan sem hann lauk gráðu í ensku og bókmenntum. Hann lagði einnig stund á nám í Bandaríkjunum, í San Jose State University, um eins árs skeið. Geir er framkvæmdastjóri Ný- listasafnsins. Hann er í sambúð með Irmu Erlingsdóttur, for- stöðumanni Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Há- skóla Íslands. Þau eiga tvær stúlkur, Grímu 7 ára og Svan- hildi 1 og 1⁄2 árs. Listasöfn geta orðið dauð rými leiðbeiningar fylgdu með á íslensku. Í ljós kom eftir heimsóknir í 127 fyrirtæki að í 62% tilvika voru merkingar á umbúðum á íslensku og fullnægjandi. Telur hann að þetta hafi lagast mikið undanfarin ár. Hins vegar voru aðeins í 28% til- vika öryggisleiðbeiningar á ís- lensku. Í einu umdæmi Vinnueft- irlitsins fylgdu engar leiðbeiningar varasömum efnum í neinu fyrirtæki. Sagði hann þessar leiðbeiningar mjög mikilvægar fyrir starfsmenn og stjórnendur fyrirtækja. Aðild að ráðgjafarnefnd Árni Magnússon, félagsmálaráð- herra og æðsti yfirmaður vinnu- verndar á Íslandi, sagði við þetta tækifæri að ráðgjafarnefnd Evrópu- sambandsins væri helsta upp- spretta vinnuverndarreglna innan ESB og þar eigi aðildarríkin og að- ilar vinnumarkaðarins fulltrúa. „EKKERT dauðaslys var við vinnu á árinu 2002,“ sagði Eyjólfur Sæ- mundsson, forstjóri Vinnueftirlits- ins, á ársfundi stofnunarinnar. Það hafi ekki gerst frá því að Vinnueft- irlitið hóf starfsemi sína árið 1960. Einstakt sé að þetta hafi náðst en það sé því miður ekki sjálfgefið. Það sem af er þessu ári hafi þegar einn látið lífið í vinnuslysi. Eyjólfur tók fram að áhafnir skipa og flugvéla séu ekki taldar með í samantekt um látna í vinnu- slysum. Árið 1999 létust sjö við vinnu, fjórir árið 2000 og þrír 2001. Víðir Kristjánsson, deildarstjóri efna- og hollustuháttadeildar, greindi frá fyrstu niðurstöðum könnunar um meðferð varasamra efna á vinnustöðum. Voru merking- ar á umbúðum eins og varúðar- merki, hættusetningar og varnaðar- setningar kannaðar sérstaklega. Þá var einnig athugað hvort öryggis- „Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins hefur verið ófáanleg til að hleypa fulltrúum frá EFTA-/ EES-ríkjum inn í nefndina,“ sagði hann um leið og hann minntist þess að um næstu áramót eru tíu ár liðin frá gildistöku EES-samningsins hér á landi. „Þeir hafa hins vegar ekki látið deigan síga og ná nú árangri. Í síðasta mánuði samþykkti ráðherra- ráð ESB nýtt skipulag nefndarinn- ar. Samkvæmt því er gert ráð fyrir áheyrnaraðild fulltrúa EES-/ EFTA-ríkjanna að nefndinni. Er full ástæða til að fagna þeim ár- angri.“ Í lok ársfundarins afhenti félags- málaráðherra Slippfélaginu í Reykjavík, Hörpu-Sjöfn og Máln- ingu hf. sérstaka viðurkenningu í tilefni vinnuverndarviku Vinnueftir- litsins. Eru þessi fyrirtæki talin standa sérstaklega vel að merkingu og meðferð varasamra efna. Enginn lést hérlendis í vinnuslysi í fyrra UM 160 manns á vegum Landsbanka Íslands komu með flugvélum á Egilsstaðaflugvöll í gærmorgun og héldu í framhaldinu í kynnisferð að Kárahnjúkavirkjun. Með í för voru bankastjórn Lands- bankans, bankaráð, framkvæmda- stjórn og viðskiptavinir bankans, m.a. í verktakageiranum. Hópurinn kynnti sér framkvæmdirnar við Kárahnjúka auk þess sem haldin var ráðstefna í búðum Impregilo S.p.A., undir yfirskriftinni Ísland 2010 – Austurland 2010 þar sem skyggnst var til framtíðar. Þota sem kom með liðlega 140 manna hóp úr Reykjavík, leiguvél frá Íslandsflugi, beið á vellinum og flaug til baka með hópinn í gær- kvöld. Um 20 manna hópur kom frá Akureyri. Lands- bankamenn á virkjunar- slóðum Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Egilsstöðum. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.