Morgunblaðið - 30.10.2003, Side 46
ÍÞRÓTTIR
46 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
HANDKNATTLEIKUR
Bikarkeppni kvenna, SS-bikarinn, 8 liða
úrslit:
Fram – Haukar......................................20:30
Fylkir/ÍR – FH......................................15:28
ÍBV – Stjarnan ......................................28:24
Mörk ÍBV: Anna Yakova 10, Sylvia Strass
7, Birgit Engl 3, Alla Gorkorian 2, Anja
Nielsen 2, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 1,
Elísa Sigurðardóttir 1, Guðbjörg Guð-
mannsdóttir 1.
Mörk Stjörnunnar: Rakel Dögg Braga-
dóttir 10, Sólveig Kærnested 4, Jóna Mar-
grét Ragnarsdóttir 4, Anna Einarsdóttir 3,
Hind Hannesdóttir 2, Elísabet Gunnars-
dóttir 1.
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild kvenna
UMFN – Keflavík .................................58:90
Stig UMFN: Andrea Gaines 17, Auður R.
Jónasóttir 11, Eva Stefánsdóttir 9, Dianna
B. Jónsdóttir 9, Gréta M. Jósepsdóttir 6,
Guðrún Ó. Karlsdóttir 4, Margrét K.
Sturludóttir 2.
Stig Keflavíkur: Birna I. Valgarðsdóttir
19, Erla Þorsteinsdóttir 17, María B. Er-
lingsdóttir 13, Kristín Blöndal 11, Rann-
veig K. Randversdóttir 8, Anna M. Sveins-
dóttir 8, Svava Ó. Stefánsdóttir 7, Erla
Reynisdóttir 5, María R. Karlasdóttir 2.
Staðan:
ÍS 5 4 1 317:278 8
Keflavík 5 3 2 421:339 6
Njarðvík 5 3 2 311:311 6
ÍR 5 2 3 308:351 4
KR 4 1 3 246:273 2
Grindavík 4 1 3 220:271 2
NBA-deildin
Leikir í fyrrinótt:
Philadelphia – Miami ............................89:74
San Antonio – Phoenix..........................83:82
LA Lakers – Dallas .............................109:93
KNATTSPYRNA
UEFA-bikarinn
Rosenborg – Rauða stjarnan ..................0:0
Rautt spjald: Örjan Berg, Rosenborg 54.
England
Deildabikarkeppnin:
Aston Villa – Leicester .............................1:0
Chelsea – Notts County............................4:2
Newcastle – WBA .....................................1:2
Nottingham Forest – Portsmouth...........2:4
Tottenham – West Ham ...........................1:0
Blackburn – Liverpool..............................3:4
Everton – Charlton ...................................1:0
Wigan – Middlesbrough ...........................1:2
Ítalía
Bikarkeppnin:
Perugia – Cesena ......................................3:2
Bologna – Brindisi.....................................3:0
Modena – Sambenedettese ......................2:0
Reggina – Salernitana ..............................3:0
Sampdoria – Propatria .............................3:0
Siena – Teramo..........................................3:0
Spánn
Albacete – Villarreal .................................2:0
Athletic Bilbao – Malaga ..........................2:1
Barcelona – Real Murcia ..........................3:0
Deportivo La Coruna – Mallorka ............0:2
Osasuna – Real Betis ................................2:0
Racing Santander – Espanyol .................0:1
Sevilla – Valladolid....................................1:1
Valencia – Celta de Vigo...........................2:2
Staða efstu liðan:
Deportivo 9 7 0 2 19:8 21
Real Madrid 9 6 2 1 20:9 20
Valencia 9 6 2 1 16:5 20
Osasuna 9 5 2 2 12:7 17
Barcelona 9 4 3 2 11:7 15
Bilbao 9 4 2 3 12:9 14
Real Betis 9 3 4 2 12:11 13
Real Sociedad 8 3 3 2 9:7 12
Sevilla 9 2 6 1 12:11 12
Santander 9 3 2 4 12:11 11
Villarreal 9 2 5 2 10:11 11
Valladolid 9 3 2 4 12:18 11
Þýskaland
Bikarkeppnin, fyrsta umferð:
Velbert – Regensburg ..............................1:2
Alemannia Aachen – München 1860........1:1
Alemannia, 5:4, eftir v.spk.
