Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 33
Hún hafði yndi af sjónvarpi og
elskaði dans- og söngvamyndir, allt
sem var fallegt. Henni fannst sér-
staklega gaman að velja og kaupa
jólagjafir handa systrum sínum og fá
fjölskyldumyndir til að hafa í her-
berginu sínu. Haidí leit á börn Helgu
Hrefnu systurdóttur sinnar sem sín
barnabörn og var yndislegt að fylgj-
ast með því, það var einfaldlega
þannig, enda Helga að öðrum ólöst-
uðum henni sérstaklega kær. Ekki
má gleyma að minnast á sterka póli-
tíska skoðun hennar, D var alltaf
x-D, þar til D varð D fyrir Davíð.
Þegar nóttin hafði breitt faðm sinn
yfir foldina og jólaljósin og norður-
ljósin dönsuðu í náttmyrkrinu
kvaddi Haidí þennan heim. Við syst-
urnar höfum þá trú að farnir ástvinir
og faðir okkar hafi sótt hana og tekið
á móti henni með opnum örmum og
leitt inn í ljósið, svo friðsæl og falleg
var hún. Við höfum einnig þá trú að
nú svífi hún um frjáls úr viðjum fötl-
unar sinnar, laus undan þjáningu og
fordómum og valsi nú um himin-
geiminn og geri það sem hana lystir
en verndi okkur jafnframt sem eftir
erum. Hver sælustund sem við höfð-
um hjá henni byrjar ljúft að tala í
hjarta okkar eins og langafi kvað og
tárin sem væta vanga okkar eru
„vökvan send frá lífsins æðsta
brunni. Þau líða eins og elskuð hönd
um kinn og eins og koss þau brenna
ljúft á munni“. Við vitum líka eins og
Hannes að fyrr en varir röðull rís á
ný og „roðinn lýsir yfir nýjum degi“.
Við systurnar, dætur Elliar, þökkum
fyrir þau forréttindi að hafa átt
Haidí okkar bömlu að.
Ragnheiður Elín Clausen
og Þórunn Erna Clausen.
Oft er það svo, að einlægar útskýr-
ingar barna nálgast raunveruleikann
betur en okkar fullorðinna. Fyrir þó
nokkrum árum heyrði ég þegar vin-
ur yngsta sonar míns tilkynnti hon-
um, nokkuð hróðugur, að hann hefði
séð „allar ömmurnar hans“ akandi í
bíl. Þær sem við var átt voru amma
hans Alma ásamt systrum sínum
Svölu og Haidi. Þar sem amma Alma
og Svala voru nokkuð áþekkar í sjón,
og bjuggu að auki hlið við hlið, var
eðlilegt, að vinirnir rugluðu þeim
stundum saman. Einfaldast var að
kalla þær báðar ömmur. Þegar Haidi
kom í heimsókn í Skerjafjörðinn
bættist hún eðlilega í þann hóp. Hún
var trúlega ekkert svo ólík þeim
systrum við fyrstu athugun barns-
ins, dökkhærð og pelsklædd. Þannig
urðu móðurömmurnar þrjár og
börnin mín ríkari fyrir bragðið.
Seinna olli þó heilabrotum hvernig á
því stóð, að ein amman hans Bjarna
gat ekki talað.
Ég veit að þetta gladdi Haidi og
hún leit á börnin mín sem nokkurs
konar ömmubörnin sín. Þegar hún
kom úr heimsreisum sínum var hún
ávallt með góðar gjafir til þeirra og á
jólum var einnig pakkaflóð frá Haidi.
Þessi jól voru þar engin undantekn-
ing, þótt hún hefði nýlega kvatt
þennan heim. Haidi hafði lokið sín-
um jólaundirbúningi snemma þetta
árið.
Líf Haidiar var örugglega ekki
alltaf auðvelt. Fötlun hennar var
þess eðlis, að ákveðin félagsleg ein-
angrun var óumflýjanleg. Máttur
eðlilegrar tjáskiptagetu verður aug-
ljós við slíkar kringumstæður. Þó
var það hvorki að sjá né finna á Haidi
að þetta hefði mikil áhrif á hana.
Hún var alla tíð umvafin ást og um-
hyggju foreldra sinna og systra,
sem, eftir fráfall móður þeirra, lögðu
grunn að bestu hugsanlegu lífsskil-
yrðum fyrir hana. Síðastliðin 14 ár
bjó Haidi á sambýli við Vesturbrún í
Reykjavík, þar sem hún naut frá-
bærrar umönnunar starfsfólks heim-
ilisins undir stjórn Ólafíu Ingv-
arsdóttur. Segja má, að hún hafi
blómstrað á þessum árum.
