Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI ÍSLENSKA karlalandsliðið í knatt- spyrnu mætir að öllum líkindum Mexíkó í vináttulandsleik sem háður verður í San Francisco í Kaliforníu miðvikudag- inn 19. nóvember. Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Ís- lands, staðfesti við Morgunblaðið í gær- kvöld að viðræður um þetta hefðu staðið yfir að undanförnu og öllum kröfum varðandi þátttöku í leiknum hefði verið mætt. Um alþjóðlegan leikdag er að ræða og því gæti Ísland væntanlega teflt fram sínu sterkasta liði. Stjórn KSÍ kemur saman á mánudag og tekur endanlega ákvörðun um hvort boðinu verði tekið. Mexíkó hefur jafnan verið framarlega í heimsknattspyrnunni og er yfirleitt með í lokakeppni HM. Liðið, sem nú er undir stjórn Hollendingsins Leo Been- hakkers, er í 8.–10. sætinu á heimslista Alþjóða knattspyrnusambandsins, við hlið Ítalíu og Tyrklands, en Ísland er hinsvegar í 55. sætinu á þeim lista. Mexíkóar leika oft landsleiki á spænsku- mælandi svæðum í Bandaríkjunum og fá jafnan mikla aðsókn á leiki sína þar. Leikið við Mexíkó í San Francisco? HUGSANLEGT er að Landsvirkjun þurfi að greiða yfir sjö hundruð milljónir í bætur til land- eigenda við Jökulsá á Brú og Jökulsá í Fljótsdal/ Lagarfljót vegna vatnsréttinda. Í gær var haldinn kynningarfundur um vatnsréttindi vegna Kára- hnjúkavirkjunar með hagsmunaaðilum á Norður- Héraði og í fyrradag í Fljótsdal, af hálfu sveit- arstjórna. Á fundunum voru kynnt sjónarmið varðandi réttarstöðu landeigenda, með tilliti til verðmætis vatnsréttinda í Jökulsá á Brú og Jök- ulsá í Fljótsdal/Lagarfljóti vegna Kárahnjúka- virkjunar. Fram kom á fundinum að gríðarlegir hagsmun- ir eru í húfi fyrir landeigendur á svæðinu. Ef mið- að er við þá útreikninga sem notaðir voru til að meta vatnsréttindi vegna Blönduvirkjunar, má jafnvel reikna með að greiðslur landeigenda á Norður-Héraði og í Fljótsdal nemi á áttunda hundrað milljónum króna. Þetta mál er þó mun stærra í sniðum en vatnsréttindamál landeigenda við Blöndu á sínum tíma. Nú er um að ræða tvö sveitarfélög og einnig að Jökulsá verður tekin úr farvegi sínum og færð yfir í Lagarfljót og hverfur því sem slík af Norður-Héraði. Hér á landi hefur ekki áður þurft að takast á við lagaleg álitaefni varðandi vatnsréttindi og önnur réttindi sem að slíkum vatnaflutningum lúta. Landeigendur geta valið um tvær leiðir. Önnur er eignarnám, sem Landsvirkjun hefur heimild fyrir í lögum, en hin er samningsbundinn gerð- ardómur, sem er samkvæmt áliti lögfræðinga sveitarfélaganna tveggja æskilegri og greiðari leið fyrir landeigendur að mörgu leyti. Að sögn þeirra tryggir hann hraðari og sameiginlega málsmeðferð allra aðila og eykur líkur á að fær- ustu sérfræðingar skeri úr um vatnsréttindi hvers hagsmunaaðila. Gríðarlegir hagsmunir í húfi „Það er ljóst að þessi mál eru gífurlega um- fangsmikil, hvor leiðin sem valin verður til að skera úr um bæturnar,“ sagði Bjarni G. Björg- vinsson, lögfræðingur Norður-Héraðs, á fundin- um í gær. „Þetta verður tímafrekt og verið er að fjalla um mikla hagsmuni. Hér eiga mjög margir hlut að máli og eru með ólíka stöðu innbyrðis.