Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ egar fylgst er með fréttum af ítalska verktakafyrirtækinu Impregilo, sem er að reisa Kárahnjúka- virkjun, gæti maður ályktað sem svo að fyrirtækið ætli sér að svindla sem allra mest á verka- mönnunum sem vinna við virkj- unina, það ætli sér að koma sér undan því að greiða skuldir á Ís- landi, það ætli sér að láta þá sem reisa virkjunina vinna yfir vetr- artímann illa klædda og í götóttum skóm og að það hafi ráðið lækni til starfa sem telur það hlutverk sitt að reka menn frekar en að lækna þá sem verða veikir. Umræða um fyrirtækið hefur verið af- ar neikvæð. Örfáir menn hafa reynt að halda því fram að umræðan hafi ekki verið fyllilega sanngjörn, en þeir sem hafa leyft sér að hafa aðrar skoðanir en meirihlutinn í þessu máli eru sak- aðir um að vera blindir og heyrn- arlausir. Þrátt fyrir að það sé sjálf- sagt ekki vinsælt hjá öllum ætla ég að gerast svo frakkur að taka mál- stað Imregilo í nokkrum atriðum. Félag íslenskra stórkaupmanna (FÍS) tók að sér í september að gera sérstaka könnun á því hvað Impregilo skuldaði mikið hér á landi, en fyrirtækið undirritaði samninga við Landsvirkjun í vor um að byggja Káranhjúkavirkjun fyrir 38 milljarða króna. Nið- urstaðan varð sú að samtals væru um 30 milljóna skuldir gjald- fallnar. Miðað við þá athygli sem þessi frétt um vanskil Impregilo vakti er eðlilegt að spurt sé hvort það sé virkilega svo að ekkert ís- lenskt fyrirtæki sé með meira en 30 milljónir í gjaldfallnar skuldir. Ennfremur má spyrja hvort hags- munasamtök munu senda frétta- tilkynningar til fjölmiðla í hvert sinn sem skuldug fyrirtæki ná þessu 30 milljóna króna marki? Í fjölmiðlum kom einnig fram að á vegum Impregilo væri starfandi rússneskur læknir. Sjálfsagt þótti að uppnefna þennan mann í fjöl- miðlum, en skilja mátti fréttir á þann veg að hann væri í því að senda verkamenn til síns heima sem leyfðu sér að taka veikindafrí. Jafnframt voru settar fram efa- semdir um lækniskunnáttu hans. Síðar kom fram að læknirinn, Vladimir Stavonko, á að baki mikla reynslu af læknisstörfum við erfiðar aðstæður og talar sjö tungumál. Heilbrigðisstofnun Austurlands, sem nú hefur tekið að sér að skipuleggja heilsugæslu á svæðinu, taldi sjálfsagt að nýta þjónustu þessa reynda læknis. Það er hins vegar ljóst að að- búnaður verkamanna á vinnu- svæðinu hefur alls ekki verið nægilega góður. En þarf það endi- lega að merkja að Impregilo hafi aldrei ætlað sér að búa vel að þeim sem þar vinna? Þarna er verið að byggja hratt upp vinnustað við erfiðar aðstæður. Ekki er ólíklegt að Ítalirnir hafi vanmetið að- stæður á Íslandi og eru þeir ekki fyrstu útlendingarnir sem gera það. Eins má álykta sem svo að eitthvað hafi vantað upp á skipu- lag. Lélegur skjólfatnaður varð til þess að hópur Portúgala lagði nið- ur störf fyrir skömmu. Það virtist greinilegt að mönnunum hefðu verið útvegaðir skór sem ekki dugðu á fjöllum í misjöfnum veðr- um. Portúgalarnir höfðu aug- ljóslega ýmislegt til síns máls, en er endilega hægt að álykta sem svo að Impregilo hafi alltaf ætlað sér að láta menn í götóttum skóm byggja þessa virkjun? Getur ekki einfaldlega verið að Impregilo hafi gleymt að reikna með íslenska slabbinu þegar upphaflegu skórnir voru keyptir? Verkalýðshreyfingin hefur eðli- lega haldið uppi nokkuð harðri gagnrýni á Impregilo. ASÍ virðist greinilega hafi talið sig hafa ástæðu til að óttast að fyrirtækið ætlaði sér að komast hjá því að virða gildandi kjarasamninga. Það er erfitt að átta sig á þeim deilum sem sköpuðust um kjaramálin á virkjanasvæðinu, en líklegt má telja að Impregilo hafi ætlað sér að greiða eins lág laun á svæðinu og mögulegt var. Það er kannski ekki alveg óvænt afstaða. Það vill hins vegar svo til að