Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 25 ÞAÐ ER orðin nokkurs konar hefð fyrir því að Jón Steinar Gunnlaugsson fái opinberun um niðurstöður hæstaréttar í hvert sinn sem hann tapar máli fyrir réttinum. Í þessum opinberunum túlkar hann hina töpuðu dóma sér í hag þótt það blasi við öðrum að því sé þveröfugt farið. Þann- ig hefur Jón Steinar m.a. farið mikinn við úrskurði hæstaréttar í kvóta- og í öryrkja- málum. Nýjasta opinberun lögmannsins eftir tap- að mál birtist í Morg- unblaðinu í gær, en þar fjallar Jón Steinar um nýlegan dóm hæstaréttar í deilu lækna og Trygg- ingastofnun ríkisins (TR). Það vill svo til að í því máli koma bæði öryrkjar og kvóti við sögu. Öryrkjar – af því að óbil- gjörn afstaða TR bitnar enn einu sinni harðast á þeim, kvóti – af því að deila lækna og TR snýst um kvótann, sem TR vill hafa á lækn- isverkum. Læknar hafa litið svo á að úr- skurður hæstaréttar hafi m.a. tryggt þeim atvinnufrelsi, sem stjórnendur TR hafa ekki viljað líða þeim. Kjarninn í málflutningi Jóns Steinars er að læknar hefðu víst haft atvinnufrelsi þegar unnið var eftir eldri samningum þeirra við TR. Máli sínu til stuðnings bendir hann á að læknum hafi ver- ið frjálst að vinna áfram með 80% tekjuskerðingu og hlýtur sá mál- flutningur að dæma sig sjálfur. Kvótadeila lækna og TR Það er ekki víst að almenningur skilji um hvað deila lækna við TR snýst og því rétt að rekja það nán- ar. Fyrir nokkrum árum voru læknar þvingaðir til samninga við TR sem fólu í sér kvóta á lækn- isverk, þ.e. að þegar ákveðnu há- marki læknisverka á ári var náð, þá fengju læknarnir litlar sem engar greiðslur frá TR vegna frekari starfa það árið. Þetta var vondur samningur, sem læknar voru óánægðir með, en tóku hon- um þó til að halda friðinn. Raunar sáu menn þá ekki alveg fyrir sér hvað gerast myndi þegar kvótinn kláraðist enda engin fordæmi fyrir slíku. Á þetta reyndi loks þegar bækl- unarlæknar kláruðu kvóta sinn haustið 2002. Þeirra biðu þá aðeins þrír kostir í stöðunni. Hinn fyrsti var að loka stofum sínum fram yfir ára- mót og láta skjól- stæðinga sína dingla á meðan. Annar var að halda áfram störf- um þrátt fyrir tap- rekstur gegn litlum greiðslum. Þriðji kosturinn – og sá sem læknarnir völdu – var að gefa skjólstæðingum sínum kost á að fá læknisverkin gerð án greiðsluþátt- töku TR. Á þessum tíma litu hvorki bækl- unarlæknar né aðrir læknar svo á að með þessu væri tekin almenn afstaða til einkarekstrar í heil- brigðiskerfinu. Um það hefur ekki náðst samstaða innan læknastétt- arinnar frekar en annars staðar. Það var heldur ekki markmiðið að hleypa fólki fram fyrir í biðröð heilbrigðiskerfisins. Aðgerð bækl- unarlækna á þessum tíma hafði það eitt að markmiði að læknarnir gætu haldið áfram störfum á eðli- legum rekstrarforsendum þannig að skjólstæðingar þeirra fengju þá þjónustu sem læknarnir töldu að þeir þyrftu á að halda. Stjórn- endur TR urðu mjög ósáttir við ákvörðun læknanna og hótuðu þeim öllu illu. Á endanum fór deil- an fyrir hæstarétt, sem dæmdi læknunum augljóslega í vil – hvað sem öllum opinberunum líður. Samningar í hnút Stjórnendur TR tóku úrskurði hæstaréttar afar illa og höfðu enn í hótunum við lækna um að TR myndi ekki fara eftir úrskurð- inum; – læknum var gert að hlíta túlkun TR en hafa annars verra af. Læknarnir buðu þá að gefa eft- ir í því máli gegn því að kvóti og afsláttarkerfi yrðu