Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 39
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 39 ÞAÐ er að bera í bakkafullan lækinn að bæta við þann orðaflaum sem komið hefur frá forsprökkum stangveiðimanna í kjölfar settra bráða- birgðalaga frá því í sumar. Menn þessir eru í yfirlýstri hel- för gegn fiskeldis- greininni og er þar engu til sparað. Það er með ólíkindum hversu lengi má þyrla upp ryki í tilraunum til að villa um fyrir fólki. Ég á þó ekki von á öðru en að þeir sem setji sig inn í málið sjái í gegnum fléttuna og viðkomandi lög hljóti farsæla af- greiðslu á þingi seinna í haust. Í örstuttu andsvari er engan veg- inn hægt að elta uppi og lagfæra allar þær rangfærslur sem birst hafa upp á síðkastið. Þó ber að leiðrétta villu sem birtist í grein Þorsteins frá Skálpastöðum í Mbl. þann 20. október sl. og reyndar líka í tölvupósti til landbún- aðarnefndar og annarra ráðamanna sama dag. Þar er því blákalt haldið fram að vegna breytinga á reglu- gerð sem gerð var í kjölfar setn- ingar bráðabirgðalaga í júlí sl. þurfi ekki lengur að sækja um heimild fyrir innflutningi lifandi fiska og erfðaefnis þeirra, nú dugi aðeins að tilkynna innflutning með örstuttum fyrirvara. Dettur mönn- um virkilega í hug að fisksjúk- dómayfirvöld myndu sætta sig við slíkar breytingar? Ég held ekki. Í bráðabirgðalögunum er skýrt kveð- ið á um ákveðnar lagabreytingar, þ.á m. breytingu á lögum nr. 54/ 1990 um innflutning dýra. Þar seg- ir m.a.: „Við innflutning skal fram- vísa skriflegri staðfestingu yfirdýralæknis á að uppfyllt séu skilyrði samkvæmt þessu ákvæði.“ Í ljósi afar sterkrar stöðu okkar hvað smitsjúkdóma varðar má ljóst vera að yfirdýralæknir, sem jafn- framt er formaður fisksjúkdóma- nefndar, þarf talsverðan tíma til að fullvissa sig um að öll sett skilyrði séu uppfyllt. Í breyttri reglugerð varð hins vegar að hnykkja á að til- kynna beri yfirdýralækni með 24 klst. fyrirvara um fyrirhugaðan innflutning, þ.e.a.s. í þeim tilfellum sem slíkt leyfi fæst samþykkt eftir rannsóknarferli yfirdýralæknis. Undir slíkum kringumstæðum er augljóst að fisksjúkdómayfirvöld þurfa nákvæma vitneskju um tíma- setningu innflutnings, þó ekki væri nema til að koma sér á staðinn. Um sjálfan innflutninginn gilda strang- ar reglur. Einungis er leyfilegt að flytja inn um viðurkennda landa- mærastöð. Hér á landi er bara ein slík stöð starfrækt og er hún stað- sett á svæði Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar. Eftir sannprófun heil- brigðisvottorða og annarra skjala fylgir fulltrúi yfirdýralæknis inn- fluttum dýrum í einangrunar- aðstöðu sem fyrirfram hefur undir- gengist skoðun og fengist sam- þykkt. Hér er ekki öll sagan sögð, því í fyrrnefndum lögum nr. 54/ 1990 um innflutning dýra segir m.a.: „Dýr má ekki flytja úr ein- angrunarstöð fyrr en þau hafa dvalið svo lengi í einangrun að tryggt þyki að mati yfirdýralæknis að þau séu ekki haldin neinum smitsjúkdómum.“ Vart þarf að taka fram að „dýr“ í þessu tilfelli eru lif- andi fiskar eða erfðaefni þeirra, skv. skilgreiningu laganna. Kæri Þorsteinn, þarf frekari vitna við? Eins og ég hef áður sagt skal hvergi slakað á í öryggis- kröfum svo verja megi hið fágæta heilbrigðisástand, jafnt í fiskeldi sem hjá villtum laxastofnum. Við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta og legg ég enn og aftur til að við snúum bökum saman og verjum okkar góðu stöðu, þ.e.a.s. á fagleg- um forsendum en ekki með tómu gaspri og endalausum