Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 1
Meistarinn og Margaríta Sviðið fyllt af fólki í gamla frysti- húsinu í Hafnarfirði Listir Bílar í dag STOFNAÐ 1913 6. TBL. 92. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Skorar grimmt í Þýskalandi Vinargreiðinn auðveldaði leiðina í atvinnumennskuna Íþróttir BÚIST er við, að George Papandreou, ut- anríkisráðherra Grikklands, muni í dag taka við af Costas Simitis forsætisráð- herra sem leiðtogi Pasok, gríska sósíal- istaflokksins. Er Pap- andreou sonur Andreas heitins Papandreous, fyrrverandi forsætis- ráðherra og stofnanda flokksins. Er um að ræða til- raun til að hressa upp á gengi hans og ríkis- stjórnarinnar, sem hafa átt undir högg að sækja að undanförnu en þingkosningar verða í Grikklandi í vor. Sýna skoðanakannanir, að Pasok er langt á eftir stjórnarandstöðuflokki hægri- manna, Nýju lýðræði, en Pasok hefur ver- ið við völd í 22 ár að undanskildum ár- unum 1990 til 1993. Papandreou tekur við taumunum Aþenu. AP, AFP. George Papandreou RANNSÓKN á dauða Díönu prinsessu og elskhuga hennar, Dodi Fayed, hófst form- lega í gær en hún á að leiða í ljós hvort gert hafi verið samsæri gegn þeim og það valdið dauða þeirra í bílslysi í París 1997. Niðurstaða rann- sóknar frönsku lögregl- unnar var sú, að um slys hefði verið að ræða og hefði ökumaðurinn, sem lést einnig, verið drukk- inn. Í haust kom hins vegar út bók eftir Paul Burrell, fyrrver- andi bryta Díönu, og þar birti hann bréf frá Díönu en í því segir hún, að ryðja eigi henni úr vegi til að Karl Bretaprins geti kvænst aftur. Það eigi að gera með því að eyðileggja hemlana á bílnum hennar þann- ig að hún lendi í slysi og bíði bana af./14 Dauði Díönu rannsakaður Díana prinsessa Hestaflastríð í Detroit  Glímt við þyngdaraflið  Ford Econoline á 49 tomma dekkjum  Fólksbíll á grunni sendibíls  Notaðir og nýir bílar INDVERJAR og Pakistanar hafa ákveðið að setjast að samningaborði og ræða öll ágreiningsmál þjóðanna, þar á meðal Kasmírdeiluna. Skýrði Pervez Mush- arraf, forseti Pakist- ans, frá þessum tíð- indum eftir fund með Atal Behari Vajp- ayee, forsætisráð- herra Indlands, í gær. Skýrt var frá þessu að loknum leiðtogafundi Suðaustur-Asíuríkja í Isl- amabad, höfuðborg Pakistans, en þá ræddust þeir Musharraf og Vajpayee við í fyrsta sinn síðan við lá, að styrjöld yrði með ríkjunum fyrir tveimur árum. Í sameiginlegri yfirlýsingu utanríkis- ráðherra beggja ríkjanna lofar Musharraf að koma í veg fyrir, að Pakistan verði griðastaður fyrir hryðjuverkamenn og Vajpayee heitir að leita lausna á Kasmír- deilunni. Er stefnt að því, að formlegar viðræður hefjist í næsta mánuði. „Ég held, að það sé vaxandi skilningur um allan heim á þörfinni fyrir frið,“ sagði Musharraf en bætti við, að líklega myndu öfgamenn bregðast illa við því. Hét hann að sýna þeim enga miskunn. Söguleg sátt um viðræður Vajpayee og Musharr- af á fundi sínum í Islamabad í fyrradag. Islamabad. AP, AFP. IÐNAÐAR- og viðskiptaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, segist á næstu dögum munu skipa nefnd sem muni fjalla um umhverfi ís- lensks viðskiptalífs. Nefndin eigi meðal annars að taka fyrir hvernig bregðast megi við aukinni sam- þjöppun og með hvaða hætti skuli þróa reglur þannig að viðskiptalífið sé skilvirkt og njóti trausts. Þetta kemur fram í nýjum pistli á vef Valgerðar, valgerdur.is en þar víkur hún einnig í nokkru máli að eignarhaldi á íslenskum fjöl- miðlum og málefnum sparisjóð- anna. „Á árinu 2001 var unnin mikil skýrsla af hálfu Samkeppnisstofn- unar um eignatengsl í íslensku at- vinnulífi. Þessi skýrsla hefur geng- ið undir nafninu „Kolkrabba- skýrslan“. Hún kostaði 15 millj- ónir í vinnslu og fékkst sérstök fjárveiting til verksins. Nú hefur komið fram tillaga um að þessi skýrsla verði uppfærð og kemur það vel til greina. Ég tek undir áhyggjur af þróun síðustu mánaða,“ segir ráðherra í pistlin- um. Valgerður nefnir að rætt hafi verið á síðasta flokksþingi fram- sóknarmanna hvort ástæða væri til að setja lög gegn hringamyndun. Hvað sem því líði