Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Clifton - Kóbrukossinn framhald ... © DARGAUD SEM AÐSTOÐARMAÐUR, EINMITT! ... ÉG Á VÍST ENGRA KOSTA VÖL ... ÞESSI RANNSÓKN ER MJÖG LÍKLEG TIL AÐ TAKA FRÁ MÉR TÍMA SEM ÉG ÆTLAÐI AÐ VERJA MEÐ YÐUR ... ÆÐISLEGT! OG Í LJÓSI ÞESS AÐ ÞÉR LÍMIST Á MANN EINS OG FLUGNAPAPPÍR! ... ... HVENÆR BYRJA ÉG? SÖR HARALDUR ... NÚ JÆJA, JARVIS! HVAÐ ER AÐ? ÉG HARMA AÐ BINDA ENDA Á GÖNGUFERÐ ÞÍNA, SÖR HARALDUR, EN SENDIRÁÐ- IÐ VAR AÐ HRINGJA ... ÞÚ VERÐUR AÐ KOMA ÞANGAÐ SEM FYRST! NÚ FYRST SVO ER ÞÁ MEGUM VIÐ ENGAN TÍMA MISSA! Á SAMA TÍMA þAR SKAMMT FRÁ ... ÞAÐ MÁTTI EKKI UNDIR NEIN- UM KRINGUMSTÆÐUM SNER- TA Á ENSKA BLAÐAMANNIN- UM! HERRA RUTHMANN BORGAR ÞÉR FYRIR AÐ ÞURRKA "ÞVOTTAEFNIÐ" ÚT OG NÁ AFTUR PAPPÍRUNUM! ÉG VARA ÞIG VIÐ KÓBRA ... ... ÞETTA ERU MISTÖK SEM HERRA RUTHMANN ÞOLIR EKKI TVISVAR! ... Í FYRSTA LAGI: ÉG STEND VIÐ SAMNINGA MÍNA! ... Í ÖÐRU LAGI: ÉG VEL HVERNIG ÉG GERI ÞAÐ! ER ÞAÐ SKILIÐ SKÍTSEIÐI? ... OG KOMDU NÚ þESSUM SKILABOÐUM TIL HERRA RUTHMANN! OG SEGÐU HONUM AÐ HANN VERÐI AÐ FARA AÐ SKIPTA UM TÓN Í SAMSKIPTUM SÍNUM VIÐ MIG! ... KOMDU LALLI! ... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is ÉG þakka bréf Svönu Sigmundar- dóttur í Morgunblaðinu hinn 23. des- ember sl. þar sem hún lýsir reynslu sinni af blaðaútburði hjá Frétta- blaðinu. Sögur eins og hún hefur að segja hef ég heyrt ófáar eftir að ég fór að kynna mér málefni blaðburð- arbarna á sl. hausti. Fjöldi fólks, mér misjafnlega kunnugt og sumt alls ókunnugt, hefur skýrt mér frá reynslu sinni á þessu sviði og hvatt til dáða í tengslum við þá umræðu sem haldið hefur verið uppi að undan- förnu. Þessi miklu viðbrögð hafa meðal annars orðið til þess að sann- færa mig um að nauðsynlegt sé að halda þessari umræðu áfram og berj- ast fyrir því að kjör og vinnuaðstæð- ur blaðbera séu þannig að viðunandi megi teljast. Það er í sjálfu sér eðli- legt að spurt sé: „Af hverju hættirðu þessu bara ekki?“ Það er kannski ein- faldast en það er ekki lausn málsins í sjálfu sér. Það kæmi bara einhver annar í staðinn og ekkert myndi breytast. Mér hefur meðal annars verið sagt frá því að einn blaðberi hafi fyrir slysni fengið sent heim yfirlit um nöfn og starfsaldur þeirra sem gegndu starfinu á undan honum. Það voru fimm aðilar á jafnmörgum mán- uðum. Það segir sig sjálft að þegar starfsmannavelta er svo hröð þá er eitthvað meir en lítið að. Í mínum huga snýst þessi barátta ekki fyrst og fremst gegn útgefendum blaðanna heldur beinist hún ekki síður að þeim stofnunum sem eiga að fylgjast með að farið sé eftir lögum og reglum sem gilda gagnvart vinnu blaðburðar- barna og í hinu lagi að launþega- hreyfingin beiti afli sínu og reynslu til að knýja í gegn kjarasamninga um málefni blaðburðarbarna. Að mínu mati myndi launþegahreyfingin ein- ungis þurfa að beita hluta af því afli sem hillti undir fimmtudaginn 11. desember sl. til að ljúka því á stund- inni að ganga frá kjarasamningum um málefni blaðbera. Það er svo ein- falt í mínum huga að blað sem ekki er borið út á sér ekki margra lífdaga auðið. Því þarf ekki annað en smá- skipulagningu og nógu einbeittan vilja sem mér finnst að eigi að koma til af hálfu launþegasamtakanna til að ná þessu máli í höfn. Eftir að búið er að ganga frá formlegum kjarasamn- ingum er síðan verkefni næstu ára að færa til betri vegar það sem talin er þörf á í formlegum kjaraviðræðum milli aðila. Annað sem ég hef áttað mig á og fengið allmargar staðfestingar