Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 11 Kringlunni - Smáralind Laugavegi 95 - Kringlunni - Smáralind ÚTSALAN HEFST Á MORGUN Bolir frá 690 Peysur frá 990 Buxur frá 1.490 Úlpur frá 1.990 Gallabuxur frá 1.990 30-60% afsláttur Hafa ber í huga að mikið brottfall úr framhaldsskólum á Íslandi hefur ákveðinn sparnað í för með sér fyr- ir ríkisvaldið, en eins og fram kem- ur í skýrslunni þá greiða yfirvöld um 440.000 kr. á ári með hverjum nemanda í framhaldsskóla. Í því ljósi má velta því upp hvort rík- isvaldið hafi ákveðnum skyldum að gegna gagnvart þeim þegnum sem hafa ekki lokið framhaldsskóla- menntun,“ segir einnig í skýrsl- unni. „Markmið menntareikninga er einnig að auðvelda fyrirtækjum að takast á við breytingar á vinnu- markaði með því að auka hæfni starfsmanna,“ segir ennfremur. „Ríkisvald og atvinnurekendur sjá sér hag í að leggja sitt af mörkum fyrir betur menntaða og hæfari starfsmenn og öflugra atvinnulíf. Framlög atvinnurekenda gætu virkað sem hvatning til starfs- manna til að sækja frekari mennt- un en kæmi einnig þeim til góða þar sem fyrirtækin bera hæfara og jafnvel ánægðara starfsfólk úr být- um.“ Fram kemur í skýrslunni að menntareikningum sé ekki ætlað að hrófla við starfi starfsmennta- sjóða heldur séu þeir viðbót- arkostur. Starfsmenntasjóðir verkalýðsfélaga hafi einkum nýst til styttri námskeiða en mennta- reikningum sé ætlað að kosta lengra nám og dýrara sem ein- staklingar eigi erfitt með að greiða fyrir. Þá er bent á mikilvægi þess að nægilegt framboð sé á náms- leiðum Söfnunarfyrirkomulag mennta- reikninga er sagt geta byggst á sama kerfi og séreignasparnaður- inn. Því væri stofnkostnaður í lág- marki þar sem nýta mætti söfn- unarkerfi sem þegar sé fyrir hendi. Hlýtur að auka sókn í viðbótarnám Sigurður Bessason, formaður Eflingar, og Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, fögnuðu skýrslunni og taldi Sigurður að meiri sam- hljómur gæti verið með stétt- arfélögunum og atvinnuveitendum um þetta efni en ýmislegt annað í kjaramálum, aðilar vinnumark- aðarins væru sammála um að auka menntun launþega og ynnu að því á ýmsan hátt. Páll Gunnar taldi að söfnunarkerfi sem þetta hlyti að auka möguleika á því að fólk sækti í viðbótarnám. BANKASTJÓRN Seðlabanka Ís- lands hefur áhyggjur af því að við- skiptabankar og sparisjóðir fjár- magni sig í auknum mæli með erlendum skammtímalánum. Í lok nóvember námu erlend lán banka og sparisjóða rúmum sjö hundruð millj- örðum króna. Tæpur helmingur þess er á gjalddaga fyrir nóvemberlok þannig að Seðlabankinn telur að end- urfjármögnunarþörf bankanna verði afar mikil í ár. Segir Seðlabankinn það skipta miklu máli að innlendar fjármálastofnanir haldi áfram að lengja lánstíma í erlendri fjármögn- un. En erlendar eignir viðskipta- banka og sparisjóða hafa ekki vaxið í sama mæli og erlendar skuldir þeirra. Telur bankastjórnin mikilvægt að bankarnir reiði sig í minna mæli á er- lenda skammtímafjármögnun. Máli sínu til stuðnings bendir bankastjórnin einnig á að sú þróun sem felst í að einstakar skuldabréfa- útgáfur í erlendri mynt hafa orðið sí- fellt stærri auki enn á endurfjár- mögnunaráhættuna. Bankastjórn Seðlabanka Íslands lýsir áhyggjum sínum af þessari þró- un og endurfjármögnunaráhættunni sem þetta skapar fyrir íslenska fjár- málakerfið í bréfi sem hún hefur sent til forsvarsmanna viðskiptabankanna og SPRON, í kjölfar funda sem bankastjórnin átti með þeim í desem- ber. Gengisbundin lán til innlendra aðila hafa aukist um 28% Þar koma meðal annars fram áhyggjur bankastjórnarinnar á hröð- um vexti útlána og mikilli erlendri fjármögnun til skamms tíma. Í bréf- inu segir að á fundunum hafi komið fram að mikil samkeppni ríki um út- lán til fyrirtækja, einkum stærri og traustari fyrirtækja. „Samkeppnin hefur leitt til þess að samdóma álit allra viðmælenda var að áhættuálag á grunnvexti útlána hefði nú lækkað það mikið að það endurspeglaði ekki lengur mögulegt útlánatap. Það gengur ekki til lengdar. Jafnframt eru líkur á að aukin lánsfjármögnun til kaupa í félögum og fasteignum eigi þátt í mikilli hækkun eignaverða á undanförnum misserum. Banka- stjórn Seðlabanka Íslands vonar