hljóti það að vera fyrsta skrefið að fara yfir hvernig þessum málum sé háttað hjá öðr- um þjóðum áður en tekin er ákvörðun um framhaldið. Þá minn- ir Valgerður á að Íslendingar séu bundnir af regluverki ESB og grundvallarreglan sé frelsi í við- skiptum á innri markaði Evrópu. Fyrir liggi að samkeppnislög hér séu nú mjög áþekk því sem al- mennt gerist í Evrópu. „Hvað sem þessu öllu saman líð- ur þá mun ég á næstu dögum skipa nefnd, sem mun fjalla um umhverfi íslensks viðskiptalífs. Nefndin skal m.a. taka fyrir hvernig bregðast megi við aukinni samþjöppun og með hvaða hætti skuli þróa reglur þannig að viðskiptalífið sé skilvirkt og njóti trausts,“ segir Valgerður. Viðskiptaráðherra ætlar að bregðast við aukinni samþjöppun Valgerður Sverrisdóttir VIÐSKIPTARÁÐHERRA segir kaup KB banka á SPRON annars eðlis en þegar Búnaðarbanki ásældist spari- sjóðinn þar sem nú virðist vera samstaða milli aðila en tilraun Búnaðarbankans áður hafi í reynd verið tilraun til fjandsamlegrar yfirtöku. Valgerður telur hins vegar gagnrýnivert hvers vegna hlutafé sé keypt á mismun- andi gengi. „Það er eðlilegt að spurt sé hvers vegna hlutaféð, sem er í eigu einstaklinga, er keypt á genginu 2,13 en sjálfseignar- stofnun á genginu 1. Þetta finnst mér vera umhugsunar- efni og í raun gagnrýnivert,“ segir ráðherra. Mismun- andi gengi gagnrýni- vert MIKILL viðbúnaður var hjá slökkviliði og sjúkraflutningamönnum í gærkvöldi þegar til- kynnt var að Boeing 777 þota United-flugfélags- ins myndi lenda á Keflavíkurflugvelli vegna bil- unar í öðrum hreyflinum. Meðal annars var mikið af sjúkrabílum við Reykjanesbrautina, sem er hluti af almannavarnaviðbúnaði vegna nauðlendinga. Vélin lenti klakklaust á Keflavík- urflugvelli klukkan 20.15 með 231 farþega og 14 manna áhöfn og var viðbúnaðarástandi var aflétt klukkan 20.22 þegar flugvélin var komin upp að flugstöðvarbyggingunni. Ekki sér neitt á hreyflinum utanfrá en talið er að eldsneytisleiðsla hafi rofnað í ókyrrð, enda segir heimild Morgunblaðsins hreyfilinn hafa verið löðrandi í eldsneyti þegar vélin lenti. Ísland gefur öryggistilfinningu Farþegar voru þreyttir og vonsviknir, en vélin var á leið frá Frankfurt til Washington D.C. Þó sögðu þeir sér hafa létt mikið við að ekki fór verr. „Það var mikil ókyrrð í loftinu og ég heyrði mik- inn hávaða,“ segir Mark Morrell, sem sat nálægt hreyfli vélarinnar. „Flugstjórinn hélt ró sinni og útskýrði þetta vel fyrir okkur og við gátum fylgst með því á skjá hvernig flugið gekk.“ Matthew Fink, sem var leið frá Róm til New York ásamt unnustu sinni og tveim köttum þeirra, segir þau hafa orðið nokkuð smeyk, en þó reynt að halda ró sinni. „Það var engin skelfing, allir héldu sér rólegum þrátt fyrir vissan ugg,“ sagði Matthew. „Það er þægilegt að vita af Ís- landi hér, gefur vissa öryggistilfinningu þegar svona kemur upp á, en ég ætla örugglega að heimsækja landið aftur við þægilegra tilefni.“ Sagðist unnusta hans, P.A. Skantze, vona að til væri kattasandur á hótelinu. Í hópi farþega voru einnig Lettnesk hjón sem búa í Chicago en voru í heimsókn í heimalandinu. Þau sögðust hlakka mikið til að komast aftur heim, en voru ánægð með að ekki var tekin nein áhætta vegna bilunarinnar. Gert var ráð fyrir því að send yrði vél frá Unit- ed eftir farþegunum í morgun, en þeir gistu á Flugleiðahótelum í Reykjavík í nótt. Flugstjóri flugvélarinnar mun hafa lent sams konar flugvél við svipaðar aðstæður á Kefla- víkurflugvelli í fyrrasumar. Þá sendi Unit- ed-flugfélagið aðra Boeing 777-flugvél eftir farþegunum, en enginn viðbúnaður var hafður þá. Breiðþota með vélarbilun lenti við mikinn viðbúnað Flugstjórinn lenti hér í fyrrasumar vegna minniháttar bilunar Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Slökkvilið, öryggisverðir og flugvirkjar könn- uðu hreyfil vélarinnar strax og hún lenti. Mark Morrell sagðist ekki mótfallinn því að koma aftur til Íslands. Til hægri er Matthew Fink ásamt vininum Mel, sem hvæsti og urr- aði og var hinn óhressasti með atvikið. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.