útúrsnún- ingum. Bráðabirgða- lögin Eftir Gísla Jónsson Höfundur er dýralæknir fisk- sjúkdóma hjá embætti yfir- dýralæknis, Keldum. FRÁFARANDI stjórn Heimdall- ar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, fór í öllu að lögum félags- ins þegar stjórn- armenn frestuðu að samþykkja yfir þús- und nýjar inn- tökubeiðnir daginn fyrir aðalfund fé- lagsins 1. október sl. Sú ákvörðun var tek- in á málefnalegum forsendum og kom í veg fyrir að mikill fjöldi ungs fólks yrði skráður í Sjálfstæðisflokk- inn á röngum forsendum. Allmargir einstaklingar höfðu upplýst áður en ákvörðunin var tekin að umsókn þeirra í Heimdall, sem borist hafði frá þriðja aðila, væri byggð á röng- um forsendum. Það hefði hvorki orð- ið félaginu né Sjálfstæðisflokknum til framdráttar ef litið hefði verið framhjá þessum upplýsingum – hvað þá þeim sem óskuðu ekki eftir inn- göngu, vildu hvorki starfa innan flokksins né styðja hann. Það var því rökrétt ákvörðun að fresta af- greiðslu inntökubeiðnanna til að sannreyna hverjir umsækjendanna hefðu raunverulega óskað eftir að ganga í félag ungra sjálfstæð- ismanna í Reykjavík, hverjir hefðu ætlað sér að velja forystu í félagi sem þeir höfðu hvorki vilja né áhuga á að vera aðilar að og hverjir hefðu hreinlega verið blekktir til leiks. Útskýringa er þörf Undanfarnar vikur hefur Heim- dallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, verið í fréttum vegna þessa máls. Bolli Thoroddsen, annar frambjóðandi til formanns og fé- lagar hans hafa gætt lítils hófs í yf- irlýsingum sínum og hafa sent frá sér hvorki meira né minna en fimm opinberar yfirlýsingar um málið. Allar hafa þær innihaldið upphróp- anir í garð flokksfélaga, rangfærslur og útúrsnúninga. Sjálfur hefði ég kosið málefnalegri umfjöllun um þetta mál og hef ekki viljað gerast þátttakandi í upphrópanakeppni í fjölmiðlum. En nú get ég ekki lengur orða bundist og verð að bera hönd fyrir höfuð mér og fyrrverandi stjórnar Heimdallar. Ákvörðun stjórnar Heimdallar var rétt og eðlileg. Hún var ekki til þess fallin að skaða Heimdall eða Sjálfstæðisflokkinn, öfugt við þær árásir sem félagið og starfið innan þess hafa sætt að undanförnu. Ég á bágt með að skilja hvers vegna þeir frambjóðendur sem töldu á sér brot- ið létu ekki þegar í stað reyna á rétt sinn fyrir stofnunum Sjálfstæð- isflokksins. Það er afar sérkennilegt að velja heldur þá leið að reka mál sitt í fjölmiðlum með upphrópunum. Ungt fólk er og hefur alltaf verið velkomið í Sjálfstæðisflokkinn, enda hafa ungliðahreyfingar flokksins óumdeilanlega verið öflugustu og fjölmennustu stjórnmálahreyfingar ungs fólks í landinu. En það hvílir jafnan mikil ábyrgð á stjórn Heim- dallar þegar nýir félagsmenn bætast í hópinn. Til marks um það segir í lögum félagsins að átta af tólf stjórn- armönnum þurfi að samþykkja inn- göngu. Það þarf með öðrum orðum samþykki aukins meirihluta. Alla jafna er látið nægja að senda til- kynningu um að umsókn um skrán- ingu hafi borist en þegar fjölda- skráningar hafa borist á jafn viðkvæmum tíma og fyrir aðalfundi félagsins hefur ávallt þótt ástæða til að fara yfir skráningarnar sér- staklega. Fólk var skráð á röngum forsendum Rúmlega 1.100 inntökubeiðnir í Heimdall bárust tveimur dögum fyr- ir síðasta aðalfund félagsins. Síðar kom í ljós að stór hluti umsóknanna barst allur úr einni og sömu tölv- unni. Mér höfðu borist kvartanir og ábendingar um að þessar skráningar væru ekki allar á réttum forsendum og að villt hafi verið um fyrir fólki við