Braunschweig – Hannover.......................2:0
Frankfurt – Duisburg...............................1:2
Freiburg – Schalke ...................................7:3
Hoffenheim – Karlsruhe...........................4:0
Siegen – Greuther Furth..........................1:2
Union Berlín – Bayer Leverkusen ..........0:5
Unterhaching – Hamburger SV ..............2:4
Mönchengladbach – Dortmund ...............2:1
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Intersportdeild:
Hveragerði: Hamar - UMFN...............19.15
DHL-höllin: KR - Tindastóll ................19.15
Seljaskóli: ÍR - Breiðablik ....................19.15
1. deild kvenna:
Grindavík: UMFG - KR........................19.15
HANDKNATTLEIKUR
Bikarkeppni kvenna, SS-bikarinn:
Kaplakriki: FH 2 - Grótta/KR..............20.30
Í KVÖLD
FÓLK
HELGI Kolviðsson skoraði eina
mark Karnten sem steinlá á heima-
velli, 4:1, fyrir Grazer í austurrísku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.
Helgi kom sínum mönnum yfir á 9.
mínútu en Grazer jafnaði á lokamín-
útu fyrri hálfleiks og skoraði svo
þrjú í seinni hálfleik.
ÓLAFUR H. Kristjánsson og Sví-
inn Sören Åkeby stýrðu sínum
mönnum í AGF til sigurs, 3.1, gegn
OB í dönsku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu í gærkvöld en leikurinn var
sá fyrsti undir stjórn Svíans.
LYFJAEFTIRLIT ÍSÍ hefur birt
niðurstöður úr lyfjaprófi sem tekið
var að loknum bikarúrslitaleik
karlaliða ÍA og FH í knattspyrnu.
Tommy Nielsen, Emil Hallfreðsson
og Allan Borgvart úr liði FH voru
lyfjaprófaðir. Úr liði ÍA voru lyfja-
prófaðir þeir Andri L. Karlsson,
Pálmi Haraldsson og Garðar Berg-
mann Gunnlaugsson. Niðurstöður
liggja nú fyrir og fundust engin lyf
af bannlista í sýnunum.
PAUL Gascoigne hefur lýst yfir
áhuga á að leika með Wolves en
hann fékk leyfi hjá Dave Jones,
stjóra Úlfanna, í síðustu viku að æfa
með liðinu. Jones sagði að hann vildi
hjálpa Gascoigne að komast í form
og nú vonast „Gazza“ eftir því að
hafa Jones gefi sér tækifæri og
semji við sig um að leika með liðinu.
Gascoigne lék með varaliði Wolves á
móti Sunderland í gær.
SPÆNSKT dagblað, Capital, sem
fjallar um viðskipti segir í grein
sinni að forseti Real Madrid,
Florentino Perez, fari ekki með rétt
mál er hann sagði að rekstur liðsins
hefði verið í jafnvægi á síðastliðnu
keppnistímabili. Samkvæmt Capital
tapaði Real Madrid tæplega 9 millj-
örðum ísl. kr., en útgjöld félagsins
námu um 25,7 milljörðum kr. á með-
an tekjur liðsins voru aðeins 17 millj-
arðar kr.
ÓÐINN Ásgeirsson skoraði 6 stig
fyrir Ulriken í norsku úrvalsdeild-
inni í körfuknattleik í gær er liðið
lagði Fröya í grannaslag liðanna í
Bergen, 95:89. Óðinn og félagar hafa
unnið alla fjóra leiki liðsins til þessa
en hann lék í 23 mínútur í gær og tók
6 fráköst.
