Morgunblaðið - 30.11.2003, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 30.11.2003, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Erfitt er að meta með nokk-urri vissu hve margar síð-ur eru á Netinu og ekkibætir úr skák að sú tala ersífellt að breytast, síður koma og fara og ekki gott að segja hvernig á að fara með gagnagrunns- síður til að mynda. Þrátt fyrir það reyna menn að meta slíkt, meðal annars með því að telja virk lén en þau eru ríflega 180 milljónir. Gera má því skóna að meðalfjöldi vefsíðna á hverju léni sé varlega áætlað um 100 síður og út frá því fáum við um 18 milljarða vefsíðna með mjög óvís- indalegum útreikningi. Við þennan fjölda bætast síðan um tíu milljón síður á dag. Köngurlær og róbótar Svonefndar leitarvélar byggjast á gagnagrunni með upplýsingum um vefsíður sem sérstök leitarforrit safna, svonefndar köngurlær eða róbótar. Þau forrit eru alltaf á ferð- inni ef svo má segja, lesa síður og skipa niður í gagnagrunn fyrirtæk- isins sem rekur leitarvélina en þegar vefnotendur fara inn á vefsíðu leit- arvélar og slá inn leitarorð er einmitt leitað í þeim gagnagrunni. Sú var tíðin að það eina sem skipti máli með leitarvélar var hversu margar síður þær voru með undir en eftir því sem síðunum hefur fjölgað hafa önnur viðmið komið til. Enn leggja leitarvélarnar þó talsverða áherslu á hversu margar síður þær hafa skráðar í gagnagrunna sína og á þeim mælikvarða hefur Google.com vinninginn með ríflega þrjá milljarða síðna, Alltheweb með rúmlega tvo milljarða en AltaVista með 1,7 millj- arða, Wisenut með hálfan annan milljarð síðna. Eins og nefnt var má áætla að um tíu milljón vefsíður bæt- ist við á vefnum dag hvern, en leit- arvélarnar eru langt frá því að halda í það, sumir segja að þær nái að halda í við um 10% af stækkuninni. Gefur augaleið að bilið á milli síðu- fjölda sem leitarvélar skrá og síðu- fjöldans á Netinu á eftir að aukast jafnt og þétt. Hver er bestur, ekki stærstur Þegar síðurnar eru orðnar svo margar skiptir talsverðu að fljótlegt sé að leita í gagnagrunninum og því hafa þessi fyrirtæki ýmist þróað eig- in reiknireglur fyrir leit, leitar- algrími, og er í raun helstu verðmæti þeirra. Það er þó ekki nóg að vera fljótur að leita í milljarðasafni af vefsíðum; mestu skiptir að leitin skili gagnleg- um upplýsingum. Tökum smá dæmi leit að Jaguar, sem getur verið bif- reiðategund, rándýr af kattarkyni eða gömul gerð af leikjatölvu til að mynda. Google skilar 3.950.000 síð- um um Jaguar, AlltheWeb 3.381.416 og AltaVista 1.233.743. Þetta er ekki mjög gagnleg niðurstaða enda sér hver í hendi sér hvílíkt óðs manns æði það væri að fara í gegnum þrjá milljarða vefsíðna. Keppikefli leitarvéla í dag er því ekki lengur bara að vera með sem flestar síður undir í leitinni, heldur hvernig þær geti skilað sem bestum og gagnlegustum niðurstöðum og í því hefur Google vinninginn sem stendur. Ein af þeim leiðum sem menn nota til að meta vefsíður er að nýta sér vinnu þeirra sem setja upp vefsíður, ef svo má taka til orða, taka mið af vali þeirra sem vísa í aðrar síður á sínum. Þannig reyna menn að finna þá síðu um tiltekið efni sem flestir vísa í því hún hlýtur þá að innihalda gagnlegar upplýsingar, en einnig tína þeir