Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Lithimnulestur Með David Calvillo fimmtudag og föstudag Lithimnulestur er gömul fræðigrein þar sem upplýsingar um heilsufar, mataræði og bætiefni eru lesnar úr lithimnu augans. Á fimmtudag og föstudag mun David Calvillo vera með lithimnulestur í Heilsubúðinni, Góð heilsa gulli betri. Njálsgötu 1, uppl. og tímapantanir í s:561-5250. LIÐNIR eru þeir dagar er það að dansa vals þótti eitt það soralegasta sem maður og kona gátu tekið sér fyrir hendur. Undir lok 18. aldar stigu sómakærir siðgæðispostular fram á ritvöllinn og skrifuðu bækur á borð við: „Sönnun þess að valsinn er meginorsök veikleika holds og hugar meðal kynslóðar okkar“, þar sem rök voru færð fyrir slæmum áhrifum dansins á siðvitund fólks. Charles Burney skrifaði um valsinn í enska alfræðibók og sagði meðal annars: „Enskar mæður myndu taka því illa að sjá farið með dætur sínar á svo klúran hátt, og enn verr að verða vitni að því hversu fúslega stúlkurnar taka þátt í dónaskapn- um“. Svo komu þeir tímar að íslenska þjóðin fékk einu sinni á ári að sjá Willi Boskovsky stjórna nýárstón- leikum í Vínarborg í Sjónvarpinu. Þar var valsinn í öndvegi, og ekki er örgrannt um að sumum hafi þótt það hámenningarleg upplifun frek- ar en klúr. Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur að minnsta kosti tekið valsinn í sátt, með árlegum Vínartónleikum laust eftir áramót, og einsöngvarinn á fernum Vínartónleikunum hljóm- sveitarinnar nú, Sigrún Pálmadóttir sópran, er meir en sátt við valsinn. „Ég hef mjög gaman af völsum, og þessi tónlist á því mjög vel við mig. Hún er létt og skemmtileg.“ Sigrún lauk framhaldsnámi í söng í Þýskalandi fyrir tveimur og hálfu ári, og hefur síðan þá starfað við Óperuna í Bonn, en þetta er frum- raun hennar með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands, og í raun líka frum- raun hennar sem fullnuma söngkonu á Íslandi. Á Vínartónleikunum syngur hún sígilda smelli: Kossinn, eftir Arditi, Je veux vivre úr Rómeó og Júlíu eft- ir Gounod, Mein Herr Marquis úr Leðurblökunni og Raddir vorsins eftir Jóhann Strauss. Gengur vel í Þýskalandi „Það er mjög skemmtileg tilfinn- ing að syngja með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands í fyrsta sinn; ég er mjög spennt en líka mjög glöð að hafa fengið þetta tækifæri. En ég er með fiðrildi í maganum,“ segir Sig- rún. „Ég syng mest í óperum, minna í óperettum, þannig að það er líka skemmtileg tilbreyting fyrir mig að syngja þessa tónlist. Þetta er ekki eins dramatískt og margt af því sem ég hef verið að syngja. Í þessari tón- list er meiri léttleiki.“ Í fyrravetur bárust fréttir hingað til lands af frá- bærri framistöðu Sigrúnar í óp- eruhúsunum í Bonn og Wiesbaden. Í Bonn þótti gagnrýnendum hún jafn- vel slá út heimsþekkta dívu, Editu Gruberovu, í túlkun á Ariadne á Naxos í samnefndri óperu Richards Strauss, og í Wiesbaden söng hún hlutverk Næturdrottningarinnar í Töfraflautu Mozarts af mikilli reisn, en í þeirri uppfærslu voru íslenskar söngkonur í öllum þrem kven- hlutverkunum, hinar tvær voru Hlín Pétursdóttir og Þóra Einarsdóttir. „Ég er búin að vera að syngja í Sál eftir Händel, Grétu í Hans og Grétu eftir Humperdinck og í Töfraflautunni sem var tekin upp aftur frá í fyrra. Nú er ég að æfa hlutverk Ólympíu í Ævintýrum Hoffmans, og syng svo í tveimur nú- tímaóperum, Lulu eftir Alban Berg, sem búið er að frumsýna og í Satya- graha eftir Philip Glass í sumar. Það er stefna Óperunnar í Bonn að sýna líka óþekktar óperur, ekki bara það sem hefur verið vinsælast til þessa,“ segir Sigrún. Þótt óperan Lulu hafi verið samin á fyrri hluta síðustu aldar segir Sig- rún að fyrir sér sé hún nútímatónlist þótt margir telji hana klassík. „Við söngvararnir höfum gott af þessu, en erum mishrifin.“ Sigrún stefnir að því að halda ein- söngstónleika hér heima áður en langt um líður, þótt ekkert sé ákveðið í þeim efnum. „Fyrsta skrefið er stigið með söngnum með Sinfóníuhljómsveitinni, og nú er ég því farin að velta því fyrir mér að halda einsöngstónleika.