Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 26
LISTIR 26 LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KÓRAR Langholtskirkju og Kvenfélag Langholtskirkju standa fyrir söngskemmtun til styrktar gluggasjóði kl. 16 í dag. Þar munu allir kórar Langholtskirkju syngja en þeir eru: Krúttakórinn, stjórnendur Bryndís Bald- vinsdóttir og Harpa Harð- ardóttir. Kór Kórskóla Lang- holtskirkju, stjórnendur Bryndís Baldvinsdóttir og Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Graduale Futuri, stjórnandi Harpa Harðardóttir. Grad- ualekór Langholtskirkju, Graduale Nobili, Kammerkór Langholtskirkju, Karlakór Íslands og nágrennis og Kór Langholtskirkju, stjórnandi þessara kóra er Jón Stef- ánsson. Efnisskráin er fjölbreytt, m.a. mun Gradualekórinn syngja syrpu af Bítlalögum og Kór Langholtskirkju Hallelújakórinn úr Messíasi eftir Händel. Tónleikar til styrktar gluggasjóði KVENFÉLAG Langholtssafnaðar ætlar í tilefni af 50 ára afmæli sínu að gefa söfnuðinum smíðina á steindum glerjum í hliðarglugga Langholts- kirkju eftir Sigríði Ásgeirsdóttur myndlistarkonu en ísetningu þeirra lauk um seinustu helgi. Hliðarglugg- arnir eru hluti af fjögurra hliða heild- arglerverki kirkjunnar sem listakon- an teiknaði fyrir fjórum árum, en þá var lokið við fyrsta hluta verksins, gluggana í austurgafli kirkjunnar. Kirkjan gerð hlýlegri Sigríður segir verkefnið hafa verið mikla áskorun þar sem kirkjan sé bæði stór og „þung“, mikill múrsteinn sé í byggingunni. „Mitt hlutverk fólst í því að gera kirkjuna mann- eskjulegri, hlýlegri og hátíðlegri. Ég bað sóknarprestinn um að velja þau orð úr ritningargreinum sem honum þætti eiga við sem yfirskrift verk- anna. Hann valdi afar fallegan texta úr Mattheusarguðspjalli: „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar og ég mun veita yður hvíld,“ og úr Filippíbréfi: „Verið ávallt glaðir í Drottni.“ Þessi orð fela í sér mikla von. Verkin í heild sinni mynda eina umgjörð, einn helgidóm um allt sem inni í kirkjunni er,“ segir Sigríður.Verkin þurfi að svara ólík- um, tilfinningalegum þörfum þeirra sem sæki í kirkjuna. Nær hinu æðra valdi Listakonan segist sjálf trúuð en það sé þó ekki skilyrði fyrir því að vinna listaverk fyrir kirkju. Menn verði hins vegar að trúa því að til sé eitthvað æðra manninum. „Ég er að reyna að færa okkur nær hinu guðlega með þessum verkum. Ég er að vinna með vonina, að lyfta andanum nær helgidómnum til að hjálpa okkur að lifa sem mann- eskjur,“ segir Sigríður íbyggin. Hún segir kirkjugesti ólíka innbyrðis og koma í misjöfnum tilgangi. „Ég vil ekki mæla fyrir um hvað fólk eigi að sjá út úr verkunum. Það á að upplifa þau út frá sínum eigin tilfinningum en ekki mínum,“ segir Sigríður. Gríðarlega stórt verkefni Sigríður segir verkið gríðarlega stórt á evrópskan mælikvarða. Sam- anlagt muni gluggarnir þekja um 170 fermetra þegar verkinu lýkur. „Þeg- ar kirkjan ákvað að ráðast í þetta verk var gengið frá fyrsta verkhlut- anum, þ.e. kórglugganum á aust- urhlið kirkjunnar. Nú á 50 ára afmæli Kvenfélags Langholtssafnaðar hafa konurnar ákveðið að safna fé og gefa það kirkjunni til smíðar á hliðar- gluggunum. Það er mikið afl sem konurnar setja í þetta og miklir pen- ingar. Þetta gera þær með bakstri og öðrum leiðum eins og kvenfélaga er háttur. Allir kórar Langholtskirkju koma svo inn í það að styrkja verk- efnið með því að halda styrkt- artónleika. Hér er því um að ræða mikinn samhug og koma margir að því að gera kirkjuna sem hátíðleg- asta.