Morgunblaðið - 30.10.2003, Page 20

Morgunblaðið - 30.10.2003, Page 20
AUSTURLAND 20 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Klapparstíg 44, sími 562 3614 Pipar og salt Mortel og ostaskeri Tilboð í dag, föstud. og langan laugardag. Tilboð gilda á meðan birgðir endast. Hvítt marmara Mortel kr. 1.600 Ostaskeri kr. 1.200 Settið kr. 2.800 Tilboðsverð kr. 1.800 Grænt marmara Mortel kr. 2.300 Ostaskeri kr. 1.400 Settið kr. 3.700 Tilboðsverð kr. 2.700 Egilsstöðum | Í dag verður Há- skólanámssetur Fræðslunets Aust- urlands á Egilsstöðum vígt við formlega athöfn. Líneik Anna Sævarsdóttir for- stöðumaður segir að í sumar sem leið hafi verið gerður samningur milli Fræðslunets Austurlands og menntamálaráðuneytis um upp- byggingu háskólanámsseturs á Egilsstöðum. „Verkefnið er fjár- magnað í tengslum við samkomu- lag menntamálaráðuneytis og iðn- aðarráðuneytis um verkefni á sviði byggðamála,“ segir Líneik Anna. „Í því felst að byggð verður upp sérstök aðstaða fyrir háskólanema í fjarnámi og unnið að þróun tengsla atvinnulífs og rannsókna- stofnana á Austurlandi við há- skólanám í landinu.“ Styrkir tengsl við rann- sóknastofnanir og atvinnulíf Í háskólanámssetrinu verður að- staða fyrir kennara til að hitta nemendahópa og til að vinna tíma- bundið að verkefnum á Austur- landi. Fjarnemar fá aðgang að góð- um tölvutengingum, öflugum tölvum og fjarfundabúnaði. Þá eru tilbúnar kennslustofur og aðstaða fyrir hópa- og verkefnavinnu. Lín- eik Anna segir að allir fjarnemar séu velkomnir, þótt einkum sé reiknað með að íbúar í nágrenninu nýti sér þjónustu setursins reglu- lega. „Fræðslunetið mun í gegnum starfsemina byggja styrkari tengsl við rannsóknastofnanir og aust- firskt atvinnulíf með það að mark- miði að íbúar Austurlands verði virkir þátttakendur í miðlun þekk- ingar og þróun háskólanáms á landsvísu,“ segir Líneik Anna að lokum. Í dag eru liðin fimm ár frá því að Fræðsluneti Austurlands var hleypt af stokkunum og verður þeirra tímamóta einnig minnst við vígsluna, sem hefst kl. 16 í dag í húsnæði háskólanámssetursins á Tjarnarbraut 39e á Egilsstöðum. Háskólanámssetur orðið að veruleika Neskaupstað | Skipverjar á Bjarti NK 121 tóku fálka upp á arma sína þar sem þeir voru á veiðum á Þórs- banka fyrr í vikunni. Fálkinn hefur nú verið snyrtur til og gefið að éta á Náttúrufræðistofnun í Reykjavík og er hinn hressasti. Björgvin Þórarinsson skipverji á Bjarti segir að fálkinn hafi verið bú- inn að fljúga á milli skipa í nokkra daga. „Hann var orðinn slæptur greyið svo ég henti úlpunni minni yfir hann og tók um borð“ segir Björgvin. Fálkinn var settur í bláa síldartunnu og byrgt fyrir með netadræsu. Björgvin reyndi að gefa honum mávakjöt að éta en fálkinn, sem umvifalaust var nefndur Davíð, var áhugalaus með öllu um ætið. Þegar í land var komið tók Björg- vin fálkann með sér í bíl til Egils- staða og þaðan fór hann með flugi til Reykjavíkur, þar sem Þorvaldur Björnsson, starfsmaður Nátt- úrufræðistofnunar, tók við honum. Þorvaldur segir þetta vera Ís- landsfálka og sjötta fuglinn sem lendi inni hjá honum frá því í haust. Skjótt kom í ljós að Davíð var dama og tók Þorvaldur við að hreinsa af henni grút, þvo henni, þurrka og snyrta fjaðrir. „Hún var lengi í hár- greiðslunni daman og var hreint ekki ánægð, gargaði og yggldi sig herfilega meðan á þessu stóð,“ seg- ir Þorvaldur. „Hún borðar vel og er bara frísk. Ég hef verið að gefa henni gæsabringur, teistukjöt og nautakjöt og þetta rennur ofan í hana á ógnarhraða, svo hún er al- spræk að verða.