Morgunblaðið - 02.12.2003, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 02.12.2003, Qupperneq 16
ERLENT 16 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRN tryggingafélagsins Skandia í Svíþjóð sat sleitulaust á fundum um helgina þar sem farið var yfir ítarlega skýrslu um innri endurskoðun sem gerð var á fyr- irtækinu, að sögn Aftenposten í Nor- egi og Dagens Nyheter í Svíþjóð. Undanfarnar vikur og mánuði hafa fjölmiðlar skýrt frá miklum fjárhæðum sem nokkrir af æðstu ráðamönnum í Skandia hafa fengið vegna árangurstengdra greiðslna og starfslokasamninga sem sagðir eru sýna að fégræðgi hafi ráðið ferðinni. Fleiri dæmi hafa komið fram um vafasamt hátterni og þykir ljóst að í sumum tilfellum geti verið um laga- brot að ræða og einhverjir for- ystumenn félagsins geti jafnvel hafnað í fangelsi. Skýrt var frá því í gær að formað- ur stjórnar Skandia, Bengt Braun, hefði sagt eigendum og stjórn að hann byði sig ekki fram til endur- kjörs og hann hefði því, með „tilliti til þess tímafreka langtímastarfs“ sem nú sé þörf á, talið eðlilegast að hætta samstundis. Nýr bráðabirgða- formaður verður Björn Björnsson en stjórnin hefur ákveðið að kalla eins fljótt og auðið er saman auka- aðalfund vegna atburðanna síðustu mánuði. Skandia er stærsta trygg- ingafélag Svíþjóðar og viðskiptavin- irnir eru vel á aðra milljón. Félagið rekur ýmis dótturfyrirtæki og eru sum þeirra í Bretlandi og Bandaríkj- unum. Skýrslan um innri rannsóknina, sem lögfræðingurinn Otto Rydbeck stjórnaði, var birt opinberlega í gær. Í yfirlýsingu stjórnar Skandia er farið hörðum orðum um nafngreinda menn í forystu fyrirtækisins og með- al annars sagt að yfirvöldum verði afhent öll gögn um málið svo að þau geti sjálf kannað hvort þeim finnist ástæða til frekari rannsóknar eða ákæru. Sagt er að nokkrir ráðamenn fé- lagsins hafi brotið reglur, hunsað ákvarðanir stjórnarinnar og blekkt umbjóðendur sína. Höfðað verður skaðabótamál á hendur sumum þeirra. „Þeir hafa skaðað Skandia“ „Þeir hafa ekki hagað sér í sam- ræmi við það siðferði og velsæmi sem er grundvöllur að góðri stjórn- un fyrirtækis,“ segir í yfirlýsingu stjórnar Skandia. „Þeir hafa staðið fyrir aðgerðum sem eru óheppileg- ar, siðlausar og í sumum tilfellum beinlínis ólöglegar. Þeir hafa ekki gætt skyldu sinnar og hafa misnotað sér traustið sem viðskiptavinir, vinnufélagar, stjórn og eigendur hafa sýnt þeim. Þeir hafa skaðað Skandia og álit Skandia,“ segir í yf- irlýsingunni í gær. Stjórnin segir að höfðað verði skaðabótamál á hendur Lars-Eric Petersson, fyrrverandi forstjóra Skandia og tveim öðrum háttsettum mönnum, Ulf Spång og Ola Ram- stedt. Hafi Otto Rydbeck verið falið að semja kæruna og sækja málið af hálfu Skandia. Ennfremur hafa Pet- ersson og Spång verið reknir með formlegum hætti. Verður því um- deildur samningur við þá um starfs- lokagreiðslur ógiltur. Kannað verð- ur hvort hægt er að fá því framgengt að nokkrir starfsmenn, sem fengu með vafasömum aðferðum miklar fjárhæðir greiddar vegna áætlunar um árangurstengdar greiðslur, verði látnir endurgreiða peningana. Einn- ig verður kannað hvort hægt er