Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 25
læmubátum og piquín-eldpaprikum (eða eldpaprikusósu). Meðlætið er haft á hliðardiski og gesturinn skammtar sér sjálfur eftir smekk. Fyllt eldpaprika (Chiles rellenos de quesillo) 12 stk. poblano eldpaprikur, má nota græna papriku 500 g quesillo-ostur (rifinn) 12 blöð ilmnjóli (má sleppa) 4 eggjarauður 4 eggjahvítur 8 msk. hveiti 2 tsk. salt 1 bolli olía (til steikingar) Sósan 1 lítri niðursoðnir tómatar 1½ msk. olía 1 msk. laukur í sneiðum 2 geirar hvítlaukur 2 stk. lárviðarlauf salt Grillið eldpaprikurnar, kælið þær síðan og flysjið. Gerið skurð eftir endilöngum ávöxtunum og hreinsið fræ og fræstæði í burtu. Fyllið síðan ávextina með ostinum og komið einu laufi fyrir í hverjum ávexti. Veltið eld- paprikunum upp úr hveiti og setjið til hliðar. Stífþeytið eggjahvíturnar og hrærið eggjarauðunum saman við einni í einu ásamt salti og ½ msk. af hveiti fyrir hvert egg. Hitið 1 bolla af olíu í potti. Hyljið eldpaprikurnar með eggjablöndunni og steikið gullinbrúnar. Snúið eld- paprikunni á pönnunni eftir þörfum. Þegar eldpaprikan er tilbúin, færið hana upp á disk hellið sósunni yfir og berið fram strax. Berið fram með hrísgrjónum. Sósan: Kraumið laukana í 1½ msk. olíu í potti og bætið síðan niðursoðnu tómötunum út í pottinn ásamt lárvið- arlaufinu. Sjóðið í um 10 mínútur. Að því búnu er sósan sett í blandara eða matvinnsluvél og maukuð. Eldpaprikur og paprikur er hægt að grilla á þrjá vegu. Halda má ávextinum í opnum eldi (gasloga) þar til hann verður svartur og alsettur blöðrum. Ávöxturinn er síðan látinn svitna í lokuðum plast- poka í um 8–10 mínútur. Önnur aðferð er sú að steikja ávöxtinn í olíu þar til hann verður al- settur blöðrum. Nauðsynlegt er þó að skera í ávöxtinn eftir endilöngu áður en hann er steiktur til að koma í veg fyrir að hann springi. Þriðja og þrifalegasta aðferðin er sú að maka ávöxtinn í olíu og grilla hann í ofni þar til hann verður svartur og alsettur blöðrum. Ostafondú (Queso Fondido con Champ- iñones) 1 bolli rifinn ostur 1 msk. smjör 60 g sveppir tortillur Sveppirnir eru steiktir í smjörinu og kryddaðir með salti og pipar. Cazuelitas (lítil eldföst leirskál eða diskur) eða pottur er smurður að inn- an. Osturinn er settur í skálina ásamt helmingnum af sveppunum. Skálinni/ pottinum er lokað með álpappír og komið fyrir á eldavél eða í ofni. Þegar osturinn er að byrja að bráðna er ál- pappírinn fjarlægður. Þegar hann er að fullu bráðinn er afgangurinn af sveppunum settur yfir ostinn. Rétt- urinn er borinn fram með tortillum og salsa freska. Salsa freska (Salsa mexicana) 1 stk. tómatur, fræhreinsaður og skorinn fínt 2 stk. jalapeno-eldpaprika, skorin fínt 1 stk. laukur, skorinn fínt 8–10 greinar kóríander, skorinn fínt salt læmusafi Öllu blandað saman og smakkað til með salti og læmusafa. Salsa verde 4 stk. serrano-eldpaprikur 15 tomatillos 1 stór geiri hvítlaukur ½ bolli kóríanderlauf 1 stór lárpera 150 g ferskur ostur ½ laukur, skorinn í sneiðar Sjóðið eldpaprikuna í um 5 mín- útur í vatni, bætið tomatillos saman við og sjóðið í 3 mínútur í viðbót. Að því búnu eru eldpaprikurnar og tom- atillos færð upp úr og þerrað. Þetta er síðan sett í blandara eða mat- vinnsluvél ásamt hvítlauknum og kóríandernum og maukað. Þegar sósan er borin fram er lár- peran, lauksneiðarnar og osturinn sett yfir sósuna. Þessi sósa er líka algeng hrá. Þá er innihaldið sett hrátt í blandarann ásamt lárperunni og maukað. Guacamole 2 stórar lárperur 4 msk. laukur, skorinn fínt 2 stk. tómatar, fínt saxaðir 2 serrano eldpapaprikur, skornar fínt 3 msk. kóríanderblöð, fínt söxuð 1 msk. ólífuolía læmusafi salt Skerið lárperuna í tvennt og skafið holdið innanúr með skeið og stappið með gaffli. Hrærið afgangnum af uppskrift- inni saman við og smakkið til með læmusafa og salti. Hveititortilla 4 bollar hveiti 1½ tsk. salt 1¾ bollar vatn, volgt 4 msk. plöntufeiti eða önnur feiti olía 50 ml Blandið saman þurrefnunum í skál. Hrærið feitinni og vatninu saman við og