Morgunblaðið - 25.10.2003, Page 18

Morgunblaðið - 25.10.2003, Page 18
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Stefnt er að því að nýrskóli, Sjálandsskóli,taki til starfa í Garðabæ haustið 2005. Við hönnun skólans er ein- staklingsmiðað nám og fjölbreytni í kennsluhátt- um höfð að leiðarljósi. Samráðshópur sem starfaði að undirbúningi hönnunar skólans leggur sérstaka áherslu á að við skipulag náms verði tekið mið af þörfum og náms- getu einstaklinganna. Miðvikudaginn 5. nóv- ember 2003 kl. 20–22 verð- ur haldinn opinn fundur með íbúum Garðabæjar þar sem kennslufræði og hönnun nýs skóla verður kynnt og öllum gefst kost- ur á að láta í ljós skoðun sína og koma hugmyndum sínum á framfæri. Sjálandsskóli Fermingarbarnamót var haldið á Laugum í Sæ-lingsdal 23.–24. október. Rúmlega 80 tilvonandifermingarbörn úr Snæfellsness- og Dalapró- fastsdæmi tóku þátt í mótinu og skemmtu sér konung- lega. Á Laugum fengu börnin fræðslu hjá sex prestum prófastsdæmisins en einnig var farið í gönguferðir um fornar slóðir Guðrúnar Ósvífursdóttur, kvöldvaka haldin með ýmsum uppákomum og íþróttir stundaðar af kappi. Mótinu var slitið með helgistund í Hjarðar- fellskirkju í Dölum. Morgunblaðið/Elín Una Fermingarbarnamót Einar Kolbeinssonsá á dögunum fyr-irsögn í DV sem var eitthvað á þessa leið: „Dýrara að fæðast og deyja“. Honum skildist að málið snerist um hækkun gjaldskrár fyrir hin ýmsu prestsverk: Klerkar hækka kaupið rýrt, kjörin hlaða undir, enda þykir djöfull dýrt, að deyja um þessar mundir. Af kúluskítshátíð Kúluskítshátíðin viðMývatn var velsótt í haust. Björn Ingólfsson hugsaði sitt á Grenivík og orti vís- ur með sneiðrími: Upp til þeirra allra lít sem eiga heima í Mývatnssveit; eiga kássu af kúluskít karlar í þeim blómareit. Aldrei slíkt ég augum leit auðmjúkur ég játa hlýt að menn sem búa í minni sveit meira tala um kúaskít. Dýrt að deyja Eyrarbakka | Fá kennileiti í Árborg voru nefnd oftar á nýafstöðnum íbúaþingum en listaverkið Krían eftir Sigurjón Ólafsson mynd- höggvara, sem stendur í úfnu hrauni skammt frá vegamótum Eyrarbakkavegar og Gaulverja- bæjarvegar og sést víða að. Listasafn Alþýðu gaf Eyrbekk- ingum listaverkið í minningu Ragn- ars Jónssonar frá Mundakoti, en hann var jafnan kenndur við fyr- irtæki sitt, Smára. Krían hefur nú staðið af sér öll veður í aldarfjórðung og er farin að láta nokkuð á sjá, búin að missa nokkrar fjaðrir og er allmikið veðr- uð. Í ráði mun vera að gera við Kríuna á næstunni og vonandi verð- ur þá bætt aðgengi að henni með lagningu göngustígs, eins og íbúar allra þéttbýliskjarnanna lögðu til. Grettir er höggmynd eftir Sig- urjón Ólafsson og stendur hún framan við æskuheimili Sigurjóns, Einarshöfn. Verk þetta er gjöf til Eyrbekkinga frá bróður Sigurjóns, Guðna Ólafssyni apótekara. Krían missir fjaðrir Ráðgert er að gera við Kríuna. Morgunblaðið/Óskar Magnússon Grettir, höggmynd frá árinu 1947. Fullgild á vinnumarkaði | Í ágúst sl. hófst á Húsavík einstakt verkefni sem varð- ar endurmenntun og endurhæfing örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Að sögn Guðmundar Birkis Þorkelssonar, skóla- meistara Framhaldsskólans á Húsavík, er verkefnið samstarfsverkefni skólans, Fé- lags- og skólaþjónustu Þingeyinga og Heil- brigðisstofnunar Þing- eyinga. Auglýst var eftir þátt- takendum í héraðinu og sextán einstaklingar valdir til að taka þátt í verkefninu. Markmið þeirra er að verða full- gild á ný á vinnumarkaði og í félagslegri þátttöku og er miðað við að endurhæfingin taki ár. Guðmundur Birkir segir áherslu lagða á endurmenntun í bóklegum greinum, s.s. ís- lensku, stærðfræði, ensku og tölvutækni. Þá er unnið markvisst að bættu heilsufari, styrkari efnahagsstöðu og eflingu sjálfs- myndar. Verkefnið fer afar vel af stað og áhugi og einbeitni skín af fólkinu og nú eftir fyrsta mánuðinn er ekki annað að sjá en að flestum muni takast að ná markmiðum sín- um. Guðmundur Birkir segir verkefnið hafa vakið mikinn áhuga.