Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 40
DAGBÓK 40 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Víkverji skrifar... Eftir að hafa dásamað gaseldavél-ina í nýju íbúðinni í meira en ár var Víkverji óþægilega minntur á ókostinn við svona eldhúsbúnað síð- degis á aðfangadag, þremur kort- erum áður en jólin voru hringd inn í Ríkisútvarpinu. Hamborgarhrygg- urinn var kominn í pottinn og aðeins eftir að skrúfa frá gashellunni. En viti menn? Enginn kom loginn og fljótlega varð ljóst að klárast hafði úr gaskútnum – á besta tíma, eða þannig. Frábært, hugsaði Víkverji með sér, og fór nú að redda málum. Hringt var út og suður og eftir ábendingu heimilisvinar var leitað til gasfyrirtækisins Ísaga. Þar varð fyr- ir svörum í neyðarnúmeri afar þjón- ustulipur starfsmaður sem vildi allt fyrir Víkverja gera. Þrátt fyrir að vera kominn í sparifötin gerði hann sér dágóða ferð í höfuðstöðvarnar til að opna fyrirtækið og afgreiða gas- kútinn. Á meðan fékk hryggurinn að malla í potti hjá hjálpsömum ná- grönnum Víkverja í stigaganginum. Sjálfsagt til hughreystingar upp- lýsti starfsmaðurinn, er komið var á staðinn, að Víkverji væri ekki sá fyrsti sem hefði hringt í neyðarnúm- erið þennan aðfangadag jóla, en von- andi hefur hann starfsmannsins vegna verið sá síðasti! Í þessu neyð- arástandi uppgötvaðist að Víkverji var fyrir með aðra gerð af gaskút en Ísaga býður og því var hann sendur heim með nýjan svonefndan þrýsti- jafnara – og til öryggis tvær teg- undir af honum. Rétt áður en dyr- unum var lokað fékk starfsmaðurinn bakþanka og útvegaði aðra tegund, reyndist það hin eina rétta og því margsannaði þessi starfsmaður sína faglegu kunnáttu og einstöku lipurð. Sagan er reyndar ekki öll því Vík- verji gat ekki losað tóma kútinn fyrr en seint og um síðir þar sem hann hafði lánað stóra skiptilykilinn út í bæ. En allt bjargaðist að lokum og jólin gengu í garð á heimili Víkverja, þökk sé Ísaga og góðum grönnum! Eitt er þó klárt, og það vonar Vík- verji að aðrir eigendur gaseldavéla hafi í huga, að tékka endilega á kútn- um fyrir eldamennsku á stórhátíð- um, hafa aukakút til staðar eða ein- faldlega fjárfesta í gasmæli. Einnig kemur til greina að skipta yfir í raf- magnseldavél en færi rafmagnið af í Hlíðunum á lokaundirbúningi jólanna sér Víkverji ekki fram á að geta skutlast t.d. upp í höfuðstöðvar Orkuveitunnar og náð í „orku- skammt“ fyrir heimilið. Af dálitlum kvikindisskap vonar Víkverji bara að um næstu jól fari rafmagnið síðdegis á aðfangadag þannig að hann geti haldið áfram að dásama gaseldavélina – með fullan kút! Morgunblaðið/SverrirEkkert gas, engin jól. Samningar sérfræðilækna MIG langar að koma á framfæri óánægju minni vegna uppsagnar samninga sérfræðilækna við TR. Ég á 7 ára gamlan son sem hefur ítrekað þurft að fara í aðgerðir vegna röra í eyrum. Þetta er nú í annað skiptið á þessum 7 árum sem ég þarf að borga allan kostnað sjálf við þess hátt- ar aðgerð vegna þess að samningar hafa ekki verið fyrir hendi. Mér er sagt að aðgerðin muni kosta um 30.000 krónur. Innifalið er ný rör í eyru og nefkirtlar fjarlægðir ásamt svæfingu. Mér er spurn, til hvers er ég að borga mína skatta ef ég þarf líka að borga fullt verð fyrir læknisþjónustu? Mér var bent á hjá TR að bíða með aðgerðina þangað til samningar næðust. En á ég að láta barnið mitt bíða með eyrnaverk og skerta heyrn þar til þessum aðil- um þóknast að semja? Ég held ég ætti að fá skattaaf- slátt fyrst ég á ekki rétt á niðurgreiddri heilbrigðis- þjónustu. Jóna Eyjólfsdóttir. Áhrif hækkunar skólagjalda MIG langar til að spyrja stjórnendur Háskóla Ís- lands og alþingismenn hvort þeir geri sér nokkra grein fyrir því hvaða áhrif hækkun skólagjalda og fjöldatakmarkanir hafi í för með sér á Ísland til fram- tíðar? Fólk fer bara annað í nám og störf. Mér dettur ekki í hug að borga 500.000 krónur t.d. fyrir menntun hér heima þegar ég get fengið hana ókeypis í Svíþjóð eða Dan- mörku. Spáið í það. Ég er fullviss um að ég geti sagt það sama um marga aðra nemendur svo ég skora á þá sem stýra þessu að bæta úr