“ Stjórnandi á tónleikunum er Ernst Kovacic, en þeir verða kl. 19.30 í kvöld, annað kvöld og föstu- dagskvöld og kl. 17.00 á laugardag. Sigrún Pálmadóttir einsöngvari á Vínartónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar Morgunblaðið/Ásdís „Ég hef mjög gaman af völsum.“ Sigrún Pálmadóttir á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Íslands í gær. Glöð og spennt, en með fiðrildi í maganum SIF Konráðsdóttir hæstarétt- arlögmaður furðar sig á því að fjöl- skipaður dómur Héraðsdóms Vest- fjarða hafi komist að niðurstöðu um að sakir í málinu væru fyrndar og miði í því sambandi án rökstuðnings við dagsetninguna 7. maí er sak- borningur var tekinn til yfirheyrslu, því ákvæði laga segi allt annað. Sif segir að þessum lagaákvæðum hafi verið breytt nýlega eða árið 1998 og þar segi beinlínis að fyrn- ingartími miðist við að rannsókn beinist að ákveðnum sökunaut, en málið var kært sjö mánuðum áður eða í septembermánuði. Sif benti jafnframt á að í 4. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga segi orðrétt meðal annars: „Fyrn- ingarfrestur rofnar þegar rannsókn opinbers máls hefst fyrir rannsókn- ara gegn manni sem sakborningi.“ Í athugasemdum með laga- frumvarpinu er það var flutt á sín- um tíma segir um þetta ákvæði: „Samkvæmt frumvarpinu er það því ekki skilyrði fyrir rofi á fyrning- arfresti að manni hafi verið gerð grein fyrir réttarstöðu sinni sem sakborningi eða að honum sé kunn- ugt um hana.“ Sif segir að það sé enginn vafi í hennar huga að miða eigi fyrningu við upphaf rannsóknar samkvæmt ofangreindri meginreglu laga og engir fyrri dómar liggi fyrir sem styðji niðurstöðu Héraðsdóms Vest- fjarða í þessu máli. Það hljóti að vera nauðsynlegt að fá dóm Hæsta- réttar í þessum efnum. Segir fyrningarfrest ekki liðinn HALLGRÍMUR Snorrason hag- stofustjóri segir að Hagstofa Íslands sé tilbúin til að ræða ólíkar hliðar á notkun á kennitölukerfinu hér á landi. Hins vegar sé kerfið mjög hag- kvæmt og ekki hafi orðið vart mis- notkunar á því svo nokkru nemi, en Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, sagði í Morgun- blaðinu á sunnudag að kennitöl- unotkun á Íslandi hafi verið áhyggjuefni í langan tíma. Eykur öryggi í viðskiptum Hallgrímur sagði að kennitölu- kerfið væri ákaflega hagkvæmt. Það sparaði þjóðinni mikið fé að vera með kerfi af þessu tagi og það yki mjög öryggi í öllum viðskiptum að vera með eitt heildstætt og einhlítt kerfi eins og það. Hvernig kerfið reyndist færi hins vegar eftir því hvernig það væri notað. „Ef menn nota það skynsamlega er þetta ákaflega dýrmætur hlutur, en ef menn nota það óskynsamlega hættir það að vera það, en þetta er auðvitað háð því að það sé samkomu- lag um notkun af þessu tagi og ef það er samkomulag um notkunina og það er ekki um einhverja eina misnotkun að ræða, að þá held að við eigum að halda okkur sem mest við kennitölu- kerfið,“ sagði Hallgrímur. Hann benti jafnframt á að eflaust væri það mismunandi hvaða skilning fólk legði í hvað væri misnotkun í þessum efnum. Það væri alveg hægt að slá því föstu að það væru ákaflega fá dæmi ef nokkur um það að kenni- tölukerfið hefði beinlínis verið notað til svindls. Eins hefði hættan á sam- keyrslu skráa, sem mikið hefði verið rætt um, ekki reynst vera mikil og ekki hefði orðið vart misnotkunar á því sviði. Þannig hafi þess ekki orðið vart að kennitölunotkunin sem slík hafi orðið til þess að opinberir aðilar eða einkaaðilar fylgist óhóflega með einkahagsmunum manna. „Það er auðvelt að kenna kennitöl- unni um margt sem miður fer, en það er alveg deginum ljósara að með nú- tíma tölvutækni er hægt að gera næstum allt í tölvukerfum sem kennitalan leyfir. Hún að vísu leyfir að hlutir séu gerðir með einfaldari hætti, en hún kemur alls ekki í veg fyrir að skrár séu samkeyrðar eða