Morgunblaðið - 07.01.2004, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 07.01.2004, Qupperneq 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚLFHILDUR Dagsdóttir heldur námskeið um myndasögur í Háskól- anum á Akureyri laugardaginn 10. janúar kl. 10–14 í stofu L-201. Úlfhildur fæddist 1968 og hefur lokið MA-prófi í almennri bók- menntafræði frá Háskóla Íslands. Hún er fastráðin sem stundakennari við Listaháskóla Íslands og bóka- verja á Borgarbókasafni Reykjavík- ur. Hún er sjálfstætt starfandi fræði- kona í Reykjavíkurakademíunni. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á sérstöðu myndasögunnar sem listforms og frásagnarforms. Jafnframt er ætlunin að skoða sögu myndasögunnar með sérstöku tilliti til stöðu formsins nú. Einnig verður farið í myndlestur og greiningu á myndasögum og hrollvekjum til sagna evrópskra höfunda og nýlegra myndasagna á íslensku. Meðal þess sem fjallað verður um eru tengsl orða og mynda og frá- sagnaraðferðir myndasagna. Þá verður almenn kynning á myndasög- um, fjallað um evrópskar myndasög- ur, ofurhetjusögur, hrollvekjur og japanskar myndasögur sem og möguleika myndasögunnar og ólíkar nálgunaraðferðir. Námskeiðið verð- ur haldið í Háskólanum á Akureyri, Sólborg, laugardaginn 10. janúar nk. og eru allir velkomnir. Námskeið um mynda- sögur Hirðing jólatrjáa hafin Höfuðborgarsvæðið | Starfsmenn bæjarfélaganna og samstarfsaðilar þeirra hefjast í dag handa við að safna saman gömlum jólatrjám. Íbú- ar eru hvattir til að setja trén út fyrir lóðarmörkin til að nýta sér þessa þjónustu. Starfsmenn gatnamálastjóra í Reykjavík munu annast hirðingu jólatrjáa í borginni í dag og fram á föstudag. Í Hafnarfirði verða tré hirt í dag og á morgun. Í Garðabæ hjálp- ast skátar og bæjarstarfsmenn að og safna trjám í dag og fram á föstudag. Í Kópavogi verður hafist handa í dag og safnað eitthvað fram eftir vik- unni. Í Mosfellsbæ safnar hand- knattleiksdeild Aftureldingar saman trjám í dag og á morgun. Morgunblaðið/Þorkell Ný umferðarljós | Á morgun kl. 14 verður kveikt á nýjum umferðarljós- um á gatnamótum Strandvegar, Gufunesvegar og Rimaflatar. Þang- að til verða ljósin látin blikka á gulu ljósi. Gatnamálastjórinn í Reykjavík biður ökumenn að sýna aðgát og til- litssemi á meðan. STJÓRN Fasteigna Akureyrarbæj- ar hefur samþykkt að ganga til samninga við Hyrnu ehf. um bygg- ingu tveggja fjögurra íbúða húsa við Gránufélagsgötu 26 og 28 en Hyrna átti næstlægsta tilboð í verkið. Hyrna bauð tæpar 69,5 milljónir króna í verkið, eða 94% af kostnaðar- áætlun, sem hljóðaði upp á rúmar 73,8 milljónir króna. Alls bárust sjö tilboð í verkið og var aðeins eitt þeirra yfir kostnaðaráætlun. Lægsta tilboð átti Tosco ehf., rúmar 68,7 milljónir króna, eða 93% af kostn- aðaráætlun. Hæsta tilboð átti SS Byggir, 78,3 milljónir króna, eða 106% af kostnaðaráætlun. Samið við Hyrnu Foreldrar hittast | Janúarfundur Hóps foreldra og aðstandenda sam- kynhneigðra á Norðurlandi verður á Sigurhæðum á Akureyri fimmtudag- inn 8. janúar og hefst klukkan 20.00. Á fundinum verður meðal annars rætt um félagslega stöðu samkyn- hneigðra á Íslandi og á Norð- urlöndum í upphafi nýrrar aldar. Nýir félagar eru ávallt velkomnir. Kvosin | „Menn þurfa eiginlega að vera pínulítið klikkaðir,“ segir Jó- hann Jónsson, eigandi Ostabúð- arinnar, sælkeraverslunar við Skólavörðustíginn, spurður um hvað fái menn til þess að reka svona verslun. Jóhann er menntaður mat- reiðslumeistari og segir grundvall- aratriði að þekkja sjálfur vel til sælkeravara til að geta rekið svona verslun, enda mikið af vörunum útbúið á staðnum. „Áherslan er lögð á góða osta, ís- lenska og erlenda og svo erum við með forréttaborð þar sem við erum með sérverkaða forrétti, villibráð og aðra forrétti úr góðu hráefni,“ segir Jóhann. Einnig er selt mikið af ýmiskonar ítölskum vörum, pasta, sósum, olíum og öðru tilheyrandi. Það sem seldist hvað mest af fyrir jólin var heitreikt gæsabringa og grafið ærfilet. Paté, lagað á staðn- um, er alltaf vinsælt, sem og rjóma- ostar og brauð bökuð á staðnum. Veitingastaður í hádeginu Búðin leynir á sér og það sem lít- ur út fyrir að vera lítil verslun reyn- ist vera hádegisveitingastaður líka þar sem boðið er upp á breytilega rétti fyrir svangt fólk. Jóhann segir að það sem dragi fólk inn í hádeginu sé góður matur, góðir skammtar og gott verð. „Við erum alltaf með fisk dagsins, fáum hann ferskan, og hann er breytilegur, aldrei sami fiskurinn. Svo erum við með tvær tegundir af súpu, fisksúpu og súpu dagsins. Svo erum við með brauð sem er steikt upp úr ólívuolíu með tómötum, mozzarella og parma- skinku. Að lokum er það svo salat hússins sem er lagað eftir kenjum kokksins, að ógleymdum lang- lokum.