Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ RagnheiðurThorarensen fæddist 21. apríl 1924. Hún lést 21. desember síðastlið- inn. Ragnheiður var dóttir hjónanna Stef- áns Oddssonar Thor- arensen, apótekara í Reykjavík, f. 31. júlí 1891, d. 31. október 1975, og konu hans Ragnheiðar Hannes- dóttur Hafstein, f. 4. janúar 1903, d. 22. ágúst 1981. Stefán var sonur Odds Carls Thorarensen, apótekara á Akur- eyri, og konu hans Ölmu Clöru Margrétar Schiöth en Ragnheiður var dóttir Hannesar Þórðar Haf- stein, ráðherra og skálds, og konu hans Ragnheiðar Melsted. Ragnheiður var elst sex systk- ina. Þau eru: 1) Oddur Carl, fyrr- verandi apótekari, f. 26. apríl 1925. Fyrri kona hans var Ásta Baldvins- dóttir, nuddkona, en síðari kona hans er Unnur Árný Long, verslunar- stjóri. 2) Alma, f. 30. nóvember 1926, gift Bjarna Bjarnasyni, löggiltum endur- skoðanda. 3) Svala, f. 20. maí 1931, gift Reyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra. 4) Katrín Erla, f. 23. mars 1942. Hún var gift Hilmari Helga- syni framkvæmda- stjóra, en þau skildu. 5) Elín Hrefna, f. 17. febrúar 1944, gift Hauki Clausen, tannlækni. Ragnheiður dvaldist í foreldra- húsum stærstan hluta ævi sinnar, eða allt þar til móðir hennar lést árið 1981. Hún bjó þar nokkur ár í viðbót, en fluttist síðan á sambýlið Vesturbrún 17 og bjó þar til dauða- dags. Ragnheiður verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Haidi móðursystir mín var fastur liður tilverunnar, líkt og dagur og nótt, sumar, vetur, sólarupprás og sólarlag. Frá því ég man eftir mér var hún þar. Hún var systir hennar mömmu og átti heima hjá ömmu. Já – og hún var fötluð. Ekkert meira. Sjálfsagður hlutur. Haidi og amma voru óaðskiljanlegar. Þær fóru allt saman. Og jafnvel þótt innra með manni læddist sá grunur, að þessar aðstæður yrðu sennilega hverjum meðalmanni um megn, varð ekkert til að staðfesta hann. En Haidi var miklu meira og ann- að en fötluð frænka mín. Hún var sterkur persónuleiki og fluggáfuð. Í æsku lærði hún að tjá sig með fingra- máli og ýmsum öðrum aðferðum, sem þá voru notaðar fyrir mállaust fólk, en úrræðin voru ef til ekki svo fjölbreytt á fjórða og fimmta ára- tugnum. Það litla sem hún lærði not- færði hún sér hins vegar til hins ýtr- asta og tókst að koma skoðunum sínum og áliti á framfæri til allra þeirra sem eftir vildu taka. Hún hafði líka verið svo lánsöm í æsku að fá að ferðast töluvert um heiminn og fór meðal annars alla leið suður til Lourdes í Frakklandi á slóðir Berna- dettu Soubirou. Ef til vill var vonast eftir smákraftaverki, sem gæti vel hafa orðið, þótt ekki hafi legið laust á yfirborði að minnsta kosti fyrst um sinn. Líf í fötlun er hins vegar enginn dans á rósum og færninni fer því miður hrakandi dag frá degi. Þar voru engin grið gefin, því oft vill lífið verða miskunnarlaust. Neyðaróp hjartans eru kæfð og hugur er einn sér um sefa, sérlega þegar illa geng- ur að tjá sig á venjulegan hátt. Þrátt fyrir allt þetta tókst Haidi að halda gleði sinni til dauðadags. Það var lán hennar að komast á sambýlið á Vest- urbrún 17, eftir að amma mín dó. Umhyggjan fyrir henni var einstök og má til dæmis nefna, að Haidi tók aftur að ferðast um allan heim, frá Flórída til Moskvu og naut þess í botn. Nú um jólin vantaði Guð nýja rödd í englakórinn, sem boðar frið á jörð. Hann leitaði og fann Haidi frænku. H.C. Andersen segir í ævintýri sínu Englinum frá englinum, sem kemur frá Guði til að sækja góðu börnin, sem deyja. „Hann tínir nokkur blóm og ber þau, ásamt barninu upp til guðs, til þess að þau blómgist ennþá fegur en hér á jörðinni. Guð hinn al- góði þrýstir öllum blómunum upp að hjarta sínu, en það blómið, sem hon- um þykir vænst um kyssir hann og þá fær það rödd og syngur með í hinni miklu sælu.“ En þessi engill, sem nú er stór og sterkur var veikur og fátækur drengur í lifanda lífi. Nú hefur Haidi frænka mín varp- að frá sér álagahamnum og syngur með öllum englum Guðs um dýrð Guðs í upphæðum og frið á jörð með þeim mönnum, sem hann hefur vel- þóknun á. Ragnheiður Erla Bjarnadóttir. Á undurfögrum sólbjörtum vetr- ardegi hinn 21. desember kvaddi Haidí, elsta móðursystir okkar, þennan heim. Þetta var sérlega fag- ur dagur og þegar sólin hneig hægt í djúpan sæ og var að hneigja höfuð sitt til næturhvíldar var Haidí að búa sig undir mesta ævintýri og ferðalag lífs síns. Hún elskaði að ferðast og gerði víðreist í seinni tíð ásamt góð- um ferðafélögum af sambýlinu á Vesturbrún. Hún heillaðist sérstak- lega af Rússlandi og ljómaði öll þeg- ar við skoðuðum myndir af kósökk- um sem höfðu sjarmerað hana upp úr skónum. Við systurnar litum aldrei á Haidí sem fatlaðan einstakling, Haidí var bara Haidí bamla til aðgreiningar frá Haidí, dóttur Svölu. Hún bjó ætíð yf- ir reisn sem henni var í blóð borin