að krefja stjórn og einkum Jan Car- endi, fyrrverandi stjórnarformann eins af dótturfélögunum, Skandia Liv, um skaðabætur. Carendi stjórn- aði á sínum tíma útibúi Skandia vest- anhafs og er sagður hafa fengið um 600 milljónir sænskra króna, nær sex milljarða ísl. kr., í kaupauka. Reynt að friðþægja? Fréttaskýrandi Dagens Nyheter segir að Petersson og fleiri ráða- menn hafi blekkt stjórnina og endur- skoðendurna en ljóst sé að hinir síð- astnefndu hafi ekki staðið sig vel. „Það er meira að segja svo að í skýrslunni [um innri endurskoðun] segir að einn af aðalendurskoðend- unum, Jan Birgersson hjá Ernst & Young, hafi vitað að stjórnendurnir hunsuðu samþykktir stjórnarinnar en ekkert gert í málinu,“ segir í blaðinu. Einnig er bent á að fyrrver- andi stjórnarformaður, Lars Ram- qvist, sé gagnrýndur fyrir að hafa ekki sinnt starfi sínu nógu vel og minnt á að hann hafi farið fram á að sonur sinn fengi eina af umdeildum leiguíbúðum sem Skandia keypti og úthlutað var til nokkurra ráðamanna og ættingja þeirra. Varpað er fram þeirri tilgátu að með afsögn Brauns sé verið að reyna að friðþægja fyrir gamlar syndir stjórnarinnar til þess að ekki verði farið að grafa meira. Einnig er sagt að fjárhæðirnar sem ef til vill fáist endurgreiddar skipti nánast engu máli fyrir svo stórt fyrirtæki en end- urgreiðsla geti orðið til að slá á gagnrýni hluthafa og viðskiptavina á sukkið. Nokkrir ráðamenn Skandia sagðir geta hafnað í fangelsi AP Nýr stjórnarformaður Skandia, Björn Björnsson (t.v.), ásamt forvera sínum, Bengt Braun, á blaðamannafundi í Stokkhólmi. Braun sagði af sér í gær. Svört skýrsla um innri endurskoðun staðfestir frásagnir af græðgi og spillingu æðstu ráðamanna FILIPPSEYINGAR kveikja á kertum til minningar um fólk sem dáið hefur af völdum alnæm- is. Milljónir manna tóku þátt í ýmsum athöfnum og göngum í til- efni af alþjóðlega alnæmisdeg- inum í gær. Sameinuðu þjóðirnar kynntu áætlun um að sjá þremur milljónum alnæmissjúklinga í þróunarlöndum fyrir lyfjum við sjúkdómnum ekki síðar en árið 2005. Reuters Fórnarlamba alnæmis minnst HARALDUR Noregskonungur er með krabba- mein í þvagblöðru, að sögn vefsíðu norska blaðs- ins Aftenposten. Mun hann gangast undir að- gerð í næstu viku og er vonast til að með því verði komist fyrir meinið. Trygve Talseth, prófessor við Rikshospitalet, Håkon Wæhre, yfirlæknir á geisla- lækningadeild sjúkrahúss- ins, Lars Petter Forberg, starfsmannastjóri konungs- hallarinnar, og Anstein Bergan, prófessor á Riksho- spitalet, skýrðu frá þessu á blaðamannafundi í konungshöllinni í gær. Haraldur mun gangast undir aðgerðina 8. desember og verður síðan í veikindaleyfi í 2–3 mánuði. Hákon krónprins mun gegna skyldum föður síns á meðan. Þvagblaðra konungs verður fjarlægð en ekki er talið að krabbameinið hafi breiðst út. Grædd verður í konung eins konar gerviblaðra úr vef sem tekin verður úr smáþörmunum. Haraldur var lagður inn á sjúkrahúsið í fyrradag til rann- sókna vegna þess að blóð var í þvaginu. Blæð- ingin var stöðvuð og var konungur útskrifaður í gærmorgun. Haraldur konungur með krabbamein Haraldur Noregskonungur FORSTJÓRI