samningsstaða verkalýðshreyfing- arinnar er nokkuð sterk í þessu máli. Eftir nokkrar vikur falla kjarasamningar úr gildi og það er ljóst að verkalýðsforingjar ætla sér ekki að ganga frá nýjum samn- ingum við Kárahnjúka né annars staðar á landinu fyrr en búið er að leysa þennan ágreining. Það má kannski segja að það hafi verið happ að framkvæmdir við Kára- hnjúka voru að hefjast skömmu áður en samningar féllu úr gildi. Staða verkalýðshreyfingarinnar til að knýja á um umbætur í launa- málum og fleiri málum er mun sterkari fyrir vikið. Raunar náðist fyrir nokkrum dögum sam- komulag milli Impregilo og ASÍ um launamál sem forystumenn í verkalýðshreyfingunni virðast ánægðir með. Ég vil því leyfa mér að halda því fram að það séu allar forsendur fyrir því að við Kárahnjúka verði til góður vinnustaður þar sem greidd eru góð laun. Verkalýðs- hreyfingin hefur tækin til að knýja á um það og gera verður þá kröfu til eftirlitsstofnana ríkisins að þær sjái til þess að reglum sé fylgt í hvívetna. Talsvert hefur verið rætt um að erlendu verkamennirnir séu fá- tækir og Impregilo sé að reyna að notfæra sér það. Ef það er rétt að verkalýðshreyfingunni hafi tekist að knýja Impregilo til að virða gerða samninga, eins og fyr- irtækið hafði raunar alltaf lofað að gera, ættu þessir fátæku menn að fá góð laun fyrir þessa erfiðu vinnu. Eru þá ekki allir sáttir? Er það ekki jákvætt að á Íslandi skapist vinna fyrir fátæka útlenda verkamenn? Er ekkert gott við Impregilo? Miðað við þá athygli sem þessi frétt um vanskil Impregilo vakti er eðlilegt að spurt sé hvort það sé virkilega svo að ekkert íslenskt fyrirtæki sé með meira en 30 milljónir í gjaldfallnar skuldir. VIÐHORF Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ÍMYNDUM okkur mann sem kemur fram í sjónvarpi og heldur á blaði sem er hvítt og autt og hann segir við fólkið sem horfir á í beinni útsendingu: „Þetta blað er svart.“ Líklega myndum við telja þennan mann galinn. Þar að segja, að hann hefði í einhverjum skilningi misst tökin á skynjunni og hlutunum einsog þeir eru. Ímyndum okkur sama mann, við getum til dæmis kallað hann Hannes og við ímyndum okkar hann vera í viðtalsþætti í útvarpi í beinni útsendingu á tali við mann sem við getum kallað Gunnar Smára og þar segir Gunnar Smári við Hannes: „Blaðið sem þú hélst á um daginn var hvítt.“ Þá svarar þessi ímyndaði Hannes, hann gæti verið hver sem er. Hann svarar: „Þú varst semsagt að segja að þetta blað væri svart!“ Og það er alveg sama hvernig Gunnar Smári reynir að koma sannleikanum og í raun og veru raunveruleik- anum til varnar. Hannes fullyrðir að Gunnar Smári sé á þeirri skoðun að blaðið sé svart. Ekki nóg með það, Hannes endurtekur í sífellu að Gunnar Smári telji blaðið svart og það sé einmitt málstað Hannesar til sönnunar! (Við erum með ástand sem er stórlega undarlegt!) Nú kasta ég fram þeirri spurningu, skiptir þessi hegð- un Hannesar okkur máli? Skiptir það okkur máli að einhverjir menn, kannski ráðamenn, eða valdamiklir menn sem eins og það kall- ast á nútímamáli „ráða orðræðunni“ og þá kannski að einhverju leyti sannleikanum, að þeir komi ekki fram og segi hvítt blað svart og vitni síðan, máli sínu til stuðn- ings í ritstjóra út í bæ, sem einmitt sagði blaðið vera hvítt, eins og það var. Breytir þetta einhverju fyrir tilfinningu okkar fyrir veruleikanum? Höfum við þörf fyrir að verja sannleik- ann? Hvað ef okkur er alveg sama? Alveg skítsama. Sjón- varpið er hugsanlega einhvers konar sýndarveruleiki og fjölmiðlarnir líka og okkur getur verið alveg skít- sama en fjölmiðlarnir, verðum við ekki að viðurkenna það, eru endurspeglun sannleikans; veruleikans í kring- um okkur og þegar það sem við heyrum og sjáum í fjöl- miðlunum er augljós lýgi, hvað