“ Eitt af stærstu glerlistaverkum landsins sett upp í Langholtskirkju Mynda einn helgidóm Morgunblaðið/Kristinn Sigríður Ásgeirsdóttir við verk sitt í Langholtskirkju. ÞRÍTUGASTA starfsár Kammer- sveitar Reykjavíkur hefst með tón- leikum í Listasafni Íslands annað kvöld kl. 20. Á þessum fyrstu tón- leikum afmælisársins verða leikin Sextett nr. 1 í B-dúr op. 18 fyrir strengi eftir J. Brahms og Serenaða í d-moll op. 44 fyrir blásara, selló og kontrabassa eftir A. Dvorak. Að sögn Rutar Ingólfsdóttur, sem frá upphafi hefur verið í forsvari bæði sem fiðluleikari og sem formaður Kammersveitarinnar, verða óvenju margir tónleikar í ár í tilefni afmæl- isársins. Þeirra á meðal eru sérstak- ir hátíðartónleikar í mars á næsta ári þar sem Gerrit Schuil stjórnar verki Franks Martins við ljóð Rainers Maria Rilkes sem heyrist nú í fyrsta sinn á Íslandi. Einsöngvari þeirra tónleika er Rannveig Fríða Braga- dóttir alt. Á tónleikum 11. nóvember nk. kynnir Kammersveitin kammerverk eftir Hjálmar H. Ragnarsson, sem í framhaldinu verða tekin upp til út- gáfu. Einsöngvarar tónleikanna eru Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzó- sópran, Marta Hrafnsdóttir alt og Ólafur Kjartan Sigurðarson baríton. Í desember er komið að hinum ár- legu jólatónleikum Kammersveitar- innar, en venjan er að leika tónlist frá barokktímanum. Að þessu sinni ætlar Rut að leika uppáhaldskon- sertana sína, fjóra fiðlukonserta eftir Bach. Með henni leika einleik þau Daði Kolbeinsson á óbó og Unnur María Ingólfsdóttir fiðluleikari. Paul Zukofsky, fiðluleikari og stjórnandi, kemur fram á Íslandi eft- ir 10 ára fjarveru á opnunartónleik- um Myrkra músíkdaga 1. febrúar nk. Á tónleikunum verða frumflutt verk eftir Hauk Tómasson og verk eftir Olivier Messiaen fyrir kvenna- kór og hljómsveit sem ekki hefur áð- ur heyrst á Íslandi. „Síðasta verkefni Zukofskys hérna á Íslandi var frum- flutningurinn á Tímanum og vatninu eftir Atla Heimi Sveinsson, sem Kammersveitin flutti á Listahátíð 1994 í tilefni af tuttugu ára afmæli sínu. Eftir tónleikana var verkið tek- ið upp og gefið út árið 2002 hjá þýsku útgáfunni CPO. Sá diskur er einn þeirra diska sem hlotið hafa frábæra dóma í tónlistartímaritum erlendum. Túlkun Zukofskys þykir einstök og einn gagnrýnandi kemst svo að orði að nota mætti þennan disk sem kennslustund í flutningi á nútíma- tónlist, því Zukofsky færi svo stór- kostlega með efniviðinn. Þess má geta að Zukofsky var tilnefndur tón- listarmaður ársins árið 2002 í þýska tímaritinu Fono Forum fyrir þessa upptöku,“ segir Rut, en nýlega fékk Kammersveitin einnig mjög góða dóma í Bretlandi fyrir Brandenborg- arkonserta Bachs. „Þarna erum við búin að fá alþjóð- legan samanburð sem er okkur mjög mikilvægur. Að við skulum þarna geta teflt fram verkum sem allir þekkja og eru til með bestu flytjend- um og fá svona dóma eins og við fengum í BBC Music Magazine er náttúrlega alveg stórkostlegt. Við erum mjög stolt og ánægð með þetta og sjáum að starf okkar í 29 ár hefur svo sannarlega skilað miklu.“ Tónlistin þarf að vera aðgengileg Að sögn Rutar er hljóðritun verka mikilvægur þáttur í starfsemi Kammersveitarinnar. Nú í haust er von á geisladiskinum Sjöstrengjaljóð í tilefni af 75 ára afmæli Jóns Ás- geirssonar tónskálds og síðar í vetur kemur út geisladiskur með verkum Hafliða Hallgrímssonar. „Fyrir nokkrum árum ákváðum að taka upp u.þ.b. tólf diska með íslenskum verk- um sem flest hafa verið samin fyrir Kammersveitina eða frumflutt af henni til þess að festa verkin í sessi. Stór hluti verkanna hefur aldrei ver- ið tekinn upp áður og er því ekki að- gengilegur í flutningi. En okkur finnst mikilvægt að þessi tónlist sé aðgengileg, því það er mjög erfitt að kynna íslenska tónlist meðan hún er ennþá bara til á nótum og enginn veit hvernig hún hljómar.