Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ J ólin eru búin. Þeim lauk formlega á þrettánd- anum í gær með álfa- brennum, blysförum og síðustu flugeldunum frá því á gamlárskvöld. Jólasveinar og ýmsar forynjur, sem halda okkur í ævintýraheimum yfir hátíðarnar, héldu til fjalla og eftir situr hvers- dagsleikinn, kaldur og nakinn, hjá okkur mönnunum. „Jólafylliríið“ er með öðrum orðum að baki og „jólatimbur- mennirnir“ teknir við. Það er kom- ið að skuldadögum; sá tími er kominn að við neyðumst til að horfast í augu við veruleik- ann eins og hann er. Við þurfum til dæmis að horfast í augu við krítarkortareikningana, sem fóru sennilega yfir öll mörk um jólin og aukakílóin, sem bættust á líkamann, alveg óvart – eða þann- ig. (Mér þótti það alltént mikil ókurteisi í jólaboðunum ef ég snerti ekki á heimatilbúna jóla- konfektinu – enda margir búnir að leggja mikið á sig við gerð þess um aðventuna.) Og áfram gæti ég haldið. Við, sem höldum upp á jólin, höfum t.d. enga afsökun lengur til að halda upp á jólatréð – eitt helsta tákn jólanna. Jólin eru ekki einasta lið- in heldur er tréð farið að láta á sjá; greinarnar farnar að síga og barr- nálarnar flestar á gólfinu – undir trénu. Við neyðumst til að henda því og pakka niður öllu hinu jóla- skrautinu; aðventukransinum, jólaenglunum og jólaseríunum. Opinberir aðilar og fyrirtæki gera slíkt hið sama. Jólaljósin sem prýtt hafa bæina og lýst upp svart- asta skammdegið síðustu vikurnar verða væntanlega tekin niður allra næstu daga. (Mér þykir alltaf svo- lítið vænt um þá sem leyfa jólaljós- unum að standa örlítið lengur.) Ofan á allt þetta leyfist okkur ekki mikið lengur að vera kæru- laus – að hætti jólanna – til dæmis með því að snúa sólarhringnum við og drekka rauðvín eða lesa jólabækur fram eftir nóttu. Nei, það er víst kominn tími til að koma röð og reglu á lífið; vakna snemma og fara í vinnuna … Og já, horfast í augu við það að engir almennir frídagar eru framundan; næstu mánuðina að minnsta kosti. Já, hinn dæmigerði íslenski veruleiki er genginn í garð enn á ný; janúarmánuður er mættur; kaldur og dimmur sem aldrei fyrr – eftir öll jólaljósin. Veðurfræðing- arnir velta því ekki lengur fyrir sér hvort jólin verða rauð eða hvít. Nú spá þeir stormi og endalausum lægðum, upp á hvern einasta dag. Því fylgir síðan snjókoma, rigning; hálka og slabb til skiptis. Það þýð- ir að fáir geta gengið eða spókað sig um á götum borgarinnar. Nema þeir allra hörðustu og kannski ég sjálf, sem þrjóskast við að ganga um á háum pinnahæla- stígvélum – þrátt fyrir snjóskafl- ana. (Þau eru reyndar farin að láta á sjá sökum saltsins, sem dreift er á göturnar … Spurning um að kaupa sér flatbotna skó …). En talandi um skófatnað. Kaup- mennirnir – sem hafa sennilega allir grætt sitthvað á jólunum – boða líka nýja tíma, nú í byrjun ársins, með því að taka niður skrautlegu jóla- og nýársútstill- ingarnar. Í staðinn skilja þeir eftir naktar gínur í verslunarglugg- anum með útsöluborða eða út- sölupoka. Útsölurnar eru með öðrum orð- um byrjaðar. Allt fer væntanlega á útsölu en sá galli fylgir gjöf Njarð- ar að einungis minnstu stærðirnar eru eftir; „small“ eða „extra small.