ástandinu í HÍ áður en í óefni er komið. Gleðilegt ár! Háskólanemi. Tapað/fundið Svartur trefill týndist LANGUR og breiður svartur trefill glataðist á kvikmyndasýningu í Kringlubíói 30. desember sl. Trefillinn er saumaður úr þykku alullarefni, með grófu kögri í báða enda. Hefur hann mikið tilfinn- ingalegt gildi fyrir eigand- ann. Finnandi hafi vinsamleg- ast samband við Kristínu í s. 588 0709 eða í gsm 825 8127. Barnaseðlaveski í óskilum BARNASEÐLAVESKI fannst í Hafnarfirði sl. laugardag, 3. janúar. Upp- lýsingar í síma 565 4849. Fartölva týndist FARTÖLVA týndist í IKEA á milli jóla og nýárs. Tölvan er í eigu blinds manns sem saknar hennar sárlega. Skilvís finnandi hafi samband í síma 898 8137. Armband týndist KARLMANNS-armband með áletruninni Ómar Snævar týndist í miðbæ Reykjavíkur, líklega í kringum 20. desember sl. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 863 1059. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is - . 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Skrif- stofa s. 551 4349, fax. 552 5277, mataraðstoð kl. 14–17. Fjölskylduhjálpin Eskihlíð 2–4, Fjósinu við Miklatorg. Út- hlutun: fimmtud. kl. 14–17. Móttaka: mið- vikud. kl. 13–15. S. 551 3360, gsm. 897 1016. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa og postulín, kl. 13 postulín. Versl- unarferð í Hagkaup í dag, rúta frá Afla- granda og Grandavegi kl. 10, kaffi í boði Hag- kaupa. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og handavinna, kl. 10.30–11.30 heilsu- gæsla, kl. 13–16.30 smíðar og handavinna, kl. 13 spil. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 12.30 bað, kl. 9–12 gler- list, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 10–10.30 bankinn, kl. 13–16.30 brids/vist, kl. 13–16 glerlist. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 að- stoð við bað, kl. 10 leik- fimi, kl. 14.30 bankinn, kl. 14.40 ferð í Bónus. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 13.30 bankinn, kl. 11–11.30 leikfimi. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9 postu- lín, kl. 9–16 leir- munagerð. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9.30 hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 hár- snyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna, Félag eldri borgara Kópavogi. Skrifstofan er opin í dag frá kl. 10– 11.30, viðtalstími í Gjá- bakka kl. 15–16. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Opnað kl. 9, myndment kl. 10– 16, línudans kl. 11, pílu- kast og billjard kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Leikfélagið Snúður og Snælda æf- ing kl. 10. Línudans- kennsla kl. 19.15. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. tréút- skurður og almenn handavinna, kl. 13.30 kóræfing, allir vel- komnir. Gamlir leikir og dansar hefjast 14. janúar. S. 575 7720. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Stólaleikfimi kl. 9.30, leikfimi kvenna kl. 10.20 og 11.15 í Kirkjuhvoli. Opið í Garðabergi frá kl. 13– 17. Skráning stendur yfir á bridsnámskeið sem hefst 14. jan. Myndlistarsýning stendur yfir í Garða- bergi á verkum Guð- bjargar Jónsdóttur og Ástu Hannesdóttur, sem eru báðar í mynd- list í félagsstarfinu. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–17 handavinna, kl. 9.30 boccia, kl. 9.30 og kl. 13 glerlist, kl. 13 fé- lagsvist, kl. 15.15 söng- ur, kl. 16 hringdansar, kl. 17 bobb. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsstarfið óskar öllum farsældar á nýju ári og þakkar sam- starfið á liðnu ári. Kl. 14 kynning á fyrirhugaðri starfsemi Gullsmára janúar til maí. FEBK kynnir starfsemi á veg- um félagsins, einnig verða aðrir möguleikar til þátttöku í fé- lagslífinu kynntir. Skráning á námskeið verður á sama tíma. Allir velkomnir. Allar óskir og ábendingar um starfsemi í Gullsmára eru vel þegnar. Sími 564 5260. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9–15 handmennt, kl. 9– 10 og kl. 10–11 jóga, kl. 9.30–10.30 sögustund, kl. 15–18 myndlist. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 vinnustofa, kl. 13– 13.30 bankinn, kl. 14 fé- lagsvist, kaffi og verð- laun. Vesturgata 7. Kl. 8.25– 10.30 sund, kl. 10–11.30 ganga, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 12.15– 14.30 verslunarferð, kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurður. Vitatorg. Kl. 8.45 smiðja, kl. 10 búta- saumur, bókband, kl. 13 föndur og kóræfing, kl. 12.30 verslunarferð. Þjónustumiðstöðin, Sléttuvegi 11. Kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13– 16 keramik, taumálun, föndur, kl. 15 bókabíll- inn. Vinahjálp, brids spilað á Hótel Sögu í dag kl. 13.30. Hafnargönguhóp- urinn. Kvöldganga kl. 20 miðvikudaga. Lagt af stað frá horni Hafn- arhússins norð- anmegin. Sjögrens-hópurinn hittist í kvöld kl. 20 á Kaffi Mílanó í Faxafeni. Í dag er miðvikudagur 7. janúar, 7. dagur ársins 2003, Knútsdagur. Orð dagsins: Því að náð Guðs hefur opinberast til sáluhjálpar öllum mönnum. (Tít. 2, 11.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.     Rifjað er upp á Múrn-um að hægrimenn á Íslandi létu mikið með lögmál Parkinsons. Lög- málið er kennt við höf- und sinn sem var enskur sagnfræðingur. „Hann kom hingað til lands fyr- ir um 20 árum og var þá hampað mikið af svoköll- uðum „frjálshyggju- mönnum“ en jafnframt tortryggður af mörgum vinstri mönnum. Lögmál hans hljóðaði svo að op- inbert kerfi hneigist til að þenjast út. Þangað eru ráðnir starfsmenn og þeir búa þegar í stað til verkefni sem þeir ráða ekki við og brátt þarf að ráða fleiri og fleiri, uns heil stofnun er farin að sinna verkefnum sem engum hafði dottið í hug að þörf væri fyrir.“     Ármann Jakobsson seg-ir í pistlinum að hann hafi séð Parkinson ræða lögmál sitt bæði við aðdáendur og efasemda- menn. „Var hann greini- lega mjög snjall og sann- færði sjálfsagt flesta sem á horfðu um ágæti lög- málsins. Það hefur enda sannað sig óspart síðan. Það sérkennilega er hins vegar að þeir sem köll- uðu sig aðdáendur Park- insons hafa reynst sýnu duglegastir að sanna lög- mál hans,“ segir Ármann og á þá líklega við hægri- menn. Hann virðist hins vegar skauta fram hjá þeirri staðreynd að vinstrimenn hafa verið hvað iðnastir við að boða aukin útgjöld og verkefni hins opinbera og því sannir stuðningsmenn Parkinsons-lögmálsins í framkvæmd.     Þó bendir Ármann áeitt atriði máli sínu til stuðnings: „Eitt sér- stakt hugðarefni hægri- manna, ekki síst þeirra sem kalla sig frjálslynda, eru her og lögregla. Parkinson hafði sér- stakan áhuga á þessum málaflokki og spáði því á 4. áratug síðustu aldar að innan skamms yrðu fleiri aðmírálar en skip í breska flotanum. Spáin rættist og jók það mjög frægð Parkinsons. Í sæluríki hægri- manna, Bandaríkjunum, hefur lögmál Parkinsons aldeilis verið sannað. Út- gjöld til hermála þenjast þar út með þvílíkum hraða að enginn ræður neitt við neitt,“ segir Ár- mann Jakobsson.     Frjálslyndum mönnumhefur þó verið treyst best til að vernda frelsi og öryggi borgaranna; bæði gegn ofbeldi sam- borgaranna með lög- reglu og ofbeldi borgara annarra ríkja með her. Pistlahöfundi ætti hins vegar að vera fullkunn- ugt um að frjáls- hyggjumenn víða um heim, og ekki síst í Bandaríkjunum, gagn- rýna stjórnvöld harðast ef sú vernd stuðlar frek- ar að helsi einstakling- anna en frelsi. Slíka gagnrýni má nú finna á stefnu Bandaríkjamanna. STAKSTEINAR Sjálfvirk útþensla hins opinbera LÁRÉTT 1 málgefin, 4 afdrep, 7 hafna, 8 rándýr, 9 pest, 11 sárabindi, 13 skordýr, 14 ginna, 15 listi, 17 vind- leysa, 20 liðamót, 22 skóflar, 23 stingurinn, 24 flýtinn, 25 starið. LÓÐRÉTT 1 kunnátta, 2 spila, 3 teikning af ferli, 4 regn- demba, 5 slétta, 6 blund- ar, 10 fuglinn, 12 ná húð af, 13 poka, 15 samtala, 16 innheimta, 18 kraft- urinn, 19 óhróðurinn, 20 orgar, 21 borðum. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 næturgagn, 8 fælin, 9 lofar, 10 und, 11 súrir, 13 urðar, 15 Spánn, 18 balar, 21 áll, 22 stirð, 23 ussar, 24 sunnudags. Lóðrétt: 2 ætlar, 3 unnur, 4 guldu, 5 gáfuð, 6 ofns, 7 hrár, 12 inn, 14 róa, 15 sess, 16 átinu, 17 náðin, 18 blund, 19 lúsug, 20 rýrt. Krossgáta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.