“ Á næsta ári er fyrirhugað að Kammersveitin fari í tónleikaferð með Vladimir Ashkenazy til Mexíkó, en sú ferð er í beinu framhaldi af tón- leikaferð sveitarinnar með Ashken- azy til Belgíu og Rússlands síðasta vor sem heppnaðist með miklum ágætum. Um jólin mun RÚV bjóða upp á tvo dagskrárliði um ferðina, annars vegar heimildamynd í sjón- varpinu og hins vegar verður útvarp- að frá tónleikunum í Moskvu á rás 1. Spennandi afmælisár Morgunblaðið/Sverrir Hrafnkell Orri Egilsson, Rut Ingólfsdóttir, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Sarah Buckley, Þórunn Ósk Marinósdóttir og Sigurgeir Agnarsson eru meðal þeirra sem fram koma á tónleikum Kammersveitarinnar annað kvöld. silja@mbl.is VORLJÓÐ við Leirur heitir sýning Kristins G. Jóhannssonar, sem opnuð verður í Húsi málaranna á Eiðistorgi í dag. Í mynd- list sinni hefur Kristinn einatt leitað yrkisefna í nánasta um- hverfi sitt og sýningar hans borið nöfn sem gefa til kynna hvar hann telur verkin eiga rætur. Leirurnar sem Kristinn yrkir um í myndum sínum að þessu sinni eru forgrunnur þess sem blasir við Akureyringnum þegar hann horfir yfir fjörðinn, og til hlíð- anna austan Eyjafjarðarins. „Þú sérð hér Hlíðarfjallið með skuggaskilum og birtu, og hvernig hlíðarnar speglast í sjónum við Leirurnar,“ segir Kristinn, þegar hann sýnir blaðamanni verk sín. Olíumálverkin eru flest, en á sýningunni eru einnig tuttugu ára gamlar dúkristur með munsturbekkjum byggðum á íslenskum tréskurði. „Þessir bekkir ríma vel við speglunina í myndunum, og flæðið þar sem hafið og landið mætast.“ Á neðri hæðinni er einnig að finna nokkrar vatnslitamyndir, byggðar á sama myndefni og olíumálverkin. „Vatnslitamynd- irnar geri ég á eftir olíuverkunum, vegna þess að stundum þarf ég aðeins að létta á þeirri pressu sem er fólgin í málverkunum.“ Bláir, grænir og brúnir tónar himins, jarðar og hafs mætast í verkum Kristins, – stundum skærir, eins og eftir morgunskúr, stundum mildari, eins og séðir gegnum dalalæðu. Svolítið ann- að litróf er í olíumálverkunum gegnt vatnslitamyndunum á neðri hæðinni. „Mig langaði að sjá hvað ég kæmist minnst af með – hvað ég gæti málað lítið og ljóst, og það eru þessar mynd- ir.“ Á myndunum á efri hæðinni er þessi eyfirska náttúra víða eins og spunninn dúkur. „Þú sérð þessa trosnuðu þræði – þeir hanga saman í málverkinu og búa það í sjálfu sér til. Einhver sagði einmitt að þetta væri eins og gamall trosnaður vefnaður. Það er vegna þess að ég teikna ofan í meginatriði myndarinnar og geri með þessum hætti.“ Kristinn segir að sér finnist einatt vor á Akureyri. Hann skrifar þó ekki upp á það að listamaðurinn eigi eitthvað sér- staklega að sinna sínu samfélagi og nánasta umhverfi. „Nei, hann á að sinna listinni umfram allt annað – búa til málverk, það er það sem skiptir máli. Þessar hlíðar sækja sterkt á mig af því að ég er Akureyringur; – það þarf ekkert að skýra það frek- ar; – Akureyringar eru þannig, þeir sækja sterkt í hlíðarnar.“ Sýning Kristins verður opin til 9. nóvember. Morgunblaðið/Ásdís Kristinn G. Jóhannsson listmálari: „Einhver sagði einmitt að þetta væri eins og gamall trosnaður vefnaður.“ Akureyringar sækja í hlíðarnar TÓNLEIKAR til minningar um dr. Victor Urbancic verða kl. 20 í kvöld í Íslensku óper- unni. Á þessu ári eru liðin 100 ár frá fæðingu hans en Urbanc- ic kom mjög við sögu íslenskrar óperu. Rigoletto eftir Verdi var fyrsta óperan sem Urbancic stjórnaði hér á landi, árið 1951, og um leið fyrsta óperan sem flutt var í Þjóðleikhúsinu með íslenskum söngvurum og hljómsveit. Síðan var haldið ár- lega áfram við flutning á óper- um og óperettum. Má þar nefna Leðurblökuna, La Traviata, Nitouche, I Pagliacci, Töfra- flautuna, La Bohème og Tosca. Flytjendur á tónleikunum eru fastráðnir söngvarar Ís- lensku óperunnar, Hulda Björk Garðarsdóttir, Sesselja Krist- jánsdóttir, Davíð Ólafsson, Jó- hann Friðgeir Valdimarsson og Ólafur Kjartan Sigurðarson. Kurt Kopecky leikur á píanó. „Við höfum valið eyrnakon- fekt úr þeim óperum sem Urb- ancic stjórnaði hér á landi. Fyr- ir hlé verða hefðbundnir „óperugalatónleikar“, aríur og dúettar úr þeim verkum sem Urbancic flutti,“ segir Sesselja, „en á seinni hluta tónleikanna brjótum við upp hið hefð- bundna óperuform og flytjum atriði úr Rigoletto sem búið er að sviðsetja. Stiklað verður á stóru í söguþræðinum en það eru þeir Kurt Kopecky og Kári Halldór sem gerðu leikgerðina. Kári Halldór sviðsetti.“ Í minningu Urbancic
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.