Seigla, ákveðni og þrjóska ein-
kenndu Haidi. Hún þurfti á slíkum
persónueiginleikum að halda. En
hún var einnig blíð og góð og mikill
húmoristi á góðum degi. Ég og börn-
in mín munum minnast hennar sem
fíngerðrar konu, með andlit langtum
yngra en lífaldur sagði til um, dökk-
an drengjakoll og tvírætt Monu
Lisu-bros á vörunum.
Blessuð sé minning hennar.
Helga Hrefna, Alma,
Baldur og Bjarni.
Elsku Ragnheiður frænka mín er í
dag falin englunum sem gættu henn-
ar á jörðu niðri og hafa nú signt í sjö-
unda himin á miðri jólahátíð barns-
ins litla frá Betlehem. Ævilöng
fötlun frænku minnar helgar henni
hæstan sess hjá sjálfu jólabarninu
hvar fjötrar jarðlífsins falla á efsta
degi og minnstu systur rísa upp öðr-
um jafnar. Við fótskör meistarans
eru gerðar upp sakir mannlífsins þar
sem hreint hjarta slær út önnur auð-
æfi heimsins.
Ragnheiður var í daglegu tali köll-
uð Heidi og var elsta barn hjónanna
Ragnheiðar Hafstein ömmusystur
minnar og Stefáns Thorarensen lyf-
sala sem bæði eru látin. Ragnheiður
móðir hennar og nafna helgaði líf sitt
dótturinni frá fæðingu og hafði ávallt
sér við hlið á meðan báðar lifðu. Um-
hyggja hennar er fagur vitnisburður
um óbilandi móðurást sem umvafði
fatlaða dóttur hlýju og kærleika.
Ekki verður annarrar getið nema
báðar mæðgurnar birtist í minning-
unni.
Að móður sinni genginni bjó Heidi
frænka á meðal jafningja í Reykja-
vík og naut þeirra samvista til dóms-
dags. Lagðist meira að segja í landa-
flakk til Rússlands og víðar um
heimsbyggðina með sínu fólki. Ást-
vinir hennar þakka umsjónarfólki og
öðrum henni viðkomandi af heilum
hug fyrir umhyggjuna. Í dag eru
ekki bara vistaskipti hjá frænku
minni heldur líka fagnaðarfundir
handan móðunnar miklu hvar mæðg-
urnar leiðast nú hönd í hönd um
paradísargarðinn.
Ásgeir Hannes.
Hún nafna mín er dáin. Það hlaut
að koma að því. Mikið er dauðinn erf-
iður þótt við eigum von á honum. Ég
var svo heppin að hitta Haidi alltaf
um jól og áramót síðustu árin, hjá
mömmu, og þannig varð það bæri-
legra að vita, að ég myndi hitta hana
þegar ég kæmi heim í frí frá Hol-
landi. Það er undarlegt hvað manni
finnst margt gerast, þegar flutt er til
útlanda. Haidi var búin að vera mikið
veik tveimur mánuðum fyrir andlát-
ið. Þegar ég sat við tölvuna mína og
bað um fréttir í tölvupósti að heiman
fann ég hvað það var erfitt að vera
svona langt í burtu og geta ekki gert
neitt til hjálpar. En Haidi átti jú níu
líf og eins og svo oft áður lét hún ekki
smáveikindi aftra sér. Henni batn-
aði, og ef til vill var hún líka að bíða
eftir því að fjölskyldan væri öll
heima. Haidi fannst alltaf gaman að
fá send kort, sérlega frá útlöndum,
og því reyndi ég eftir fremsta megni
að senda henni þau. Því miður náði
síðasta kortið ekki heim í tíma og ég
fékk það óopnað tilbaka. Svona er jú
lífið. Ég náði að kveðja hana og
þakka fyrir það.
Þegar ég fæddist vorum við nöfn-
urnar tvær. Til aðgreiningar var hún
kölluð Haidi gamla, og það þótti
henni ekki gaman, þar sem eflaust
þótti henni, hún ekki vera gömul.
Nafninu var því snarlega breytt í
Haidi Bamla. Þetta bjargaði málum
til að byrja með, og seinna meir var
ég sú eina sem mátti kalla hana
þessu nafni – það er munur að hafa
sérstöðu í lífinu. Svo margs er að
minnast og því miður ekki hægt að
ræða allt, en mikið er ég fegin að
hafa komist heim í tíma til að kveðja.
