Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 45  ELLERT Jón Björnsson, knatt- spyrnumaður frá Akranesi, gekk í gær til liðs við ÍA og gerði eins árs samning við bikarmeistarana. Ell- ert fór frá ÍA til Vals seinni part sl. keppnistímabil og lék átta leiki með Hlíðarendaliðinu. Hann á 34 leiki með ÍA í efstu deild og hefur skorað 4 mörk í þeim leikjum.  JÓHANN B. Guðmundsson lék í gær með varaliði enska knatt- spyrnufélagsins QPR þegar það mætti Wycombe Wanderers. Jó- hann, sem er til reynslu hjá QPR út þessa viku, spilaði allan tímann og átti þátt í báðum mörkum QPR sem tapaði leiknum, 3:2.  FYLKIR hefur gert þriggja ára samning við Jóhann Ólaf Sigurðs- son, 17 ára gamlan markvörð frá Selfossi. Jóhann hefur leikið sjö leiki með U-17 ára landsliðinu en hann hefur æft með liði Örgryte í Svíþjóð en þar eru foreldrar hans í framhaldsnámi.  SIGURD Pettersen, skíðastökkv- ari frá Noregi, hefur farið á kostum undanfarna daga í Þýskalandi og Austurríki þar sem fjögur Heims- bikarmót fóru fram með stuttu millibili. Norðmaðurinn sigraði á þremur af fjórum mótum og vann samanalagt með nokkrum yfirburð- um, 35 stigum ofar en Martin Höllwarth frá Austurríki. Peter Zonta frá Austurríki varð þriðji, 43 stigum á eftir hinum 23 ára gamla Pettersen.  MIKILL fögnuður braust út í gær í norska bænum Tromsö í Norður- Noregi þegar Íþrótta- og ólympíu- samband landsins ákvað að fela bæjaryfirvöldum að sækja um Vetrarólympíuleikana sem fram fara árið 2014. Á sama tíma voru mikil vonbrigði í Lillehammer en þar á bæ vonuðust menn eftir því að hreppa hnossið, enda voru leikarnir þar árið 1994. Norska ríkið þarf lík- lega að leggja fram á bilinu 70-80 milljarða kr. vegna leikanna fái Tromsö að halda þá.  ALAN Smith framherji Leeds United var í gær úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd enska knattspyrnusambandsins fyrir að henda glerflösku upp í áhorfendaskarann í leik Leeds á móti Manchester United í október. Kona skarst á höfði eftir að hafa fengið flöskuna í andlitið. Bannið tekur gildi 26. janúar og missir Smith af leikjum sinna manna á móti Middlesbrough og Aston Villa.  PETER Handyside fyrirliði Barnsley skrifaði í gær undir samn- ing við enska 2. deildarliðið sem gildir út leiktíðina. Handyside, sem einnig lék undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar hjá Stoke, var með samning sem gilti frá mánuði til mánaðar. FÓLK Heiðar sagði við Morgunblaðið ígær að fyrir leikinn hefði hann velt þessum möguleika fyrir sér. „Terry er vanur svona slagsmálum og er tilbúinn í þau. Ég átti hins vegar von á því að ég gæti látið Desailly finna fyrir mér án þess að fá of mikið til baka. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna í fót- boltanum og mig grunaði að hann yrði ekki alveg tilbúinn í slag eins og þennan. Ég var því ánægður þegar ég sá að Desailly var kominn inn á völlinn en ekki Terry. Við breyttum um leikaðferð, í stað þess að spila 4– 3–3 eins og venjulega var ég einn frammi í 4–5–1-leikaðferðinni, og það gekk mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Við mættum Chelsea í æfingaleik fyrir tímabilið, spiluðum 4–3–3 á móti þeim og þeir völtuðu yfir okkur. Með fimm menn á miðjunni gerðum við þeim lífið leitt, þvinguðum þá til að senda háar sendingar í átt að okkar marki og í þeirri stöðu var Eiður Smári sá eini sem ógnaði vörn okkar að ráði. Í heildina séð held ég að við höfum ekki átt minna í leiknum.