Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 23
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 23 TVÆR af áttatíu sundlaugum á ferðamannastöðum á Korfú og Mall- orca reyndust viðunandi hreinar sam- kvæmt mælingum rannsakenda á vegum breskra neytendasamtaka og ferðatímaritsins Holiday Which?, að því er greint er frá á fréttavef BBC. Ein af hverjum fjórum sundlaug- um var svo óhrein að sundlaug- arvatnið reyndist verulega hættulegt heilsu fólks. Í sex sundlaugum fannst mikið af saurgerlum sem þýðir smit- hættu fyrir sundlaugargesti. Í sjö sundlaugum var svo mikill klór að hætta var á ertingu í augum og húð en í fimm laugum var sótthreinsun hins vegar svo ábótavant að sýking- arhætta var fyrir hendi. „Enginn af sérfræðingum okkar hefði synt í laugunum sem komu verst út í matinu,“ sagði Kim Winter, ritstjóri Holiday Which? sem vill vara ferðalanga við. Hann kallar eftir Evr- ópureglum um eftirlit með vatns- gæðum í sundlaugum líkt og nú gilda um baðstrendur.  SÓLARLÖND Skítugar sundlaugar Korfú og Mallorca: Ein af hverjum fjórum sundlaugum var svo óhrein að vatnið reyndist hættulegt heilsu fólks. Morgunblaðið/Ómar Fjórir af hverjum fimmstarfsmönnum í Bretlandihafa tilkynnt veikindi án þess að þeir séu veikir, til að fá aukafrídag, samkvæmt könnun sem Guardian greinir frá á vef sín- um, en úrtakið var 927 manns. 66% þeirra sem skrökvuðu til um veikindi fundu ekki til sekt- arkenndar. Algengustu ástæður sem gefnar voru fyrir veikindadegi voru inflúensa eða mikið kvef, streita og meiðsli. Aðstandendur könnunarinnar segja að ósannar tilkynningar um veikindi kosti fyrirtæki mikið fé á hverju ári. Staðreyndin sé sú að í nútímaþjóðfélagi sé auðvelt að hringja og segjast vera veikur, at- vinnurekendur hafi engan rétt til að segja fólki upp vegna gruns um að það ljúgi til um veikindi. Þeir þurfi þess í stað að móta skýra stefnu um veikindatilkynn- ingar, þ.e. að hinn veiki skuli sjálf- ur hringja og það fyrir ákveðinn tíma og að tryggt sé að starfsmenn þjáist ekki af mikilli streitu.  HEILSA Óraunveruleg veikindi Morgunblaðið/Sverrir Satt eða logið: Kvef er stundum skáldað til að fá frí. Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900 www.ef.is • Hagstætt verð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.