að lánastofnanir hafi lært af sögunni og sýni varfærni við úlánaákvarðanir. Aukning gengisbundinna lána til lánþega sem ekki hafa tekjur í erlend- um gjaldeyri er varhugaverð. Hlut- fallsleg aukning útlána hefur verið einna mest til erlendra lánþega en þó hafa gengisbundin lán til innlendra aðila aukist mikið eða um ríflega 28% á síðustu 12 mánuðum. Langt er frá að öll þessi gengisbundnu útlán séu til innlendra fyrirtækja og einstaklinga sem hafa tekjur í erlendum gjaldeyri eða verji gengisáhættu sína með öðr- um hætti. Í þessu felst sérstök áhætta fyrir lántakendur og lánveitendur,“ að því er fram kemur í bréfinu. Dregur úr lánveitingum erlendra banka Bankastjórnin segir það athyglis- vert sem fram kom á fundunum að er- lendir bankar hafa dregið úr beinum lánveitingum til íslenskra fyrirtækja. Í stað þeirra komi gengisbundin lán innlendu viðskiptabankanna. „Fullyrt var að erlendu bankarnir treystu sér ekki til þess að taka þátt í þeirri hörðu samkeppni sem ríkir um viðskipti stærri fyrirtækja með tilheyrandi lækkun vaxtaálags. Sú spurning er áleitin hvort þessi þróun sé ekki staðfesting á að áhætt- an í útlánunum sé of lágt metin,“ að því er segir í bréfi bankastjórnar Seðlabankans. Samkvæmt upplýsingum frá Seðla- bankanum hefur vöxtur innlendra út- lána verið hraður undanfarna mánuði. „Í heild jukust útlán innlánsstofnana á 12 mánuðum til loka október sl. um tæp 16% sem er meira en samrýmst getur stöðugleika verðlags og efna- hagslífs til frambúðar. Nærtækt er að líta til áranna 1998 til 2001 og afleið- ingar mikils útlánavaxtar sem átti sér þá stað. Vanskil og útlánatap jukust í kjölfarið og um tíma þrengdi að er- lendri fjármögnun banka og spari- sjóða. Samdráttarskeiðið og áraunin á fjármálakerfið er nú að baki en að hluta til má þakka það tiltölulega hag- stæðum efnahagslegum skilyrðum og snöggum umskiptum að fjármálafyr- irtæki urðu ekki fyrir meiri skakka- föllum en raun bar vitni,“ að því er segir í bréfi bankastjórnar Seðla- bankans til viðskiptabankanna og SPRON. Ekki víst að aðstæður verði áfram jafngóðar og nú Bankastjórn Seðlabankans tekur fram að aðstæður á erlendum mörk- uðum hafi verið með hagstæðasta móti fyrir skuldabréfaútgáfur ís- lenskra banka. „Að hluta er skýringa að leita í bættu lánshæfismati sem ríkissjóður Íslands og viðskiptabank- arnir njóta svo og aukinnar reynslu í lánsfjáröflun á nýjum mörkuðum. Engu að síður er óvarlegt að treysta því að aðstæður verði ávallt jafn hag- stæðar og nú er. Reynslan sýnir ann- að. Breyttar að-stæður á erlendum skuldabréfamarkaði sem og breytt af- staða lánveitenda til aðstæðna hér á landi gætu þrengt fjáröflunarmögu- leika frá því sem nú er. Eins er vert að hafa í huga möguleg smitáhrif af mis- heppnuðum útboðum og viðnám á mörkuðum ef margir íslenskir lán- takendur leita lánsfjár á sama tíma,“ að því er fram kemur í bréfinu frá Seðlabankanum. Víðtæk áhrif lakara láns- hæfismats ríkissjóðs Þar er einnig vísað í aðvaranir matsfyrirtækja og alþjóðlegra efna- hagsstofnana sem hafa ítrekað beint sjónum sínum að erlendum skuldum Íslands, ekki síst miklum skamm- tímaskuldum. „Hið opinbera og Seðlabankinn hafa bætt stöðu sína en staða annarra hefur versnað á síðustu árum. Horfur eru á halla í viðskiptum við útlönd næstu árin og áframhaldandi skulda- aukningu. Lakara lánshæfismat ríkissjóðs myndi hafa alvarlegar afleiðingar fyr- ir endurfjármögnun lánakerfisins í heild. Ríkissjóður og bankarnir hafa því sameiginlega hagsmuni af því að standa vörð um gildandi láns-hæfis- mat og treysta það eftir því sem unnt er. Raunar skiptir miklu fyrir skuld- ugt þjóðarbúið að kjör séu góð á er- lendum lánum þess. Mikilvægt er í þessu samhengi að bankarnir reiði sig í minni mæli á er- lenda skammtímafjármögnun,“ að því er fram kemur í bréfi sem banka- stjórn Seðlabankans hefur sent til forsvarsmanna viðskiptabankanna og SPRON. Erlendar skuldir banka- stofnana 700 milljarðar Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur sent forsvarsmönnum viðskiptabankanna og SPRON bréf þar sem lýst er yfir áhyggjum af fjármögnun þeirra með erlendum skammtímalánum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.