smölun á aðalfundinn. Í ljósi laga félagsins og ábyrgðar stjórnar ósk- aði ég eftir að starfsmaður Sam- bands ungra sjálfstæðismanna gerði handahófskennda úrtakskönnum og hringdi í eins marga umsækjendur og hann kæmist yfir. Vegna mikils fjölda var engin leið að kanna allar umsóknirnar enda þurfti að sam- þykkja þær fyrir aðalfund daginn eftir. Var honum falið að tilkynna viðkomandi einstaklingum að félag- inu hefði borist ósk um inngöngu í Heimdall og Sjálfstæðisflokkinn og að óska eftir staðfestingu þeirra. Ég taldi eðlilegra að starfsmaður SUS framkvæmdi þessa athugun frekar en ég enda er hann trúnaðarmaður allra félagsmanna og aðildarfélaga. Öll svör sem starfsmaðurinn fékk voru skráð. Kom í ljós að um 30% þeirra sem áttu að hafa skráð sig í Heimdall vildu ekki ganga í félagið og þar af leiðandi Sjálfstæðisflokk- inn. Algengustu skýringar sem við- komandi gáfu voru þessar: 1. Viðkomandi sagðist hafa skrifað undir eða gefið samþykki sitt fyrir einhverskonar stuðningsyfirlýsingu við framboð, ætlaði að mæta til að kjósa en hafði ekki ætlað sér að ganga í Heimdall eða Sjálfstæð- isflokkinn. 2. Viðkomandi ætlaði að koma að kjósa, vildi ekki ganga í Heimdall en hafði merkt á blaði að hann vildi vera skráður í og úr flokknum. 3. Viðkomandi vissi ekki að inn- ganga í Heimdall þýddi inngöngu í Sjálfstæðisflokkinn. 4. Viðkomandi sagðist ekkert kannast við málið og vildi ekki ganga í flokkinn. Margir fylgdu þessum símtölum eftir með tölvupósti þar sem þess var óskað að skráningin væri leiðrétt eða með ósk um skýringar. Stjórn- inni var því mikill vandi á höndum. Fordæmalaus vinnubrögð frambjóðanda Eftir þessi símtöl framkvæmda- stjórans var ljóst að hér var um stórt og alvarlegt mál að ræða og ekki hægt að láta sem allt væri í stakasti lagi. Það var ljóst að verið var að fá fólk til þátttöku á aðalfundinum án þess að það hafi gefið samþykki sitt fyrir því að vera skráð í félagið. Í umræðunni hefur verið marg- nefnt að ákvörðun stjórnarinnar hafi verið fordæmalaus. Það er alveg rétt enda stóð hún frammi fyrir for- dæmalausum vinnubrögðum. Fram- ferði framboðsins sem Bolli Thor- oddsen var í forsvari fyrir á sér sennilega engin fordæmi, hvorki í prófkjörum né á aðalfundum félaga. Þetta var á engan hátt sambærilegt við það þegar fólk slæðist með inn í stjórnmálaflokka í smölunum, ákveður að ganga í flokkinn til að styðja sinn mann við kosningu, en gengur síðan úr flokknum stuttu síð- ar. Slíkt er fátítt og á allra síst að hafa áhrif á úrslit í kosningum innan félaga. Vafasamar skráningar Eitt að því sem vó þungt í ákvörð- un stjórnarinnar var eyðublað sem stjórnin hafði undir höndum frá öðr- um frambjóðandanum til formanns. Stuðningsmenn og meðframbjóð- endur Bolla Thoroddsen höfðu safn- að undirskriftum á sérútbúin eyðu- blöð undir yfirskriftinni: „Skráning stuðningsmanna Heimdallar.“ Þar gafst fólki kostur á að skrifa nafn sitt og merkja við reit ef það vildi vera skráð „í fl“, eins og það var orð- að, og jafnframt gat það merkt við annan reit ef það vildi vera skráð „úr fl.