Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni kvenna, SS-bikarinn, 8 liða úrslit: Fram – Haukar......................................20:30 Fylkir/ÍR – FH......................................15:28 ÍBV – Stjarnan ......................................28:24 Mörk ÍBV: Anna Yakova 10, Sylvia Strass 7, Birgit Engl 3, Alla Gorkorian 2, Anja Nielsen 2, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 1, Elísa Sigurðardóttir 1, Guðbjörg Guð- mannsdóttir 1. Mörk Stjörnunnar: Rakel Dögg Braga- dóttir 10, Sólveig Kærnested 4, Jóna Mar- grét Ragnarsdóttir 4, Anna Einarsdóttir 3, Hind Hannesdóttir 2, Elísabet Gunnars- dóttir 1. KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna UMFN – Keflavík .................................58:90 Stig UMFN: Andrea Gaines 17, Auður R. Jónasóttir 11, Eva Stefánsdóttir 9, Dianna B. Jónsdóttir 9, Gréta M. Jósepsdóttir 6, Guðrún Ó. Karlsdóttir 4, Margrét K. Sturludóttir 2. Stig Keflavíkur: Birna I. Valgarðsdóttir 19, Erla Þorsteinsdóttir 17, María B. Er- lingsdóttir 13, Kristín Blöndal 11, Rann- veig K. Randversdóttir 8, Anna M. Sveins- dóttir 8, Svava Ó. Stefánsdóttir 7, Erla Reynisdóttir 5, María R. Karlasdóttir 2. Staðan: ÍS 5 4 1 317:278 8 Keflavík 5 3 2 421:339 6 Njarðvík 5 3 2 311:311 6 ÍR 5 2 3 308:351 4 KR 4 1 3 246:273 2 Grindavík 4 1 3 220:271 2 NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Philadelphia – Miami ............................89:74 San Antonio – Phoenix..........................83:82 LA Lakers – Dallas .............................109:93 KNATTSPYRNA UEFA-bikarinn Rosenborg – Rauða stjarnan ..................0:0 Rautt spjald: Örjan Berg, Rosenborg 54. England Deildabikarkeppnin: Aston Villa – Leicester .............................1:0 Chelsea – Notts County............................4:2 Newcastle – WBA .....................................1:2 Nottingham Forest – Portsmouth...........2:4 Tottenham – West Ham ...........................1:0 Blackburn – Liverpool..............................3:4 Everton – Charlton ...................................1:0 Wigan – Middlesbrough ...........................1:2 Ítalía Bikarkeppnin: Perugia – Cesena ......................................3:2 Bologna – Brindisi.....................................3:0 Modena – Sambenedettese ......................2:0 Reggina – Salernitana ..............................3:0 Sampdoria – Propatria .............................3:0 Siena – Teramo..........................................3:0 Spánn Albacete – Villarreal .................................2:0 Athletic Bilbao – Malaga ..........................2:1 Barcelona – Real Murcia ..........................3:0 Deportivo La Coruna – Mallorka ............0:2 Osasuna – Real Betis ................................2:0 Racing Santander – Espanyol .................0:1 Sevilla – Valladolid....................................1:1 Valencia – Celta de Vigo...........................2:2 Staða efstu liðan: Deportivo 9 7 0 2 19:8 21 Real Madrid 9 6 2 1 20:9 20 Valencia 9 6 2 1 16:5 20 Osasuna 9 5 2 2 12:7 17 Barcelona 9 4 3 2 11:7 15 Bilbao 9 4 2 3 12:9 14 Real Betis 9 3 4 2 12:11 13 Real Sociedad 8 3 3 2 9:7 12 Sevilla 9 2 6 1 12:11 12 Santander 9 3 2 4 12:11 11 Villarreal 9 2 5 2 10:11 11 Valladolid 9 3 2 4 12:18 11 Þýskaland Bikarkeppnin, fyrsta umferð: Velbert – Regensburg ..............................1:2 Alemannia Aachen – München 1860........1:1  Alemannia, 5:4, eftir v.spk. Braunschweig – Hannover.......................2:0 Frankfurt – Duisburg...............................1:2 Freiburg – Schalke ...................................7:3 Hoffenheim – Karlsruhe...........................4:0 Siegen – Greuther Furth..........................1:2 Union Berlín – Bayer Leverkusen ..........0:5 Unterhaching – Hamburger SV ..............2:4 Mönchengladbach – Dortmund ...............2:1 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeild: Hveragerði: Hamar - UMFN...............19.15 DHL-höllin: KR - Tindastóll ................19.15 Seljaskóli: ÍR - Breiðablik ....................19.15 1. deild kvenna: Grindavík: UMFG - KR........................19.15 HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni kvenna, SS-bikarinn: Kaplakriki: FH 2 - Grótta/KR..............20.30 Í KVÖLD FÓLK  HELGI Kolviðsson skoraði eina mark Karnten sem steinlá á heima- velli, 4:1, fyrir Grazer í austurrísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Helgi kom sínum mönnum yfir á 9. mínútu en Grazer jafnaði á lokamín- útu fyrri hálfleiks og skoraði svo þrjú í seinni hálfleik.  