Guð geymi hana Bömlu mína.
Ragnheiður H. Reynisdóttir
(Haidi).
Elsku Haidí.
Við kveðjum þig og minn-
umst þín sem hetju. Þótt lík-
aminn væri veikur lengstan
part ævi þinnar var andi þinn
og vilji sterkur og seint
munu gleymast fallegu aug-
un þín sem oft geisluðu af
gleði þrátt fyrir allt.
Laus við krankleik og kvöl
en svo köld og föl
þú sefur nú róleg í rúminu hvíta.
Engin æðaslög tíð,
engin andvarpan stríð
þig ónáða lengur né svefninum slíta.
(Hannes Hafstein).
Guð blessi þig.
Starfsfólk og sambýlisfólk
Vesturbrún 17.
HINSTA KVEÐJA
Erfidrykkjur
Heimalöguð kaffihlaðborð
Grand Hótel Reykjavík
Sími 514 8000
Ástkær bróðir okkar, mágur, stjúpfaðir og
frændi,
LOFTUR GRÉTAR BERGMANN,
Lindargötu 61,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju á morg-
un, fimmtudaginn 8. janúar, kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en
þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Styrktar-
og minningarsjóð SÁÁ.
Guðlaugur Bergmann og fjölskylda,
Ásgeir Theodór Bergmann og fjölskylda,
Aðalheiður Óladóttir Helleday og fjölskylda.
Ástkær dóttir mín og systir okkar,
MARGRÉT STEFANÍA BENEDIKTSDÓTTIR,
Viðarrima 42,
Reykjavík,
lést á Landspítala Fossvogi föstudaginn
26. desember sl.
Jarðsungið verður frá Grafarvogskirkju
fimmtudaginn 8. janúar kl. 13.30.
Margrét Stefánsdóttir,
Ragnheiður Benediktsdóttir,
Elsa Benediktsdóttir,
Ásdís Benediktsdóttir.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
ÓLÖF ÓSKARSDÓTTIR,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut föstu-
daginn 2. janúar, verður jarðsungin frá Djúpa-
vogskirkju laugardaginn 10. janúar kl. 11.
Óli Björgvinsson,
Erlendur Ólason, Þórey Dögg Jónsdóttir,
Kristín Óladóttir, Ingólfur Guðni Einarsson
og barnabörn.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
elskulegs föður okkar,
ÓLAFS STEINGRÍMS STEFÁNSSONAR,
Brimnesvegi 10,
Ólafsfirði.
Fyrir hönd aðstandanda,
Björn Þór Ólafsson, Margrét Kristine Toft,
Stefán V. Ólafsson, Hulda Þiðrandadóttir,
Guðmundur Ólafsson, Olga Guðrún Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær bróðir okkar,
JÓN GÍSLASON
frá Hnappavöllum
í Öræfum,
sem lést sunnudaginn 28. desember, verður
jarðsunginn frá Hofskirkju í Öræfum laugar-
daginn 10. janúar kl. 14.00.
Guðný Gísladóttir,
Þuríður Gísladóttir,
Guðrún Gísladóttir.
Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og annan stuðning við
andlát og útför
SVERRIS EÐVALDSSONAR,
Þórunnarstræti 133,
Akureyri.
Guð blessi ykkur öll.
Aðalbjörg Sigvaldadóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNAR ÞÓR ÍSLEIFSSON,
Njarðvíkurbraut 25b,
Njarðvík,
sem lést þriðjudaginn 23. desember, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn
9. janúar kl. 15.00.
Júlíana Sóley Gunnarsdóttir, Friðrik Már Bergsveinsson,
Guðmundur Össur Gunnarsson,
Jón Halldór Gunnarsson,
Róbert Þór Gunnarsson, Sigríður Hafsteinsdóttir,
Anton Rafn Gunnarsson, Helga Hólmfríðardóttir,
Ríkharður Guðjón Gunnarsson, Vinni Hougaard,
Sæmundur Maríel Gunnarsson,
barnabörn og langafabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HILDUR JÓHANNSDÓTTIR,
Dalbæ,
Dalvík,
lést laugardaginn 3. janúar.
Útför hennar fer fram frá Dalvíkurkirkju laugar-
daginn 10. janúar kl. 13.30.
Sigurlín Kjartansdóttir,
Jóhann Ó. Bjarnason, Aðalheiður Kjartansdóttir,
Þóra S. Bjarnadóttir,
Sædís G. Bjarnadóttir, Halldór Bragason,
barnabörn og barnabarnabörn.