Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Næring ekki
refsing
BANDARÍSKA leyniþjónustan CIA, hefur
keypt íslenska atferlisrannsóknarhugbún-
aðinn Theme sem Magnús S. Magnússon,
forstöðumaður rannsóknarstofu um
mannlegt atferli við Háskóla Íslands, hef-
ur verið að þróa sl. 25–30 ár. Hugbúnaður-
inn var hannaður til að leita að huldum
munstrum í mannlegu atferli en að sögn
Magnúsar gæti hugbúnaðurinn hugs-
anlega nýst CIA í leit þess að hryðjuverka-
mönnum. CIA gaf þó ekki upp hvernig
stofnunin hygðist nota hugbúnaðinn. „Það
kom okkur mjög á óvart þegar pöntun
kom frá CIA. Þeir voru kannski ekki
markhópurinn sem við höfðum haft í
huga. Það er samt í sjálfu sér rökrétt að
nýta megi þennan hugbúnað á þessu sviði,
og hefur öðru hverju komið til tals,“ sagði
Magnús.
Hugbúnaðurinn hefur að sögn Magn-
úsar nýlega verið markaðssettur í 70 lönd-
um og rannsóknarteymi í háskólum víða
um heim sinna rannsóknum byggðum á
hugbúnaðinum og þeirri aðferðafræði sem
Magnús hefur þróað.
Aðspurður segir Magnús að hugbún-
aðurinn virðist enn hafa sérstöðu í heim-
inum þar sem minni framfarir hafa orðið í
þróun aðferðafræði af þessu tagi, og þeim
hugbúnaði sem þetta krefst, en við hefði
mátt búast, sl. 20–30 ár.
CIA getur leitað
hryðjuverka-
manna með ís-
lenskum búnaði
LÖGREGLAN handtók í gær mann sem
kom og vitjaði um vörusendingu sem í höfðu
verið falin um það bil tíu kíló af hassi. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins barst
vörusendingin til landsins snemma í desem-
ber og fannst þá hassið og hefur lögreglan
því um alllanga hríð beðið eftir að eigandi
sendingarinnar kæmi og sækti hana.
Ekki liggur fyrir hvort fleiri aðilar tengj-
ast málinu en sá sem nú hefur verið hand-
tekinn. Fíkniefnalögreglan varðist allra
frétta af málinu.
Mikið magn
af hassi í
vörusendingu
HÚNI KE, sex tonna bátur, sökk í gærkvöldi 20
sjómílur norðvestur af Garðskaga. Einn maður
var um borð og sat hann jökulkaldur á stefni
bátsins sem maraði í hálfu kafi þegar Sólborgin
RE kom að slysstaðnum.
„Það var bara blánefið á bátnum upp úr og
þar sat hann. Báturinn seig upp og niður og
hann var alveg orðinn dofinn fyrir neðan mitti,“
segir Ásgeir Baldursson, skipstjóri á Sólborg-
inni.
Ásgeir segir manninn ekki hafa komist í flot-
galla þar sem óhappið hafi borið svo brátt að.
Þeir hafi kastað til hans björgunarhring, mað-
urinn hafi getað smeygt honum yfir sig og þeir
dregið hann að Sólborginni.
„Hann var orðinn svo þrekaður að hann gat
ekkert hreyft sig og það þurfti fjóra menn til
þess að kippa honum um borð. Hann var svo
dofinn að hann hefur ábyggilega ekkert fundið
fyrir fótunum,“ segir Ásgeir.
Sólborgin var á leið inn til Sandgerðis með
skipverjann af Húna undir miðnætti í gærkvöldi
og sagði Ásgeir hann vera farinn að hressast:
„Við settum hann í heita sturtu, gáfum honum
kaffi og heita súpu og hann er allur að bragg-
ast.“
Það var kl. 19.47 að Húni datt út úr sjálfvirkri
tilkynningarskyldu. Eftir að Húni hafði ekki
svarað ítrekuðum köllum Reykjavíkurradíós og
ekki var svarað í farsíma um borð var haft sam-
band við nærstadda báta og skip og þau beðin
um að svipast um eftir honum.
Sólborgin var næst slysstað í fimm sjómílna
fjarlægð og kom hún kl. 21.03 að Húna. Tog-
arinn Vigri var einnig í nágrenni slysstaðarins
og kom að um líkt leyti og Sólborgin.
Mannbjörg er Húni KE sökk um tuttugu sjómílur norðvestur af Garðskaga
Sat jökulkaldur og
hálfur í sjó á blástefninu
Ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson
Ingibjörg Hafliðadóttir fagnar eiginmanni sín-
um, Sævari Brynjólfssyni, skipverja af Húna
KE, við komuna til Sandgerðis á miðnætti.