“ Þorvaldur reikn- ar með að sleppa dömunni Davíð um helgina, á rjúpnafriðunar- svæðið ofan við Reykjavík: „Þó að við aumingjarnir megum ekki skjóta rjúpur, þá ætti fálkinn að geta haft þar gott æti.“ Aðframkominn fálki tekinn um borð í Bjart frá Neskaupstað Daman Davíð tekin á löpp á Þórsbanka Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Fálki í síldartunnu: Hann var ekki beint ánægður með prísundina. Kom fálkanum til bjargar: Björgvin Þórarinsson, skipverji á Bjarti, skilaði fálkanum í síldar- tunnu til aðhlynningar í Reykjavík. Fjarðabyggð | Eskfirðinga- og Reyðfirðinga- kaffi var haldið með pomp og prakt í Reykja- vík á dögunum. Þá hittust brott- fluttir Eskfirð- ingar og Reyð- firðingar og rifjuðu upp gamla og góða daga eystra. Hátt í 200 manns mættu til fagn- aðarins, sem þótti takast einkar vel. Hefur það verið siður hjá þessum hóp síðustu 23 árin að hittast fyrsta sunnudag í vetri og stinga saman nefjum. AuðbjörgJóhanns- dóttir frá Eskifirði. Þeir áttu allir eitt sinn heima á Reyðarfirði: Helgi Seljan er hér í góðum félagsskap þeirra Guðmundar Magnússonar og Thulin Johansen. Fjórar fræknar frá Eskifirði, fermingarsystur frá 1946, f.v.: Árný Friðriks- dóttir, Katrín Rósmundsdóttir, Ása Ásmundsdóttir og Maggý Ingvarsdóttir. Brottfluttir Eskfirðingar og Reyðfirðingar gera sér glaðan dag Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Egilsstöðum | Í dag er haldið í Valaskjálf á Egils- stöðum Haustþing ungs fólks á Héraði. Málefni þingsins beinast fyrst og fremst að aldurshópnum 16–25 ára en snerta einnig nemendur 10. bekkjar. Haustþing ungs fólks fjallar að þessu sinni um samfélagið eins og unga fólkið vill sjá það árið 2010 og yfirskrift þingsins er „2010, hver er ég – hvar verð ég“. Þar gefst ungu fólki tækifæri til að koma sinni sýn á fram- færi og ráðamönnum Austur-Héraðs að heyra rödd unga fólksins. Þetta er í annað sinn sem slíkt þing er haldið á Héraði, en bæjarstjórn Austur-Héraðs hefur ákveðið að ár- lega verði haldið þing ungs fólks á Héraði. Á þinginu fjalla þrír vinnuhópar um málefni sem snerta framtíðarsýn unga fólksins. Einn hópur fjallar um umhverfis- og skipulagsmál, annar um atvinnumál og sá þriðji um mann- lífs- og menningarmál. Niðurstöður úr vinnuhópunum verða kynntar og ræddar í þinglok. Samþykktir þings- ins verða síðan lagðar fyrir fund fræðslu- og menningarráðs Austur- Héraðs til umfjöllunar og að því loknu lagðar fyrir sveitarstjórn Aust- ur-Héraðs. Haustþing ungs fólks á Héraði hefst í Valaskjálf klukkan 15:30. Allt ungt fólk mun vera velkomið á þingið og er þátttaka ekki bundin við búsetu á Austur-Héraði. Unga fólkið á Austur-Héraði þingar Hver er ég og hvar verð ég árið 2010? Unga fólkið lætur rödd sína heyrast: Haustþing ungs fólks á Austur-Héraði er haldið í dag. Ljósmynd /ÁÓ Göng | Lokið er við að sprengja einn fjórða hluta af heildarlengd Fá- skrúðsfjarðarganga, eða rúmlega 1.470 metra. Vel hefur gengið að vinna við göngin og náðust til dæmis 159 metrar á sjö daga tímabili, sem er metárangur til þessa. Reyð- arfjarðarmegin eru göngin orðin rúmlega 830 metra löng, en 642 metrar Fáskrúðsfjarðarmegin. Heilbrigðisstofnun | Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga vantar 90 milljónir króna til að Heilbrigð- isstofnun Austurlands geti viðhaldið óbreyttri starfsemi. Mismunurinn samsvarar kostnaði við heilbrigð- isþjónustu á Vopnafirði eins og hún leggur sig. Fjárlagatillögur gera ráð fyrir 1.170 milljónum til rekstur HSA en áætlun stofnunarinnar nam 1.260 milljónum króna.    Tískuverslun Laugavegi 25

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.