“ Hádegisstaðurinn er góð kynning á vörunum í versluninni og oft grípa menn með sér eitthvað á leiðinni út, gjarnan brauð eða annað sem þeir smökkuðu. Borgað fyrir þjónustuna Það er rosalega mikil breidd í hópi viðskiptavina verslunarinnar, segir Jóhann. „Svo langar ofboðs- lega marga að koma og versla, en það segir sig sjálft að hátt þjón- ustustig kostar, það er bara alltaf dýrara, þetta er alltaf dýrari búð. Hérna færðu til dæmis að smakka á næstum öllu, það eina sem ég myndi sennilega ekki gera er að stökkva niður í eldhús og sjóða pasta.“ Jó- hann segir að fólk sé alltaf að gera sér betur og betur grein fyrir því að það fái það sem það borgi fyrir og þeir sem komi í verslunina hans séu þeir sem séu að leita að gæðum og góðri þjónustu. Jóhann er nú að reyna að fá í verslunina nýja línu af frönskum sælkeravörum sem aðeins fást í 40 búðum í heiminum, þar af 20 í Frakklandi. Framleiðendurnir eru mjög vandfýsnir á verslanir sem selja vörurnar þeirra, og eru alfarið á móti stórmörkuðum. „Ég smakk- aði þessar vörur úti og þetta var hvert öðru betra. Ekki mikið salt heldur gæðin látin ráða alveg ferð- inni,“ segir Jóhann, og vonast hann eftir að fá svar frá framleiðand- anum þegar vorar. Aðspurður segir Jóhann að stórmarkaðirnir fylgist sumir hverjir með því hvað hann hefur á boðstólum, en hann segist ekki hræðast samkeppni þaðan, þeir geti ekki keppt við þjónustu og þekkingu. Jóhann segir að það sem geri búð- ina sérstaka, og stuðli að velgengni hennar, sé fyrst og fremst þjónusta og gæði. „Það er kannski það sem er vinsælast við búðina að þegar fólk kemur inn þá fær það upplýsingar um það sem það er að kaupa. Það er fullt af fólki sem kemur hingað inn og hristir bara hausinn, hefur ekki hugmynd um hvað hlutirnir eru. Hér getur það fengið upplýsingar um vörurnar og smakk ef það vill, og þess vegna kemur fólk aftur og aftur.“ Rekur hádegisveitingastað og verslun með sælkeravörur á Skólavörðustígnum Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrir sælkerana: Í forréttaborðinu má meðal annars finna ýmiskonar pylsur sem eru skornar á staðnum. Hræðist alls ekki stórmarkaðina AKUREYRI SKIPVERJAR á Súlunni EA tóku nótina um borð í gærmorgun og þegar kvöldaði var haldið á loðnu- miðin norður af Kolbeinsey. Bjarni Bjarnason skipstjóri sagði að þótt lítið hefði verið að gerast á mið- unum þennan fyrsta sólarhring ver- tíðarinnar ætti að halda af stað. „Maður veit aldrei hvenær þetta brestur á.“ Bjarni sagðist hafa góða tilfinningu fyrir vertíðinni. „Ég hef aldrei efast um það eina mínútu að vertíðin verði góð, vegna þess hversu mikið var af loðnu fyrir þremur árum. Ég ætla að það eigi eftir að skila sér vel úr þeirri hrygningu og er á því að vertíðin nú og á næsta ári verði góðar en hins vegar get ég ekki lofað neinu um vertíðina eftir þrjú ár,“ sagði Bjarni. Loðnuver- tíðin verð- ur góð Morgunblaðið/Kristján Skipverjar á Súlunni EA koma nótinni fyrir í nótakassanum áður en haldið var á loðnumiðin.    HARÐUR árekstur varð á gatna- mótum Kaupvangsstrætis og Gler- árgötu í gærmorgun en ekki urðu slys á fólki. Umferðarljós eru á gatnamótunum en þar skullu saman tveir fólksbílar, sem voru annars vegar að aka suður Glerárgötu og hins vegar austur Kaupvangsstræti. Ökumennirnir sem voru einir í bílum sínum sluppu með skrekkinn en bíl- arnir eru mikið skemmdir. Höggið var svo mikið að annar bíllinn snerist nánast í heilan hring á götunni en hinn kastaðist yfir á öfugan vegar- helming. Töluverð hálka var á götum bæjarins í gær, líkt og síðustu daga. Harður árekstur Morgunblaðið/Kristján Bílarnir eru mikið skemmdir eftir áreksturinn.   

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.