þá? Slökkvum við og lokum fyrir fjölmiðlana? Er það ekki eina leiðin fyrir okkur? Til þess að koma einhverju viti í lífið aftur? Hinn valmöguleikinnn er að „endurheimta raunveru- leikann“ með þvi að staðfesta í fjölmiðlum að Hannes hafi verið að ljúga og það verði almennt viðurkennt. En er það eitthvað sem við ráðum við? Hannes, þessi stórundarlegi maður í dæmisögunni, hegðar sér ekki ósvipað og maður að nafni Winston í margfrægu atviki í sögu Orwells: 1984. Þar heimtar pyndarinn, O’Brian, að fórnarlamb sitt, Winston játi því að 2 + 2 séu 5! Þegar Winston neitar fær hann raflost. O’Brian heimtar að hann gangist undir sannleika flokksins en Winston neitar og fær þá öflugra raflaust, að lokum gefst Winston upp og segir að 2 + 2 séu 5, en þá fær hann bara ennþá meira raflost! O’Brian verður ekki ánægður fyrr en Winston trúir því í raun og veru að 2 + 2 séu 5! Hver er samlíkingin? Hannes, þessi algjörlega ímyndaði maður, hefði aldrei farið að draga upp svart blað og halda því fram, gagn- vart öllu því fólki sem horfði á í beinni útsendingu, að blaðið væri hvítt nema af því að hann tryði því að hann gæti ráðið því hver túlkun fólksins sjálfs væri á einföld- ustu skynjunum. Að hann gæti seilst inn í huga fólks og ruglað þeim boðum sannverunnar sem tengja okkur við raunveruleikann. Þessi sérstaka tegund af lygi sem er óneitanlega öfga- full, hún ræðst að grundvallartilveru allra þeirra sem fyrir henni verða. Hún hótar því að svipta lífið merkingu sinni. Svona tilveruógnandi lygi er ekki „möguleg“ nema vald standi á bak við hana. Vald sem hefur ógnartak á þjóðfélaginu og fjölmiðlum þess. Hversu hættulegt er slíkt ástand? Ef satt væri myndum við koma sannleik- anum til hjálpar? Og vel á minnst, hliðstæðir atburðir gerðust í Silfri Egils og á útvarpi Sögu í nálægð við bollur og bolludag, síðastliðið vor. Hannes var þá Hannes Hólmsteinn Giss- urarson og Gunnar Smári var Gunnar Smári. Blaðið sem var dregið upp var Helgarpósturinn og í fyrirsögn stóð eitthvað um R-listann, ekki það sem Hannes las. „Vald er vald yfir huga fólks,“ sagði pyntarinn O’Brian í skáldsögu Orwells. Það er vald yfir nútíð, for- tíð og framtíð. Manni verður ósjálfrátt hugsað til bréfa Halldórs Laxness sem nú er deilt um, þau eru fortíðin. Atburðirnir á Útvarpi Sögu og í Silfri Egils eru nútíðin. En hver er framtíðin? Sannleikur Hannesar Eftir Þorvald Logason Höfundur er heimspekinemi. OFTAR en ekki er hætt við að skrifa, rannsaka og birta fréttir sem tengjast íslenska réttar-, dóms- og fangelsismálakerfinu vegna þess að það er álitið sprengjusvæði, þ.e. erfitt er að fá upp- lýsingar er tengjast málum þeim er skrifa á um. Margir fjölmiðlar taka ekki einu sinni fyrstu skrefin í að rannsaka mál sem eru á döfinni vegna tregðu á svörum og upp- lýsingum frá ráðamönnum þeirra stofn- ana er eiga í hlut. Nú síðast var það fréttamaður hjá sjónvarpinu sem ætlaði að birta frétt vegna lélegrar sálfræði- og geðlæknaþjónustu innan veggja fangelsanna, þ.e. að of fáir sérfræðingar eru til staðar og oftar en ekki eru það nær eingöngu nemar sem sjá um þessa þörfu þjónustu. Hætta við fréttaflutning Nokkrir aðilar voru til í að segja sína hlíð á málunum, fyrrverandi fangar með reynslu af aðgerðaleysi fangels- isyfirvalda, aðstandendur þeirra og annars fanga sem nú er látinn og enga athygli fékk meðan á afplánun hans stóð. Í Kastljósinu átti svo að fylgja málinu eftir. Hætt var við þetta vegna þess að þá þyrfti að fá álit beggja hliða á málinu, þ.e. fyrrgreindra gesta og ráðamanna þeirra stofnana sem í hlut eiga, og að fenginni reynslu var ákveðið að hætta við fréttina. Þegar svona er komið spyr maður sig: Eru réttir að- ilar við völd, þar sem ekki virðist hægt að taka viðtöl án þess að fréttamenn skynji