ekki,“ sagði Hallgrímur. Hugsanlega ofnotað Hann sagði að á hinn bóginn væri vissulega álitamál hvernig nota ætti kerfi eins og kennitölukerfið og kannski væri það ofnotað hér á landi. Um það væri örugglega hægt að finna ýmis dæmi eins og nefnt væri af forstjóra Persónuverndar í grein Morgunblaðsins. Í sumum tilvikum væri notkun á kennitölu alls óþörf í viðskiptum á milli manna og auðvitað væri það orðinn dálítill ósiður að spyrja um kennitölu í tíma og ótíma. Ef fólki fyndist komið of mikið væri ekkert nema gott um það að segja að kanna að takmarka notkunina. Mestu skipti að sátt væri um notk- unina á kerfinu og Hagstofan væri reiðbúin til viðræðna í þeim efnum ef óskir kæmu fram um það. Hallgrímur benti jafnframt á að Persónuvernd hefði heimildir til þess að hlutast til um þessi efni sam- kvæmt þeirri löggjöf sem um hana gilti, og því væri henni í lófa lagið að beita sér fyrir aðgerðum á þessu sviði teldist á því þörf. Hagstofustjóri um notkun á kennitölukerfinu Ekki hefur orðið vart misnotkunar hér HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða hefur sýknað karlmann af ákæru fyrir kynferðisbrot gegn barnungri stúlku á þeirri forsendu að sök mannsins væri fyrnd, en brotin voru talin framin á árunum 1985 til 1989 þegar stúlkan var 6–10 ára. Bótakröfu var vísað frá af sömu ástæðu. Stúlkan kærði málið í september 2002. Talið sannað að maðurinn hafi framið brotin Héraðsdómur taldi framburð kon- unnar trúverðugan, þrátt fyrir neit- un mannsins, og taldi með honum nægilega sannað að maðurinn hefði framið það sem honum var gert að sök. Stúlkan var systurdóttir eigin- konu mannsins og gætti móðursyst- irin hennar oft, svo og maðurinn. Fram kemur í dómnum, að stúlkan skýrði móður sinni í bréfi frá atferli mannsins þegar hún var 14–15 ára og einnig sagði hún kærasta sínum frá því á svipuðum tíma. Héraðsdóm- ur segir, að sálfræðiskýrsla styðji mjög trúverðugleika framburðar konunnar og bréfið sem hún ritaði móður sinni styrki framburð hennar mikið. Sama sé að segja um skýrslu móður hennar og framburð vitna af háttsemi ákærða. Þá segir dómurinn, að framburður vinstúlku konunnar, um það er mað- urinn sýndi þeim klámfengið mynd- band og lét konuna snerta lim sinn, sé til þess fallinn að styrkja fram- burð konunnar um háttsemi manns- ins. Ýmis önnur atriði voru talin gefa sterkar vísbendingar um hvatir mannsins. Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot KOMIÐ er til umræðu að sameina þrjú stéttarfélög verkfræðinga og tæknifræðinga í eitt félag. Á sam- ráðsfundi félaganna fyrir skömmu var fjallað um þennan möguleika og kynnt álit nefndar sem falið var að fjalla um sameiningu félaganna eða aukið samstarf þeirra. Nefndin bein- ir því til félaganna en þau eru Stétt- arfélag verkfræðinga, Tæknifræð- ingafélag Íslands og Verkfræðinga- félag Íslands, að sameina beri félögin að undangenginni ítarlegri kynningu. Meiri slagkraftur í kjaramálum meðal helstu kosta Fjallað er um hugsanlega samein- ingu í tímaritinu Verktækni, sem fé- lögin gefa út og kemur þar fram að skiptar skoðanir eru meðal fé- lagsmanna á sameiningu félaganna. Í dag er hvert félag með eigin fjár- hag, stjórnskipulag og umsýslu en þau eru í sameiginlegu húsnæði og TFÍ og VFÍ reka saman skrifstofu. Meðal kosta sem taldir eru fylgja sameiningu eru að samræmd menntastefna gefi aukið vægi gagn- vart yfirvöldum og háskólum og mótuð yrði samræmd kjarastefna þar sem eitt sameinað félag hefði meiri slagkraft en þrjú félög. Einnig geti samlegðaráhrif leitt til minni rekstrarkostnaðar og unnt verði að veita meiri þjónustu. Meðal ókosta sem eru nefndir eru þeir að margir telji kjaralegum og félagslegum hagsmunum ágætlega borgið við núverandi skipulag og gæta þurfi að því að hagsmunir sjóða í vörslu félaganna og sjóðfélaga verði tryggðir. Rætt um sameiningu þriggja félaga Verkfræðingar og tæknifræðingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.