um er að börn niður í 10 ára aldur eru um- hugsunarlaust ráðin í vinnu hjá Fréttablaðinu. Vitaskuld gefast flest þeirra fljótlega upp á því að bera út sinn 130–200 blaða skammt en söm er gjörðin. Ég bíð eftir því að Vinnueft- irlitið taki á þessu máli af þeim þunga og þeirri alvöru sem það á skilið. Hver ætla menn að viðbrögð yrðu í samfélaginu við því ef Impreglio réði til vinnu 10 ára gömul börn frá Portú- gal eða Rúmeníu sem byggju með foreldrum sínum við Kárahnjúka? Starf þeirra væri t.d. að hreinsa úr ruslafötum og þvo klósett í vinnubúð- unum, svo dæmi sé tekið, og vinnu- tími þeirra væri frá kl. 5.45–7.00 á morgnana. Verkinu yrði að vera lokið áður en þau færu í skólann og Imp- regilo myndi ákveða launin einhliða. Ég er nokkuð viss um að það yrði allt brjálað á skrifstofu ASÍ, hjá Vinnu- eftirlitinu, barnaverndarnefnd o.fl. o.fl. ef slíkt væri gert. Að lokum lang- ar mig að minnast á eitt atriði sem ég drap á fyrr í haust. Nú hefur snjóað og færð spillst. Því ætti að mínu mati að setja hámark á þann þunga sem ætlast er til að börn beri út fyrir kl. 7.00 á morgnana við slíkar aðstæður. Það er erfiðara og tímafrekara að bera út í erfiðri færð heldur en við góðar aðstæður. Sú fyrirhöfn og sá kostnaður á að lenda á útgefanda blaðanna en ekki launþeganum. GUNNLAUGUR JÚLÍUSSON, faðir blaðburðardrengs, Rauðagerði 36, Reykjavík. Enn af málefnum blaðburðarbarna Frá Gunnlaugi Júlíussyni HINN 21. janúar 1932 var stofnaður sparisjóður í Reykjavík og var ákveð- ið að hann skyldi heita Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis. Markmið þessarar stofnunar var að lána fé til framkvæmda í Reykjavík. Á níunda áratug seinustu aldar þótti eigið fé sparisjóðsins ekki nógu mikið og ákveðið að auka það með því að fjölga stofnendum, en þá voru flestir upp- runalegu stofnendurnir, sem reyndar voru kallaðir ábyrgðarmenn, horfnir yfir móðuna miklu. Aukins fjár var aflað með því að selja sk. stofnbréf. Frést hefir af því að KB vilji nú kaupa öll þessi nýju stofnbréf á níu þúsund milljónir króna. Þar af yrðu eigendum bréfanna greiddar þrjú þúsund millj- ónir og sex þúsund milljónir rynnu í sérstakan menningarsjóð sem úthlut- að yrði úr eitt til tvö hundruð millj- ónum á ári. Það jafngildir ávöxtun upp á 2,5%. Tveir stofnfjáreigendur sem einnig eru alþingismenn hafa tjáð sig um þetta merkilega mál nú nýlega. Þessir þingmenn eru hr. Össur Skarphéðins- son og hr. Pétur Blöndal. Samkvæmt framburði Össurar var honum lofað 12% ávöxtun á stofnféð, en endurgreiðsla fjárins væri aðeins möguleg ef hann yrði annaðhvort gjaldþrota eða dræpist (að eigin sögn mun hann ennþá vera lifandi). Pétur sagði frá því að hann hefði lagt fimm hundruð þúsund í stofnfjársjóð og ætti von á fjórum milljónum til baka, auk átta milljóna sem varið yrði til líknar- og menningarmála. Hverjir eru það svo sem staðið hafa undir þessari ávöxtun? Það eru viðskipta- menn sparisjóðsins sem hafa fengið þessa fjármuni að láni með 15% vöxt- um (sparisjóðurinn þarf 3% í rekstur). Þetta þýðir það að ef einhver hefir keypt hús með svona láni fyrir átján árum þá hefir hann þurft að endur- greiða fjögur húsverð, þegar tillit er tekið til verðbólgu. Íslensk fjármála- og vaxtapólitík er bara illa dulbúið þrælahald og ekki skrýtið að margur meðal-Jóninn hafi orðið gjaldþrota á seinni árum. GESTUR GUNNARSSON, tæknifræðingur, Flókagötu 8, Reykjavík. Ávöxtun Frá Gesti Gunnarssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.