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Guðmundur Birkir Þorkelsson Byggt yfir líkamsrækt Siglufirði | Siglufjarðarkaupstaður hefur óskað eftir tilboðum í viðbyggingu íþrótta- hússins þar sem m.a. á að koma upp lík- amsræktaraðstöðu. Tilboð verða opnuð hinn 4. nóvember nk. og skal verkinu vera að fullu lokið 31. mars á næsta ári og verð- ur þá líkamsræktaraðstaða tekin í notkun í framhaldi af því. Teikningar af fyrirhug- aðri viðbyggingu og aðstöðu verða m.a. til sýnis í íþróttahúsinu. Grundarfirði | Framkvæmdum við lagn- ingu nýs vegar og smíði brúar yfir Kol- grafafjörð í Eyrarsveit miðar vel. Nýverið var gengið frá samningum við verktaka um flýtingu verksins. Samkvæmt upphaflegri áætlun áttu verklok að vera haustið 2005 en þeim hefur verið flýtt til áramóta 2004. Að sögn Ingva Árnasonar, deildarstjóra hjá Vegagerðinni í Borgarnesi, eru fylling- ar á landi að mestu búnar og vinnsla á grjóti í fyllingu út í fjörðinn hafin í Mjó- sundum. Búið er að steypa 2 landstólpa og 3 af fjórum millistöplum og vinna við brú- argólf hafin. Gólf brúarinnar, sem er 230 metra langt, verður steypt í tveimur áföng- um og er gert ráð fyrir að brúarvinnu verði lokið í desember á þessu ári. Verktakar við framkvæmdirnar eru Háfell sem sér um vegalagninguna og Eykt sem annast brú- arsmíðina. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Vegalagn- ingu um Kolgrafa- fjörð flýtt Kraftur í kvennahreyfingu | Mikill kraftur hefur einkennt fyrsta starfsár kvennahreyfingar bænda, Lifandi landbún- aði, að því er fram kemur í frétt frá samtök- unum. Samtökin héldu fund nýverið þar sem farið var yfir starfið og stöðuna og ýmsar ályktanir samþykktar. Meðal annars var þess farið á leit við Bændasamtök Íslands að þau sjái fjöl- miðlum fyrir vönduðu myndefni um íslensk- an landbúnað og mælist jafnfram til þess við fjölmiðla að þeir taki tillit til þess að neytendur kæra sig ekki alltaf um að vera minntir á samhengi hlutanna, s.s. að sjá innyfli dregin úr lambinu þegar rætt er um gómsætt lambakjöt. Lifandi landbúnaður eru grasrótar- samtök sem enn eru í mótun og í tilkynn- ingunni eru allar konur í landbúnaði hvatt- ar til að skrá sig í hópinn á netfangið ams@bondi.is. Sigríður Bragadóttir á Síreksstöðum í Vopnafirði er formaður samtakanna en aðr- ar í stjórn eru Sigrún Ásta Bjarnadóttir, Stóru-Mástungu, Laufey Guðmundsdóttir, Lækjarhúsum, Ragnhildur Sigurðardóttir, Álftavatni, Anna Margrét Jónsdóttir, Sölvabakka og Kristín Linda Jónsdóttir, Miðhvammi. Hveragerði | Listmunasýning var opnuð í vik- unni í anddyri Grunnskólans í Hveragerði. Þetta er sýning á steinum sem nemendur 4.–8. bekkja hafa málað og í sumum tilfellum límt saman nokkra steina, og búið til alls kyns dýr og fíg- úrur. Það er myndmenntakennari skólans, Lilja Guðmundsdóttir, sem á veg og vanda að sýning- unni. Henni fannst vel við hæfi að gefa öllum kost á að sjá hvað er að gerast í myndmenntinni. Sýn- ingin var opnuð með viðhöfn. Tveir nemendur skólans, Birgitta Lára Herbertsdóttir og Aron Karl Ásgeirsson, buðu gesti velkomna og settu sýninguna formlega. Þá komu stelpur í 5. bekk og sungu lagið Óskasteinar við undirleik tón- menntakennarans, Guðmundar Benediktssonar. Morgunblaðið/Margrét Listamenn Óskasteinar barnanna ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.