Morgunblaðið - 02.12.2003, Síða 43

Morgunblaðið - 02.12.2003, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir heiðarleika, krafti og metnaði og hefur yf- irleitt mikil áhrif á umhverfi þitt. Nánustu sambönd þín skipa óvenju stóran sess í lífi þínu á komandi ári. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er hætt við að þú farir yfir strikið í tilraunum þínum til að sannfæra aðra um skoðanir þínar. Þú þarft ekki að sann- færa neinn. Það er nóg að þú trúir á þær. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það gæti komið þér á óvart hvað þú laðast sterkt að ein- hverjum í dag. Þú ert í leit að ævintýrum annað hvort til að flýja raunveruleikann eða til að gera hann meira spennandi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það er hætt við að þú sýnir fjölskyldu þinni of mikla eft- irlátssemi í dag. Þú gætir líka farið yfir strikið í innkaupum til heimilisins. Reyndu að rata hinn gullna meðalveg. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Kappsemi þín í vinnunni smit- ar út frá sér í dag. Þú vekur glaðværð hvar sem þú ferð og hvað sem þú tekur þér fyrir hendur. Þetta er dásamlegt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú vilt gera hlutina með glæsi- brag en reyndu þó að standast löngun þína til að eyða pen- ingum í skemmtanir. Það er einnig hætt við að þú eyðir of miklu í börn þín og aðra ást- vini. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú hefur rétta hugarfarið til að leysa deilur innan fjölskyld- unnar. Þú átt auðvelt með að sýna örlæti og því er hætt við að þú eyðir of miklu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ert í óvenju góðum tengslum við þinn innri mann. Þú þarf eftir sem áður að gæta hófs. Það er hætt við óhófi á flestum sviðum lífsins í dag. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú munt líklega eyða pen- ingum í vini þína í dag. Þú ert áhyggjulaus og örlát/ur en ætt- ir að minna þig á að það getur verið gott að spara. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ert kraftmikil/l og jákvæð/ ur í dag. Þér mun ganga næst- um því allt í haginn. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Trú þín gæti á einhvern hátt dýpkað í dag. Ferðaáætlanir vekja áhuga þinn. Þér finnst þú eiga allan heiminn. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það ríkir gagnkvæmur velvilji á milli þín og annarra í dag. Þér verða hugsanlega færðar gjafir auk þess sem þú munt deila eigum þínum með öðrum. Þetta er af hinu góða. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú getur tekist á við hvað sem kemur upp á í dag. Þú ert sátt- fús og reiðubúin/n til að leita að málamiðlunum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRNAÐ HEILLA 50 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 2. des- ember, er fimmtug Guðný Dóra Ingimundardóttir, Vallartröð 1, Kópavogi. Eiginmaður hennar er Gunnar Sigfinnsson. Hún er að heiman á afmælis- daginn. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. júlí sl. í Grafarvogs- kirkju þau Líney Óladóttir og Sigurbjörn Kristjánsson. SAGT er að lítil þúfa velti stundum þungu hlassi. Eins er það í brids: smá- vægilegur áherslumunur í sagnstíl getur stundum gjörbreytt framvindunni og skapað óvæntar sveifl- ur. Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♠ Á10 ♥ 10 ♦ Á8653 ♣Á9874 Vestur Austur ♠ KD985 ♠ 7 ♥ G54 ♥ K862 ♦ D2 ♦ KG107 ♣K106 ♣DG53 Suður ♠ G6432 ♥ ÁD973 ♦ 94 ♣2 Spilið er frá undan- úrslitum HM og varð ekki tilefni til stórtíðinda í leik Ítala og Norðmanna. En í viðureign bandarísku sveitanna mótaðist at- burðarásin af fyrstu sögn vesturs. Wildavsky pass- aði, en Rodwell opnari á einum spaða: Vestur Norður Austur Suður Wildavsky Hamman Doub Soloway Pass 1 tígull Pass 1 spaði Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass Pass Pass Hér er mikil værð yfir sögnum og vörnin var líka laus við alla hörku. Út- spilið var hjarta, sem gerði Hamman kleift að trompa lauf tvisvar í borði og hjarta tvisvar heima. Það gaf átta slagi og 90 í NS. Á hinu borðinu setti spaðaopnun vesturs Bobby Wolff í nokkurn vanda: Vestur Norður Austur Suður Rodwell Wolff Meckstr. Morse 1 spaði 2 grönd * Dobl Pass Pass 3 lauf Dobl 3 tíglar Pass Pass Dobl Allir pass Hann valdi að sýna lág- litina með tveimur grönd- um og lenti í mikilli dobl- drífu, sem endaði í þremur tíglum í suður. Rodwell kom út með lít- inn tígul frá Dx. Sem er frábært útspil og tryggir vörninni sex slagi. En Morse var ekki sáttur við að spila upp á tvo niður og fór mikla fjallabaksleið sem endaði langt út í móa. Hann fór fjóra niður, sem skilaði AV 1100 og 15 IMPum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Lágafellskirkju þau Rósa Viggósdóttir og Emil Magnússon. Með þeim á myndinni eru Edvard og Líney. 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Bd3 Rc6 6. Rxc6 dxc6 7. Rd2 e5 8. Rc4 Be6 9. O-O Bxc4 10. Bxc4 Rf6 11. Df3 Bc5 12. b4 Be7 13. Bb2 b5 14. Bb3 Bd6 15. Df5 O-O 16. f4 g6 17. Dh3 Db6+ 18. Kh1 Rxe4 19. fxe5 Be7 20. Hxf7 Hxf7 21. Bxf7+ Kg7 22. e6+ Bf6 23. Bxf6+ Rxf6 24. Dc3 Df2 25. Dxc6 Rg4 Ingvar Ásmundsson (2321) stóð sig eins og hetja á heimsmeistaramóti öld- unga sem lauk fyrir skömmu í Þýskalandi. Hann náði sínum öðrum áfanga að alþjóðlegum meist- aratitli og var hárs- breidd frá því að hampa heimsmeist- aratitlinum. Í þess- ari skák hafði hann svart gegn lettneska stórmeistaranum Janis Klovans (2462) og hafði fram- an af staðið höllum fæti. Með síðasta leik sínum veitti hann Lettanum færi á að hirða hrókinn sinn enda eina vonin til að geta veitt hvít- um skráveifu. 26. h3? Hvít- ur átti að taka hrókinn þar eð eftir 26. Dxa8! Dd4 27. Dg8+ Kh6 28. Df8+ Kg5 29. Dc5 verður hvítum hróki yfir. Í framhaldinu náði svartur að snúa taflinu sér ívil. 26... Df6! 27. c3 Rf2+ 28. Kg1 Hd8 29. Hf1?! 29. Dc5 hefði verið ákjós- anlegra. 29...Hd2 30. Dc5 Df4! 31. Dxf2 Hxf2 32. Hxf2 De3 33. Kf1 Dc1+ 34. Ke2 Dxc3 35. Hf3 Db2+ 36. Kf1 Db1+ 37. Kf2 Dxb4 38. He3 De7 39. a3 a5 40. sKe2 b4 41. axb4 axb4 42. Kd2 Kf8 43. g3 Dd6+ 44. Ke2 Da6+ 45. Kf2 Ke7 46. Bg8 Da2+ 47. He2 Da8 48. Bxh7 Dh8 49. He4 b3 50. Hb4 Db2+ 51. Kf1 Dc1+ 52. Kg2 Dd2+ og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Ljósmynd/Sissa Ljósmynd/Sissa Handklæði & flíshúfur . Fáið sendan myndalista Myndsaumur Reykjavíkurvegur 62 220 Hafnarfjörður Sími 565 0488 www.myndsaumur.is Jólatilboð Flíspeysur, & flísteppi Í þessari viku eru tvö ár síðan starfsemi hófst í Alþjóðahúsi Af því tilefni efnir Alþjóðahús til nokkurra viðburða Þriðjudagur 2. desember kl. 21:00 Alþjóðleg fiðla Szymon Kuran spilar tónlist víðs vegar að úr heiminum auk eigin verka. Fimmtudagur 4. desember kl. 21:00 Afmælisveisla og Pub Quiz Pub Quiz er vel þekkt fyrirbæri frá Bretlandi þar sem gestir á kaffihúsi mynda lið í spurningakeppni. Spurningarnar verða með alþjóðlegu sniði (á ensku og íslensku) þannig að sem flestir geti tekið þátt, óháð uppruna. Sunnudagur 7. desember kl. 21:00 Upplestrarkvöld Fjórir rithöfundar lesa upp úr nýútkomnum bókum: Gísli Pálsson Fægð og firnindi Ólafur Gunnarsson Öxin og jörðin Ævar Örn Jósepsson Svartir Englar Sölvi Björn Sigurðsson Radió Selfoss. s. 5 88 44 22 www.hm.is TÍSKA  GÆÐI  BETRA VERÐ Náttsloppar „Mjúk Fleece“ kr. 1.890 Stærðir 34/38, 40/42, 44/48 Á NÓTTU Hver eru ljósin logaskæru, er ég lít um ljóra? munu það blikandi, blíðmálugar, heimasætur himins? Eigi er það; – en annað fegra svífur mér að sjónum: það eru augu unnustu minnar, þau í svartnætti sjást. Jón Thoroddsen LJÓÐABROT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.