lögð niður svo þeir gætu á eðlilegum forsendum haldið áfram að sinna sínu fólki allt árið. Það er augljóst mál að ef enginn væri kvótinn, þá yrði ekki uppi sú staða sem bæklunarlækn- ar lentu í, þ.e. að geta ekki starfað áfram á eðlilegum rekstr- arforsendum. Læknarnir gengu svo langt í viðleitni sinni til að halda friðinn að þeir féllust á að gera ekki eðli- lega kröfu um 10% hækkun á taxta nú um áramótin heldur taka alltof lágu tilboði TR um 3% hækkun. Þegar samninganefnd TR gekk ekki heldur að þessu buðu læknar að gerður yrði samn- ingur í stuttan tíma á óbreyttum forsendum til að gefa aðilum meiri tíma til að fara yfir málin. Því var einnig hafnað af stjórnendum TR og eru samningar því úr gildi. Samstaða lækna Á fundi lækna kom skýrt fram eindreginn vilji þeirra til að standa saman í þessu máli. Af- staða þeirra byggist ekki síst á vilja þeirra til atvinnufrelsis, ekki aðeins þeim sjálfum til hagsbóta, heldur skjólstæðingum þeirra ekki síður. Það vakir alls ekki fyrir læknum að koma höggi á al- mannatryggingakerfið eins og fulltrúar TR hafa svo ósmekklega gefið í skyn. Þvert á móti hafa ís- lenskir læknar að langmestu leyti sætt sig við að vinna innan þessa kerfis, sem þjóðarsátt hefur ríkt um. Læknar líta svo á að með því að setja kvóta á læknisverk og þvinga þá til að viðhalda kerfi af- sláttar vegna læknisverka sé verið að skerða atvinnufrelsi þeirra. Sá hnútur sem nú er í deilu lækna og TR verður vart leystur með öðru móti en því að breyting verði gerð á kvótakerfi lækna eða þeim gefið frelsi til að starfa sjálfstætt utan kerfisins þegar kvótinn er búinn. Flestir læknar myndu heilshugar styðja fyrri kostinn, þ.e. að halda áfram störfum innan almanna- tryggingakerfisins. Á hitt ber þó að líta að kvóta- og afsláttarkerfið er tilkomið vegna þarfar hins opinbera til að halda utan um það fé sem rennur til heilbrigðismála. Skiljanlegt er að það mál þurfi að leysa á ein- hvern hátt. En hinu þarf þá að svara um leið hvað stofulæknar eiga að gera fyrir skjólstæðinga sína þegar kvóti þeirra er búinn – hvers eiga þeir sjúklingar að gjalda sem eru svo óheppnir að veikjast síðla árs í algeru kvóta- leysi? Er línuívilnun kannski lausnin? Opinberun Jóns Steinars Árni Tómas Ragnarsson svarar Jóni Steinari ’Læknar líta svo á aðmeð því að setja kvóta á læknisverk og þvinga þá til að viðhalda kerfi af- sláttar vegna lækn- isverka sé verið að skerða atvinnufrelsi þeirra. ‘ Árni Tómas Ragnarsson Höfundur er læknir. OPINBERUN Davíðs Oddssonar þessi áramótin var sú að nú stafaði ís- lensku samfélagi ógn af hringamyndun í við- skiptalífi. Tilefni op- inberunar forsætisráð- herra er að fyrirtæki, sem hefur yf- irburðastöðu í sölu, dreifingu og innflutn- ingi á matvöru og ýmissi smávöru, hefur í vaxandi mæli látið finna fyrir sér á verð- bréfamarkaði og keypt umtalsverða hluti í ol- íu-, trygginga- og flug- félögum og hefur nú á fáeinum vikum náð undirtökum í einu dag- blaði og eina ljósvak- arisa þjóðarinnar sem er í einkaeigu. Fyrir er útbreiddasta dagblað landsins í eigu sömu aðila, – sem að sjálf- sögðu er Baugur, fyr- irtæki í eigu fjölskyldu Jóhannesar Jónssonar sem ávallt hefur verið kenndur við Bónus. Tilefni umræðu um samþjöppun eignarhalds fyrirtækja er nú, líkt og oft áður, ærið. Í lýðræðissamfélagi sem byggir skipan atvinnulífs á lögmálum hins frjálsa markaðar er mikill munur á tilefni til umræðu og tilefni til laga- setningar. Ummæli forsætisráðherra í blöðum og ljósvakamiðlum um ára- mótin benda eindregið til þess að hann sé búinn að ákveða að aðgerða sé þörf. Í áramótagrein sem birtist í Morgunblaðinu segir hann: „Öll merki benda til þess að samruni fyr- irtækja og einokunartilburðir í kjöl- farið sé að verða meinsemd í íslensku viðskiptalífi.