hroka, ótta og ráðaleysi hjá viðmælanda, jafnvel vitneskjuskort og áhugaleysi á mál- efnum stofnunar þeirrar er viðkomandi starfar fyrir? Hver ber ábyrgð á gjörðum eða ógjörðum stofnunar? Ekki má heldur minnast nokkuð á það sem aflaga fer án þess að menn hlaupi upp til handa og fóta og bendi hver á annan, hræddir um að upp komist að ekki eru allir fullkomnir, það er hægt að breyta stefnumálum stofn- ana án þess að lýsa því yfir að allt sem áður var gert sé unnið fyrir gýg og hafi verið misheppnað. Að læra af reynslunni og breyta til virðist vera ein- hvers konar bannorð í fangelsismálum okkar Íslend- inga. Lausn í sjónmáli! Staðið hefur til í langan tíma að opna meðferðargang/ deild á Litla-Hrauni fyrir þá sem eru haldnir fíkni- sjúkdómum og einnig að stórbæta aðstöðu þeirra sem haldnir eru geðsýki á hvaða stigi sem hún er. Er það ekki skylda forsjáraðila frelsissvipts manns, í þessu til- felli dómsmálaráðuneytis og Fangelsismálastofnunar, að sjá viðkomandi fyrir viðeigandi læknis- og sér- fræðiaðstoð með lausn og lækningu við sjúkdómi/ sjúkleika þeim sem hann er haldinn? Margar góðar hugmyndir hafa komið fram og margir einstaklingar og hópar í hinu íslenska þjóðfélagi eru að leitast við að bæta aðbúnað fanga, heilbrigðra, geð- sjúkra og fíkinna, en fá eru eyrun sem hlusta. Jafnvel hefur komið fram hugmynd um stækkun réttargeð- deildarinnar á Sogni, sem kynnt var af Magnúsi Skúla- syni, yfirlækni þar. Sú stækkun þar hefði í för með sér lausn sem leitað hefur verið að lengi til að bæta stöðuna sem íslenska rík- ið er í hvað varðar sakhæfa og ósakhæfa fanga svo og úrræði fyrir geðsjúka afbrotamenn almennt sem ekki er hægt að dæma í fangelsun en þurfa þó bráða aðhlynn- ingu (acute) og dvöl á lokaðri geðdeild, þar sem það fer ekki saman að hafa almenna geðsjúka og geðsjúka af- brotamenn á sömu deild, það er eins og að hafa hjarta- sjúkling til meðferðar hjá háls-, nef- og eyrnalækni. Taki það til sín sem eiga Þegar svona hugmyndir eru kynntar er í staðinn fyrir að hefjast handa við undirbúning fyrir áætlanir um að bæta kjör þessa hóps byrjað að plotta og deila um hver skuli fara með völd, hver á mestan rétt til að skipuleggja starfið sem fram fer þar, hver er bestur, hver er verstur, s.s. egó-stríðið. Allir íslenskir fangar munu snúa út í þjóðfélagið aftur Núverandi kerfi virðist ekki hafa neins konar betrunar- markmið í huga enda ekki miklu púðri eytt í að reyna að auka þá aðstoð sem fyrir hendi er fyrir fanga, mjög erf- itt er að fá viðtöl við sérfræðinga innan veggja fangels- anna, en ef slíkt tækifæri gefst er eins gott að hafa hrað- an á við að telja upp og tala um allt það sem þú þarft að ræða því að litlar líkur eru á að þú fáir annað viðtal meðan á afplánun þinni stendur. Ef þú ert svo heppinn er það að öllum líkindum ekki sami sérfræðingur sem þú sérð þá þannig að byrja þarf á öllu saman upp á nýtt og enginn raunverulegur árangur næst með samtals- meðferð þeirri. Þeir fangar sem svo illa eru staddir að þeir jafnvel reyna að svipta sig lífi eru álitnir baggi á búinu og eru þá hafðir afskiptalausir eða í einangrun í besta falli og er jafnvel refsað fyrir hátterni sitt með símabanni, heimsóknabanni, bréfa- og algjöru samskiptabanni við sína nánustu. Oftar en ekki er gengið svo langt að svipta þessa menn dagpeningum sem þeir hafa rétt á í afplán- uninni, sem eru rétt um það bil fyrir andvirði eins sígar- ettupakka á dag. Allir íslenskir fangar munu snúa út í þjóðfélagið aft- ur, það er bara spurning um tíma. Aðeins um aðbúnað fanga og dauðadæmdan fréttaflutning Eftir Guðjón Egil Guðjónsson Höfundur er stjórnarmaður í Samfylkingarfélagi Reykjavíkur og meðstjórnandi í framkvæmdastjórn UJ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.