hnoðið vel. Látið deigið hvílast í 20–25 mínútur undir klæði. Fletjið síðan deigið út og skerið út 15 eða 23 sm tortillu kökur úr deiginu. Bakið síðan kökurnar á þurri pönnu. Upp- skriftin gefur um 20 fimmtán sentí- metra kökur. Mexíkóskur rjómi 2 bollar sýrður rjómi 1⁄3 bolli mjólk 1 tsk. salt Blandið þessu vel saman og komið löguninni fyrir í kæli þar til hún þykknar. DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 25 BAUNIR eru algengari á diskum Mexíkóa en kartöflur eru á disk- um okkar Íslendinga og gildir þá einu um hvort átt er við kvöld- verð, hádegis- eða morgunmat. „Tvær tegundir baunarétta eru al- gengastar; frijoles de la olla, eða baunapottur eru soðnar baunir sem borða má sem einfaldan baunarétt með korntortillu, en eru algengari sem grunnur fyrir ýmsa baunarétti. „Frijoles refritos, eða steiktar baunir, er hin teg- undin og er hún mun al- gengari, enda notuð sem meðlæti með mörgum mexíkóskum réttum,“ segir Þráinn. Eftir að baunirnar hafa verið soðnar eru þær settar í blandara eða mat- vinnsluvél og maukaðar. Til þess að baunirnar maukist betur er vatni hellt saman við. Þegar þessu er lokið eiga baunirnar að vera eins og fljótandi leðja. „Þá er komið að steiking- unni, en samkvæmt hefðinni á ekki að nota olíu heldur svínafeiti, en þar sem varla er hægt að hugsa sér óholl- ara hráefni til steikingar en dýrafitu nota ég olíu, um það bil tvær matskeiðar á móti einum lítra af baunum. Olían er hituð í potti og laukur og geirlaukur steiktur brúnn í ol- íunni. Þegar því er lokið eru lauk- arnir ýmist látnir vera áfram í ol- íunni eða fjarlægðir. Það fer eftir smekk hvers og eins hvorn kost- inn hann velur en ég kýs að fjar- lægja laukana. Baunaleðjan er nú sett út í olíu- na og steikt þó eflaust væri rétt- ara að segja soðin. Baunirnar eru látnar malla við vægan hita þar til þær hafa soðið niður og þykknað. Gæta skal þess að baunastappan heldur áfram að þykkna eftir að hún hefur verið færð af hitanum og því betra að gera það nokkru áður en réttri þykkt er náð. Það er auðvitað smekksatriði hversu þykkar menn vilja hafa „frijoles refritos“ en að mínu mati eru þær bestar á þykkt við kartöflumús. Eins og nafnið refridos gefur til kynna ætti að steikja baunirnar tvisvar og þannig er það sam- kvæmt hefðinni. Núorðið er það sjaldan gert, enda tekur það lang- an tíma og gerir réttinn afar óhollan. En þegar hefðinni er fylgt er baunamaukið steikt aftur og nú í mikilli svínafitu þannig að áferð þess verður gljáandi og olíu- kennd.“ Þráinn segir frijoles refritos geta virst ólystugt í fyrstu, enda sé um að ræða svargrátt eða brúnt mauk sem lítið virðist hafa komist í snertingu við steikarpott. Maukið á ekki að vera fljótandi eða mjög blautt, en ef svo er hefur það ekki verið soðið vel niður eftir að hafa verið maukað, að hans sögn. Í frijoles refritos má nota flest- ar gerðir bauna, en algengastar eru svartbaunir sem eru allsráð- andi í Mið- og Suður-Mexíkó. Í Norður-Mexíkó eru hins- vegar brúnar baunir notaðar eins og nýrnabaunir, pinto, bayo eða flor de mayo. Þeg- ar frijoles refritos er borið fram er algengt að ostur sé mulinn yfir baunirnar og nokkrum totopos-flögum stungið í. „Mexíkóar eru miklar baunaætur og kom það mér á óvart þegar ég fyrst kom til Mexíkó að þeir eru ekkert fyrir að leggja baunir í bleyti fyrir suðu. Baunirnar eru skolaðar, settar yfir til suðu í vatni sem nemur rúm- lega þreföldu magni baun- anna og ekki saltaðar fyrr en á lokastigi eldunarinnar. Ef baunir eru soðnar í salt- vatni verða þær seigar. Þetta gildir um allar baunir. Þeg- ar baunirnar byrja að sjóða er lækkað undir pottinum og soðið við vægan hita í 1½–2½ tíma, eftir gerð baunanna. Oft er haldið fram að með því að leggja baunir í bleyti fyrir suðu megi komast hjá meltingartrufl- unum, eins og vindgangi. Mexík- óskir matreiðslumenn staðhæfa hins vegar að það eina sem ávinnst sé styttri eldunartími,“ segir Þráinn. Baunir í flest mál Steiktar baunir og fleira gott.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.