JACQUES Rogge, forseti Al-
þjóðaólympíunefndarinnar, IOC,
segir að knattspyrna verði ekki á
dagskrá á sumarleikunum sem fram
fara í Aþenu í Grikklandi á næsta
ári ef FIFA haldi uppteknum hætti í
lyfjamálum.
IOC krefst þess að FIFA noti
sömu refsingar og eru í gildi hjá
IOC. Sepp Blatter forseti FIFA hef-
ur sagt að hvert lyfjamál sem komi
upp hjá FIFA sé tekið fyrir sérstak-
lega og ekki sé hægt að setja alla
undir sama hatt á þessu sviði. Rogge
telur að reglur FIFA gangi ekki
nógu langt og verði til þess að knatt-
spyrna verði ekki á dagskrá í Aþenu.
Eiður Smári skoraði fyrra marksitt með skalla á 36. mínútu fyrir
framan 36.000 áhorfendur á Stamford
Bridge eftir fyrirgjöf frá Glen John-
son og það síðara úr vítaspyrnu um
miðjan seinni hálfleik eftir að brotið
hafði verið á Dananum Jesper Gron-
kjær. Eiður var hársbreidd frá
þrennunni en skot hans á 83. mínútu
small í stönginni. Jimmy Floyd Hass-
elbaink, sem lék aðeins fyrri hálfleik-
inn, opnaði markareikning Chelsea á
14. mínútu en Notts County, elsta
knattspyrnulið Bretlandseyja sem á í
miklum fjárhagskröggum, jafnaði
óvænt á 27. mínútu. Eiður Smári kom
sínum mönnum í 3:1 áður en Notts
County minnkaði muninn í eitt mark
fimm mínútum fyrir leikslok en Joe
Cole innsiglaði sigur heimamanna
með marki á 87. mínútu.
Hermann Hreiðarsson lék allan
leikinn fyrir Charlton sem beið lægri
hlut fyrir Everton, 1:0, á Goodison
Park. Sænski landsliðsmaðurinn
Tobias Linderoth skoraði sigur-
markið í fyrri hálfleik. Hermann var
aðgangsharður uppi við mark Ever-
ton og í ein þrjú skipti var hann ná-
lægt því að skora.
Heskey með tvö fyrir Liverpool
Emile Heskey skoraði tvö mörk
fyrir Liverpool og misnotaði víta-
spyrnu þegar Liverpool sigraði
Blackburn, 4:3, á Ewood Park, í bráð-
skemmtilegum leik. Blackburn komst
yfir með marki frá Dwight Yorke en
vendipunktur leiksins kom á 41. mín-
útu. Lucas Neil, varnarmanni Black-
burn, var þá vikið af velli. Liverpool
fékk vítaspyrnu í kjölfarið sem Danny
Murphy skoraði úr. Emile Heskey
skoraði tvívegis og Harry Kewell eitt
áður en Barry Ferguson og Dwight
Yorke náðu að laga stöðuna fyrir
Blackburn, mark Yorke kom á loka-
mínútu leiksins.
Massimo Maccaroni og Gaizka
Mendieta skoruðu fyrir Middles-
brough sem sigraði Wigan, 2.1.
Thomas Hitzlsperger var hetja
Aston Villa en Þjóðverjinn skoraði
eina mark leiksins gegn Leicester
stundarfjórðungi fyrir leikslok.
Brynjar Björn Gunnarsson var
ekki í leikmannahópi Nottingham
Forest sem tapaði á heimavelli fyrir
Portsmouth í framlengdum leik, 4:2,
en staðan eftir venjulegan leiktíma
var, 2:2.
Bobby Zamora skaut Tottenham í
fjórðu umferðina en hann skoraði
eina mark leiksins á 1. mínútu fram-
lengingar í sigri á West Ham.
