Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Flíspeysa sem er alltaf eins og ný ÉG er móðir sem á tveggja ára dreng og er eins og flestum foreldrum umhug- að um að kaupa á hann föt sem eru þægileg og líta vel út þó ég þvoi fötin oft. Ég kaupi gjarnan flísfatnað þar sem hann er bæði þægilegur fyrir barnið og hlýr, en ég hef rekið mig á að gæðin á flísefni eru væg- ast sagt mjög misjöfn og langt í frá að allt flísefni sé eins. Ég hef lent í að kaupa flíssokka og -peysu sem eft- ir nokkur skipti og bara einn þvott leit út eins margra ára gamalt og vel notað hundateppi og skilj- anlega er lítið gaman að klæða barnið í slíka flík. En núna er ég búin að taka gleði mína á ný, ég fór í verslunina Blanco y Negro á Laugaveginum í sumar og keypti þessa fínu flíspeysu á drenginn minn. Það er svo gott efni í peys- unni, það er sama hvað ég þvæ hana oft, hún er alltaf eins og ný. Það sem meira er, mig langaði til að hafa peysuna aðeins öðruvísi en peysurn- ar í búðinni og var mér bara boðið að fá hana eins og ég vildi án aukagreiðslu, það væri ekkert mál. Þetta kalla ég frábæra þjónustu! Það er líka svo gott að vita að ennþá skuli vera til staðir með persónulega og faglega þjónustu. Anna Björg Hjartard. Ráð við músagangi HÉR kemur ráð frá les- anda til konunnar með músaganginn sem skrifaði í Velvakanda sl. þriðjudag. Mér var sagt að kaupa tólg og dreifa um kjallar- ann í gamla húsinu mínu sem ég nota fyrir sumarbú- stað. Það svínvirkaði. Engin ný músaspörð sl. ár! – Gangi henni vel. Ó.Á. Vegaframkvæmdir á Reykjanesbraut ÉG vil koma á framfæri áskorun til þeirra verktaka sem eru að leggja nýja ak- rein á Reykjanesbrautinni að þeir setji upp betri merkingar þar sem er sett- ur krókur á veginn. Finnst þetta ekki nægilega vel merkt og tel hættu á óhöppum vegna þessa, ekki síst þegar hálka er á braut- inni. Sigrún. Skora á endursýningu ÉG skora á RÚV að end- ursýna myndina um frönsku stelpuna sem var með anorexíu. Ég missti af myndinni og þykir mér það leitt, því mikið hefur verið talað um hana og hve góð hún var. Áhorfandi. Enn um músagang LESANDI hafði samband við Velvakanda vegna pist- ils sem birtist sl. þriðjudag um ráð við músagangi. Sagði lesandi að hægt væri að fá í Byko lítil hús sem mýsnar sækja inn í og væri hægt að veiða þær í þessi hús og sleppa þeim síðan. Þakkir fyrir góða grein ÉG vil koma á framfæri þökkum til Guðrúnar Jó- hannsdóttur vegna greinar í Morgunblaðinu laugar- daginn 25. okt. Hún skrifar mjög góða grein og vil ég þakka henni fyrir hana og er henni alveg sammála. Hún var að svara kennara á Akranesi sem skrifaði níð- grein um bændur. Sigríður Atladóttir. Húrra fyrir Siv ÉG hrópa húrra fyrir Siv Friðleifsdóttur sem hefur staðið sig mjög vel í að framfylgja rjúpnabanninu. S.A. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag fara út Goðafoss og Arnarfell. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 10 boccia, kl. 13 myndlist. Hársnyrt- ing, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 9–12.30 bókband, kl. 9.30 boccia, kl. 10.30–10.55 helgistund, kl. 11 leik- fimi, kl. 13–16.30 smíð- ar og handavinna, kl. 13.30 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 bókband. Félagsstarfið, Dal- braut 27. Kl. 8–16 handavinnustofan op- in, almenn handavinna. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað, hárgreiðslustofan opin og postulín, kl. 13 handavinna, kl. 9–16.30 púttvöllurinn opinn þegar veður leyfir. Félagsstarfið, Furu- gerði 1. Kl. 9 aðstoð við böðun, alm. handa- vinna, smíðar og út- skurður. Kl. 13.30 boccia. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 bað og glerskurður, kl. 10–11 leikfimi, kl. 9–12 hárgreiðsla, kl. 13.30 sönghópurinn, kl. 15.15 dans. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hár- greiðsla, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Kl. 9 videókrókurinn opinn, kaffi. Pútt í Hraunseli kl. 10–11.30. Leikfimi í Bjarkarhúsi kl. 11.20. Glerlist kl. 13. Orlofs- farar á Vestfirði í sum- ar, munið myndasýn- inguna í dag kl. 14. Boðið upp á kaffi. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Brids í dag kl. 13. Framsögn kl. 16.15. Félagsvist kl. 20. Félagsstarf eldri borgara, Mosfellssveit. Opið kl. 13–16, bók- band, kl. 13 tréskurð- ur, kl. 13.30 les- klúbbur, kl. 17 starf kórs eldri borgara, Vorboðar. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–15 handavinna, kl. 9.05 og 9.55 leikfimi, kl. 9.30 glerlist og ker- amik, kl. 10.50 róleg leikfimi, kl. 13 gler- og postulín, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línu- dans. Dagskránni, sem vera átti í dag kl. 14, er frestað um óákveðinn tíma. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulín, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handavinna, brids kl. 13. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, perlu- saumur, kortagerð og hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 boccia , kl. 11 leikfimi, kl. 14 fé- lagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–13 bútasaumur, kl. 10–11 boccia, kl. 13–16 hannyrðir, kl.13.30–16 félagsvist. Hársnyrt- ing og fótaaðgerðir. Korpúlfar, Grafarvogi. Á morgun er sund- leikfimi í Grafarvogs- laug kl. 9.30. Norðurbrún 1. Opin vinnustofa kl. 9–16.45. Kl. 10–11 ganga, leir. Vesturgata. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 bað, kl. 9.15–15.30, handavinna, kl. 9–10 boccia, kl. 10.15–11.45 enska, kl. 13–14 leik- fimi, kl. 13–16 kóræf- ing. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, perlusaumur og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og boccia, kl. 13 handmennt og brids. Ættfræðifélagið. Fé- lagsfundur í kvöld kl. 20.30 á Laugavegi 162, 3. hæð. Gunnar B. Guðmundsson frá Heiðarbrún flytur fyr- irlestur um íslenskar fornættir. Allir vel- komnir. Gullsmárabrids. Bridsdeild FEBK, Gullsmára, spilar í fé- lagsheimilinu í Gull- smára 13 mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leikfimi í Bláa salnum kl. 11. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.20 í Digra- neskirkju. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborgar- svæðinu, Hátúni 12. Kl. 19.30 tafl. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58–60. Fundur kl. 17 í umsjá Valgerðar Gísla- dóttur. Allar konur velkomnar. Blóðbankabílinn. Ferðir blóðbankabíls- ins: sjá www.blodbank- inn.is Í dag er fimmtudagur 30. októ- ber, 303. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Sannlega, sannlega segir ég yður: Sá sem trúir hefur eilíft líf. (Jóh. 6, 47.)     Vefþjóðviljinn fjallarum þingsályktun- artillögu um aðgerðir til að draga úr „fyrir- sjáanlegu ójafnvægi í byggðamálum“. Hann vitnar í greinargerð með tillögunni:     Vandinn er nefnilega sá,ef marka má grein- argerðina, að verið er að gera of mikið í byggða- málum og þess vegna þarf að gera meira. Þetta hljómar auðvitað ein- kennilega í eyrum flestra, sem skýrist af því að flestir eru ekki þingmenn annarra kjördæma en Norðausturkjördæmis. Flutningsmenn þings- ályktunartillögunnar eru tveir nútímalegir þing- menn Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi og þeir sjá fyrir sér mikinn vanda í kjördæmi sínu vegna framkvæmda í næsta kjördæmi. Og þar sem þeir telja að ríkið beri ábyrgð á fram- kvæmdunum í næsta kjördæmi vilja þeir að ríkið hlutist til um enn frekari framkvæmdir annars staðar, og þá vafalaust í Norðvest- urkjördæmi.     Orðin kjördæmapot ogsérhagsmunagæsla eru meðal fjölmargra sem koma upp í hugann þegar slíkar tillögur eru lesnar, en tillagan sýnir hve langt sumir þing- menn – jafnvel þessir nú- tímalegu jafnaðarmenn – eru tilbúnir að ganga til að kaupa atkvæði. En um leið sýna þeir óvart fram á hve vitlaus hin svokall- aða byggðastefna er, því ef marka má tillöguna verður aldrei nóg að gert í byggðamálum. Einn landshluti eða eitt byggð- arlag mun væntanlega alltaf fá meira í sinn hlut en aðrir þegar ríkið út- deilir skattfé í nafni byggðastefnu, og þá verður það væntanlega alltaf að nýrri og nýrri röksemd fyrir auknum framlögum til mála- flokksins. Ef mikið er framkvæmt á Norðaust- urlandi þarf næst að framkvæma mikið á Norðvesturlandi, því næst á Suðurlandi og svo koll af kolli, hring eftir hring.     