“ Í ljós hefur komið að þetta skrán- ingareyðublað, sem aldrei getur tal- ist inntökubeiðni, var notað til smöl- unar á ungu fólki í félagið. Eyðublaðið var í umferð í fram- haldsskólum, sjoppum og á börum bæjarins. Frambjóðendur hafa við- urkennt tilvist eyðublaðsins og notk- un þess. Ljóst er að ungt fólk var með skipulegum hætti hvatt til að skrá sig í félagið, taka þátt í kosning- unni á aðalfundinum og yrði svo skráð úr félaginu aftur um leið og aðalfundi lyki. Auk þess var greini- legt að margir höfðu ekki hugmynd um að þátttaka í kosningunum fæli í sér aðild að Heimdalli. Öll þessi óeðlilegu vinnubrögð voru tilraun til að hafa áhrif á úrslit aðalfundarins, sem þáverandi stjórn Heimdallar og ég sem formaður báru ábyrgð á að færi fram með eðli- legum hætti. Oft er lítið við því að gera í kosningum innan félaga þegar fólk gengur í félag til þess eins að kjósa og svo úr því aftur að lokinni kosningu, enda liggja sjaldnast fyrir upplýsingar um þessi tilvik hjá þeim sem bera ábyrgð á kosningunni. Stjórn Heimdallar hafði á hinn bóg- inn upplýsingar um þessa skipu- lögðu og umfangsmiklu starfsemi annars framboðsins og gat einfald- lega ekki litið framhjá henni. Það hefði verið ófyrirgefanleg vanræksla af hálfu stjórnarinnar. Það var því miður ekki annað hægt en að taka þessa erfiðu ákvörðun. Hver getur staðið uppréttur og sagt að það sé lýðræðislegt og eðli- legt að samþykkja þessi vinnu- brögð? Allir sjá á þessum ómál- efnalegu vinnubrögðum frambjóðenda að yfirlýsingar um ólýðræðisleg vinnubrögð eiga ekki við rök að styðjast og hittir þá verst fyrir sem beita slíkum gífuryrðum. Málefnaleg ákvörðun Eftir að hafa skoðað málið vel var ákveðið að fresta afgreiðslu þessara umsókna. Stjórnarmenn gerðu sér vissulega grein fyrir því að slík ákvörðun yrði umdeild í ljósi að- stæðna og þess hita sem jafnan ríkir í kappsfullum frambjóðendum og ekki voru henni allir sammála. Stjórnarmenn sem voru í framboði viku af fundi við afgreiðslu málsins. Ekki kom til greina að fresta aðal- fundinum en hann ber samkvæmt lögum að halda í síðasta lagi 1. októ- ber og ekki kom til greina að leyfa fólki að ganga í félagið á staðnum líkt og tíðkast hefur stundum í próf- kjöri enda er slíkur viðburður ósam- bærilegur við aðalfund þar sem fé- lagsmenn eru að velja sér forystu. Með því hefði heldur ekki verið hægt að koma í veg fyrir þá sniðgöngu á eðlilegum leikreglum í félagi sem fyrirhuguð var og markvisst og skipulega hafði verið unnið að af öðr- um aðilanum. Strax um kvöldið var yfirlýsing stjórnarinnar send út til fjölmiðla þar sem forsendur þess- arar ákvörðunar voru rökstuddar. Allir eru velkomnir Í ákvörðun stjórnarinnar fólst ekki synjun um inngöngu í félagið, engum var hafnað. Það fólk sem ósk- aði eftir inngöngu í félagið í góðri trú varð því miður að bera hallann af þeim alvarlegu mistökum sem áttu sér stað í stuðningsliði annars fram- bjóðandans. Þetta fólk varð af þátt- töku á einum aðalfundi en það er mjög velkomið í hreyfinguna. Að starfa í ungliðahreyfingu stjórn- málaflokks felur ekki bara í sér að koma til að kjósa á einum aðalfundi. Að sjálfsögðu mun það fólk sem vill hreyfingunni og hugsjónum hennar vel – gleymum því ekki að það er það sem skiptir máli – koma til liðs við hana eftir aðalfund. Ný stjórn Heimdallar hefur nú ákveðið að bjóða allt þetta unga fólk velkomið í félagið með því að senda því bréf með hvatningu til þátttöku í starfinu, upplýsingum um félagið og ósk um staðfestingu á skráningu. Bolli Thoroddsen og félagar brugð- ust strax við með nýrri tilkynningu um að slíkt bréf væri móðgun við þetta nýja fólk. Eftir því sem tíminn líður í þessu máli get ég ekki annað en hugleitt hvort eitthvað annað en heill Heimdallar og Sjálfstæð- isflokksins vaki fyrir þeim sem reka mál sitt með þessum hætti í fjöl- miðlum. Í mínum huga virðist fátt annað unnið með því en að vekja meiri illdeilur og skapa neikvæðari