og stjórnarformaður Boeing, Phil Condit, sagði af sér í gær, nokkrum dögum eftir að fyrirtækið rak fjármálastjóra fyrirtækisins og annan stjórnanda fyrir „brot á siðareglum“ í tengslum við samninga við bandaríska varnarmálaráðu- neytið. Talsmaður fyrirtækisins neitaði því að stjórnin hefði vikið Condit frá og sagði að hún hefði fallist á afsagnar- beiðni hans „með mikilli sorg“. Ekki var ljóst hvort Cond- it hefði sagt af sér vegna máls fjármálastjórans sem hafði ráðið eldflaugasérfræðing til starfa hjá fyrirtækinu þótt hann væri enn starfsmaður varnarmálaráðuneytisins og í aðstöðu til að hafa áhrif á samninga þess við Boeing. Forstjóri Boeing segir af sér Chicago. AP. Phil Condit STJÓRN George W. Bush Bandaríkjaforseta hefur ákveðið að afnema flesta tolla, sem lagðir voru á innflutt stál fyrir tuttugu mánuðum, að því er The Washington Post hafði í gær eftir heimildar- mönnum í Hvíta húsinu og stáliðnaðinum. Stjórnin hyggst þannig afstýra við- skiptastríði sem kæmi niður á efnahag sambandsríkja sem talin eru geta ráðið úrslitum í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á næsta ári. Heimildarmennirn- ir sögðu líklegt að Bush myndi tilkynna ákvörðunina síðar í vikunni. Embættis- menn í Washington sögðu að hugsanlega yrðu gerðar einhverj- ar breytingar á áformunum en einn heimildarmannanna sagði að þau væru nánast fullfrágeng- in. ESB hótaði refsitollum Heimsviðskiptastofnunin hafði úrskurðað að tollarnir væru ólöglegir og Evrópu- sambandið hótaði að leggja refsitolla að andvirði 2,2 millj- arða dollara, tæpra 170 millj- arða króna, á bandarískar út- flutningsvörur frá og með 15. desember. Stjórn Japans hót- aði einnig svipuðum aðgerð- um á miðvikudag. Heimildarmenn The Wash- ington Post sögðu að ráðgjaf- ar Bush hefðu komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að taka þá áhættu að Evrópusambandið stæði við hótunina um að leggja refsi- tolla á bandarískan útflutn- ingsvarning á borð við ávexti, grænmeti, vefnaðarvörur, skó, bifhjól og landbúnaðar- tæki. Eitt erfiðustu úrlausnarefnanna Ráðgjafar Bush sögðust gera sér grein fyrir því að af- nám stáltollanna gæti veikt stöðu forsetans í nokkrum stálfram- leiðsluríkjum, meðal annars Pennsylvaníu, Vestur-Virginíu og Ohio. Búist er við að mjótt verði á munum í þessum ríkjum í kosningunum. Heimildarmenn- irnir lýstu ákvörðun- inni sem einu af erf- iðustu pólitísku úrlausnarefnum forsetans til þessa í innanríkismálum. Ráðgjafar Bush hefðu komist að þeirri niðurstöðu að „það að halda tollunum myndi hafa alvarlegri afleiðingar fyrir efnahaginn í heild en afnám tollanna fyrir stáliðnaðinn“. Bush forseti ákvað í mars í fyrra að leggja 8–30% tolla á innflutt stál frá Evrópu, Asíu og Suður-Ameríku í þrjú ár til að hjálpa bandaríska stál- iðnaðinum. Mörg ríki heims mótmæltu tollunum sem sættu einnig harðri gagnrýni margra bandarískra hægrimanna sem segja forsetann hafa vikið frá stefnu sinni um frjáls heims- viðskipti. Bush ætlar að afnema stáltollana Vill ekki hætta á viðskiptastríð The Washington Post. George W. Bush ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.