Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 41 DAGBÓK Sími 552 1400 fax 552 1405 Laugavegi 170, 2. hæð, 105 Reykjavík Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur löggiltur fasteignasaliHeimasíða: www.fold.is - Netfang: fold@fold.is 70 íbúðir - 2ja, 3ja og 4ra herbergja Erum að leita fyrir opinberan aðila að 70 íbúðum, 2ja, 3ja og 4ra herbergja, í Reykjavík. Staðgreiðsla í boði fyrir réttar eignir. Skoðun og kaup ganga mjög hratt fyrir sig. Hafið samband við sölumenn Foldar í síma 552 1400. STJÖRNUSPÁ Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þú ert einlæg/ur og næm/ur fyrir umhverfi þínu. Þú hef- ur auðugt ímyndunarafl og horfir oft á heiminn með augum barnsins. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er fullt tungl og það gæti ruglað þig í ríminu. Þú veist ekki hvort þú átt að einbeita þér að starfsframa þínum eða heimilinu og fjölskyldunni. Það hallar þó heldur á einka- málin eins og stendur. Naut (20. apríl - 20. maí)  Tunglið er fullt og því er hætt við spennu í samskiptum þín- um við systkini þín og aðra ættingja. Reyndu að brosa og sýna öðrum þolinmæði. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ert eitthvað óráðin/n í fjár- málunum. Ef þú veist ekki hvað þú vilt gera ættirðu að bíða átekta. Þú munt sjá hlut- ina í skýrara ljósi á morgun. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú átt erfitt með að gera það upp við þig hvort þú eigir að setja sjálfa/n þig eða aðra í forgang í dag. Láttu það eftir þér að sinna þínum eigin þörf- um. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Sýndu samstarfsfólki þínu þolinmæði í dag. Þó að það sé þér eðlislægt að taka málin í eigin hendur er ekki þar með sagt að það séu alltaf allir sáttir við það. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er hætt við einhverjum ruglingi í ástarmálunum í dag. Forðastu að taka mikilvægar ákvarðanir og farðu varlega í samskiptum við börn. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er hætt við spennu í sam- skiptum þínum við yfirmenn þína og foreldra í dag. Reyndu að leiða þetta hjá þér. Spenn- an ætti að minnka með minnk- andi tungli. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Farðu sérlega varlega í um- ferðinni í dag hvort sem þú ert gangandi eða akandi. Tunglið er fullt og það veldur spennu sem eykur líkurnar á minni- háttar slysum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ef þú ert í vafa um það hvort þú eigir að kaupa eitthvað láttu það þá bíða. Það fylgir ákveðin óákveðni fullu tungli. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er fullt tungl beint á móti merkinu þínu og það gæti valdið spennu í samskiptum þínum við einhvern náinn þér. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Reyndu að nýta uppsafnaða orku til að auka afköst þín í vinnunni. Þú þarft að fá útrás fyrir orkuna og með þessu gerirðu það á gagnlegan hátt. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Reyndu ekki að hafa þitt fram í ástarmálunum og gagnvart börnum í dag. Það fylgir alltaf ákveðin spenna fullu tungli og því er hætt við að það sjóði upp úr. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. AFGANGUR AF BORGAÐRI SKULD Einskildingar eru tveir eftir í sjóði mínum, bleikrauðir sem brenndur leir, báðir úr eiri slegnir þeir, með konungsmynd og kenniteiknum frýnum. Enginn veit, nær allt er nóg, örbirgð skal ei kvíða. Uni þeir við aura plóg, sem auðnum naumast koma í lóg. Ég vil æðri arfahlutans bíða. Hjálmar Jónsson í Bólu LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 70 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 7. janúar, er sjötugur Þórir Þorsteinsson, fyrrv. lög- regluvarðstjóri, Ásgarði 77, Reykjavík. Eiginkona hans er Halldóra Árnadótt- ir. Þau eru stödd á Kan- aríeyjum. 