ímynd. Það felur að minnsta kosti ekki í sér neina úrlausn á þeim ágreiningi sem uppi er. Stóru orðin voru ekki spöruð Ég hefði talið æskilegra fyrir ungt fólk í upphafi stjórnmálaferils síns að skilja annað eftir en fúkyrði og upphrópanir í garð flokksfélaga sem hafa um árabil unnið óeigingjarnt starf í þágu félagsins og Sjálfstæð- isflokksins. Á þeim stutta tíma sem nú er liðinn frá aðalfundinum hafa Bolli og félagar sent frá sér fimm yf- irlýsingar í fjölmiðla þar sem stóru orðin hafa ekki verið spöruð: „And- lýðræðisleg vinnubrögð“, „ofbeldi gagnvart ungu fólki“, „skrípaleikur“, „svindl“ og „svik“. Þarna lætur ungt fólk falla stór orð í garð flokksfélaga sinna. Að auki hefur verið vegið að starfsheiðri framkvæmdastjóra Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem er ekki þekktur fyrir annað en að sinna starfi sínu af vandvirkni og í þágu Sjálfstæðisflokksins. Stundum er það þannig að hinn seki bregst til varnar með reiði, upp- fullur af heilagri vandlætingu. Ég lít svo á að þessi orð hafi fallið í hita leiksins. Mér dettur ekki í hug að taka þessi orð nærri mér og mun ekki erfa þau við nokkurn mann. Kæruleið ekki farin Telji Bolli Thoroddsen og félagar hans að á sér hafi verið brotið – trúi þau því raunverulega að þau hafi hreinan skjöld í þessu máli – er rétt- ast að þau leiti réttar síns á viðeig- andi vettvangi innan Sjálfstæð- isflokksins en ekki í fjölmiðlum. Sjálfstæðisflokkurinn er lýðræð- islegur flokkur og hægt er að skjóta ákvörðunum sem þessum og niður- stöðu aðalfundarins til miðstjórnar flokksins. Ég tel að í ljósi þeirra upplýsinga sem við höfðum fyrir fundinn hafi verið komist að réttri niðurstöðu. Hver ábyrgur maður sem hefði verið í mínum sporum hefði komist að sömu niðurstöðu. Hver hefði viljað bera ábyrgð á því að hafa hleypt hundruðum manna inn í félagið dag- inn fyrir aðalfund, sem vildu ekki vera þar, þar á meðal trúnaðarmenn í ungliðahreyfingum Samfylking- arinnar, Framsóknarflokksins og VG, en hefðu engu að síður mætt til að velja forystu í félaginu og líklega haft veruleg áhrif á atkvæðamagn annars frambjóðandans? Slík vinnu- brögð hefðu getað talist ólýðræð- isleg, ekki síst gagnvart þeim 4.100 félagsmönnum sem þegar eru skráð- ir og margir þeirra starfandi á vett- vangi félagsins. Samstaða skiptir máli Nú eigum við að líta fram á veginn og hugsa hvað við getum gert til að græða sárin og efla hreyfinguna. Ráðlegt er í ljósi þessarar reynslu að fara yfir lög félagsins og ræða mögu- leika þess að setja ákvæði þess efnis að menn verði að hafa starfað þar í ákveðinn tíma til að öðlast kosninga- rétt. Slíkar reglur gilda víða um að- ild félaga að æðri stofnunum flokks- ins. Ég óska þess að ákveðnir flokksmenn hætti þessum ómaklegu árásum á félagið, sem þeir segjast bera hag fyrir brjósti og komi til liðs við þann öfluga hóp af ungu fólki sem heldur ávallt merki félagsins á loft – líka þegar á móti blæs. Mestu máli skiptir að við sýnum samstöðu um að efla Sjálfstæðisflokkinn og framgang sjálfstæðisstefnunnar í ís- lensku þjóðfélagi. Ef við bregðumst þeirri skyldu okkar er veruleg hætta á að raunveruleg andlýðræðisleg öfl komist til valda á Alþingi Íslendinga. Farið að lögum Heimdallar Eftir Magnús Þór Gylfason Höfundur er fyrrverandi formaður Heimdallar, félags ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík. Eyðublaðið þar sem fólki gefst kostur á að skrá sig í flokkinn og úr honum samtímis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.