til þær síður sem vísa í margar aðrar síður um tiltekið efni því líklegt verði að teljast að þær séu nokkurskonar lykilsíður um viðkom- andi efnisflokk. Google á einmitt rætur sínar í slík- um pælingum því stofnendur fyrir- tækisins, Larry Page og Sergey ár, rætt um vélbúnaðinn sem er býsna sérstakur, að mestu heima- smíðaður úr ódýrum búnaði, auglýs- ingaþjónustu Google og vefsetrin sem fyrirtækið hefur komið upp, safn umræðuhópa, verslunarvélina og fréttaveituna. Fátt hefur mönn- um þó þótt eins áhugavert og höf- uðstöðvarnar, Googleplex, enda er margt þar með öðrum hætti en menn eiga að venjast í stórfyrirtækjum. Í aðalvinnuaðstöðu starfsfólks voru til að mynda engin skilrúm og í stað stóla voru stórir æfingaboltar úr gúmmíi notaðir. Tölvur og annar raf- eindabúnaður var fyrsta flokks, en borðin tréhurðir sem stóðu á tré- smíðabúkkum. Lava-lampar voru um allt, en það eru lampar með vökvafylltum lokuðum glervasa með seigfljótandi endi sem flýtur í þynnri vökva og ummyndast í sífellu, og hundar gengu lausir um vinnusvæð- ið. Allt var þetta til þess fallið að ýta undir vinnusemi og hugmyndaflæði sem skilaði sér í miklum endurbótum á leitaralgríminu og uppbyggingu Google-vefjanna sem leiddi síðan til þess að Google varð stærsta leitar- vélin á Netinu í júní 2000. Sá árangur ýtti undir áhuga annarra fyrirtækja að nýta sér tækni frá fyrirtækinu, en Google hefur ekki síst náð svo langt sem raun ber vitni fyrir það að fyr- irtækið hefur verið iðið við að koma uppgötvunum sínum og tækniþróun í verð. Að búa til varning sem hægt er að selja í stað þess að treysta að- eins eða aðallega á auglýsingar eins og margar aðrar leitarvélar. Meðal annars hefur fyrirtækið selt fyrir- tækjum þá þjónustu að stýra leit á vefsetrum þeirra fyrir viðskiptavini viðkomandi fyrirtækis sem skilað hefur drjúgum tekjum. Um mitt ár 2000 var reksturinn farinn að skila hagnaði, en í júní skilaði Google 18 milljón leitarniðurstöðum á dag. Þá um haustið kynnti fyrirtækið Google-tækjastikuna, viðbót við Int- ernet Explorer sem skeytir leitar- stiku við Explorer og gerir notend- um að auki kleift að slökkva á skotgluggum, popup gluggum, sem notið hefur mikilla vinsælda, en milljónir manna hafa sótt sér tækja- stikuna sem er ókeypis. Stjórar Go- ogle hafa reyndar verið naskir á hvað á að gefa á Netinu, nokkuð sem vefst gjarnan fyrir ráðsettari fyrir- tækjum, enda hugsa þeir til lengri tíma, koma leitarvélinni alstaðar að og nýta sér það hvernig Netið getur stóraukið markaðshlutdeild á ör- skömmum tíma ef rétt er farið að. Þannig hefur fyrirtækið til að mynda gefið háskólum vestan hafs leitarvél- Leitarvélin mikla Sífellt fjölgar vefsíðum, um tíu milljón síður á dag að mati margra, og erfitt að leita í öðru eins flóði. Árni Matthíasson rekur hér sögu Google- leitarvélarinnar sem skotið hefur öðrum slíkum fyrirtækjum ref fyrir rass. Morgunblaðið/Þorkell ’ Hinar gríðarleguvinsældir Google hafa gefið fyrirtæk- inu færi á að fylgjast með því að hverju fólk er að leita, raða því í gagnagrunna fyrirtækisins. ‘ Brin, þá 25 ára og 24 ára, lögðu drög að leitarvél sem þeir kölluðu Back- Rub í janúar 1996, en sú byggðist á því að greina hvaða síður vísuðu í til- teknar vefsíður. Þeir