Óvænt úrslit urðu á St. James Park
þar sem heimamenn í Newcastle töp-
uðu, 2:1, fyrir 1. deildar liði WBA í
framlengdum leik. Shola Ameobi kom
WBA yfir með sjálfsmarki en Frakk-
inn Laurent Robert jafnaði metin og
staðan, 1:1, eftir venjulegan leiktíma.
Á 101. mínútu kom sigumarkið og var
Lee Hughes þar að verki.
Reuters
Damien Duff og Glen Johnson fagna fyrra markinu sem Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrir
Chelsea í deildarbikarnum gegn Notts County á Stamford Bridge í gærkvöldi. Chelsea mætir Ívari
Ingimarssyni og samherjum hjá Reading í næstu umferð keppninnar.
Eiður rauf 50
marka múrinn
EIÐUR Smári Guðjohnsen skoraði sitt 50. mark fyrir Chelsea þegar
hann skoraði tvö mörk í 4:2 sigri liðsins á 2. deildar liði Notts
County í 3. umferð ensku deildabikarkeppninnar í knattspyrnu á
Stamford Bridge í gærkvöld. Titilhafarnir í Liverpool unnu góðan
sigur Blackburn á útivelli, 4:2, en óvænt úrslit urðu á St. James
Park þegar heimamenn í Newcastle biðu lægri hlut fyrir WBA í
framlengdum leik, 2:1.
Í DAG hefst keppni á öðru stigi úr-
tökumótsins fyrir Evrópumótaröð-
ina í golfi en leikið er samtímis á
þremur völlum á Spáni. Þrír ís-
lenskir kylfingar leika á Peralada-
vellinum en keppni stendur yfir
fram á sunnudag og keppa 84 kylf-
ingar en 25-30 efstu komast áfram
á þriðja stig úrtökumótsins sem er
jafnframt það síðasta.
Birgir Leifur Hafþórsson GKG
hefur leik á 1. teig kl. 7:30 að ís-
lenskum tíma, Sigurpáll Geir
Sveinsson GA byrjar kl: 8:35 á 10.
teig og Björgvin Sigurbergsson GK
byrjar einnig á 10. teig en hann er í
næst síðasta ráshóp, kl: 9:35.
Íslendingar
í eldlínunni
á Peralada RAGNHILDUR Sigurðardóttir úr GR náði ekki að komast áfram
á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í golfi sem fram fer í
Portúgal. Í gær lék Ragnhildur á 80 höggum og var því samtals
13 yfir pari en hún lék á 77 höggum á fyrsta keppnisdeginum.
Alls komust 56 keppendur áfram og var Ragnhildur aðeins einu
höggi frá því að komast í þann hóp en 12 högg yfir pari hefðu
dugað henni.
Sigurður Pétursson aðstoðarmaður Ragnhildar sagði við
Morgunblaðið að teighögg Ragnhildar hefðu verið henni erfið að
þessu sinni – en teighöggin voru hennar sterkasta hliða á fyrsta
keppnisdeginum. „Hún lenti í vandræðum af þeim sökum en
barðist hinsvegar eins og ljón þrátt fyrir mótlætið. Hún lék á 40
höggum fyrri níu holurnar og var á sama skori á síðari níu hol-
unum. Því miður þá dugði það ekki til að þessu sinni en nú er hún
reynslunni ríkari og sér hvað það þarf til við slíkar aðstæður.
Hún á eftir að komast yfir þennan þröskuld,“ sagði Sigurður.
Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kona reynir fyrir sér á þess-
um vettfangi en Ólöf María Jónsdóttir og Karen Sævarsdóttir
hafa reynt fyrir sér í Bandaríkjunum sem atvinnumenn.
Ragnhildur komst ekki
áfram í Portúgal
Morgunblaðið/Arnaldur
Ragnhildur Sigurðardóttir, GR.