“ Mega setja myndavélar í mörkin mín vegna Heiðar kom Watford yfir þegar hann skallaði boltann upp í mark- vinkilinn og þaðan fór hann niður á marklínuna en aldrei yfir hana. En aðstoðardómarinn benti samt á miðju. „Það var fínt, ég hafði heppn- ina með mér í þetta skiptið. Markið var dæmt gilt, og það er það eina sem máli skiptir. Þeir mega setja myndavélar í mörkin mín vegna.“ Hann vonast eftir því að fá að glíma við John Terry þegar liðin mætast aftur á Stamford Bridge í næstu viku. „Það yrði mikil áskorun að spila á móti honum og ég hlakka mjög til leiksins. Það verður fullt hús á Stamford Bridge, Watford fær 45 prósent af tekjunum af leiknum, eins og í okkar heimaleik, og þeir sem stýra fjármálum Watford eru ofsa- kátir þessa dagana. Svona leikir eru sannkallaður happdrættisvinningur fyrir félag eins og okkar. En ég hugsa ekki mikið um þennan leik enn sem komið er. Í okkar augum skiptir miklu meira máli að við stöndum okkur í deildaleiknum gegn Cov- entry um næstu helgi,“ sagði Heiðar. Hann er með samning við Watford til vorsins 2006 og kvaðst ekki hafa heyrt af áhuga neinna félaga á sér eftir að félagaskiptaglugginn opnað- ist. „Ég er búinn að vera meiddur frá því í haust og því ekki verið mikið til sýnis. Enda velti ég mér ekkert upp úr þessu. Mér líður afskaplega vel hjá Watford, hér spila ég undir stjórn knattspyrnustjóra sem hefur trú á mér og meðan svo er biður maður ekki um meira í fótboltanum.“ Desailly hefur leikið 106 lands-leiki fyrir Frakkland og er fyr- irliði liðsins. Hann lék í fimm ár með AC Milan á Ítalíu við góðan orðstír áður en hann gekk til liðs við Chelsea árið 1998. Fréttastofa Reuters hefur sent frá sér grein þar sem fjallað er um Desailly og stöðu hans eftir leikinn gegn Watford. Þar skrifar Mitch Phillips meðal annars: „Desailly hefur verið gagnrýndur víða eftir 2:2 jafntefli Chelsea gegn Watford í enska bikarnum á laug- ardaginn. Honum til varnar má segja að ljóst hafi verið frá byrjun að þetta yrði ekki leikur að hans skapi. Hádegisleikur á moldarvelli á köld- um degi, gegn upptendruðu 1. deild- arliði, er nálægt því að vera martröð fyrir mann sem setur á sig hanska um leið og sólin hverfur á bakvið lítið ský. Watford dældi háum sendingum í áttina að Heiðari Helgusyni, sem væri einn besti skallamaðurinn í hvaða deild sem er, og Desailly var í miklum vandræðum.“ Phillips segir ennfremur í grein sinni að eftir þær hremmingar sem franska landsliðið gekk í gegnum í lokakeppni HM í Suður-Kóreu og Japan fyrir tveimur árum, þar sem liðið komst ekki áfram úr riðla- keppninni, sé ólíklegt að Jacques Santini landsliðsþjálfari vilji tefla á tvær hættur í Portúgal. Vissulega hafi Desailly leikið mikið í undan- keppninni, hafi reyndar misst af leikjum vegna bakmeiðsla, og hans gífurlega reynsla tryggi honum öruggt sæti í landsliðshópnum. En þar sem búast megi við að hin nýja kynslóð evrópskra sóknar- manna láti til sín taka í Portúgal, gæti hraði þeirra orðið Desailly um megn, enda er hann orðinn seinn í snúningum. William Gallas hjá Chelsea, Mikael Silvestre hjá Man- chester United, Sebastien Squillaci hjá Mónakó og Jean-Alain Boum- song séu allir ungir og hraðir og óvíst að Santini standist þá freist- ingu að nota þá í staðinn. Reuters Heiðar Helguson, lengst til hægri, fagnar með félögumsínum öðru markinu sem Gavin Mahon, annar til vinstri, skoraði í bik- arleiknum gegn Chelsea á Vicarage Road, 2:2. ÚRVALSDEILDARLIÐ Snæfells í körfuknattleik fær í dag til liðs við sig þriðja Bandaríkjamanninn, Edward Dotson. Er honum ætlað