ÞAÐ vantaði ekki hátíðleikann á þrettánda-
brennunni við Ægisíðu í gærkvöldi en þar
komu saman í blysför nemendur úr Melaskóla,
Vesturbæjarskóla og Grandaskóla ásamt for-
eldrum sínum og sungu og trölluðu. Álfahirð
kom einnig í heimsókn á hestum og söng með
krökkunum sem nutu aðstoðar harmonikku-
leikara sem lék á als oddi.
Krakkarnir í Grandaskóla tóku auk þess
fyrstu sjö erindin í Ólafi Liljurós sem fjallar
um misjöfn samskipti manna og álfa.
Jólin voru kvödd með mikilli gleði og látum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Álfareið á Ægisíðu
NOKKRIR bílar keyrðu fram hjá
jeppabifreið á hvolfi sem oltið
hafði við hringveginn um 10 kíló-
metra austur af Kirkjubæjar-
klaustri á þriðja tímanum í gær
en í henni sat móðir föst með tvo
unga syni sína í einar 5–10 mín-
útur án þess að þeim væri komið
til hjálpar. „Ég held að ég hafi að
minnsta kosti séð eina fjóra eða
fimm bíla keyra fram hjá en svo
sneri ég baki í veginn af því ég var
að reyna að skorða syni mína af
og þá sáu þeir enn einn bílinn
keyra fram hjá án þess að stoppa.
Þeir voru mjög hræddir af því að
þeir voru lokaðir svona inni,“ seg-
ir Helga Björg Ragnarsdóttir frá
Egilsstöðum en hún var á ferð
með synina, 3 og 4 ára, þegar hún
missti skyndilega stjórn á jeppa-
bifreið sinni í mikilli ísingu. Bif-
reiðin kastaðist út fyrir veginn og
hafnaði á toppnum. „Hurðirnar
voru fastar og ég komst ekki út en
það var brotinn gluggi sem eldri
sonur minn náði síðan að skríða út
um þegar hann fór að ókyrrast
mjög en ég gat ekki komið hinum
út vegna glerbrota og gaddavírs.
Sjálf komst ég ekki út fyrr en að-
stoð barst,“ segir Helga.
Að lokum voru það bændur á
nærliggjandi bæ, sem áttu leið
þarna um, sem komu mæðgin-
unum til aðstoðar. Helga og synir
hennar voru flutt með sjúkra-
bifreið á heilsugæslustöðina á
Klaustri þar sem hugað var að
þeim. Þau sluppu svo til ómeidd
og er það þakkað því að dreng-
irnir voru á sérstökum púðum,
spenntir í öryggisbelti og móðir
þeirra var sömuleiðis með bílbelti
spennt. Jeppinn var aftur á móti
mjög illa farinn og gekk þak hans
langt niður.
Helga segir skyggni hafa verið
gott og að stefnu- eða viðvörunar-
ljós á þeirri hlið jeppans sem
sneri að veginum hafi verið blikk-
andi. „Það átti því að vera nokkuð
augljóst að það var fólk þarna
inni ef menn hefðu aðeins litið í
áttina til okkar. Eftir að okkur
var hjálpað sat ég í bíl við veginn
og þá sá ég vel inn í minn bíl. Mér
finnst þetta alveg ótrúlegt.“
Lögreglan á Klaustri segir það
umhugsunarvert að engir hafi
sinnt konunni og sonum hennar
þar sem bifreið þeirra lá á toppn-
um utan vegar eftir að slysið
varð.
Sátu föst en bílarnir óku hjá
LOÐNUVERTÍÐN fór vel af stað í gær
og fengu nokkur skip góðan afla. Það voru
þó aðeins flottrollsskipin sem gátu stundað
veiðarnar í gær en loðnan er nokkuð dreifð
og stendur djúpt og því næst ekki til henn-
ar með nót.
Ingunn AK landaði fyrsta loðnuafla árs-
ins í Neskaupstað í gær þegar hún kom
þar til hafnar með um 100 tonn. Aflinn fór
að mestu til bræðslu hjá Síldarvinnslunni
en þó var hluti aflans tekinn til frystingar
fyrir Austur-Evrópumarkað. Að sögn
Freysteins Bjarnasonar, útgerðarstjóra
Síldarvinnslunnar, gengu veiðarnar vel hjá
skipum félagsins norðaustur af Langanesi
í gær.
Fyrsta loðna
ársins á land
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Ingunn AK landar fyrstu loðnunni í gær.
♦♦♦
♦♦♦