“ (Lítil eða mjög litlar stærðir.) Maður hefði kannski get- að troðið sér í slíkar stærðir fyrir jólin – en eftir jólin – nei, það er al- gjörlega vonlaust. Jólasteikurnar sáu um það. En hvað um það. Peningarnir eru hvort sem er búnir; þeir fara í jólavísareikningana, sem skiptast niður á næstu mánuði – svo maður getur hvort sem er hætt að láta sig dreyma um fallegar flíkur á útsöl- um. Hvað er meira einkennandi fyr- ir janúarmánuðinn? Jú, líkams- ræktaráróðurinn. Nú eiga nefni- lega allir að fara í líkamsrækt til að losa sig við kílóin sem söfnuðust um jólin. Sjálfri finnst mér í raun ekkert eins leiðinlegt og að fara í líkamsrækt og hlusta á „óþolandi gleðileg“ öskur líkamsrækt- arþjálfaranna. En ég hef nú samt látið mig hafa það í gegnum árin – svona samviskubitsins vegna. (Og ekki minnkaði samviskubitið er ég hitti líkamsræktarþjálfarann minn úti á örkinni um helgina, sem kleip mig í aukakílóin – hin ímynduðu að sjálfsögðu – og minnti mig á að það væri ansi langt síðan ég hefði mætt síðast.) En burtséð frá hinum marg- nefndu aukakílóum, sem eru nú kannski bara ágæt í sjálfu sér, þá er ekki verra að vera í góðu líkam- legu formi – svo kannski maður skoði á næstu dögum hvað líkams- ræktarstöðvarnar hafa upp á að bjóða. (Ég ætla þó ekki að kaupa mér árskort eins og í fyrra enda notaði ég samanlagt aðeins einn til tvo mánuði af því korti.) Því má þó ekki gleyma, í þessari umfjöllun, að janúarmánuður er mánuður ákveðinna fyrirheita. Hann er fyrsti mánuður ársins og nýársheitin eru enn mörgum í fersku minni. Sumir hafa strengt þess heit að hætta að reykja, aðrir að hætta að borða sælgæti og enn aðrir að hætta að drekka, svo dæmi séu nefnd. Sjálf hef ég aldrei tekið upp þennan sið um áramótin. Mér nægir að fylgjast með hinum rembast við að halda sín heit. Ég hef séð að sumir eru þrjóskir og halda heitin eitthvað frameftir árinu en aðrir – já eiginleg flestir – brjóta þau strax næsta dag eða á fyrstu dögum hins nýja árs. Jæja, hvað um það. Spurning um að láta staðar numið og láta sig dreyma um sumarið og hækkandi sól. Aðeins um 120 dagar eru til sumardagsins fyrsta. Komið að skulda- dögum „Nú spá þeir stormi og endalausum lægðum upp á hvern einasta dag. Því fylgir síðan snjókoma, rigning; hálka og slabb til skiptis.“ VIÐHORF Eftir Örnu Schram arna@mbl.is ✝ Dóra Jóhannes-dóttir fæddist 6. febrúar 1938. Hún lést 26. desember síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhann- es Jakobsson, f. í Hvolsseli í Saurbæ og Ólafía Stefánsdóttir frá Felli í Breiðdal. Dóra var elst níu systkina. Eftirlifandi eigin- maður Dóru er Rögn- valdur Ólafsson, f. 9. júní 1931, þau bjuggu í Búðardal öll sín hjú- skaparár, foreldrar hans voru Ólafur Pétursson frá Malarrifi í Breiðuvík og Guðrún Ágústa Rögnvaldsdóttir frá Fagradals- tungu í Saurbæ. Börn Dóru og Rögnvaldar eru: 1) Ólafur, f. 22.4. 1956, maki Þóra Pétursdóttir, dóttir þeirra Dóra Björk. Fóstur- börn Ólafs eru: Ragnheiður Guðnadóttir, maki Andrés Páll Hall- grímsson, dóttir þeirra Sif; Viðar Örn Guðnason, maki Rósa Matthildur Guttormsdóttir, son- ur þeirra Guðni Grétar; og Guðný Gréta Guðnadóttir, maki Þórarinn Karlsson. 2) Guðrún Ágústa, f. 29.5. 1961, maki Karl Ingason, börn þeirra Ingi Níels og Rakel 3) Úlfhildur, f. 31.5. 1962, maki Einar Þórir Kristjáns- son. Dætur þeirra eru: Harpa, maki Jóhannes Bjarni Gunnlaugs- son, dóttir þeirra Viktoría Rós, og Valdís Hrund. 4) Jóhannes, f. 24.8. 