Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 16
ERLENT 16 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ JAPANSKIR kaupsýslumenn standa hér álútir við tölvur sínar á meðan Shinto-prestur í fullum skrúða blessar þær í þeim tilgangi að halda í burtu veirum og kerf- isgöllum. Hreinsunarathöfnin fór fram í Kanda Myojin-helgidómnum í Tókýó í gær. Ekki fylgir sögunni hvort aðferð- in hafi hingað til gefist vel, en hver veit, ef til vill er hér kominn leynd- ardómurinn á bak við gífurlega vel- gengni Japana á tæknisviðinu í gegnum tíðina. Reuters Hreinsar tölvurnar af veirum Hvað olli því að þú varðst vitni að atburðunum í Kibeho? Það var liðið ár frá þjóðarmorð- inu í Rúanda. Menn höfðu gagnrýnt Sameinuðu þjóðirnar harkalega fyr- ir að hafa ekki gert neitt til að koma í veg fyrir það. Ég fór til Rúanda til að komast að því hvort sú ásökun ætti við rök að styðjast. Ég vonaðist til þess að hitta SÞ- friðargæsluliða sem höfðu orðið vitni að þjóðarmorðinu, til að heyra hvaða fyrirmæli þeir höfðu fengið. Á ferðalagi mínu í Rúanda heyrði ég um lítinn hóp friðargæsluliða sem voru fastir í flóttamannabúðum sem hétu Kibeho. Ég ákvað að fara þangað og komast að því hvað þar væri að gerast. Ég endaði með því að festast sjálf í Kibeho. Ef marka má bókina þá hættirðu að vera áhorfandi, blaðamaður, og gerðist þátttakandi. Þannig blaðamennsku stunda ég, ef þörf krefur. Ég átti þó ekki von á að verða þátttakandi í jafn afdrifa- ríkum atburðum og áttu sér stað í Kibeho. Þegar ég vil kynna mér eitthvað þá fer ég þangað og geri mig heimakomna. Ég tek mér tíma, hitti fólk og ræði við það, gára yfirborð fréttarinnar en kafa líka of- an í málin. Núna er ég að vinna að frásögn um demant- ana í Sierra Leone. Til að byrja með bjó ég í demant- abúðum úti í frumskógi en seinna fór ég að starfrækja mína eigin demantanámu. Ég er enn að því. Það er mjög skemmtilegt. Þegar ég var að vinna að rannsóknum vegna bókar minnar um friðargæslusveitir SÞ var það markmið mitt að komast að kynnast sjónarhorni friðargæslulið- anna sjálfra. Ég fór því einfaldlega til þeirra landa þar sem SÞ var með friðargæslusveitir og bankaði upp á í herbúðum friðargæsluliða í Sómalíu, Rúanda og Haítí. Ég gekk að því vísu að þeir myndu bjóða mig vel- komna. [...] Líklega hjálpaði það upp á að ég er kona. Hermennirnir kunnu að meta félagsskap konu og þeir höfðu gaman af því að tala við mig. Þegar til kastanna kom gátu hermennirnir, hvað þá þú, ekkert gert til að koma í veg fyrir morðin í Kibeho. Það hlýtur að hafa verið erfið lífsreynsla? Auðvitað. Mjög svo. Það gildir enn frekar fyrir her- mennina frá Zambíu heldur en fyrir mig. Ég hafði þó afsökun fyrir því að gera ekki neitt, ef svo má að orði komast. Ég var á staðnum en ég var utanaðkomandi, gestur, óbreyttur borgari. Hermennirnir sem voru í Kibeho á vegum SÞ höfðu verið gerðir ábyrgir fyrir flóttamannabúðunum en án réttra fyrirmæla. Þessir menn höfðu hlotið bardagaþjálfun en fyrirmælin sem þeir fengu frá SÞ bönnuðu þeim að berjast. Fyrir vikið voru þeir sem getulausir skólastrákar, sem var afar erfitt fyrir þá. Þetta var enn erfiðara fyrir þá sökum þess að þeir höfðu staðið vörð um flóttamanna- búðirnar í Kibeho um margra mán- aða skeið áður en fjöldamorðin þar áttu sér stað. Þeir höfðu því