frá foreldrum sínum og leit út fyrir að vera ekki degi eldri en fimmtug í stað 79 ára. Hún þurfti að sætta sig við hlutskipti sitt að vera fötluð og mállaus alla ævi og getum við ekki ímyndað okkur hvernig það hefur verið fyrir fallega unga stúlku að fá ekki að eignast og gera það sem öðr- um finnst sjálfsagt. En hún var með eindæmum sterkur og ákveðinn per- sónuleiki svo geislaði af. Það var stutt í glettnina og glimtið í augun- um og þegar hún hló var ekki hægt annað en að hlæja með, því þessi hlátur var svo innilegur og einstak- ur, þegar skríkti í Haidí var hún í stuði. Hún var mjög ákveðin og varð ekki haggað, ef hún beit eitthvað í sig, þá var það gert. Hún kom í jarð- arför föður okkar í maí síðastliðnum og fór svo síðar um sumarið og gróð- ursetti fallegt margarítublóm sem blómstraði og breiddi út anga sína yfir leiðið hans. Hún fylgdist með öllu og vildi fá að vita hvernig rómantík og ástamálum væri hagað hjá okkur hinum ein- hleypu í fjölskyldunni og helst vildi hún fá að sjá myndir, heilsa og leggja blessun sína yfir þegar einhver varð fjölskyldumeðlimur. Haidí var hefðarkona og átti sama afmælisdag og Elísabet Breta- drottning, 21. apríl, og þann dag var yfirleitt haldið upp á með veglegum veitingum. Minningarnar af Sóleyjargötu 11, æskuheimilinu og ættaróðalinu, eru ótal margar. Ég, Ragnheiður, man eftir því að læðast inn í helgidóminn, herbergið hennar Haidíar, og skoða allt það undursamlega sem þar var að finna. Ég heillaðist þó einkum af flöskunni litlu frá Lourdes í Frakk- landi sem átti að geyma helga vatnið þaðan. RAGNHEIÐUR THORARENSEN Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og systir, SIGRÍÐUR VIGDÍS ÓLAFSDÓTTIR, Brekkuseli 8, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudag- inn 2. janúar síðastliðinn. Jarðarförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 9. janúar kl. 15:00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Kraft, stuðningsfélag ungs fólks með krabbamein. Reikningur 0327-13-700700, kt. 571199-3009. Arnar Þór Guttormsson, Karen Jenný Heiðarsdóttir, Þórhildur Gyða Arnarsdóttir og systkini hinnar látnu. Elskuleg systir okkar og móðursystir mín, SIGURLAUG JÓNASDÓTTIR hússtjórnarkennari og listmálari frá Öxney í Breiðafirði, Hjarðarhaga 32, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 8. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd annarra vandamanna, Jóhann Jónasson, Guðrún Jónasdóttir, Kristín Jónasdóttir, Hildur Jónasdóttir, Elín Jónasdóttir, Alda María Birgisdóttir og fjölskylda. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR fyrrverandi húsfreyja á Skipalóni, sem lést fimmtudaginn 1. janúar, verður jarð- sungin frá Möðruvallakirkju í Hörgárdal föstu- daginn 9. janúar kl. 14.00. Unnur Björk Snorradóttir, Jónas Marínósson, Jónína Snorradóttir, Ævar Ármannsson, Lovísa Snorradóttir, Hilmir Helgason, Þórir Snorrason, Guðrún Ingimundardóttir, ömmubörn og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR S. AUÐUNSDÓTTIR, Smáratúni 17, Selfossi, sem lést á Heilbrigðisstofun Suðurlands, Sel- fossi sunnudaginn 4. janúar, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 10. janúar kl. 13.30. Diðrik Haraldsson, Gunnhildur Haraldsdóttir, Þorbergur Þ. Reynisson, Hafdís Unnur Daníelsdóttir, Björn Þór Jóhannsson, Haraldur Þór Þorbergsson, Gunnhildur Karen Björnsdóttir. Elsku faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN A. GUÐMUNDSSON fyrrverandi kaupmaður, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi þriðjudaginn 30. desember, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 8. janúar kl. 13.30. Guðmundur Guðjónsson, Tove Bech, Gísli H. Guðjónsson, Júlía Guðjónsson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og am- ma, KARITAS BJARGMUNDSDÓTTIR, Baughúsum 10, lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 5. janúar. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju mið- vikudaginn 14. janúar kl. 13.30. Þorsteinn Þórsteinsson, Una Marsibil Lárusdóttir, Berglind Karitas Þórsteinsdóttir, Stefán Garðar Óskarsson, Karitas Alfa, Ísak Hrafn, Jakob Steinn Stefánsbörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, MAGNÚS ANTON HALLGRÍMSSON, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 1. janúar. Útför hans fer fram frá Laugarneskirkju mánu- daginn 12. janúar kl. 13.30. Hallgrímur Christer Hallgrímsson, Helena Hallgrímsson, Sveinn Valtýr Sveinsson og barnabörn, Júlíana Erla Hallgrímsdóttir, Örn Ingimundarson, Halla Helga Hallgrímsdóttir, Sæþór Jónsson, Þorleifur Jónatan Hallgrímsson, Bergljót Sigvaldadóttir, Ástráður Elvar Hallgrímsson. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Grein- arhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minningar- greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.