1976. Útför Dóru fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku, elsku tengdamamma. Nú sit ég hér á síðasta degi ársins 2003 og hugsa stöðugt um þig og sakna þín, og mitt sorgmædda hjarta fyllist þakklæti í þinn garð. Þakklæti fyrir að fyrir 20 árum fékk ég að kynnast þér. Þakklæti fyrir að taka mér og börnum mínum Ragnheiði, Viðari og Guðnýju sem eiga mjög erfitt þessa dagana opnum örmum og láta okkur finna að við værum velkomin í þinn hóp. Þakklæti til þín og Valda að veita Óla stuðning í þeirri ákvörðun að taka að sér konu með þrjú börn, það gerði þetta allt svo auðvelt. Þar af leiðandi var auðvelt að velja nafn Dóru nöfnu þinnar sem þú varst svo stolt af, en hún saknar þín sárt. Þakklæti fyrir hvað þú varst óspör á að láta okkur vita hvað þú varst ánægð með okkur öll. En elsku tengdamamma, það þarf ekki mín orð til að lýsa því hve mann- elsk og hlý þú varst, það vita það allir sem þig þekktu. Ég þakka Guði fyrir að leysa þig úr ánauð erfiðra veikinda og leyfa þér að sofna og hvílast, þó það sé okkur erf- itt sem eftir stöndum. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku Valdi, sem hefur staðið þig með ólíkindum vel í veikindum Dóru, ég bið Guð að gefa þér styrk á þess- um erfiða tíma. Þóra. Elsku amma mín. Ég fæ svo illt í hjartað við tilhugs- unina um að þú sért farin frá okkur. Ekki hvarflaði að mér þegar ég kom til þín og afa í hádeginu á að- fangadag að það væri í síðasta skipti sem ég fengi að hitta þig, faðma þig og halda í höndina þína. Þú varst algjör gullmoli og ég þakka fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast þér. Svo góðhjörtuð og hlý. Þú hringdir alltaf í mig þegar það voru erfiðir tímar framundan hjá mér og stappaðir í mig stálinu. Ég vona af öllu hjarta að þér líði vel núna, að þú dansir og syngir af hjartans lyst. Bless elsku amma mín, ég mun sakna þín sárt. Ég vil biðja þig góði guð að vera með honum afa mínum í gegnum þennan erfiða tíma. Elsku pabbi minn, Jói, Guðrún, Úlla og fjölskyldur guð veri með ykk- ur. Guðný Gréta. Elsku amma mín. Það er svo margs að minnast nú þegar ég sit hér og rifja upp allar þær góðu stundir sem við áttum saman nöfnurnar. Að koma til ömmu og afa í Búðardal var ávallt mikið ævintýri og höfum við öll frændsystkinin brallað þar mikið í gegnum tíðina. Þú hefur alltaf átt mjög stóran hluta í mér amma mín, alls ekki bara nafnið, og finnst mér við alltaf hafa verið svolítið líkar. Það var svo gott að segja þér hvað væri að gerast hjá manni því þú studdir mann í gegnum hvað sem var, þú hafðir áhuga á öllu sem maður sagði þér og varst ánægð með allt sem maður tók sér fyrir hendur svo lengi sem maður var ánægður sjálfur. Við gerðum nú ýmislegt af okkur saman og voru mamma og pabbi nú misánægð með uppátæki okkar, þar sem eitt stendur nú upp úr og held ég að við vitum báðar hvað það er. En amma mín, takk fyrir að hafa alltaf verið þarna, stutt mig, hlegið með mér og haldið utan um mig þeg- ar ég hef þurft á því að halda. Þrátt fyrir að það sé alveg ótrúlega erfitt að kveðja þig, þakka ég fyrir að hafa fengið að eiga þig sem ömmu og að þú hafir fengið að fara áður en hlutirnir voru orðnir allt of erfiðir. Elsku guð ég bið þig um að passa afa minn sem er búinn að vera svo duglegur að hugsa um ömmu og bið ég þig einnig að veita allri fjölskyld- unni minni styrk í gegnum þessar erfiðu stundir. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. (Valdimar Briem.) Bless amma mín, ég á eftir að sakna þín rosalega en vona að þér líði samt betur núna. Dóra Björk. Við andlátsfregn Dóru Jóhannes- dóttur streyma margar minningar um hugann, allt frá því er ég bjó í Búðardal og hún stofnaði sitt heimili með Rögnvaldi manni sínum þar. Þá tókst með okkur vinátta sem styrkt- ist við frekari kynni. Dóra var einstök manneskja, alltaf glaðleg og hlý hve- nær sem maður hitti hana eða leit við á heimili þeirra hjóna, sem bæði voru afskaplega gestrisin. Margir áttu er- indi við Rögnvald á verkstæði hans. Ég held að fáir hafi farið þaðan án góðgerða í eldhúsinu hjá Dóru. Allt lék í höndunum á Rögnvaldi, m.a. klippti hann mína fjölskyldu í mörg ár, síðan var sest að kræsingum. Eitt sinn er ég var á sjúkrahúsi tók Dóra yngstu dóttur mína í nokkra daga og létti af mér áhyggjum. Sumt getur maður aldrei launað nema með góðum hugsunum. Ég kveð Dóru með þakklæti fyrir samfylgdina. Fjölskyldu hennar og öllum sem þótti vænt um hana send- um við Elís samúðarkveðjur. Emilía Lilja. Annar í jólum rann upp með snævi þakinni jörð og sólskini sem varpaði sérstakri birtu yfir borgina svo úr varð ævintýraleg dýrð, kyrrð og feg- urð. Friðurinn kallaði á fólk út í þessa yndislegu birtu. Eftir að hafa farið út, þó sín í hvoru lagi, önnur í Dalasýslu, í Saurbænum, og hin í miðbænum, fengum við báðar símhringingu sem flutti okkur þær fréttir að vinkona okkar Dóra Jóhannesdóttir hefði dáið í hádeginu. Hún hafði sofnað inn í þá flauelsmjúku birtu sem vakið hafði jólahelgina hjá okkur. Rúmlega áratugar baráttu Dóru við hreyfitaugahrörnun var lokið. Andlátsfregnin kom okkur ekki á óvart, því við vissum innst inni að við myndum ekki sjá hana aftur þegar við komum í heimsókn til hennar þremur dögum fyrir jól. DÓRA JÓHANNESDÓTTIR Jónatan og amma mín, Marta Þor- steinsdóttir, höfðu þekkst frá því þau voru ung en á þeirra efri árum fóru JÓNATAN SVEINSSON ✝ Jónatan Sveins-son fæddist á bænum Selárdal í Hörðudal í Dalasýslu 11. janúar 1903. Hann lést á Hrafn- istu í Reykjavík 20. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sveinn Sveins- son og Sólveig Jónat- ansdóttir og var Jón- atan yngstur átta systkina. Útför Jón- atans verður gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. þau að búa saman og þá kynntist ég Jónatan. Hann reyndist ömmu minni alltaf vel. Fyrst bjuggu þau í Hafnar- firði en fóru síðan á Hrafnistu í Reykjavík þar sem amma dó eftir stutta dvöl, en Jónatan bjó þar í kringum 20 ár. Honum var margt til lista lagt og á Hrafn- istu byrjaði hann á því að sauma út, þá kominn yfir áttrætt. Hélt hann sýningu á myndunum sínum árið 1999 í Hafn- arfirði í Gallery Hár og list, þá 96 ára gamall. Á Hrafnistu eignaðist hann marga góða vini og sjálfur keyrði hann bíl þangað til hann var 93 ára og var hann duglegur að bjóða vinum sínum í bíltúr. Voru þá ýmsar listsýningar skoðaðar, farið í Hveragerði eða suð- ur með sjó í heimsókn til fjölskyldu minnar. Jónatan hafði gaman af því að segja frá og sagði oft skemmtilegar sögur af sjálfum sér og sínum sam- ferðamönnum. Hann fylgdist mjög vel með því sem var að gerast úti í samfélaginu og þegar Hvalfjarðar- göngin voru opnuð langaði hann til að sjá þau og pantaði sér þá bara leigubíl og fór í gegnum göngin. Hann var mjög nútímalegur og með- al annars fylgdist hann alltaf með ferli Bjarkar Guðmundsdóttur og fannst hún stórkostlegur listamaður. Heilsan var ekki góð síðustu árin en hann var mjög minnugur og stytti sér stundir við að hlusta á útvarp og sögur af hljóðsnældum og hafði þá mest gaman af ævisögum. Jónatan leið vel á Hrafnistu og vil ég þakka starfsfólki þar fyrir góða umönnun við hann. Guð geymi þig Jónatan minn. Rósa Björk Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.