Morgunblaðið - 30.11.2003, Page 43

Morgunblaðið - 30.11.2003, Page 43
ar fréttir, okkur til mikillar ánægju. Það er oft eins og ólánið bíði fær- is, bíði þess að höggið svíði örugg- lega, datt mér í hug, þegar ég frétti að hann hefði við vont fall brotnað illa og orðið óvinnufær í langan tíma. Hann átti lengi í þessu og það var eins og drægi fyrir sólu í lífi hans upp frá þessu, líkt og mátt- urinn hefði verið tekinn frá honum líka. Hann flutti aftur á okkar heima- slóðir fyrir u.þ.b. einu ári, og hafði með góðri aðstoð vinar síns, Stein- þórs Guðmundssonar, bæði útvegað sér tryggt húsnæði og fasta vinnu, þegar okkur barst sú sorgarfregn að hann væri látinn. Að fjölskyldu okkar er mikill harmur kveðinn, ljúfur vinur er horfinn og hvílir nú í fögrum reit við Bro kirkju í Upplands-Bro, þaðan sem lítur yfir gula akra, græn engi og skógarlundi. Við vonum að hann hafi fengið heimkomu góða í hinum hinsta græna dalnum. Ég efast ekki um það. Guð blessi hann. Bolli Eiðsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 43 á slíkum stað. Það mætti til sanns vegar færa að þar var „gratís“ hótel. Í þá daga var búskapur unninn mest án véltækni fyrstu árin. Sú vinna er háð veðrum og vindum og því fátt um hvíldarstundir. Þó sér- staklega hjá húsmæðrunum. Í kaup- stað var ekki farið nema í örfá skipti, allur matur unninn beint úr hráefn- unum. Engin heimilistæki nema kaffikvörn og handsnúin hakkavél. Lífið var einfaldara. Guðbjörg var einkar smekkleg og handlagin kona og vil ég segja listræn. Hún sneið og saumaði föt á fjölskylduna og mikið voru börnin hennar alltaf smekklega klædd. Mikael og Guðbjörg voru góðir gestgjafar og sérstaklega skemmti- leg. Það var sem maður væri kominn í aðra veröld stemmningar, húmors og gleði. Foreldrar Guðbjargar voru hug- sjónafólk og þegar kom til tals, hjá átthagafélagi Barðstrendinga, að byggja hótel og greiðasölu í Reyk- hólasveit, þá voru það Jón Brandsson og Sesselja Stefánsdóttir sem gáfu 20 hektara land á fögrum stað við Beru- fjarðarvatnið þar sem Hótel Bjarka- lundur stendur nú. Við Guðbjörg spjölluðum margt í gegnum árin, hún var svo lífsreynd, réttsýn, rökföst og fylgdist vel með málefnum líðandi stundar til hins síð- asta. Þeim Guðbjörgu og Mikael hlotn- aðist barnalán og samheldni fjöl- skyldunnar var aðdáunarverð. Hvert sinn sem ég hitti afkomendur Guð- bjargar sé ég alltaf einhver einkenni frá afa og ömmu, slíkt rifjar upp göm- ul kynni. Mér fannst Guðbjörg aldrei eldast eins og títt er um fólk sem kallað er gamalmenni, hún var síung í anda og virkileg heimsdama. Ég kveð kæra vinkonu með hjart- ans þökk fyrir langa og sanna vináttu. Aðstandendum Guðbjargar votta ég samúð. Ólína Kr. Jónsdóttir. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minn- ingargreina Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and- lát og útför ástkærs sonar okkar, stjúpsonar og bróður, VICTORS PÁLS JÓHANNSSONAR. Auðbjörg Sigurbjörnsdóttir, Jóhann Helgi Hlöðversson, Margrét Ormsdóttir, Elísabet Ögn Jóhannsdóttir, Sigurbjörn Hlöðver Jóhannsson, Almar Yngvi, Daníel Aron og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN MARKÚSDÓTTIR MÖLLER, Kópavogsbraut 1b, áður til heimilis á Sólvallagötu 6, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi mánu- daginn 24. nóvember. Útför hennar fer fram frá Hallgrímskirkju mánu- daginn 1. desember kl. 10.30. Markús Möller, Júlía Ingvarsdóttir, Jakob Möller, Sigrún Snævarr, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð vegna and- láts elskulegrar móður okkar, ömmu, lang- ömmu og tengdamóður, ÁLFHEIÐAR LAUFEYJAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Snorrabraut 58, Reykjavík, áður til heimilis á Sogavegi 224, Reykjavík. Guð blessi ykkur. Theódóra Guðlaug Emilsdóttir, Björn Emilsson, Guðmundur Emilsson, Álfheiður Emilsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og tengdabörn. Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, GUÐNÝ HREIÐARSDÓTTIR, Þrastanesi 3, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðviku- daginn 3. desember kl. 15.00. Maj-Britt Kolbrún Hafsteinsdóttir, Hafsteinn Guðbjörnsson, Auður Helga Hafsteinsdóttir, Karl Stefánsson, Rannveig Kristín Hafsteinsdóttir, Haukur Ragnar Hauksson, Hulda Fanný Hafsteinsdóttir, Kjartan B. Kristjánsson, ömmubörn og langömmubörn. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju vegna fráfalls ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁGÚSTU OLGU ÞORKELSDÓTTUR frá Vestmannaeyjum, áður til heimilis í Reykjahlíð 10, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við öllu því góða fólki á 2. hæð Sólvangs í Hafnarfirði fyrir ein- staka umönnun. Guð blessi ykkur öll. Helga G. Einarsdóttir, Laufey Hrefna Einarsdóttir, Jóhann Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka, KRISTÍN PÁLSDÓTTIR fóstra, fyrrverandi forstöðukona Vistheimilis barna, til heimilis á Ránargötu 42, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnu- daginn 23. nóvember sl., verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju, mánudaginn 1. desember, kl. 13:30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að láta leikskóla KFUM & KFUK við Holtaveg njóta þess. Sími 588 8899. Steinunn Pálsdóttir, Þorkell G. Sigurbjörnsson, Svandís Ólafsdóttir, Eyþór Einarsson, Sigurður Pálsson, Jóhanna G. Möller, Guðfinna Guðmundsdóttir, systrabörn og bræðrabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við and- lát og útför mannsins míns, FRIÐRIKS PÉTURSSONAR, Forsölum 1, Kópavogi. Sérstakar þakkir til ættingja og vina, starfsfólks líknardeildar Landakotsspítala og Heimahlyn- ningar Krabbameinsfélagsins fyrir hjartahlýja umönnun. Guð blessi ykkur. Jónína Jónasdóttir. Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn Einstakir legsteinar Sérhannaðar englastyttur úti og inni Verið velkomin Legsteinar og englastyttur Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 Engl a s te ina r

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.