“ Málatilbúnaður for- sætisráðherra ber allan þann svip að hann undirbúi Baugslög. Einkamál orðið að þjóðmáli Forsætisráðherra hefur fram til þessa átt í vandræðum með að benda á önnur merki um samruna og einok- un en veldi Baugs. Í því ljósi er nauð- synlegt að hafa í huga að forsætis- ráðherra hefur um nokkuð skeið eldað grátt silfur við forsvarsmenn þess fyrirtækis. Hefur forsætisráð- herra gengið lengra í gagnrýni á eig- endur fyrirtækisins en nokkur annar íslenskur stjórnmálamaður og hefur látið í veðri vaka að þeir bjóði mútur, kaupi sér áhrif í öðrum stjórn- málaflokkum en Sjálfstæð- isflokknum og ritstýri sjálfir fjöl- miðlum sínum þannig að halli á ríkisstjórnina og forsætisráðherra hennar. Þá hefur hann kallað um- rædda forsvarsmenn götustráka í sjónvarpsviðtali. Það hefur ekki farið fram hjá nokkrum Íslendingi að for- svarsmenn Baugs og forsætisráð- herra eiga í hatrömmum átökum og þeirra í millum ríkir hrein og klár óvild. Slík óvild ætti að vera einka- mál Davíðs Oddssonar og Baugsmanna en vegna stöðu forsætis- ráðherra verður hún að þjóðmáli. Án þess að draga úr nauðsyn umræðunnar um meinta hringamynd- un er það deginum ljós- ara að sýnd og margí- trekuð óvild forsætisráðherra í garð forvígismanna Baugs má ekki vera leiðarljós meirihluta þingmanna þegar og ef til lagasetn- ingar kemur. Það er hlutverk Samfylking- arinnar sem forystuafls í stjórnarandstöðu að koma í veg fyrir slíkt. Tilefni verður að vera skýrt Áður en til lagasetninga kemur þarf í fyrsta lagi að tilgreina skýr dæmi um nýjar hringamyndanir þannig að tilefni breyttra laga sé skýrt. Í öðru lagi þarf að vera fullreynt að markaður- inn geti ekki leiðrétt sig sjálfur innan þess lagaramma sem gildir í dag. Í þriðja lagi verður að vera fullkannað að þær eftirlitsstofnanir sem gild- andi lög kveða á um gætu ekki reist skjólveggi hefðu þær það bolmagn sem slíkt krefði. Komi til lagasetninga verður gald- urinn að finna leiðina á milli hins al- menna og sértæka. Hin almenna regla má ekki verða til þess að tak- marka eða raska fullkomlega eðlilega starfsemi annarra fyrirtækja. Og þá teljast lög tæpast sanngjörn ef þau eru það sértæk að þau beinast að tak- mörkun á starfsemi eins fyrirtækis. Hlutverk Samfylkingarinnar í þeirri umræðu sem er framundan er að tryggja að tilefni nýrra laga sé nægjanlegt og að fullreynt sé að þær varnir gegn hringamyndun sem markaðurinn og núgildandi lög kveða á um, dugi ekki. Samfylkingin þarf að koma í veg fyrir að forsætisráðherra geri Alþingi að vettvangi og vopni í einkamáli sem hann rekur gegn svörnum óvildarmönnum sínum í íslensku atvinnulífi. Slíkt kemur að- eins niður á starfsumhverfi fyr- irtækja á Íslandi og virðingu hins háa Alþingis. Þurfum við Baugslög? Ásgeir Friðgeirsson skrifar um samþjöppun eignarhalds fyrirtækja Ásgeir Friðgeirsson ’Samfylkinginþarf að koma í veg fyrir að for- sætisráðherra geri Alþingi að vettvangi og vopni í einka- máli… ‘ Höfundur er varaþingmaður Sam- fylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.