tóku snemma ákvörðun um að treysta alfarið á eig- in vélbúnaðarlausnir, sem fyrirtækið gerir reyndar enn þann dag í dag, og byggja á ódýrum vélbúnaði, enda lít- ið í buddunni. Næstu tvö ár fóru í að þróa þessa hugmynd þeirra og 1998 settu þeir upp fyrstu gagnamiðstöð Google í heimavistarherbergi annars þeirra, en vélbúnaðurinn var samtengdar ódýrar PC-tölvur með ódýrum hörð- um diskum, en meðal tölvufróðra er Google ekki síst í metum fyrir það að fyrirtækið fer enn þá leið að kaupa ódýran vélbúnað, oftar en ekki í gegnum netverslanir eins og hver annar einstaklingur. Þegar hér var komið sögu var allt fé á þrotum og nauðsynlegt fyrir þá félaga að koma hugmyndum sínum í verð, en þeir ætluðu sér ekki að stofna eigin fyrirtæki, vildu leigja mönnum aðgang að búnaðinum. Þótt hug- og vélbúnaðurinn sem þeir voru búnir að þróa hafi verið bráðgagn- legur var lítill áhugi almennt fyrir honum, forsvarsmenn þeirra fyrir- tækja sem rætt var við sýndu leit á Netinu lítinn áhuga. Á endanum gáf- ust þeir Page og Brin upp á að sannfæra aðra um leitavélina sína og fyrir hvatningu félaga síns, David Filo, sem stofnaði Yahoo! á sínum tíma, ákváðu þeir að stofa eig- in fyrirtæki. BackRub var komið með nýtt nafn og ævintýralegra, Google, en Google er útúrsnúningur á tölunni googol, álíka borin fram og Google, og er upphæðin 1 með 100 núllum aftan við. Rætt við fjárfesta Þá var kominn tími til að ræða við fjárfesta og þeim fyrsta sem þeir leituðu til, einn stofnenda Sun-tölvu- fyrirtækisins, leist svo vel á kynn- ingu sem þeir sýndu honum að hann var til í að eiga með þeim fund þar sem þeir myndu kynna hugmyndina betur. Þegar þeir mættu til fundar- ins með búnað fyrir almennilega kynningu var hann aftur á móti að flýta sér á annan fund og tók á móti þeim með orðunum: „Eigum við ekki að sleppa því að ræða smáatriðin – ég skrifa bara ávísun.“ Ávísunin var upp á rúmar sjö milljónir króna og var stíluð á Google inc. Það kallaði svo á vandræði því fyrirtækið Google inc. var ekki til og ávísunin beið ofan í skúffu næstu daga á meðan þeir stofnuðu fyrirtæki sem gæti leyst hana út. Fleiri komu svo til sögunnar sem fjárfestar og þegar upp var staðið höfðu þeir safnað um 75 millj- ónum króna sem dugði til að koma þeim af stað. Varla þarf að taka fram að Google byrjaði starfsemi sína í bílskúr, til- heyrir sögunni um bandaríska drauminn ekki satt, og það í bílskúr í Menlo Park (höfuðstöðvar Edisons voru í Menlo Park á sínum tíma). Eftir að þangað var komið óx leit- arvélin hratt, var snemma komin í yfir 10.000 leitir á dag, og tölvublöð tóku að gefa starfseminni gaum; PC Magazine valdi þannig Google sem eitt af 100 bestu vefsetrum 1998. Í febrúar leituðu 500.000 manns á dag í gagnagrunni Google og fyrirtækið þurfi að flytja sig um set, nú til Palo Alto, og fékk til liðs við sig fleiri fjár- festa í kjölfarið. Ekki leið á löngu að plássið í Palo Alto var fullnýtt og nú var flutt til Mountain View í nýjar höfuðstöðvar sem fengu heitið Googleplex. Þetta var haustið 1999 og um það leyti skilaði Google 3.000.000 leitarniðurstöðum á dag. Tréhurðir á búkkum Blöð vestan hafs og netmiðlar hafa mikið fjallað um Google undanfarin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.