“ Þeir sem eiga virkjunarréttindi sem greiða ber fyrir eru annars vegar landeigendur frá vatns- borði Hálslóns í Kárahnjúkavirkjun í 625 m h.y.s. til enda frárennslisskurðar í Fljótsdal og hins vegar eigendur að landi frá lónshæð Ufsarlóns í 625 m h.y.s. að enda sama frárennslisskurðar, en þar telst vatnsfalli til virkjunarinnar lokið. „Það er fallið og vatnsrennslið sem ræður bót- um,“ segir Kristinn Bjarnason, lögmaður Fljóts- dalshrepps. „Vatnsorkan er reiknuð út frá þessu tvennu. Þetta eru verulegir hagsmunir sem um er að tefla og skiptir miklu máli hvernig að þessu verður staðið.“ Ekki greiddar bætur frá skurði til ósa Lagarfljóts Landeigendur frá skurðarenda í Fljótsdal og út að ósum Lagarfljóts fá ekki bætur samkvæmt vatnsréttindum, en gætu átt rétt til bóta spillist land eða hlunnindi. Ábúendur geta heldur ekki gert kröfu um bætur vegna vatnsréttinda, en fram kom á fundinum að þeir gætu hugsanlega í einhverjum tilfellum átt kröfu vegna tjóns á landi. Það var greinilegt að landeigendum á fundin- um í gær þótti margt óljóst hvað réttindi þeirra varðaði. Mátti heyra á máli þeirra að hugsanlega myndu menn stofna með sér landeigendafélag og fá nýtt lögfræðiálit vegna þeirra möguleika sem eru í stöðunni. Rætt um bætur til eigenda virkjunarréttar Jökulsár á Brú og í Fljótsdal Bætur gætu numið hundruðum milljóna FIMM ára strákur úr Reykjavík, Alfreð Baarregaard Valencia, fékk í gær tækifæri til að tefla við einn af bestu skákmönnum heims, stórmeistarann Viktor Bologan frá Moldavíu, á skákhátíð Hróks- ins sem fram fer í Vetrargarð- inum í Smáralind. Jafntefli varð í skákinni, stórmeistarinn lék sig í pattstöðu til heiðurs hinum unga skákmanni. „Ég byrjaði að tefla um síðustu jól,“ sagði Alfreð í samtali við Morgunblaðið, en hann varð fimm ára í þessum mánuði, og bætti því við að hann tefldi á hverjum degi. Hann sagði að gaman hefði verið að tefla við stórmeistarann og sér hefði gengið vel. Bologan og Alfreð tefldu á skákborðinu sem notað var í heimsmeistarakeppninni 1972 þeg- ar Fischer og Spasskí áttust við í Laugardalshöllinni. Alfreð fékk skákáhugann þegar vinur hans fékk taflborð og tafl- menn að gjöf. Afi hans byrjaði að kenna vininum og segir faðir Al- freðs, Alfreð Gunnarsson Baarre- gaard, að strákurinn hafi fylgst vel með kennslunni og síðan farið sjálf- ur að tefla. Hann hafi misst áhug- ann um tíma í sumar en byrjað aftur fyrir mánuði og áhuginn sé mikill. Alfreð teflir á hverjum degi, frá einni til fimm klukkustundum á dag, og segist Alfreð eldri sitja mikið á móti honum og viðurkennir að hann hafi oft orðið undir í við- ureignum þeirra eins og fleiri full- orðnir. Alfreð tekur þátt í sínu fyrsta stórmóti um þessar mundir, er í G-sveit Hróksins sem teflir í 4. deild á Íslandsmóti skákfélaga sem fram fer í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Sigraði hann í sinni fyrstu skák á Íslandsmóti er hann atti kappi í gærkvöldi við stúlku úr stúlknasveit Hróksins. Tefli á hverjum