að styrkja liðið enn frekar fyrir átökin sem framundan eru í úrvalsdeildinni og bikarkeppninni. Dotson kemur til landsins í dag og leikur væntanlega sinn fyrsta leik með Snæfelli gegn Tindastóli í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar, en liðin mætast á Sauðárkróki annað kvöld. Dotson er frá Flórída og er rúmir tveir metrar á hæð og liðlega 100 kg að þyngd. Hann leikur í stöðu miðherja. Fyrir eru tveir Bandaríkjamenn hjá Snæfelli, Corey Dick- erson og Dondrell Whitemore, og er ekki ætlað að breyting verði á þeirra högum við komu Dotsons eftir því sem næst verður komist. Snæfell er um þessar mundir í öðru til þriðja sæti úrvals- deildarinnar með 18 stig eins og Njarðvíkingar en Grindvík- ingar tróna á toppnum með 22 stig. Áhuginn fyrir liði Snæ- fells er mikill á Snæfellsnesi, enda gengi liðsins gott. Þriðji Bandaríkja- maðurinn til Snæfells Heiðar Helguson um leikinn gegn Chelsea Vonaðist eftir að fá að glíma við Desailly HEIÐAR Helguson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Wat- ford, kveðst hafa vonast eftir því að fá að glíma við Marcel Desailly frekar en John Terry í bikarleiknum gegn Chelsea síðasta laugar- dag. Liðin skildu þá jöfn, 2:2, og eftir að hafa farið halloka fyrir Heiðari er staða Desaillys í franska landsliðinu talin veikari en áður. Eftir Víði Sigurðsson KARLALANDSLIÐ Íslands í tennis keppir í riðlakeppni 3. deildar Davis-bikarsins, heimsmeistaramóts landsliða, sem fram fer í Litháen í byrjun febrúar. Fjórir leikmenn hafa verið valdir til fararinnar, þeir Raj Bonifacius úr Þrótti Reykjavík, sem jafnframt er þjálfari liðsins og stigahæsti tennisleikari landsins, Arnar Sigurðsson úr Tennisfélagi Kópavogs, sem er efstur á styrkleikalista Tennissambands Íslands og keppir í Bandaríkjunum á veturna og í Þýskalandi á sumrin, og þeir Andri Jónsson og Jón Axel Jónsson úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar. Ísland sigraði í 4. deild Davis-bikarsins í fyrra án þess að tapa leik. Átta Evrópuþjóðir mæta til leiks í Litháen og tvær þeirra, sem ná bestum árangri, komast upp í 2. deild. Tennislandsliðið til Litháen Desailly í vanda eftir slaginn við Heiðar MARCEL Desailly hefur um langt árabil verið kjölfesta í franska landsliðinu í knattspyrnu og undanfarin ár hefur hann þótt ómiss- andi í vörn Chelsea. En eftir að Heiðar Helguson lék hann grátt hvað eftir annað í bikarslag Watford og Chelsea síðasta laugardag þykir þessi 35 ára gamli jaxl vera farinn að láta á sjá og vangaveltur eru komnar í gang um hvort hann sé nægilega góður til að stýra varn- arleik franska landsliðsins í lokakeppni EM í Portúgal í sumar. ÍÞRÓTTIR SKÍÐASAMBAND Íslands sendi frá sér frétta- tilkynningu í gær, þar sem segir frá því að Dagný Linda Kristjánsdóttir skíðakona sé með slitið fremra krossband í vinstra hné, auk þess sem hætta sé á því að liðþófi sé rifinn. Aftara krossbandið er einnig tognað. Dagný Linda fer í aðgerð í kvöld í Austurríki en þar fór hún í skoðun hjá sérfræðingi. Það er því ljóst að Dagný Linda verður frá keppni það sem eftir er keppnistímabilsins en það tekur oftar en ekki 6-8 mánuði að ná sér eftir að- gerð á krossbandi. Dagný Linda hefur verið að æfa með sænska skíðalandsliðinu í vetur og keppt á heimsbikar- mótum í bruni fyrst íslenskra kvenna og að auki hefur hún keppt í stórsvigi. Dagný meiddist í upphitun fyrir heimsbikarmót í Frakklandi um síðustu helgi. Dagný Linda frá í 6–8 mánuði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.