ÓLAFUR H. Kristjánsson og Sví- inn Sören Åkeby stýrðu sínum mönnum í AGF til sigurs, 3.1, gegn OB í dönsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í gærkvöld en leikurinn var sá fyrsti undir stjórn Svíans.  LYFJAEFTIRLIT ÍSÍ hefur birt niðurstöður úr lyfjaprófi sem tekið var að loknum bikarúrslitaleik karlaliða ÍA og FH í knattspyrnu. Tommy Nielsen, Emil Hallfreðsson og Allan Borgvart úr liði FH voru lyfjaprófaðir. Úr liði ÍA voru lyfja- prófaðir þeir Andri L. Karlsson, Pálmi Haraldsson og Garðar Berg- mann Gunnlaugsson. Niðurstöður liggja nú fyrir og fundust engin lyf af bannlista í sýnunum.  PAUL Gascoigne hefur lýst yfir áhuga á að leika með Wolves en hann fékk leyfi hjá Dave Jones, stjóra Úlfanna, í síðustu viku að æfa með liðinu. Jones sagði að hann vildi hjálpa Gascoigne að komast í form og nú vonast „Gazza“ eftir því að hafa Jones gefi sér tækifæri og semji við sig um að leika með liðinu. Gascoigne lék með varaliði Wolves á móti Sunderland í gær.  SPÆNSKT dagblað, Capital, sem fjallar um viðskipti segir í grein sinni að forseti Real Madrid, Florentino Perez, fari ekki með rétt mál er hann sagði að rekstur liðsins hefði verið í jafnvægi á síðastliðnu keppnistímabili. Samkvæmt Capital tapaði Real Madrid tæplega 9 millj- örðum ísl. kr., en útgjöld félagsins námu um 25,7 milljörðum kr. á með- an tekjur liðsins voru aðeins 17 millj- arðar kr.  ÓÐINN Ásgeirsson skoraði 6 stig fyrir Ulriken í norsku úrvalsdeild- inni í körfuknattleik í gær er liðið lagði Fröya í grannaslag liðanna í Bergen, 95:89. Óðinn og félagar hafa unnið alla fjóra leiki liðsins til þessa en hann lék í 23 mínútur í gær og tók 6 fráköst.  JACQUES Rogge, forseti Al- þjóðaólympíunefndarinnar, IOC, segir að knattspyrna verði ekki á dagskrá á sumarleikunum sem fram fara í Aþenu í Grikklandi á næsta ári ef FIFA haldi uppteknum hætti í lyfjamálum.  IOC krefst þess að FIFA noti sömu refsingar og eru í gildi hjá IOC. Sepp Blatter forseti FIFA hef- ur sagt að hvert lyfjamál sem komi upp hjá FIFA sé tekið fyrir sérstak- lega og ekki sé hægt að setja alla undir sama hatt á þessu sviði. Rogge telur að reglur FIFA gangi ekki nógu langt og verði til þess að knatt- spyrna verði ekki á dagskrá í Aþenu. Eiður Smári skoraði fyrra marksitt með skalla á 36. mínútu fyrir framan 36.000 áhorfendur á Stamford Bridge eftir fyrirgjöf frá Glen John- son og það síðara úr vítaspyrnu um miðjan seinni hálfleik eftir að brotið hafði verið á Dananum Jesper Gron- kjær. Eiður var hársbreidd frá þrennunni en skot hans á 83. mínútu small í stönginni. Jimmy Floyd Hass- elbaink, sem lék aðeins fyrri hálfleik- inn, opnaði markareikning Chelsea á 14. mínútu en Notts County, elsta knattspyrnulið Bretlandseyja sem á í miklum fjárhagskröggum, jafnaði óvænt á 27. mínútu. Eiður Smári kom sínum mönnum í 3:1 áður en Notts County minnkaði muninn í eitt mark fimm mínútum fyrir leikslok en Joe Cole innsiglaði sigur heimamanna með marki á 87. mínútu. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Charlton sem beið lægri hlut fyrir Everton, 1:0, á Goodison Park. Sænski landsliðsmaðurinn Tobias Linderoth skoraði sigur- markið í fyrri hálfleik. Hermann var aðgangsharður uppi við mark Ever- ton og í ein þrjú skipti var hann ná- lægt því að skora. Heskey með tvö fyrir Liverpool Emile Heskey skoraði tvö mörk fyrir Liverpool og misnotaði víta- spyrnu þegar Liverpool sigraði Blackburn, 4:3, á Ewood Park, í bráð- skemmtilegum leik. Blackburn komst yfir með marki frá Dwight Yorke en vendipunktur leiksins kom á 41. mín- útu. Lucas Neil, varnarmanni Black- burn, var þá vikið af velli. Liverpool fékk vítaspyrnu í kjölfarið sem Danny Murphy skoraði úr. Emile Heskey skoraði tvívegis og Harry Kewell eitt áður en Barry Ferguson og Dwight Yorke náðu að laga stöðuna fyrir Blackburn, mark Yorke kom á loka- mínútu leiksins. Massimo Maccaroni og Gaizka Mendieta skoruðu fyrir Middles- brough sem sigraði Wigan, 2.1. Thomas Hitzlsperger var hetja Aston Villa en Þjóðverjinn skoraði eina mark leiksins gegn Leicester stundarfjórðungi fyrir leikslok. Brynjar Björn Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Nottingham Forest sem tapaði á heimavelli fyrir Portsmouth í framlengdum leik, 4:2, en staðan eftir venjulegan leiktíma var, 2:2. Bobby Zamora skaut Tottenham í fjórðu umferðina en hann skoraði eina mark leiksins á 1. mínútu fram- lengingar í sigri á West Ham. Óvænt úrslit urðu á St. James Park þar sem heimamenn í Newcastle töp- uðu, 2:1, fyrir 1. deildar liði WBA í framlengdum leik. Shola Ameobi kom WBA yfir með sjálfsmarki en Frakk- inn Laurent Robert jafnaði metin og staðan, 1:1, eftir venjulegan leiktíma. Á 101. mínútu kom sigumarkið og var Lee Hughes þar að verki. Reuters Damien Duff og Glen Johnson fagna fyrra markinu sem Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrir Chelsea í deildarbikarnum gegn Notts County á Stamford Bridge í gærkvöldi. Chelsea mætir Ívari Ingimarssyni og samherjum hjá Reading í næstu umferð keppninnar. Eiður rauf 50 marka múrinn EIÐUR Smári Guðjohnsen skoraði sitt 50. mark fyrir Chelsea þegar hann skoraði tvö mörk í 4:2 sigri liðsins á 2. deildar liði Notts County í 3. umferð ensku deildabikarkeppninnar í knattspyrnu á Stamford Bridge í gærkvöld. Titilhafarnir í Liverpool unnu góðan sigur Blackburn á útivelli, 4:2, en óvænt úrslit urðu á St. James Park þegar heimamenn í Newcastle biðu lægri hlut fyrir WBA í framlengdum leik, 2:1. Í DAG hefst keppni á öðru stigi úr- tökumótsins fyrir Evrópumótaröð- ina í golfi en leikið er samtímis á þremur völlum á Spáni. Þrír ís- lenskir kylfingar leika á Peralada- vellinum en keppni stendur yfir fram á sunnudag og keppa 84 kylf- ingar en 25-30 efstu komast áfram á þriðja stig úrtökumótsins sem er jafnframt það síðasta. Birgir Leifur Hafþórsson GKG hefur leik á 1. teig kl. 7:30 að ís- lenskum tíma, Sigurpáll Geir Sveinsson GA byrjar kl: 8:35 á 10. teig og Björgvin Sigurbergsson GK byrjar einnig á 10. teig en hann er í næst síðasta ráshóp, kl: 9:35. Íslendingar í eldlínunni á Peralada RAGNHILDUR Sigurðardóttir úr GR náði ekki að komast áfram á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í golfi sem fram fer í Portúgal. Í gær lék Ragnhildur á 80 höggum og var því samtals 13 yfir pari en hún lék á 77 höggum á fyrsta keppnisdeginum. Alls komust 56 keppendur áfram og var Ragnhildur aðeins einu höggi frá því að komast í þann hóp en 12 högg yfir pari hefðu dugað henni. Sigurður Pétursson aðstoðarmaður Ragnhildar sagði við Morgunblaðið að teighögg Ragnhildar hefðu verið henni erfið að þessu sinni – en teighöggin voru hennar sterkasta hliða á fyrsta keppnisdeginum. „Hún lenti í vandræðum af þeim sökum en barðist hinsvegar eins og ljón þrátt fyrir mótlætið. Hún lék á 40 höggum fyrri níu holurnar og var á sama skori á síðari níu hol- unum. Því miður þá dugði það ekki til að þessu sinni en nú er hún reynslunni ríkari og sér hvað það þarf til við slíkar aðstæður. Hún á eftir að komast yfir þennan þröskuld,“ sagði Sigurður. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kona reynir fyrir sér á þess- um vettfangi en Ólöf María Jónsdóttir og Karen Sævarsdóttir hafa reynt fyrir sér í Bandaríkjunum sem atvinnumenn. Ragnhildur komst ekki áfram í Portúgal Morgunblaðið/Arnaldur Ragnhildur Sigurðardóttir, GR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.