degi Morgunblaðið/Ómar Hinn efnilegi Alfreð Baarregaard Valencia hyggst leika hróknum í skák sinni við Viktor Bologan stórmeistara. Fimm ára drengur gerði jafntefli við einn stigahæsta stórmeistara heimsins ÞÓTT kvennabósar segi sögur af sjálfum sér og sögur fari af þeim, hefur sagan af fyrirrennara þeirra og þeim, sem þeir eru kenndir við, hinum eina sanna Bósa, verið ófáanleg um árabil. Eða þar til ný- verið að lyfjafyrirtækin GlaxoSmith- Kline og Bayer réðust í endurútgáfu Bósasögu og Herrauðs í 500 eintökum í tilefni markaðssetningar á nýju rislyfi, Levitra. Bósasaga skipar sérstæðan sess meðal varðveittra íslenskra miðaldabók- mennta, en hún er eina sagan þar sem berorðum kynlífslýsingum er vígður stór hluti atburðarásarinnar. Bósi er sagður lifa gjálífi, hann tælir til sín stúlkur strax við fyrstu kynni og gefur berlega í skyn hvað hann vill. Auglýsingabrella Eins og fyrir 32 árum þegar Bósasaga kom út er nýja útgáfan með nútímastaf- setningu og formála eftir Árna Björns- son, þjóðháttafræðing, samkvæmt samn- ingi lyfjafyrirtækjanna við hann. Að sögn Péturs Magnússonar, markaðs- stjóra GlaxoSmith Kline, er endurútgáfa Bósasögu og Herrauðs auglýsingabrella einungis til gamans gerð og öll eintökin ætluð viðskiptavinum. Aðspurður sagði hann ólíklegt að menn misskildu brell- una og teldu sig verða mikla kvennabósa af því að taka inn lyfið. Lyfjafyrir- tæki gefa út Bósasögu  Daglegt líf/B5 ♦ ♦ ♦ SKÁKFÉLAGIÐ Hrókurinn tefldi fram fimm erlendum skákmönnum í átta manna A-sveit sinni í fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga, sem hófst í gærkvöldi, en samkvæmt lögum mótsins skal að minnsta kosti helm- ingur liðsmanna hvorrar sveitar vera íslenskir ríkisborgarar eða hafa haft lögheimili sitt á Íslandi undanfarið ár. Mótsstjórn, sem sker úr um lög- mæti keppenda, fundaði um málið í gærkvöldi og segir að það sé flókið en hún hafi í raun aðeins reglurnar til að fara eftir. Úrskurðir falli innan tveggja sólarhringa Þar segir m.a. að „taki ólöglegur keppandi þátt í keppninni skal móts- stjórn úrskurða skák hans tapaða án kröfu. Úrskurðurinn skal falla innan tveggja sólarhringa frá upphafi þeirr- ar umferðar sem keppandinn tók þátt í. Úrskurði mótsstjórnar er hægt að skjóta til dómstóls SÍ svo og einnig ef mótsstjórn hafi látið undir höfuð leggjast að dæma skák ólöglegs keppanda tapaða“. Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, segir að lögin um fjölda erlendra skákmanna í hverri sveit standist ekki. „Við höfum í höndunum ákaflega vandað lögfræðiálit Árna Páls Árna- sonar, lögmanns, sem er sérfræðing- ur í þessum málum. Hans niðurstaða er alveg skýr. Þessi svokölluðu lög sem knúin voru í gegn á síðasta aðal- fundi Skáksambandsins standast ekki EES-samninginn og standast að öllum líkindum ekki Mannréttinda- sáttmála Evrópu. “ Önnur umferð verður tefld í Menntaskólanum við Hamrahlíð í dag kl. 10 og 3. umferð í dag kl. 17. Íslandsmót skákfélaga Hrókurinn segir lög mótsins ekki standast  Tekist á/6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.