kynnst mörgum fórnarlambanna persónu- lega. Þú varðst vitni að hroðalegum atburðum. Ertu sködduð á sálinni fyrir lífstíð? Já, án efa. Ég er hins vegar þakk- lát fyrir það að þessi reynsla eyði- lagði mig ekki algerlega. Ég minnist þess að á sínum tíma varð ég alger- lega ónæm. Ég geri ráð fyrir að það hafi átt við okkur öll: hermennina, fórnarlömbin, jafnvel Tútsana sem sátu um okkur en vissu ekki hvernig þeir gætu bundið enda á umsátrið. Þessir atburðir voru svo hrikalegir að heilinn bregst við eins og ósjálf- rátt, gerir mann andlega ónæman til að maður missi ekki vitið. Ég var meðvituð um hvað var að gerast í kringum mig, limlestingar, höf- uðleðursflettingarnar og börnin sem kastað var yfir vegginn til okk- ar. En heilinn leyfði mér ekki að „finna fyrir“ þessum hryllingi. Hann leyfði mér varla að finna nokkurn skapaðan hlut. Nokkrum dögum eftir þessi fjöldamorð var ég kom- in heim, til Hollands. Fyrst þá fann ég fyrir ótta. Ótta við martraðir, ótta við minningar sem héldu fyrir mér vöku. Ég þekki fólk, blaðamenn, sem fékk taugaáfall eftir að hafa upplifað hryllinginn í Rúanda og Bosníu. Þetta fólk er ekki nema skugginn af sjálfu sér í dag, ófært jafnvel um að vinna. Ég fór sjálf til geðlæknis og spurði hann hvort hann teldi mig hafa orðið fyrir andlegu áfalli og hvort hann teldi að ég þyrfti að hafa áhyggjur af andlegri heilsu minni. Hann var góður og vís maður. Hann sagði já, að enginn vafi léki á því að ég hefði orðið fyrir áfalli en að það þýddi ekki endilega að ég myndi missa vitið. Hann lýsti áfalli sem fötu innan í manni. Vond reynsla safn- aðist saman í fötunni og einn daginn myndi fatan verða orðin full og þá flæddi upp úr. Engin leið væri að vita hvenær mín fata væri orðin full, eða nokkurs manns, og því ráðlagði hann mér að halda áfram að lifa og sinna þeim verkum sem ég kysi helst: að ferðast og skrifa. Ég gerði það því. Og geri enn. Hver bar ábyrgð á því að SÞ brugðust svo hrapallega í þessum löndum? Fyrst og fremst báru stríðandi fylkingar á staðnum ábyrgðina, Hútúar, Tútsar, sómalskir stríðsherrar eða aðrir. Í öðru lagi báru aðildarríki SÞ ábyrgðina. Sú meginskoðun sem fram kemur í bók minni er að SÞ séu þjónn, ekki herra. Sameinuðu þjóðunum var ekki um að kenna. SÞ gera það sem við, aðildarríkin, skip- um þeim að gera. Hvorki meira né minna. Spurt og svarað | Linda Polman Varð vitni að fjölda- morðum í Rúanda Nýlega kom út á ensku bók hollensku blaðakonunnar Lindu Polman, We did nothing: Why the truth doesn’t always come out when the UN goes in. Þar fjallar Polman um friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna og það sem fyrir augu hennar bar í Sómalíu, Haítí og Rúanda 1993–1995. Sér- staklega áhrifarík er lýsingin á fjöldamorðunum sem Polman varð vitni að í Rúanda. Polman svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðsins. Linda Polman ’ SÞ gera það semvið, aðildarríkin, skipum þeim að gera. Hvorki meira né minna. ‘ Davíð Logi Sigurðsson | david@mbl.is MISTÖK Edúards Shevardnadze, fyrrum forseta Georgíu, verða ekki endurtekin. Þetta segir Mikhail Saakashvili, nýkjörinn forseti lands- ins og maðurinn sem stóð fyrir frið- samlegu byltingunni er kostaði for- vera hans embættið í nóvember. Saakashvili sem er 36 ára gamall lögfræðingur, menntaður í Banda- ríkjunum, var