50 ÁRA afmæli Mánu-daginn 5. janúar sl. varð fimmtug Guðrún Anna Jóhannsdóttir, Heiðarholti 17, Keflavík. Hún dvelur á Kanaríeyjum á afmælisdag- inn ásamt eiginmanni sínum Kristjáni Gunnarssyni. VIÐ skulum setja okkur í spor vesturs, sem er í vörn gegn þremur gröndum: Norður ♠43 ♥42 ♦108754 ♣ÁD84 Vestur ♠G872 ♥Á1095 ♦6 ♣10963 Vestur Norður Austur Suður -- -- - 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pass Pass Það má deila um besta út- spilið, en vestur velur hjartaníuna (þriðja hæsta frá brotinni röð) og austur fær fyrsta slaginn á drottn- inguna. Hann spilar svo hjarta- þristi til baka (þriðja frá ríkjandi lengd) og suður lætur gosann. Hvernig viltu verjast? Þér er óhætt að treysta makker. Hann hefur byrj- að með fjórlit (hjónin fjórðu), svo það er aðeins fjóra slagi að hafa á hjarta. Og sennilega er óráðlegt að taka þá alla strax: Norður ♠43 ♥42 ♦108754 ♣ÁD8 Vestur Austur ♠G872 ♠965 ♥Á1095 ♥KD83 ♦6 ♦DG9 ♣10963 ♣G52 Suður ♠ÁKD10 ♥G76 ♦ÁK32 ♣K Við sjáum hvað gerist þá. Þegar suður kemst inn og tekur ÁK í tígli þvingast vestur í svörtu litunum! Þessi þvingun er nokkuð fyrirsjáanleg og því ætti vestur að spila sér strax út á laufi (og getur þá hent hjarta í síðari tígulinn). Það er ekki einu sinni óhætt að taka þriðja slag- inn á hjarta og skipta svo í lauf. Tígulkóngurinn mun eft- ir sem áður þvinga vestur, en nú í þremur litum. Vest- ur verður að henda síðasta hjartanu og þá má vinna spilið með því að senda vestur inn á fjórða laufið og fá sendingu upp í spaða- gaffalinn. Sem er vissulega ekki al- veg sjálfspilandi leið, en góður sagnhafi gæti reikn- að dæmið rétt. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c6 2. Rf3 d5 3. Rc3 dxe4 4. Rxe4 Bf5 5. Rc3 e6 6. Bc4 Bc5 7. d3 Rf6 8. Bg5 Db6 9. O-O Rg4 10. Bh4 Dxb2 11. Ra4 Db4 12. Rxc5 Dxc5 13. h3 Rf6 14. Bxf6 gxf6 15. De2 Hg8 16. Rh4 Bxh3 17. Df3 Bg4 18. Dxf6 Dh5 19. g3 Rd7 20. Df4 Bh3 21. Hfe1 Staðan kom upp á alþjóðlegu unglinga- móti sem Taflfélagið Hellir hélt fyrir skömmu. Norski pilturinn Rune Er- landsen (1371) hafði svart gegn Margréti Jónu Gestsdóttur. 21... Hg4! 22. Df3 hvítur myndi einnig tapa manni eftir 22. Dc7 Dxh4. 22... Hxh4 23. Dxh5 Hxh5 24. He4 Re5 25. He3 Rxc4 26. dxc4 Bf5 27. c3 Hd8 28. Kg2 Bh3+ 29. Kg1 Hd2 30. a4 Hg5 31. f4 Hh5 32. a5 Bg2 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. HLUTAVELTA Morgunblaðið/Sigríður Þessir duglegu krakkar héldu tombólu og söfnuðu 13.072 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau eru Katrín Sig- valdadóttir, Björn Heiðar Pálsson, Sindri Pálsson og Elísa Lind Finnbogadóttir. Á myndina vantar Júlíu B. Sigvalda- dóttur og Sólveigu Önnu Pálsdóttur. MEÐ MORGUNKAFFINU En það varst þú sem vildir fá hund á heimilið, elskan! MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgð- armanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík KIRKJUSTARF Bústaðakirkja. Starf aldraðra kl. 13- 16.30. Þeir sem óska eftir að láta sækja sig fyrir samverustundirnar láti kirkjuverði vita í síma 553 8500. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520 9700. Grensáskirkja. Samverustund aldraðra kl. 14. Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og spjall. Hallgrímskirkja. Morgunmessa kl. 8. Hug- leiðing, altarisganga, léttur morgunverður. Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11. Súpa og brauð borið fram í Setrinu kl. 12. Brids í Setrinu kl. 13–16. Kvöldbænir kl. 18. Langholtskirkja. Kl. 12.10 Kyrrðarstund og bænagjörð með orgelleik og sálma- söng. Kl. 12.30 Súpa og brauð (kr. 300). Kl. 13–16 Opið hús eldri borgara. Söngur, tekið í spil, upplestur, föndur, spjall, kaffi- sopi o.fl. Allir eldri borgarar velkomnir. Þeir sem ekki komast á eigin vegum geta hringt í kirkjuna og óskað eftir því að verða sóttir. Síminn er 520 1300. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10 undir stjórn Aðalbjargar Helgadóttur. Nýjar mömmur velkomnar með börnin sín. Gönguhópurinn Sólarmegin leggur af stað frá kirkjudyrum kl. 10.30 alla miðviku- dagsmorgna. Kirkjuprakkarar kl. 14.10. Jólafundur. Starf fyrir 1.–4. bekk. Umsjón Aðalheiður Helgadóttir, hjónin Kristjana H. Þorgeirsdóttir og Geir Brynjólfsson auk sr. Bjarna. Neskirkja. 7 ára starf kl. 14.30. Sögur, söngur, leikir og föndur. Upplýsingar og skráning í síma 511-1560. Fyrirbæna- messa kl. 18. Prestur sr. Örn Bárður Jóns- son. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund í há- deginu kl. 12. Altarisganga. Léttur hádeg- isverður eftir stundina. Allir velkomnir. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Létt- ur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Kirkjuprakkarar starf fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar kl. 10-12 með Nönnu Guðrúnu í Vídalínskirkju. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn- aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Kyrrð- arstund í kirkjunni kl. 12, íhugun, orgel- leikur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður kl. 12.30 í Ljósbroti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í dag kl. 12. Góður kostur fyrir þá sem vilja taka frá kyrrláta og helga stund í erli dagsins til að öðlast ró í huga og frið í hjarta. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Boðið er upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu að kyrrðarstund lokinni. Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13. Verið velkomin í viku- legar samverur í safnaðarheimili kirkjunn- ar í spil, spjall, góðar kaffiveitingar og fleira. Bessastaðasókn. Miðvikudagur er dagur kirkjunnar í Haukshúsi. Foreldramorgnar eru frá kl. 10–12. Þar koma saman for- eldrar ungra barna á Álftanesi með börnin og njóta þess að hittast og kynnast öðrum foreldrum sem eru að fást við það sama, uppeldi og umönnun ungra barna. Opið hús eldri borgara er síðan frá kl. 13.00– 16.00. Dagskráin verður fjölbreytt en um- fram allt eru þetta notalegar samveru- stundir í hlýlegu umhverfi. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í dag kl. 10–12. Lágafellskirkja. AA-fundur kl. 20.30 í Lágafellskirkju. Unnið í 12 sporunum. Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 11.00 Helgistund á dvalarheimili aldraðra Hraunbúðum. Fyrsta helgistundin á nýju ári. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma í kvöld kl. 20. Áhrif fyrirgefn- ingar. Lúk. 7.36-50. Ræðumaður Guð- laugur Gunnarsson. Helgi Hróbjartsson kristniboði verður frá frásögur. Kaffiveit- ingar eftir samkomuna. Allir velkomnir. Safnaðarstarf Morgunblaðið/ArnaldurGrensáskirkja Samverustundir aldraðra í Grensáskirkju Í DAG kl. 14 hefjast að nýju samverustundir aldraðra í Grens- áskirkju. Þær eru annars alla miðvikudaga kl. 14–15.30. Á samverunni er bænagjörð og biblíulestur, söngur og spjall. Borið er fram kaffi og meðlæti sem konur úr kvenfélagi safnaðarins eiga heiður af. Valgerður Gísladóttir hjá Ellimálaráði Reykjavík- urprófastsdæma er gestur á þessari fyrstu samveru ársins. Aðgangur er öllum heimill, óháð aldri og búsetu. Brids í Háteigskirkju Á MIÐVIKUDÖGUM er spilað bridds í safnaðarheimili Háteigskirkju undir stjórn Þórdísar Ásgeirsdóttur, þjónustufulltrúa kirkjunnar. Það er góður hópur fólks sem hittist klukkan eitt í Setrinu, á neðri hæð safnaðarheimilisins til þess að spila bridds saman. Að því loknu, eða svona um þrjúleytið gæðir fólk sér á kaffi og meðlæti áður en haldið er heim á leið, eða sest við borðið aftur og spilað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.