Hugmyndir um meint„ójafnvægi í byggða- málum“ eða tilraunir til að ná fram „jafnvægi í byggð landsins“ eru af ýmsum ástæðum dæmdar til að mistakast. Og jafn- vel þótt ríkið kæmist að niðurstöðu um að einhver tiltekin dreifing byggðar væri æskilegt markmið í byggðamálum og tækist að þvinga þá dreifingu fram, þá verður aldrei hægt að kalla þá dreif- ingu jafnvægi. Ríkið mun aldrei geta tryggt jafn- vægi í byggð landsins nema með því að hætta afskiptum af byggðaþró- un. Ríkið getur hins veg- ar, með því að dreifa skattfé út um landið, við- haldið ójafnvægi í byggð landsins og komið í veg fyrir að eðlilegt jafnvægi náist.“ STAKSTEINAR „Ójafnvægi“? Víkverji skrifar... KLUKKAN er rétt gengin í níu ogvið silumst áfram í bifreið Vík- verja í langri bílaröð niður Arn- arneshæðina. Víkverji, sem er á leið til vinnu, slær fingrum á stýrið í óþolinmæði en endalaus bílalestin mjakast ekki hraðar fyrir vikið og Víkverja gefst því gott tóm til að láta hugann reika. x x x SÚ HUGSUN að hjóla, ganga tilvinnu eða að taka jafnvel strætó höfðar til óskhyggju Víkverja eins og væntanlega fleiri. Þannig gæti hann hugsanlega grennt sig, bætt úthald og dregið úr útblásturs- mengun í höfuðborginni. En ekkert af þessu verður að veruleika eða stendur í reynd til; Víkverji mun áfram gera út tvo bíla (og bæta kannski mótorhjóli við). Raunar tel- ur Víkverji að umræða um einkabíla sé á miklum villigötum. Verst þykir honum þegar rangra spurninga er spurt í upphafi eða upphafstónninn er fullyrðing sem ekki er ætlast til að nokkur sála dragi í efa. Fyrir fáum árum var fluttur sjón- varpsþáttur um fólksfækkun í byggðunum á Vestfjörðum. Upp- hafsspurning fréttamannsins var sú til hvaða aðgerða þyrfti að grípa til þess að stöðva þá þróun eða jafnvel snúa henni við. Þeirri spurningu var aldrei varpað fram hvort nauðsyn- legt væri að gera nokkurn skapaðan hlut. Eða hvort eðlilegt væri að hið opinbera verði almannafé til þess að draga úr að fólk flytti úr einum landshluta í annan. Með svipuðum formerkjum hefur umræðan um einkabíla verið að undanförnu. Stað- hæft er að óheft og vaxandi umferð einkabíla gangi ekki. Hvaða goð- umlíka vera hefur letrað þau sann- indi á himininn? hugsar Víkverji með sér í röðinni. Áratugum saman hefur einkabílum fjölgað án þess það hafi valdið teljandi vandræðum svo lengi sem menn hafa brugðist eðli- lega við og greitt fyrir umferðinni. x x x VÍKVERJI silast enn áfram í bíla-lestinni endalausu en í huganum brunar hann áfram eftir breiðum og fallegum stofnæðum með mörgum akreinum og mislægum gatnamót- um. Víkverji telur raunar að höfuð- borgarbúar, sem í reynd en ekki í óskhyggju hafa kosið og munu kjósa einkabílinn, eigi heimtingu á að þannig sé staðið að málum að helstu stofnæðar beri bílaumferðina. Að íbúar úthverfanna komist með sæmilegum hætti til vinnu sinnar. Víkverji slær enn fingrum á stýrið og veltir því fyrir sér hvort það sé ekki í senn viljaleysi og virðing- arleysi við íbúa höfuðborgarsvæð- isins sem veldur því að þorri þeirra situr fastur alla morgna í biðröðum á helstu samgönguæðum höfuðborg- arinnar? Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið/SverrirHaust LÁRÉTT 1 fat, 4 fress, 7 lengd- areining, 8 undirokun, 9 nytjar, 11 umrót, 13 hitti, 14 fuglar, 15 maður, 17 vætlar, 20 stór geymir, 22 rekur í, 23 skvettum, 24 starfsvilji, 25 steinn. LÓÐRÉTT 1 beiskur, 2 grafar, 3 svelgurinn, 4 haltran, 5 ansa, 6 að innanverðu, 10 selur dýrt, 12 eldiviður, 13 leyfi, 15 yfirhöfnin, 16 illa innrætt, 18 sjúk, 19 áflog, 20 þroska, 21 gá- leysi. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 rembihnút, 8 undur, 9 lofar, 10 gil, 11 narta, 13 tuðar, 15 skálk, 18 gilda, 21 aur, 22 kjóll, 23 eimur, 24 risaeðlur. Lóðrétt: 2 eldur, 3 borga, 4 hollt, 5 úlfúð, 6 kunn, 7 frúr, 12 tel, 14 uni, 15 sekt, 16 ábóti, 17 kalda, 18 greið, 19 lömdu, 20 akra. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.