kjörinn forseti Georgíu um liðna helgi með miklum yfirburðum. Saakashvili sagði í viðtali við AP- fréttastofuna í gær að fyrsta verk hans í embætti yrði að beita sér fyrir „stórbrotinni löggjöf gegn spill- ingu“. Efnahagur Georgíu er að hruni kominn og er sú óheillaþróun ekki síst rakin til spillingar í landinu. Aðstoð erlendis frá hefur verið stolið og ríkiseigur lent í höndum fárra án þess að fyrir þær kæmi eðlilegt gjald. „Ríkastir allra voru Shev- ardnadze og ættmenni hans,“ sagði Saakashvili. „Ég hef aldrei heitið Shevardnadze því að við munum ekki gera upptækar þær eigur sem hann komst yfir með ólöglegum hætti. Ég lofaði honum því að öryggi hans yrði tryggt,“ sagði Saakashvili en athygli vakti í kosningunum á sunnudag þegar Shevardnadze lýsti yfir að hann hefði greitt forsetanum nýja atkvæði sitt. Georgía er almennt talið eitt spilltasta ríki í heimi. Þetta hefur í senn orðið til þess að hefta einka- framtakið í landinu og komið í veg fyrir erlendar fjárfestingar. Saaka- shvili sagði ekki unnt að útiloka að þeir sem högnuðust á spillingunni hygðust reyna að berjast gegn stjórninni nýju og þá jafnvel beita ofbeldi. Pólitískt ofbeldi hefur löngum sett mark sitt á Georgíu. Tvívegis, hið minnsta, var reynt að ráða Shev- ardnadze af dögum er hann gegndi embætti forseta og fyrsti forseti landsins, Zvíad Gamsakhúrdía, var tekinn af lífi. „Við gerðum ráð fyrir þessari hættu þegar við ákváðum að leita eftir þessu embætti,“ sagði Saakashvili. Segir Bandaríkin hvergi hafa komið nærri Um 5,5 milljónir manna búa í Georgíu og margir búa við sára fá- tækt. Vatn skortir víða og orkukerfi eru í meira lagi ótrygg. Hið sama gildir um samgöngur í landinu og heilbrigðiskerfinu lýsir Saakasvili á þann veg að það sé „villimannslegt“. Hann kvaðst þó ekki hafa í huga aft- urhvarf í þessu viðfangi. „Við getum ekki endurreist hið gamla velferðar- kerfi sovéttímans,“ sagði hann. Í máli Saakasvilis kom fram að hann teldi sig hallan undir Vestur- lönd en sú afstaða hans kann að styggja ráðamenn í Rússlandi. Hann þvertók hins vegar fyrir að Banda- ríkjamenn hefðu á einhvern hátt staðið að baki byltingunni þegar Shevardnadze var steypt af stóli. Því hefur verið haldið fram að olíu- hagsmunir Bandaríkjamanna kunni að hafa ráðið einhverju um endalok stjórnar Shevardnadze. „Þeir hjálp- uðu okkur aldrei sem pólitísku afli. Þeir héldu sig frá stjórnarandstöð- unni,“ sagði hann. Forsetinn ítrekaði að Georgíu- menn treystu því að Rússar efndu loforð sitt og kölluðu heim þá her- menn sem enn er að finna í Georgíu. Brottflutningur þessi hefur tafist en Saakasvili lagði áherslu á að hann hygðist ekki þrýsta á Rússa. „Það er mikilvægt að öryggistilfinning Rússa raskist ekki.“ Í kosningabaráttunni og mótmæl- unum í nóvember héldu andstæð- ingar Saakashvili því fram að hann væri lýðskrumari og fasískur stjórn- málamaður. Hann kveðst hins vegar hafa lært sitthvað af því að fylgjast með ferli Edúards Shevardnadze. „Ég mun aldrei láta sem svo að lögin í landinu og ég séu eitt og hið sama.“ Víðtæk löggjöf gegn spillingu Nýr forseti Georgíu segir að mistök Shevardnadze verði ekki endurtekin Tiblisi. AP. Reuters Mikhail Saakashvili ’ Ríkastir allra voruShevardnadze og ættmenni hans. ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.